Íslendingur


Íslendingur - 25.07.1978, Blaðsíða 1

Íslendingur - 25.07.1978, Blaðsíða 1
gn ■ ■■ ■ ■ ■■■■■■■ wm ■ ■ '■ jHver hlýtur; j vinninginn? i i Fyrsti vinningurinn í vin- I | sældarkosningu blaðsins um | ■ vinsælasta knattspyrnuliðið " |og vinsælasta knattspyrnu-1 ■ manninn á Norðurlandi ■ | cystra verður dreginn út á | ■ flmmtudaginn. Verður dreg- ■ |ið úr atkvæðaseðlunum og | ■ vinningshafinn getur valið ■ | um úttekt í Sporthúsinu, | ■Vöruhúsi KEA, Amaro, ■ | Sportvöruverslun Brynjólfs | ■ Sveinssonar eða Sport og ■ | hljóðfæraversluninni, að | Jupphæð 15 þús. kr. Síðan* I verður dregið úr vinningun-1 !um 4 næstu fimmtudaga, en“ I það borgar sig að vera með | ifrá byrjun, það gefur meiri ■ 1 möguleika á vinningi. At-| 2 kvæðaseðillinn birtist á bls. 7 5 I í hlaðinu í dag. Hverjum ogl 2einum er heimilt að sendaj I inn fleiri en einn miða. I Sjú bls. 7. Mörgum finnst ísienska sumarið stutt, jafnvel búið þegar það er rétt að byrja. Nokkuð er til í því og nú er sumri tekið að halla og rétt fyrir landann að reyna að njóta þeirr a sólardaga sem eftir eru, sem vonandi verða margir. - Þessa mynd tók Skúli Magnússon í Sundlaug Akureyrar í sl. viku, en þar er fjölmennt á sólardögum. Tannlœknafélag Norðurlandsgeröikönnun á tannviðgerðum barna á Akureyri Aðeins helmingur fær tannviðgerðir f marsmánuði sl. gekkst Tannlæknafélag Norðurlands fyrir könnun á tannlæknaþjónustu við skólabörn á Akureyri. Niðurstöður könnunarinnar staðfestu þann grun, að aðeins röskur helmingur barna á grunnskólastigi hefur kost á nauð- synlegum tannviðgerðum, en starfandi tannlæknar á Akureyri anna ekki eftirspurn og eru langir biðlistar eftir plássi. Þar sem þessir aldursflokkar grunnskólans eru meðal þeirra, er síst geta verið án tannlæknis, hafa tannlæknarnir á Akureyri ákveðið að gera tilraun til að veita þeim forgang, að því er segir í fréttatilkynningu frá Tannlæknafélagi Norður- lands. Verður þessi forgangur veittur samkvæmt vissum reglum, sem hér fara á eftir: Fyrst um sinn nær þessi við- leitni eingöngu til barna fæddra 1970 og búsett eru á svæðinu frá Fjölmennt æskulýðsmót - 130 unglingar á œskulýðsmóti við Vestmannsvatn Helgina 14.-16. júlí síðastlið- inn söfnuðust yfir 130 ungling- ar víðs vegar að af Norður- landi á æskulýðsmót, sem haldið var við Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn í Aðaldal. Slíkt æskulýðsmót er árlegur viðburður og eru þátttakend- ur virkir félagar í æskulýðsfé- lögum eða hópum innan kirkj- unnar. Yfirskrift þessa móts var: „Herra! Kenn oss að biðja“, og störfuðu umræðu- hópar sem fjölluðu um bænina og mikilvægi hvers kristins manns að biðja. Mótið var sett á föstudags- kvöld, en á laugardag störfuðu umræðuhóparnir og háð var íþróttakeppni milli þátttakenda. Keppt var um farandbikar sem Sumarbúðirnar unnu nú af Æsku lýðsfélagi Akureyrarkirkju. Um kvöldið var fjölbreytt kvöldvaka, með söng og ýmis konar efni, og helgistund sem félagar úr Æsku- lýðsfélagi Siglufjarðarkirkju sáu um. Að lokum var safnast saman við varðeld niður við vatn með söng. Á sunnudagsmorgunn fóru all- ir til messu og altarisgöngu í Framhald á bls. 7. Arnarneshreppi til Grýtubakká hrepps ( Akureyri, Arnarneshr., Skriðuhr., Öxnadalshr., Glæsi- bæjarhr., Hrafnagilshr., Saur- bæjarhr., Öngulsstaðahr., Sval- barðsstrandarhr., Grýtubakka- hreppur). Þau börn sem samkvæmt könnuninni eiga tannlæknis- þjónustu vísa, halda henni áfram hjá viðkomandi tann- lækni og þurfa ekki að láta heyra frá sér. Þeir forráðamenn þarna fæddra 1970 sem vilja notfæra sér þetta geta hringt í síma 24749 kl. 17-19 dagana 31. júlí til 4. ágúst og á öðrum tím- um frá 7. ágúst. Þá verður ákveðinn fjöldi nafna skrifaður á lista hvers tannlæknis og farið þar að óskum fólks að eins miklu leyti og unnt reynist. Athygli skal vakin á því að þessi börn verða ekki kölluð inn til skoðunar, heldur þarf eftir sem áður að panta tíma fyrir þau á tannlæknastofunum. Mörgum finnst eflaust að hér sé allt of skammt gengið, þetta sé brýn nauðsyn fyrir miklu stærri hóp. Því er til að svara að við núverandi aðstæður hlýtur aukin þjónusta við skólabörn því miður að þýða minni þjónustu við aðra sem á þurfa að halda, en reynslan mun hins- vegar sýna hvort þetta sé vísir að víðtækari, skipulegri tann- læknisþjónustu fyrir börn. J Auglýs- I I i endur i i i athugið! \ i | fslendingur kemur út í næstu | | viku eins og venjulega. Aug-1 ! lýsingar verða að hafa borist J I fyrir hádegi á mánudag í síð-1 | asta lagi. Þeir sem ætla að | I auglýsa í þessu blaði erul J hvattir til að vera tímanlega J I á ferðinni, þar sem búast má I | við mörgum auglýsingum | ■ fyrir verslunarmannahclgina ■ ^og þrengslum í blaðinu. Meðal efrtis í blaðinu í dag: • Þátturinn „Lesendur leggja orð í belg“, þar sem m.a. er fjallað um jörðina Botn, sem Akureyrarbæ var gefln fyrir löngu síð- an, en gjöfin virðist ekki hafa verið metin. • Ekki má gleyma í þrótta- síðunni, þar sem sagt er frá úrslitum leikja um helgina og fjallað um golf. NDROLENZK UBWBSQtflS fyrirNorðlendinga

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.