Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 1
Veita tækni- þjónustu F a Húsavík Árið 1967 stofnsetti Þor- valdur Vestmann, bygging- artæknifræðingur á Húsa- vík, fyrirtækið Tækniþjón- ustan sf. og rak það um nokkurra ára skeið. En árið 1971 réðst hann í þjónustu Húsavíkurbæjar og lagðist þá starfsemi fyrirtækisins niður. Nú hefur Þorvaldur fengið til liðs við sig þá Egil Olgeirsson, rafmagnstækni- fræðing, og Guðjón Hall- dórsson, véltæknifræðing, og hafa þeir endurvakið Tækniþjónustuna sf. og veita nú alhliða þjónustu í byggingar-, raf- og véltækni- málum. Starfsemin hófst um sl. áramót og er til húsa í Garðarsbraut 12 á Húsavík. Hyggjast þeir félagar gera sitt besta til að auðvelda Húsvíkingum og Þingeying- um að nálgast þessa þjón- ustu, sem erfitt hefur verið fram að þessu. ÍDAG • / leiðara er fjallað um nýbyggingarmál Fjórð- ungssjúkrahússins á Ak- ureyri. • í opnugrein fjallar Ólaf- ur Hergill Oddsson um umferðarmál og kemur margt athyglisvert fram í grein hans. • A íþróttasíðu er sagt frá starfseminni á Skíðastöð- um. • Á baksíðu er m.a. „Spurning vikunnar“, þar sem fjallað er um mið- bœjarskipulagið á Akur- eyri. • / opnunni er dálkurinn „Punktar og kommur“. Sjálfstæðisflokkurinn klofinn? Líkur til að Gunnari Thoroddsen takist stjórnarmyndun með Alþýðubandalagi og Framsókn ásamt 3 þingmönnum Sjálfstœðisflokksins Allt bendir til þess að Gunnari Thoroddsen takist að mynda ríkisstjórn með Alþýðu- bandalaginu, Framsóknarflokknum og þrem þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, að Eggert Haukdal viðbættum, sem hefur meirihluta á Alþingi. Ekki er fullljóst hvaða þingmenn Sjálfstæðisflokksins það eru aðrir en Eggert Haukdal, sem styðja Gunnar. Það var ekki fyrr en í gær sem Albert Guðmundsson forsetaframbjóðandi lýsti því yfir, að hann verði stjórnina vantrausti. Einnig er talið að Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson styðji stjórnina ef úr verður, taki jafnvel sæti í henni. Virðast margra ára erjur í Sjálfstæðisflokknum vera komnar upp á yfirborðið og ekki séð annað en flokkurinn klofni ef stjórn Gunnars Thoroddsen verður að veruleika. „Ef Gunnari Thoroddsen tekst að mynda ríkisstjórn með þessum hætti, ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks ins í andstöðu við megin þorra þingflokksins, er ljóst að and- íbúar á Akureyri voru 13.083 1. desember sl., samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands. Er bærinn þriðji stærsti kaupstaður landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. í Kópa vogi búa litlu fleiri, eða 13.473. í 4. sæti kemur síðan Hafnar- íjörður með 12.127 íbúa. fbúar Húsavíkur voru sam- kvæmt áðurnefndum heimldum stæðingum okkar hefur tekist að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn," sagði Lárus Jónsson, alþingis- maður, í viðtali við blaðið í gær. „Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti á föstu- 2.404, Dalvíkur 1.244 og Ólafs- ljarðar 1.180. Það vekurathygli að á Ólafsfirði er nokkuð jafn- ræði með kynjum, en í heild yfir landið eru karlar tæplega tveim- ur þúsundum fleiri en konur. I Eyjafjarðarsýslu voru íbúar 2.705. Þarer öngulsstaðahrepp ur sá fjölmennasti með 392 íbúa. Næstur kemur Hrafna^ gilshreppur með 318 íbúa. í daginn áframhaldandi umboð til Geirs Hallgrímssonar til stjórnarmyndunar í nafni flokksins með öllum greiddum atkvæðum, en tveir sátu hjá,“ sagði Lárus. „Fyrir þeim fundi lá tillaga frá Gunnari Thorodd- sen um