Íslendingur


Íslendingur - 13.08.1965, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.08.1965, Blaðsíða 1
BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA I NORÐURLA N D S K J () R D Æ MI E Y S T R A 51. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1965 . 29. TÖLUBLAÐ NÝ MALBIKUNARSTÖÐ REIST Á AKUREYRI Ljósm.: N. Hansson. Hin nýja malbikunarstöð bæjarins, Mun væntanlega valda tímahvörfum í gatnamálum bæjarins FYRIR nokkrum vikum var hafizt handa um að gera við skemmd- ir í malbikuðum götum bæjarins, og er því verki lokið nú fyrir nokkru. Síðan hefur ekkert sézt til malbikunaraðgerða í bænum, en áætlun hafði verið gerð um malbikun ákveðinna gatna í sumar, og hafa menn verið upp á síðkastið all-áleitnir um spurningar í blöðum og heimahúsum varðandi malbikunarloforð bæjarins. — í því tilefni átti blaðið tal við verkfræðing bæjarins, Stefán Stef- ánsson, s.l. þriðjudag, og spurði hann, hvað dveldi „Orminn langa“. Samkv. tillögum bæjarverk- fræðings, er samþykkíar voru í bæjarstjórn í febrúar s.I. skyldu þessar götur og götu- kaflar malbikaðir: Eyrarlands- vegur að MA, Hrafnagilsstræti að Þórunnarstræti, Norðurgata að Eyrarvegi, Gránufélagsgata milli Glerárgötu og Norður- götu, Lundargata, Grænagata, Eyrarvegur ofan Norðurgötu, Helga magra stræti miili Þing- vallastrætis og Lögbergsgötu cg loks hafnarbakkinn auk eystri akreinar Glerárgötu. Fyrsta og um leið aðalspurn- ingin, er við lögðum fyrir bæj- arverkfræðinginn var orðuð eitthvað á þessa leið: — Er von til, að malbikunar- áætlun bæjarstjórnar standi, og hvað hefur valdið því uppihaldi á malbikunarstörfum í bænum, sem fólk og blöð eru að fjasa um, eftir falleg loforð um ný- byggingu gatna í bænum? Og svo gefum við bæjarverk- fræðingi orðið: ■ — Akureyrarbær pantaði full komnustu malbikunartæki, sem völ er á, er áttu samkvæmt lof- Nálgast 20 þúsund mál SÍLDVEIÐIN hefur verið dræm undanfarið og langt að sækja, en afli er orðinn góður á mörg- um skipum, eða allt að 20 þús. mál og tunnur. — Um síðustu helgi var Jón Kjartansson afla- hæstur með 19570 mál og tunn ur, en næst honum koma Heim- ir SU 19175, Reykjaborg RE, 18756, Þorsteinn RE 18709 og Þórður Jónasson EA 18094. — Hæst eyfirzkra skipa auk Þórð ar voru Hannes Hafstein með 17499, Sigurður Bjarnason með 16554 og Ólafur Magnússon með 15799. orði að vera komin hingað í lok marzmánaðar s.l. En þá lá ís STEFÁN STEFÁNSSON. fyrir öllu Norðurlandi, og varð því að skipa tækjunum upp í Reykjavík. Orsok þéss, að töf varð á komu tækjanna hingað, var fyrst og fremst ísinn, og svo hitt, að þau skip, er hing- að sigldu á þeim tíma og næstu vikur eftir að ísinn fjarlægðist, höfðu ekki nógu sterkar bóm- ur til að afskipa svo þungum tækjum. — En þegar þau svo loksins komu? — Þá tók Vélsmiðjan Atli h.f. að sér uppsetningu tækjanna, en þau komu hingað í vor, löngu eftir að áætlað var. Upp- setningin hefur gengið nokk- urnveginn að óskum, en tekur þó meiri tíma, en við var bú- izt, enda mikið verk að koma tækjunum upp. Allar líkur eru þó á, að tækin verði komin upp nú um helgina næstu, svo að hefjast megi handa um malbik- un upp úr miðjum múnuði, en