Íslendingur


Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 2

Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 2
Skiluðu þremur verð- launabikurum aftur — A annað þúsund áhorfendur fylgdust með torfæru- og góðaksturskeppninni, sem Bílaklúbbur Akureyrar efndi til sl. sunnudag við bæinn Glerá. Keppendur voru 8 jeppaeigendur, en sig- urvegari varð Steindór G. Steindórsson, sem er formaður Bílaklúbbsins. Hlaut hann 163 stig, en hann ók bifreiðinni A-2537; Jepster, árg. ’67. Fjórir af þátttakendum í keppninni hafa mótmælt úr- slitum keppninnar og segja að dómarar hafi ekki tekið nægi legt tillit til þess hvernig kepp endur óku, heldur dæmt eins og hér væri eingöngu um tor- færuaksturskeppni að ræða. Telja fjórmenningarnir að það hefði átt að dæma sigurvegar- ann úr leik strax í byrjun keppni vegna óvarkárni í akstri og telja þeir jafnvel mildi að ekki varð slys af akst urshætti hans. Orðum sínum til áherslu hafa þeir félagar skilað verðlaunabikurum sem þeir höfðu fengið fyrir 2., 3. og 4. sæti í keppninni. — Þetta gerum við, af því að við teljum dóma í keppn- inni rangláta og stigagjöfina ranga. Sigurvegarinn ók með þvílíkum þjösnagangi að það hefði átt að dæma hann úr leik strax, sagði einn af fjór- menningunum í viðtali við ís- lending. Eins og áður segir er þetta í fyrsta skipti sem Bílaklúbbur inn gengst fyrir keppni af þessu tagi, en klúbburinn var stofnaður sumarið 1974. Það voru 10 áhugamenn sem stóðu að stofnun hans, en markmið- ið er að koma upp safni gam- alla bíla á Akureyri, halda ýmis konar keppnir og sýning ar á bílum og loks að skapa aðstöðu fyrir starfsemi klúbbs ins. Fyrr á þessu sumri gekkst klúbburinn fyrir sýningu á bíl um, en þar gaf að líta um 30 bíla framleidda á tímabilinu frá 1919—1974. Alls um 5000 gestir komu til að skoða þá sýningu. Með Steindóri eru í stjórn Konráð Jóhannsson, ritari, og Örn Pálsson, gjaldkeri. AFIMÆLISGJÖFIN VAR „HOLA í 66 Keppni í Öldungaflokki í golfi fór fram um helgina. Leiknar voru 18 holur með og án for- gjafar. Úrslit án forgjafar: Högg Gestur Magnússon 87 Jóhann Guðmundsson 93 Jón Guðmundsson 100 Jón G. Sólnes 108 Tryggvi Sæmundsson 113 Með forgjöf: Högg netto Gestur Magnússon 71 Jóhann Guðmimdsson 73 Jón Guðmundsson 77 Jón G. Sólnes 84 Tryggvi Sæmundsson 90 Þá skeði það einnig í vik- unni að Björgvin Þorsteinsson sló holu í höggi á 6. holu, en svo skemmtilega vildi til að þetta var 19. ágúst, en þann dag átti klúbburinn 40 ára af- mæli. Björgvin Þorsteinsson sló holu í höggi. Knattspyrna Sunnudaginn 17. ágúst fór fram hinn árlegi minninga- leikur um þá Kristján og Þór- arin, sem fórust í íþróttaferða lagi á vegum Þórs. Lið Breiða bliks úr Kópavogi lék þennan leik við Þórsarana og sigruðu með 3 mörkum gegn 1. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Breiða blik, en snemma í seinni hálf- leik jafnaði Baldvin fyrir Þór. Síðan skoruðu Breiðabliks- menn tvívegis, síðasta markið rétt fyrir leikslok. Sigur Breiðabliks var sanngjarn, en leikurinn í heild slakur af beggja hálfu. Félagsmála- stofnun Akureyrar Óskar eftir að ráða forstöðukonu við heimilis- þjónustu; einnig vantar starfsfólk við heimilis- þjónustuna. — Upplýsingar gefnar á skrifstofunni, Geislagötu 5, sími 21000. HÖGGI 3.deild: Fylkir, KA ocj Stjarnan jöfn en Þór vann í B-riðlinum Úrslitakeppni þriðju dcildar í knattspyrnu var haldin um helgina í Rcykjavík og lauk henni þannig að í A-riðli urðu Fylkir, KA og Stjarnan jöfn að stigatölu. Fengu þau 4 stig af 6 mögulcgum. f B-riðli sigraði Þór mcð 4 stig. Verða liðin 3 í A-riðli að Icika sín á milli um réttinn til þess að leika i úrslitum gegn Þór. Búið er að ákveða að Stjarnan og Fylkir leiki í dag, fimmtudag, á Mela- velli. Á morgun, föstudag, leika KA og Fylkir á velli Reynis