Íslendingur


Íslendingur - 26.11.1981, Blaðsíða 1

Íslendingur - 26.11.1981, Blaðsíða 1
47. TÖLUBLAÐ . 66. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 26. NÓVEMBER 1981 Verkalýðsfélagið Eining: TÓKU AFSTÖÐU Nýbyggingar FSA til sýnis á sunnud. Verkalýðsfélagið Eining sam- þykkti nú í vikunni nýja kjara- samninga. Á fundi, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu á Akureyri voru 91 mættir af rúmlega 3000 Guðmundur og Jón deildu hart félögum Einingar, eða ca. 3% félagsmanna. Þannig mun þetta vera í fleiri verkalýðsfélögum, að aðeins brot fullgildra félags- manna taki þar ákvarðanir, sem varða hag allra. Á þessum fundi sögðu já við samningunum 61, 20 voru á móti og 10 seðlar auðir. Guðmundur Sæmundsson hafði aðallega orð fyrir þeim , sem á móti samningunum voru, og fannst skrítið að fara af stað til samninga með miklar og stórar kröfur, en ganga síðan án HEYRT A GÖTUNNI að Framsóknarráðherrarnir und- irbúi nú af kappi stjórnarslit upp úr áramótum, að Gísli Súrsson Arnars Jóns- sonar þyki ótrúlega líkur Svavari Gestssyni í útliti, að Svabbi „útlagi“ sé farinn að segja „Denna dæmalausa" til um hvað segja megi og ekki segja í viðtölum við ijölmiðla, að prentiðnaðarfólk sé ekki ánægt með forystumenn sína þessa dagana, að eigendur prentsmiðja séu þeim mun ánægðari með sömu menn, að séra Heimir Steinsson verði næsti prestur á Þingvöllum, að prestur af Norðulandi muni þá setjast í Skálholt, að treglega gangi að berja saman „félagsmálastofnunarkvenna- framboðslistann“, að það muni þó líklega takast að lokum með stuðningi Neytenda- samtakanna með stóra stafnum, að seint sé svarað í simann hjá F.í. á Akureyrarflugvelli. nokkurrar baráttu að smánar- samningum, eins og hann kallaði það. Jón Helgason, formaður Ein- ingar, hafði aðallega orð fyrir þeim, sem samningana vildu samþykkja, og voru þeir eins og Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri verð- ur haldinn í Sjálfstæðishúsinu nú á laugardaginn og hefst hann klukkan 13.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða þar kynntar hug- myndir, sem nú eru uppi um S.l. laugardag var haldin bóka- kynning í Amtsbókasafninu á Akureyri á vegum Bókaútgáf- unnar Skjaldborgar. Lesið var úr 14 bókum íslenskra höfunda, en alls eru komnar út 18 nýjar bækur hjá Skjaldborg á þessu ári, þar af þrjár þýddar. Bókakynningin tókst vel og voru undirtektir hinar bestu Stjórnandi var Óttar Einarsson. Það má telja til menningar- viðburða á Akureyri, þegar kynnt eru verk þrettán norð- lenskra höfunda og má segja, að Norðlendingar haldi vel hlut sínum í bókaútgáfu og bóka- gerð á þessu ári. í næsta blaði birtist umsögn um nýjar bækur Skjaldborgar en útgáfan hefur fyrir nokkru dreift flestum sínum bókum um land allt. Eftir er þó barnabókin Dolli dropi í Kína, en hún er væntanleg innan skamms. Þá er fyrr segir í meirihluta af þessu félagsbroti, sem þarna mætti. Mikill kurr er sagður vera í „bónuskonum“ vegna þessara nýju samninga, þar sem þær fengu ekki láglaunahækkun eins og aðrir. sameiginlegt prófkjör allra lista fyrir næstu bæjarstjórnarkosn- ingar. Vænta má þess, að íjöl- mennt verði á fund þennan og menn láti í ljósi skoðanir sínar á prófkjörsmálunum. Allir með- limir Fulltrúaráðsins eru hvattir til að mæta tímanlega. verið að vinna að bókinni Skíða- kappar fyrr og nú, sem Haraldur Sigurðsson, bankafulltrúi,hefur skráð og safnað efni 1. Bókin er 432 blaðsíður með um 400 myndum og prentuð á mynda- pappír. Alls mun vera getið um 1600 manna í bókinni, skíða- manna og forystumanna í skíða- málum. Bókin skiptist í 3 kafla. I fyrsta kaflanum er fjallað um upphaf skíðaíþróttarinnar 1 heiminum. 