viðræður Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Sú tillaga kom ekki til afgreiðslu vegna þess að breytingartillaga þess efnis, að formaður flokksins hefði heimild til að kanna allar leiðir til stjórnarmyndunar, var samþykkt. Geir Hallgrímsson tilkynnti síðan formönnum Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags að Sjálfstæðisflokk- urinn gæti gengið til viðræðna við þessa flokka. Skömmu síð- ar samþykktu báðir þessir flokk ar að taka upp viðræður við Gunnar Thoroddsen og stuðn- ingsmenn hans. Hefur formað- ur Framsóknarflokksins sér- staklega lagt á það áherslu að þetta séu ekki viðræður við Sjáælfstæðisflokkinn, heldur við Gunnar og stuðningsmenn hans, og er það sannleikanum samkvæmt.“ „Gunnar Thoroddsen hefur einungis gert mjög lauslega grein fyrir hugsanlegum mál- efnasamningi ríkisstjórnar þeirr ar, sem hann er að mynda með stuðningsmönnum sínum fyrir Alþýðubandalagið og Fram- sókn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því ekki haft nein tæki- færi til viðræðna við þessa Suður-Þingeyjarsýslu voru íbú- ar 2.960, flestir í Skútustaða- hreppi, 562. í Norður-Þingeyj- arsýslu voru íbúar 1.798, flestir í Raufarhafnarhreppi, 514. I heild var íbúatala landsins 226.339 og fjölgunin milli ára 1.08%. Fjölgunin íNorðurlands kjördæmi eystra var yfir lands- meðaltal, eða 1.26%, og voru íbúar kjördæmisins 25.370. flokka og engin tækifæri til að hafa áhrif á málefnasamning þeirra. Ef þessi ríkisstjórn verð- ur að veruleika með þessum hætti er augljóst að hún verður afar veik og Framsóknarmenn og kommar munu ráða þar lög- um og lofum. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn hefði staðið að myndun slíkrar stjórnar er ljóst að hún hefði ekki orðið ný vinstri stjórn, sem hún verðuref til hennar verður stofnað með þeim hætti sem nú horfir,“ sagði Lárus í lok viðtalsins. Gunnar Berg ráðinn fréttastjóri - 4ra manna ritstjórn annast efnisval Eins og fram kom í síðasta blaði hefur Gísli Sigurgeirs- son látið af ritstjórn íslend- ings. Ekki hefur endanlega verið gengið frá ráðningu ritstjóra í hans stað, en fyrst um sinn mun 4ra manna ritstjórn annast efnisval blaðsins. í henni eiga sæti Sigurður J. Sigurðsson, sem jafnframt er ábyrgðarmað- ur, Gísli Jónsson, mennta- skólakennari, Guðmundur Frímannsson, menntaskóla- kennari, og Björn Jósef Arnviðarson, lögmaður. Gunnar Berg Gunnarsson, sem að undanförnu hefur starfað við auglýsingar hjá blaðinu, munjafnframt taka að sér fréttastjórn. Verður Gunnar í forsvari fyrir rit- stjórnina á ritstjórnarskrif- stofunni og sér um daglega fréttavinnslu. Gísli Sigurgeirsson hefur starfað nær samfellt við fs- lendingsíðan 1973,enþávar núverandi útgáfufélag stofn- að til að heíja blaðaútgáfu í kjördæminu. Fyrst sá Gísli um auglýsingar og daglegan rekstur, en síðan í ágúst 1976 hefur hann verið ritstjóri blaðsins. Hlutur hans við blaðið hefur því verið mikill og munu þau spor er hann hefur þar markað seint hverfa. Blaðstjórn fslend- ings þakkar Gísla óeigin- gjarnt og happadrjúgt starf og óskar þess er hann rær nú á önnur mið, að þau verði honum gjöful og farsæl. Nýskipaða ritstjórn bjóð- um við jafnframt velkomna til starfa ásamt Gunnari Berg, fréttastjóra, fullvissir þess að vel hafi tekist til um skipan mála. Blaðstjórn íslendings. Fólksfjölgunin í NLkjördœmi eystra yfir landsmeðaltali Jafnt með kynjum er í Ólafsfírði Það er SPARNAÐUR fyrir Norðlendinga að drekka SANA drykki

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.