Íslendingur


Íslendingur - 02.10.1975, Blaðsíða 5

Íslendingur - 02.10.1975, Blaðsíða 5
Það er ekki mikið um það að fullorðna fólkið fái sér minni íbúðir þegar börnin fara í eigið hús- næði og þetta gerir sitt til þess að skapa íbúðarskort á Akureyri. að gera það milliliðalaust og sleppa þannig við þann auka- kostnað sem fer í að greiða fasteignasölunum? — Ég held að það sé vafa- samúr sparnaður í mörgum til fellum. Kostirnir við að selja íbúð í gegnum fasteignasölu eru margir og ótvíræðir, bæði fyrir seljendur íbúða og kaup- endur. Fasteignasalan aðstoð- ar seljanda við verðlagningu íbúðar, tekur hana á skrá ásamt helstu nauðsynlegum upplýsingum og auglýsir hana. Þessi upplýsingaþjónusta er mjög mikils virði fyrir selj- anda. Ég get nefnt fjölmörg dæmi um það að einstaklingar hafa auglýst íbúðir sínar til sölu, en þær hafa ekki selst. Þá létu þeir fasteignasölu ann ast söluna og íbúðirnar seld- ust fljótlega. Þetta er mjög eðlilegt. Ein auglýsing í blaði gleymist fljótlega. En væntan legir kaupendur koma oft á fasteignasölurnar til þess að athuga þær íbúðir sem þar eru á skrá og bera saman verð og gæði svo og alla skilmála. Selj endur íbúða hafa vissa upp- lýsingaskyldu um íbúðirnar sérstaklega um leynda galla, sem kynnu að vera þar. Selj- endur gera sér ekki alltaf grein fyrir þessari skyldu, en það eru miklar líkur til þess að þetta komi fram í viðræð- um við fasteignasala. Kaup- andi á að mega treysta því, að fasteignasalan hafi skoðað íbúðina og geti sagt kosti henn ar og galla auk þess sem fast- eignasalan upplýsir hann um verð og greiðsluskilmála og verðsamanburð. Öryggi við gerð samn- inga Síðan vék Ragnar að því að í raun og veru væri aðalkost- urinn við að skipta við fast- eignasölu sá að þá væri tryggt öryggi í gerð samninganna. — Þetta er atriði, sem ein- staklingum yfirsést oft, þegar þeir hnoða saman samningum eftir formálabókum til þess að spara sölulaun, sagði Ragnar. — Fasteignir seljast fyrir margar milljónir króna og það hlýtur því að skipta miklu máli fyrir seljanda og kaup- anda hvernig til tekst um samninga. Að það komi skýrt fram, hvað selt er og með hvaða skilmálum, hvernig greiðslum skuli hagað, sundur liðun veðlána, sem kaupandi tekur að sér að greiða, trygg- ingar til seljanda fyrir eftir- stöðvum kaupverðs, upplýs- ingar um hvort kaupandi hef ur i hyggju að taka veðlán, Húsnæðismálastjórnaiián eða Lífeyrissjóðslán, sem þá þurfa væntanlega að komast fram fyrir önnur veðlán, gerð veð- leyfa og veðskuldabréfa auk kaupsamnings og afsals. Ég gæti nefnt dæmi héðan úr bænum um tjón sem skiptir hundruðum þúsunda kr. vegna þess að seljandi taldi sig ekki þurfa slíka aðstoð.. Fasteigna sölurnar hér í bæ eru reknar af lögmönnum, sem sjálfir annast frágang samninganna og samkvæmt tilmælum Lög- mannafélags íslands ritar lög- maður sá sem samningana gerði nafn sitt á skjölin til staðfestingar því, hver hafi annast samningsgerðina, og hvert aðilar eigi að snúa sér ef vandamál kemur upp. Að lokum langar okkur til að forvitnast um það hvort fasteignasala sé arðbær at- vinnuvegur á Akureyri. Þessu svaraði Ragnar neit- andi. Hann sagði að þar sem íbúar á Akureyri væru ekki nema á 12. þúsund væru íbúða og húsasölur ekki margar á mánuði, enda önnuðust lög- fræðingar hér fasteignasölur ásamt öðrum störfum. „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi44 Sunnudaginn 24. ágúst sl. fór fram torfærukeppni hér við Akureyri, og er það sú fyrsta sem formlega hefur farið fram hér við bæ. Um 2000 manns sáu keppn- ina og var aðsókn það mikil að færri sáu en vildu. Því miður varð ég af þess- ari keppni þar sem ég er sjó- maður og kom í land skömmu eftir að henni lauk. Úrslitin komu mér ekki á óvart. Ég hef sjálfur keyrt mikið utan vega og háð persónuleg einvígi í tor færum. Sá bíll sem ætlar að eiga möguleika í slíkri keppni, þarf að vera léttur, hafa góða aksturseiginleika, rétta fjöðr- un, hæfilegan vélarkraft mið- að við þyngd og síðast en ekki síst ökumann sem kann að halda á spilunum. Þess vegna furða ég mig mjög á því hvaða tegund skyldi hljóta annað sætið og er það sjálfsagt síð- ast talda atriðinu að þakka, en nóg um það. Nú þegar þetta er skrifað hafa komið frétta-tilkynning- ar í tveim fréttablöðum og eru þar stórar fullyrðingar, sem eftir að ég hef athugað málið eru til skammar, og menn sem