2. kaflinn er svo um skíðaíþróttina á Islandi frá upp- hafi og í 3. kaflanum segja um 50 skíðamenn frá minningum sínum. Fyrstur segir frá Alfreð Jónsson, oddviti í Grímsey, en síðust segir frá Steinunn Sæmundsdóttir. Þessi bók er væntanleg síðustu dagana fyrir jól. Þetta er bók sem íþrótta- unnendur og íþróttamenn bíða eftir. Þá er og í bókinni skrá yfír alla Olympiu- og Heimsmeist- a'ra svo og íslandsmeistara. N.k. sunnudag, 29. nóv., verður kynningardagur á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri í tilefni þess, að senn verður tekinn þar í notkun aðstaða fyrir skurð- stofur, gjörgæslu, bæklunar- lækningar og sótthreinsun í nýbyggingu þeirri, sem verið þefur í byggingu mörg undan- gengin ár. Einnig verður þar til sýnis tengibygging, sem tengir nýbygginguna eldra húsinu, og byggð var á þessu ári. Gefst gestum kostur á að skoða teikningar og fá upplýsingar um not og tilhögun þessa mikla rýmis um leið og þeir ganga um bygginguna. Líka verður til sýnis líkan af sjúkrahúsinu fullbyggðu, en enn vantar þar stóra áfanga, legudeildir, eldhús o.fl. Þá verða í tengslum við þennan kynningardag sýndar teikningar af „SYSTRASELI“, hinni nýju hjúkrunardeild, sem nú er unnið við af fullum krafti, og upplýst um framgang þess máls. I því sambandi verður komið fyrir sýningu á mál- verkum, er listmálarar bæjarins hafa gefið sem framlag þeirra í ,,Systraselssöfnunina“, og verða þessar myndir til sýnis og sölu við góðu verði. Tilvaldar jólagjafir. Líka verða á boð- stólum kaffi og kökur, pylsur, gos og kóladrykkir og rennur allur ágóði til „Systrasels“. Foreldrar geta tekið börn sín með sér, því séð verður fyrir barnapössun og haft ofan af fyrir börnunum með ýmsu móti, og sjá skátar um það. Þá verður sett upp sýning iðjuþjálfanema, sem fyrir stuttu var haldin í Reykjavík, og einnig verða sýndar hjúkrunarvörur og tæki, svo sem hjúkrunarrúm og tilheyrandi, baðvagn o.fl. Það er von forsvarsmanna þessa kynningardags, að bæjar- búar almennt, svo og þeir nágrannar, sem eiga þess kost að skreppa til bæjarins þennan sunnudagseftirmiðdag, hafi á- huga og ánægju af að skoða þessa myndarlegu byggingu og geri sér þar með gleggri grein fyrir notum hennar og því hagræði sem hún hefur upp á að bjóða í framtíðinni. Kynningin stendur yfir frá kl. 13.30 til 18.00. Skátar munu aðstoða gesti varðandi bílastæði og vísa á inngang í bygginguna og veita aðrar leiðbeiningar eftir þörf- um. Verið öll velkominn Framkvæmdanefndin Aðalfundur Fulltrúaráðs- ins haldinn n.k. laugardag Forstöðumenn Skjaldborgar og höfundar á bókakynningunni í Amtsbókasafninu. Aftari röð frá vinstri: Svavar Ottesen, Indriði Úlfsson, Jón Bjarman, Bragi Sigurjóns- son, Erlingur Davíðsson, Haraldur Sigurðsson, Jóhann Ögmundsson, Bjöm Eiríksson. Fremri röð frá vinstrí: Einar Kristjánsson, Heiðdís Norðfjörð, Guðbjörg Hermanns- dóttir, Aðalheiður Karlsdóttir og Baldur Eiriksson. A myndina vantar þrjá höfunda, Sæmund G. Jóhannesson, Jónu Axfjörð og Jóhönnu Guðmundsdóttur. Ljósmynd: H: Hansen. Bókakynning Skjaldborgar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.