Íslendingur


Íslendingur - 27.01.1977, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.01.1977, Blaðsíða 1
4. TOLUBLAÐ «2. ARGANGUR AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 27. JANUAR 1977 íngur VÖRUSALAN SF • HAFNARSTRÆT! 104 • AKUREYRI \Jtfc 44+*4/d 'i VERZLAR í ' VÖRUSÖLUNNI Brýtur Akureyr- arbær ákvæði eigin sambykkta? „Þá vakti það furðu mína í hverju ástandi það hús- næði var, sem Akureyrar bær leigir út og þar af leið andi kemur í minn hlut að vera ábyrgur fyrir. Ég komst að raun um það, að Akureyrarbær hefur nán- ast forgöngu um að brjóta ákvæði eigin byggingasam þykktar og almennrar heil brigðisreglugerðar um leiguhúsnæði." Þannig far ast Jóni Björnssyni, félags málastjóra Akureyrar orð í viðtali við íslending i opnu blaðsins í dag, en þar er einnig kynnt starfsemi Félagsmálastofnunarinnar. Síðar í viðtalinu segir Jón: „Þá eru þó nokkur við- brigði að koma í fámenn- ara samfélag, þar sem yfir sýnin er auðveldari. Þegar ég fletti t. d. í gegn um bækur, þar sem skráð er fjárhagsaðstoð bæjarins við fók, svokölluð framfærsla, þá stingur í auga, að sömu einstaklingarnir hafa notið þessarar fyrirgreiðslu ár frá ári, jafnvel frá því löngu fyrr en ég fæddist." Lesið viðtalið við Jón í heild og frásögnina um Fé lagsmálastofnunina í opnu blaðsins í dag. Minnkandi fólksfjölgun - Ekki verið minni síðan 1968 Bræðsla gengur vel á Raufarhöfn Samkvæmt upplýsingum Arn þórs Pálssonar verkstjóra hjá Síldarbræ'ðslunni á Raufar- liöfn, höfðu borist þar á land rúmlega 13.700 tonn af loðnu sl. þriðjudagskvöld og vinnsla í fullum gangi. í síldarverk- smiðjunni í Krossanesi hafði verið landað um 4000 tonn- um á þriðjudaginn. Loðnuaflinn er nú orðinn rúmlega 90 þús. tonn, en bræla hefur verið á miðunum og ekki veiðiveður. Að sögn Arnþórs hefur bræðsla geng ið jafnt og vel. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn. í dag eða á morgun er von á togaranum Rauðanúp inn til löndunar og verður það fyrsta löndun hans á þessu ári. Á þriðjudaginn hafði tog arinn fengið um 70 tonn. Eng in vinnsla hefur verið í frysti húsinu það sem af er árinu og því talsvert um atvinnu- leysi á Raufarhöfn, sérstak- lega hjá kvenfólkinu, en það stendur til bóta þegar Rauði núpur kemur inn. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands fjölgaði Is- lendingum um 1.863 frá 1. des. Gullbrúð- kaup Lenu og Knut Otterstedt Nk. laugardag 29. janúar eiga hjónin Lena og Knut Otter- stedt, fyrrverandi rafveitu- stjóri Rafveitu Akureyrar, gullbrúðkaupsafmæli. Knut Otterstedt fluttist til Akureyr ar frá heimalan^i sínu, Sví- þjóð, vorið 1922. Kom hann til að annast línulagnir um bæinn í sambandi við virkjun Glerár, sem þá var verið að vinna að. Knut Otterstedt var síðan ráðinn fyrsti rafveitu- stjóri Rafveitu Akureyrar þeg ar hún var stofnuð 1922 og gegndi hannjþvi starfi til 1962 eða í rúm 40 ár Hann var. einnig framkvæmdastjóri Lax árvirkjunar frá því hún var gerð að sjálfstæðu fyrirtæki og þar til hann lét af störfum, en virkjanirnar við Laxá féllu áður undir stjórn Rafl veitu Akureyrar. Knut Otterstedt varð 85 ára 11. desember sl., en Lena varð 77 ára 2'5. september. Þau hjón in búa að Oddeyrargötu 17 og eru ern og heilsuhraust. ís- ■lendingur sendir þeim sínar bestu hamingjuóskir. Alþýðuleikhúsið gerði lukku í Svíþjóð og Danmörku — Rétt fyrir jólin kom leikhópur Alþýðuleikhússins til landsins úr rúmlega háfsmánaðar ferð um Danmörku og Svíþjóð. Hópurinn sýndi Krummagull eftir Böðvar Guðmundsson í Kaupmannahöfn, Lundi, Gautaborg og Stokkhólmi á vegum íslendinga og 'náms- mannafélaga viðkomandi staða. Kunni fólk sérlcga vel að meta þessa heimsókn landa sinna, fjölmennti á sýningarn ar og lét í Ijós mikla ánægju að þeim loknum. Megintilganur