á Árskógsströnd kl. 7, en á laugardag kl. 4 leika KA og Stjarnan á sama velli. Sætaferðir á leikina á Ár- skógsströnd verða frá Akur eyri klukkutíma fyrir leik. Væntanlega fæst nú úr því skorið hvaða lið það verður sem mætir Þór í úrslitun- um í 3. deild. Þór vann leikinn við ísa- fjörð með 3 mörkum gegn Z, en leikinn við Þrótt, Nes kaupstað, 3-0. KA vann aft ur á móti leik sinn við Ein herja 4-0, en leikirn- ir við Fylki og Stjörnuna fóru 1-1. „Kötturinn í sekknum“ Framhald af miðsíðu. missa af tækifæri með kunn- ingjum, og skammast sín (að óþörfu þó) fyrir að hverfa frá með lafandi skottið! Að vísu voru þarna meðal skemmtikrafta margir snjall- ir og „stórir“, eins og t. d. Ómar Ragnars. Ég hefi leitað álits nokkurra þeirra, sem inn komust og með voru á skemmtun þessari. Flestir töldu að þarna hefði verið gaman, en fátt virðist þó eftir minnilegt. En gamanið fór að grána, eða rýrna, viku síðar í sömu Skjólbrekkunni, þegar hljóm- sveit „að sunnan“ efndi þar til gleðistunda fyrir lands- byggðina. Hafði hljómsveitin auglýst glæsilega; eiginlega skyldu tvær hljómsveitir (a. m. k. ein og hálf!), leika fyrir dansinum, söngvarar og töfra menn skemmta. Og nú reynd- ist inngangseyrir AÐEINS 1500 krónur!! En þegar til kom, varð reyndin öll önnur en auglýsingin hafði lofað; enda aðal töframaðurinn í út- löndum staddur, og hefur sennilega brugðist bogalistin að töfra sig heim í Skjól- brekkuna á auglýstri stundu! Fjarvera hans var þó ekki af- sökuð með þeim orðum — né öðrum! Hlj óms veitar menn þurftu margar hvíldir og langar, svo að þeir, og þær, sem inn höfðu komist, með 1500 krónum létt ari pyngju, fengu oft að bíða, hanga og standa, því að sæti voru ekki til fyrir alla. Og þarna varð svo „drepleiðin- legt“ (orðrétt eftir haft), að fólkið fór að týnast burtu klukkustund áður en hætt skyldi. --------Á sumardegi, fyrir 50 árum, voru Mývetningar að skemmta sér þarna á sama vatnsbakkanum, við minni húsakynni að vísu og enga skemmtikrafta „að sunnan“, enda ekki seldur aðgangur. En „Hollur er heimafenginn baggi,“ stendur einhversstað- ar. Bóndi úr sveitinni flutti ræðu, tvö skáldanna lásu sin nýjustu ljóð, og var vel hlust- að, („atomljóð" óþekkt þá). Bændaglíman var öllum áhugaefni, kveikti eld í aug- um og hleypti roða í kinnar heimasætunnar. Og allir voru með að syngja ættjarðar- og gleðisöngva. En þegar leið að kvöldi létu harmónikan og fiðlan í höndum ólærðra lista- manna dansinn duna! •— Enn- þá lifa minningarnar frá þeim stundum, lyfta og hlýja. -— En hvað um minningar úr Skjólbrekku, frá helgar- skemmtunum þar fyrst í ágúst 1975? Munu þær endast í 50 ár og bæta einhverjum lífið? Enn eiga Mývetningar í sín um hópi, (eins og flestra sveita íbúar), snjalla ræðu- menn, skáld, söngfólk og glímukappa góða, og mætti þessa gæta oftar en nú er, heimamönnum og öðrum til gleði og heilla. Auðvitað verð ur ekki söðlað yfir í hasti, eða alveg horfið frá því, sem nú er og hér um talað. En þegar þeir bjóðast til að koma „að sunnan“ og skemmta í sveit- inni, er mjög vafasamt að segja bara já, „kaupa köttinn í sekknum“, og það á hvaða verði. sem er. Það voru víst ekki Mývetn- ingar í meiri hluta á þessum umtöluðu samkomum, en þeir bera þó nokkra ábyrgð á þeim, hússtjórn þeirra á að velja og hafna. Þarna er á þessum tíma ferðafólk víða að, bæði inn- lent og útlendingar, sem gjarn an vilja kynnast skemmtun- um í íslenzkri sveit. Þessa er líka rétt að minnast. En að lofa hástöfum „kött- inn í sekknum“ og láta greiða fyrir hann meira en hæzta verð, þótt hann reynist svo á þrem fótum aðeins, það eru svik, sem varða við lög og engum á að líðast, jafnvel ekki skemmtikröftum „að sunnan“. ^ 16. ágúst 1975. Jónas í Brekknakoli. 2 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.