Íslendingur


Íslendingur - 07.10.1965, Blaðsíða 1

Íslendingur - 07.10.1965, Blaðsíða 1
rrATrilí? VtTT MALBIKUNARFRAMKVÆMDIR á Oddeyri ganga eftir óskum. — vrLituUU > LL/ jviyndin sýnir malbikunaráliöldin að verki í Norðurgötu, en forvitin börn hafa safnazt að og fyfgjast með af miklum áhuga. — Ljósmynd: Karl Hjaltason, 51. ÁRGANGUR . FIMMTUDAGUR 7. OKTOBER 1965 . 34. TÖLUBLAÐ UNNIÐ AÐ ÚTBODSLÝSINGU NÝRRAR LAXÁRVIRKJUNAR Viðtal við Knút Otterstedt rafveitustjóra Dalatanga 6. október. Síðasta sólarhring fengu 54 skip 55.050 mál og tunnur. Veiðisvæðið var það sama og verið hefur undan- farna daga, eða frá 40 upp í 70 milur millj suð-austurs og aust- suð-ausíurs frá Gerpi. Þennan sólarhring, eins og undanfarna daga, hefur verið ><$k5xS>^*Sx5xSx$xíx$><$x$x$x$>3k$xÍx$k$x$x5x$xS><5x5x5><Sx$x$x5><$x$xSx$x5x$><5x$x$x*x®..$x$x$x$xSx5 STJÓRN Laxárvirkjunar hefur samþykkí að fela Sigurði Thor- oddsen verkfræðingi að gera útboðslýsingu að fullnaðarteikningu af 11 búsund kw. virkjun við Laxá, og gætu undirbúningsfram- kvæmdir liafizt næsta haust, sagði Knútur Oííerstedí rafveitu- síóri í viðtali við blaðið í gær, en það fer í heiíd hér á eftir. — Hvenær verður ákvörðun tekin í sambandi við virkjunar- mál Norðlendinga? — Eins og kunnugt er, voru á síðasta Alþingi samþykkt ný lög um Laxárvirkjun, þar sem Laxárvirkjuninni er heimilt að reisa allt að 12 þús. kw. nýtt raforkuver í Laxá við Brúar og enn fremur er Laxárvirkjuninni heimilt að reisa eldsneytisstöðv- SLÉTIBAKUR SIGLIR SLÉTTBAKUR kom í gær- morgun með 120 tonn og fer í kvöld til Englands, þar sem hann selur á mánudag, og er þetta fyrsta sigling Akureyraríogara á þessu hausti. Svalbakur kom í gær með 110 tonn og var landað úr honum í gær, en Harðbakur og Kaldbakur eru á veiðum. Vilhelm Þorsteinsson fram kvæmdastjóri tjáði blaðinu að eftir að skólarnir hófu starfsemi sína, hefði ekki verið tök á öðru en láta Sléttbak sigla, þar sem fólk vantaði í frystihúsið. Togar- arnir verða þó ekki látnir sigla einvörðungu á erlend- an markað, ef unnt verður að vinna úr aflanum hér heima. ar þar sem fyrirtækið telur rétt að koma þeim upp. FRAMKVÆMDIR NÆSTA HAUST. — Sigurður Thoroddsen verk fræðingur hefir gert áætlanir um áframhaldandi virkjanir í Laxá við Brúar og í desember 1964 skilaði hann áætlun um 11 þús. kw. virkjun, sem áætlast kosta um 161 millj. kr. án að- flutningsgjalda, en í hinum nýju lögum urn Laxárvirkjun er gert ráð fyrir að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, tækjum og vélum til virkj- unarinnar, svo og til eldnéytis- stöðva Laxárvirkjunar á Akur- eyri. — Stjórn Laxárvirkjunar hef ir nú samþykkt að fela Sigurði Thoroddsen að gera útboðslýs- ingu og fullnðarteikningar aí 11 þús. kw. virkjun og er gert ráð fyrir að því verki verði lokið í (Framhald á blaðsíðu 5). Yfir 7000 mál síldar til Krossaness SÍLD ARFLUTNIN G ASKIPIÐ Polana losaði nú í vikunni 6344 mál í Krossanesi, en er nú að lesta á Austfjarðamiðum, og kemur væntanlega aftur á föstu dag. Guðmundur Þórðarsson kom í gærmorgun með 700 mál, en ekki var vitað til þess, að fleiri skip séu á leiðinni. MYND þessa tók Guðmundur Jóhannesson af gatnahreinsun Innbænum. T. h. er hús hinnar gömlu Höepfnersverzlunar. GATNAHREINSUN hægviðri á miðunum og svarta- þoka. SKIP UNDIR ÖLLUM LÖND- UNARTÆKJUM. Undanfarinn sólarhring má heita að hafi verið lönðunar- stopp frá Djúpavogi og norour að Vopnafirði. Þar hefur verið landað stanzlaust síðasta sólar- liring og þar eru nú allar þrær að fyllast. Bakkafjörður hefur líka fcngið þá sílel, sem hann hefur getað tekið á móti ssðasía sólarhring. Skip eru farin að fara með afla sinn til Raufar- hafnar og hefur verið talsverð löndun þar í nótt, og kl. 7,30 í morgun voru skip undir öllum löndunartækjum. Á miðin eru að konia nú Dag- stjarnan frá Bolungarvík og Polana og eru að byrja að taka á móti síld. Segja má, að söltun hafi mik- ið Iegið niðri síðasta sólarhring- vegna þess, að síldarverksmiðj- urnar hafa ekki getað tekið á móti úrganginum frá plönun- um. Síldin er blönduð. Mennlaskólinn leigir hófel fyrir nemendaheimili Nemendum fjölgar um 30 frá í fyrra MENNTASK-ÓLINN var seítur s.l. sumiudag. Verða 470 nem- endur í skólanum í veíur (440 í fyrra) í 18 bekkjardeildum. Kennarar verða 24, þar af 15 fasíir auk skólameistara, en frá breytingum á kennarakosti hef- ur áður verið skýrt í blaðinu. í 6. bekk verða 3 máladeildir og 1 stærðfræðideild. Alls verða 202 í máladeildum en 145 í stærðfræðideildum. — Fjórði bekkur er fjölmennastur í skól- anum. í 3. bekk verða 123 nem- endur, en hann er sem kunnugt er neðsti bekkur skólans. Svo þröngt var orðið í heima vistum efra, að leita varð frek- ara húsnæðis. Varð það úr, að MA tók Hótel Varðborg á leigu, og búa þar 39 nemendur í vet- ur, en í öðrum vistum búa 177. í mötuneyt skólans verða 325 nemendur. RÚMAR EKKI FLEIRI. í sumar hafa margvíslegar endurbætur verið gerðar á skólahúsinu, en nú rúmar það ekki fleiri nemendur með því að einsetja í stofurnar. Síld til Ólafsfjarðar Ólafsfirði 6. októbcr. Skagfirð- ingur kom hingað í nótt með 1100 mál og stendur söltun yf- ir. Sildin er blönduð. — Viðbót- arbygging sjálfvirku stöðvar- innar í Ólafsfirði er orðin fok- held. — Aflabrögð hafa verið rýr. Glerárgatan malbikuð UNNIÐ er að því að breikka kaflann á Norðux-götu milli Grænugötu og Eyrarvegar, áð- ur en hann vei'ður malbikaðui'. Undii'búningi að malbikun Gler áx-götu niiðar vel áfram og verð- ur væntanlega byrjað á malbik- un þar í vikunni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.