Íslendingur


Íslendingur - 30.06.1977, Blaðsíða 1

Íslendingur - 30.06.1977, Blaðsíða 1
25. TÖLUBLAÐ . 62. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1977 KIÖRBUÐ HF 2-38-025T1-9810 KAUPANGI Glæsilegasta í kjörbúð á IMorðurlandi Hagstæð vöruskipti Vöruskiptajöfnuður í maí- mánuði sl. varð hagstæður um rúmlega 13 hundruð milljónir samk-væmt tölum frá Hag- stofunni. Er þá vöruskipta- jöfnuðurinn við útlönd hag- stseður um 1.386 milljónir fimmf yrstu mánuði ársins. Á sama tíma í fyrra var jöfnuð urinn orðinn óhagstæður um 3.980 millj. Við samanburð á milli áranna verður að taka tillit til þess, að meðalgengi erlends gjaldeyris í ár, er tal- ið vera 9.8% hærra en í fyrra. Byggðalínan til- búin nú í haust? Ólöf Tryggvadóttir fró Vöglum við sláttinn á þriðjudaginn Sláttur hafinn Vaglabændur byrjuðu sláttinn á sunnudaginn Nokkrir bændur hafa þegar hafið slátt í Eyjafirði. Er blað inu kunnugt um að sláttur er hafinn á Stóra-Hamri og Vögl um í Hrafnagilshreppi, en þar er meðfylgjandi mynd tekin á þriðjudaginn. Það er Ólöf Tryggvadóttir, sem er við sláttinn og sagði hún að slátt ur hafi byrjað á Vöglum sl. sunnudag og hafa Vaglabænd ur sennilega verið fyrstir að hefja slátt f Eyjafirði að þessu sinni. Það er nýrækt, sem Ólöf er að slá og var sprettan bara dágóð. „Laugardagur til lukku“ tekinn upp á Akureyri Þátltur Svavars Gests, „Laug ardagur til lukku“, sem er á dagskrá útvarpsins síðdegis á laugardögum, verður að rnestu helgaður Akureyri næslta lau-gardag. Svavar var á Akureyri sl. þriðjudag og tók þá upp mikið efni með aðstoð Björgvins Júníussonar, upptökumanns. Fóru þeir víðs vegar um bæinn, heimsóttu söfnin, lystigarðinn, Sólborg og fleiri staði. Einnig höfðu þeir viðtöl við m.a. Skarphéð inn í Amaro, Áma Bjarnar- son, Ingimar Eydal, Pálma í Blaðavagninum, Jóhann Kon róðsson afl. o.fl. Þá verður tónlistin í þættinum að mikl- um hluta frá Akureyri. A sunnudaginn, eftir há- degið, mun Kristján frá Djúpa læk spjalla við hlustendur í þættinuim >rMér datt það í hu‘g“. — Sprettan hjá okkur er lé leg og er ég hrædd um að þannig sé ástandið viðar, sagði Aðalsteina Magnúsdóttir á Grund í viðtali við blaðið á þriðjudaginn. — Vorið var kalt og lambfé stóð lengi í túnum. Síðan hefur túnunum farið hægt fram, þar sem 'heita má að verið hafi sam- felldur þurrkur. Það rignir allt í kringum okkur, en hér blotnar varla á steini, hvað þá í rót. Akureyringarnir urðu t.d. varir við rigninguna um helgina, en þá var þurrt þegar kom inn fyrir Hrafna- gil og í dag hefur áreiðanlega rignt inn í dölum, sagði Aðal steina að lókum. Það er ýmist of eða van, of blautt eða þurrt, en vonandi igeta allir tekið út töðugjöldin að hausti, sáttir við máttar- völdin. Aðalfundur Norðlenzkrar tryggingar hf. var haldinn að Hótel Varðboorg um sl. helgi. Fundarsjtóri var Bárður Hall dórsson, menntaskólakennari. Formaður stjórnar félagsins, Valdemar Baldvinsson, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir sl. ár, en Friðrik Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, las upp og skýrði ársreikning félagsins. Mikil au-kning varð á ið- gjaldatekjum félagsins á ár- 'inu 1976 og var hagnaður af