þó veltur það á því, að raflögn verði komin upp í tæka tíð, en orðið hefur að leggja nýja há- spennulínu frá „Möl og sandi“, og er það mikið verk, en vonir (Framhald á blaðsíðu 7). Drengur drukknar í Ólafsfj.vafni Ólafsfirði 11. ágúst. Það hörmu- lega slys varð hér sl. mánudag, að 10 ára drengur frá Siglufirði Brynjar Júlíusson, drukknaði í Ólafsfjarðarvatni. Hann hafði farið, ásamt afa sínum, Steini Ásgrímssyni bónda á Auðnum og 12 ára bróður sínum, Gunnari, að vitja um silunganét í Ólafsfjarðar- vatni. Er þeir höfðu vitjað um netin, vildi svo slysalega til, að bátnum hvolfdi, og fóru þeir allir í vatnið. Slysið sást frá Auðnum, og var þegar hringt þaðan á bæi næsta vatninu og niður í kaupstaðinn eftir hjálp. Þegar fyrstu björgunarmenn komu að, var Gunnar kominn í land á sundi, en Steinn hélt sér í bátinn. Þá var Brynjar litli sokkinn. Synti þá Magnús Sig ursteinsson fram til Steins með línu og hjálpaði honum í land, en þá mun allt að hálftími hafa verið liðinn frá því að bátnum hvolfdi. Lík drengsins fannst um klukkutíma síðar.---ForeLdrar Brynjars heitins eru Guðfinna Steinsdóttir og Júlíus Gunn- laugsson Háveg 4 Siglufirði. Þá vildi það óhapp til, er menn úr kaupstaðnum hröðuðu sér á slysstaðinn með plastbát á vörubíl, að þrír menn hrukku út af bílnum, er hann skrikaði í vegbeygju, og hlutu þeir nokk ur meiðsli. S.M. Barn drtfkknar á Raufarhöín Eftir mikla leit fannst líkið í höfninni ÞAÐ sviplega slys varð á Rauf arhöfn sl. þriðjudag, að sjö ára drengur, Snæbjörn Snæbjörns son drukknaði í höfninni, en engir sjónarvotíar voru að slys inu. Drengurinn sást á reið- hjóli seinnipart dags, en er hann var ókominn heim í kvöldverð, var farið að óttast um hann og leit hafin, og tók fjöldi fólks þátt í henni. Eítir mikla leit var slætt í höfninni, og fannst þá reiðhjól drengsins og skömmu síðar lík hans. Foreldrar Snæbjarnar eru Er- ika og Snæbjörn Einarsson kenn Myndðsfyffa af Ólafi Thors ! UM miðjan sl. júlí hófst al menn fjársöfnun meðal Sjálf stæðismanna um allt land í þeim tilgangi að afla fjár til að reisa myndastyttu af Ól- afi Thors. — Stjómir flokks- félagamia Iiafa forgöngu um fjársöfnun þessa meðal félags manna. Á Akureyri liggja söfnunarlistar frammi í Verzl unimii Vísi og hjá Herradeild JMJ við RáShústorg. — Þess er vænzt, að þeir, sem ætla að heiðra minningu Ólafs með þátttöku í fjársöfnun þessari, geri það sem fyrst. Lítil síldveiði síðastl. sólarhring Jón Kjartansson er aflahæsta skip flotans 11. ágúst. — Samkvæmt upplýsingum síldarleitarinnar á Siglu- firði fengu 24 skip 9260 mál og tunnur sl. sólarhring. Við Raufarhöfn höfðu samband eftirtalin skip: Siapafell 300, Guðmundur Pét urs 200, Vonin 460, Ársæll Sig- urðsson 300, Pétur Jónsson 50, Baldur 550, Anna 100, Jón Kjart ansson 100, Siglfirðingur 300, Þrymir 300. Við Dalatanga: Þráinn 200, Árni Geir 850, Rán 400, Stefán Árnason 600, Arnarnes 500, Krossanes 700, Héðinn 400, Guðbjartur Kristj- án 500, Bára 200, Elliði 600, Við ey 1000, Manni 300, Gullberg 150, Lómur 200. Skipin voru ýmist á Mýrar- bugt eða á svæðinu norð-austur af Raufarhöfn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.