stuðla að þessum fréttaflutn- ingi ættu að biðjast afsökunar á sama vettvangi fyrir orða- gjálfur sitt. Þar sem ég er meðlimur í B. A., fór ég á fund er haldinn var 27. ágúst kl. 8 e. h. Þar var mér sagt, að áður en keppni hófst, hafi öllum kepp- endum verið skýrt frá reglum og helstu formsatriðum keppn innar, og hafi þeir samþykkt. Er þar komin skýringin á því hvers vegna engin nöfn fylgja þessum fréttum, sem gefið gætu til kynna hverjir standa á bak við upplýsingaþjónustu þessa. Ekki er málstaðurinn hreinni en það. Heyrt hef ég að einn keppenda hafi hleypt allri þessari óánægju af stað, og hafa allir sem ég hef rætt málið við staðfest, að ef sá keppandi hefði unnið hefðu þessi leiðindi aldrei orðið. Er hart til að vita að hinn sanni íþróttaandi skuli ekki fá að ráða heldur metingur og sjálfselska. Seint ætlar mönnum að lær ast. í íslendingi sem út kom þ. 28. ágúst er sagt að dæma hefði átt sigurvegarann úr leik strax fyrir þjösnalegan akstur. Ekki get ég lagt dóm á það atriði, en það hafa dóm- arar keppninnar sagt mér, að kynnir liafi margítrekað við áhorfendur að rýmka til og gefa keppendum pláss. Svo má einnig geta þess að dómarar drógu af fyrsta sætis bílnum fyrir glannalegt hopp í fyrstu brekkunni og var stigatafla þess bíls lakari en hjá annars sætis bílnum fram í síðustu brekku, þar sem óánægjan byrjaði. Er einkennilegt að þeir keppendur sem lýstu keppnina ólöglega skyldu ljúka henni til enda, í stað þess að yfirgefa svæðið strax. Að lokum vil ég segja að menn þeir er hafa staðið fyrir þessari óánægju ættu að biðj- ast afsökunar og einnig að láta nafns síns getið. Bílaklúbbur Akureyrar er lofsvert framtak, og hefur sannað að mjór er mikils vís- ir. Ég óska honum góðs geng- is í framtíðinni og lýsi fullrnn stuðningi. Arthur Örn Bogason. X k x t T , y í Þeyttur rjómi hafður á milli *»* p- og í kring. Einnig er mjög gott X að setja karamellubráð ofan á. X Að lokum skora þau á Guð X rúnu Stefánsdóttur og Halldór X Ásgeirsson að koma með X næstu uppskrift. * „Islensk fyrir tæki komin út“ Nýlega kom út uppsláttarbók in íslensk fyrirtæki ’75—’76; en tilgangur bókarinnar er að koma á framfæri upplýsing- um um fyrirtæki, félög og stofnanir. Bókinni er skipt niður í þrjá meginflokka, fyrirtækja- skrá, viðskipta- og þjónustu- skrá og umboðaskrá. Þá veit- ir bókin einnig upplýsingar um Alþingi og alþingismenn, félög og stofnanir, sendiráð og ræðismannsskrifstofur erlend- is o. fl. í fyrirtækjaskrá eru skráð um 1600 fyrirtæki á öllum sviðum viðskipta um allt land. Umboðsskráin gerir mönn- um m. a. kleift að fletta upp á erlendum vörumerkjum og finna þannig út íslenska um- boðsaðila viðkomandi merkja. í ár koma íslensk fyrirtæki út í sjötta sinn. Fulltrúar Frjáls framtaks h.f., sem gef- ur bókina út, hafa ferðast um gervallt landið til að afla upp- lýsinga í bókina beint frá for- ráðamönnum fyrirtækja, fé- laga og stofnana, sem í bók- inni eru. IMý Ijóðabók Út er komin ljóðabókin Flétt- ur eftir Harald Zóphoníasson á Dalvík. Haraldur er fæddur að Tjarnargarðshorni (Lauga- hlíð) í Svarfaðardal 5. sept. 1906 og hefur alla tíð átt heima þar í dalnum. Haxm á mikið safn Ijóða og lausavísna og hefur ort fjölmargt sem aldrei hefur verið skráð. Að- eins stöku sinnum hefur kveð- skapur hans sést á prenti, en það var fyrir áeggjan margra vina hans að hann lét til leið- ast að stofna til útgáfu á nokkrum af ljóðum sínum. J óhannes Óh Sæmundsson hafði veg og vanda af því að velja ljóð til birtingar í bók- inni, en bókin var prentuð í Prentsmiðju Björns Jónsson- ar. Þess ber að geta að bókin er gefin út sem áskrifendarit og fæst aðeins hjá Jóhannesi Óla Sæmundssyni, Fögruhhð, Glerárhverfi. Gjöf til F.S.A. Föstudaginn 19. sept. afhenti Lionsklúbburinn Huginn Fjórð ungssjúkrahúsinu á Akureyri öndunar- og hjartahraðamæl- ingartæki til notkunar við gjörgæslu ungbarna. Sigurður Jóhannesson fráfarandi for- maður Hugins afhenti tækið og sagði að það væri keypt fyrir það fé sem safnað var með sölu á ljósaperum og jóla dagatölum á síðasta ári. Fyrir hönd Sjúkrahússins tók Bald- ur Jónsson, yfirlæknir á barna deild, við tækinu og færði Lionsklúbbnum Huginn kær- ar þakkir og gat þess að það mundi stuðla að enn betri gæslu ungbarna og létta starfs fólki gæslu barnanna. ISLENDINGUR — 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.