rekstri félagsins að upphæð 1.686.000 kr. í árslok 1976 nam tryggingasjóður félags- ins, þ.e. iðgjaldasjóður og bótasjóður, kr. 10.083.273.00 og hafði hann um það bil tvö faldast frá árinu áður. Niður stöðu á efna’hagsreikningi eru 40.746.5212.00. Hluthafar í Norðlenzkri tryggingu hf. eru 210 og er hlutafé 20 milljónir. Á aðalfundinum var vakin athygli á því, að Norðlenzk trygging er eina alhliða vá- tryggingafélagið utan Reykja víkur. Lögheimili þess er á Akureyri og þar greiðir félag ið alla skatta og skyldur, en Akureyrarbær hefur hins veg ar svo til engin viðskipti við Norðlenzíka tryggingu hf. Vakti þetta að vonum mikla furðu meðal fundargesta. Á fundinum var einnig greint frá því, að á sl. ári veitti heil brigðis- og tryggingamálaráðu neytið, að fengnum meðmæl- um Tryggingaeftirlitsins, Norðlenzkri tryggingu hf. fullt starfsleyfi frá og með 30. september 1976. Stjórn félagsins skipa nú: Valdemar Baldvinsson, Aðal- steinn Jósepsson, Hreinn Fálsson, Pétur Breiðfjörð og — Það er ekkert sem bendir til þess í dag, að byggðalínan verði ekki tilbúin í nóvember á þessu ári, allt frá Geithálsi til Akureyrar og raunar alít austur að Kröflu, sagði Krist- ján Jónsson, forstjóri Rafmagnsveitna rikisins í viðtali við blaðið. En eins og kunnugt er tók ríkisstjórnin þá ákvörðun fyrr á árinu, að hraða þessu verki vegna óvissu í orkumál- um Norðlendinga. — Landsvirkjun vinnur Grundartanga að Vatns- nú að lagningu línunnar frá hömrum £ Borgarfirði, en Geithálsi að Grundartanga þaðan til Aikureyrar er þeg og miðar þvi verki vel, sagði ar búið að leggja línuna, sem Kristján. — Búið er að tekin var í notkun í fyrra. steypa allar undirstöður og Unnið er að lokatengingum verið er að reisa möstrin. í aðveitustöðvum við Laxár- Rafmagnsveiturnar taka síð vatn og á Rangárvöllum, en an við og leggja línuna frá Framhald á bls. 6. Kristján Jónsson. Friðrik Þorvaldsson. Geir G. Zoega. Framkvæmda stjóri Norðlenzkrar trygging ar hf. er Friðrik Þorvaldsson. FJÖLGUN IHIIMIMI EIM í FVRRA Samkvæmt endanlegum töl um frá Hagstofu fslands voru íslendingar 220 þús- und 918 1. desember 1976, heldur fleiri karlar, eða 111.540, en 109.378 konur. Var fjölgun á árinu 0.86%, sem er heldur minni fjölg un en árið áður, en þá var hún 1.11%. f Norðurlandskjördæmi eystra voru 34.322 íbúar 1. desember sl. Á Akureyri bju'ggu 12.299, á Húsavík 2.282, á Dalvik 1.207 og í Ólafsfirði 1.143. f Eyjafjarð arsýslu bjuggu 2.650 og þar er Öngulsstaðahreppur langfjölmennastur, með 373 íbúa. f Suður-Þingeyj- arsýslu bjuggu 2938, en þar er Sbútustaðahreppur fjöl mennastur með 531 íbúa. f j Norður-Þingeyjarsýslu bjuggu 1.803 og þar er Raufarhafnarhreppur fjöl- mennastur, með 499 íbúa. Aðeins í einum hneppi kjör dæmisins eru jafnmargir af báðum kynjum. Það er í Fjallahreppi, þar sem eru 11 karlar og jafnmargar konur. Ólafstfjörður kemst næst í jöfnuðinum af kaup stöðunum. Þar eru konurn ar aðeins 3 færri en karl- mennirnir. Islendinqur ^T^VÖRUSALAN SR • HAFNARSTRÆTI 104-AKUREYRI ? VERZLAR í ' VÖRUSÖLUNNI *£-*___________________________ Aðaífundur Norðlenskrar tryggingar Afkoman góð sl. ár

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.