ferðarinnar var þó sá að koma leikverkinu Krummagull inn á myndsegul band í stofnun þeirri er heit ir Dramatiska Institutet og er eirrn virtasti skóli í Evrópu af þeim sem kenna kvikmynda gerð og vinnubrögð í fjöl- miðlum eins og sjónvarpi og útvarpi. Öll aðstaða og tæknibúnað ur í Dramatiska Institutet er afar fullkominn og var Krummagull tekið upp í lit í sjónvarpsstúdíói skólans. Upp tökudagarnir voru 4 og var unnið seitulaust frá morgni til kvölds. Stóð á endum að þegar leikslokin voru komin á segulbandið í þriðja sinn og fólk ánægt með áranurinn var jólaleyfi nemenda og starfs- 1975, til 1. des. 1976, eða um 0,85% (ekki 85% eins og „Dagur“ segir í gær, enda fullmikið stökk í einu.) Er þetta nokkuð minni fjölg un en árið áður, en þá var hún 1,16% og hefur fólksfjölgun farið lækkandi undanfarin ár og ekki verið eins lítil síðan 1968. Landsmenn eru nú 220.545, en karlmenn eru 111.334 og konur 109.211. í Reykjavík búa 84.334, í Kópavogi 12.729, á Akureyri 12.279 og Hafnar fjörður er 4. stærsti kaup- staðurinn með 11.724 íbúa. Á Dalvík búa 1.204, á Ólafs- firði 1.143, en þar er mikill jöfnuður milli kynjanna, 572 karar og 571 kona. Á Húsa- vík búa 2.301. í EyjafjarðarsýslU búa 2.643, en fjölmennasti hrepp urinn er Öngulstaðahreppur með 375 íbúa. í S-Þingeyjar- sýslu búa 2.918, en fjölmenn asti hreppurinn þar er Skútu staðahreppur með 522 íbúa. Norður-Þingeyingar eru rúm lega þúsundinu færri en Suð ur-Þingeyingar, þar búa 1.806 íbúar, en Raufarhöfn er þar fjölmennasta sveitarfélagið með 505 íbúa. 'VWV* fólks skólans að hefjast. Nú er eftir að klippa myndsegul bandið og má búast við að þeirri vinnu ljúki um mánaða móin febrúar—mars. Alþýðuleikhúsið er fjarri því að gefast upp þrátt fyrir fjárhagserfiðleika og fjand- skap þeirra sem ráða fyrir al mannafé. Það þarf að rifa segl in um tíma vegna óviðráðan- legra ástæðna — en starfsem inni verður haldið áfram og stefnt er að æfingu nýs leik- efnis síðar á þessu ári, auk þess sem reynt verður að fara aftur af stað með Skollaleik- inn þegar aðstæður leyfa. t I I X I I y | 1 X Y Y Y Y Y Y x * * Y Y 4 X I Y 4 I ! i Ibúar í Hliðahverfi verða simalausir fyrst um sinn SKEMMDARVARGAR eyðilögðu símatækið Síminn, sem settur var upp í klefa við Seljahlíð, til hagræðis fyrir íbúa í nýja raðhúsahverfinu yst í Gler árhverfi, hefur nú verið tekin niður og verður ekki settur upp aftur fyrst um sinn a. m. k. Ástæðan fyrir því að síminn er tekinn er sú, að skemmdarvargar liafa ekki getað séð símann i friði og nú síðast um helg ina var hann algerlega eyðilagður, en slík tæki kosta 260 þús. Að sögn Þórðar Gunnars sonar, símvirkja hjá Land símanum, hefur síminn oft áður verið gerður óvirkur. Sjálft tólið hefur verið brotið eða slitið af og síma skráin hefur aldrei fengið að vera í friði. Yfir tók þó um helgina, en þá var tól ið rifið af símanum, pen- ingaraufin brotin og kass- inn allur barinn að utan með stórum steini, sem sést á myndinni ásamt tækinu. Að vísu sést ekki mikið á kassanum á myndinni, en hann er harðgerður, en það sama verður ekki sagt um þann fíngerða „mekan isma“ sem innan við er íbúar hverfisins verða því af þessari þjónustu um sinn a. m. k., sennilega fyr ir tilstuðlan örfárra skemmdarvarga. Ástæðan fyrir því, að íbúarnir í hverfinu hafa ekki getað fengið. sjálfvirkan síma er sú, að eftir er að leggja kapal frá sjálfvirku sím- stöðipni og úteftir, en sam kvæmt upplýsingum Þor valdar Jónssonar, fulltrúa hjá Landsímanum á Akur eyri, verður það verk unn ið í sumar. 4 4 ? 4 4 % t i i x t I t l t 4 4 t t t t 4 4 4 Y 4 4 t Y t 4 4 4 ? KJÖRBOÐ HR 2-38 02 2F1-9810 KAUPANGI Eina kjörbúðin á Akureyri, sem hefur opið iil kl. 23.30 öll kvöld

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.