Íslendingur


Íslendingur - 07.01.1982, Blaðsíða 8

Íslendingur - 07.01.1982, Blaðsíða 8
Auglýsingar 21500 Lögfræðiþjónusta BENEDIKT ÚLAFSSON HDL. Hafnarstræti 99-101. Slmi 25566 RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Slmar. 23257 og 21867 Raflagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. Islandsmótið í handknattleik - 1. deild: Alfreð og Gunnar léku gömlu félagana grátt Fjórði heimaleikur KA í fyrstu deildinni í handknattleik fór fram í Skemmunni sl. sunnu- dag gegn KR. Fyrsta mark leiksins gerði KA-maðurinn fyrrverandi, Al- freð Gíslason, en Sigurður jafn- aði fyrir KA og á töflunni mátti síðan sjá tölur eins og 5:3,6:4 og 7:4 fyrir KA. Hinir fjölmörgu áhorfendur, sem troðfylltu Skemmuna, virtust loksins ætla að taka við sér og hvöttu sína menn vel. En stuttu síðar er Magnús rekinn útaf í annað sinn fyrir brot á Alfreð og virt- ust KA-menn þá missa taktinn, því staðan breyttist í 9:8 fyrir KR. Á þessu tímabili höfðu KA-menn verið óheppnir með skot, m.a. hafði Erlingur átt 2 stangarskot. Staðan í hálfleik var síðan 11:9, KR í vil. Haukur Ottesen opnaði seinni hálfleik með furðulegu marki, en Siggi og Jói svöruðu fyrir KA. En þá kemur sá kafli, sem öðru fremur gerði út um Norðlenzk trygging hættir starfsemi Á aðalfundi Norðlenzkrar tryggingar h.f. 27. desember 1981 var samþykkt að hætta rekstri sjálfstæðs tryggingafé- lags og'slíta félaginu Norðlenzk trygging h.f. Norðlenzk trygging h.f. hefur starfað sem alhliða trygginga- félag síðan 1971 og sem slíkt verið eina tryggingafélagið utan Reykjavíkur. Vegna stóraukinna krafna Tryggingaeftirlits ríkisins um eigið fé slíkra félaga var þess freistað að auka hlutafé á yfir- standandi ári, en slíkt tókst ekki í nægjanlegum mæli. Varð því til mikilla von- brigða fyrir hluthafa og stjórn- endur að taka ofangreinda ákvörðun. Frá fyrstu tíð hefur Norð- lenzk trygging h.f. haft umboð fyrir Tryggingu h.f. í Reykjavík vegna bifreiðatrygginga og gott samstarf verið milli félaganna, og því hefur fyrir velvilja þess félags tekist að koma því til leið- ar að Trygging h.f. taki að sér réttindi og skyldur Norðlenzkr- ar tryggingar h.f. við trygginga- Grafik- sýning framlengd Sl. mánuð hefur staðið yfir sýn- ing á grafikmyndum í Sýningar- sal Arnar Inga í Klettagerði. Þar hafá sýnt verk sín þau Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdótt- ir, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Valgerður Bergs- dóttir og Þórður Hall. Um það bil 40 verk hafa verið þarna til sýnis og hafa nú verið settar inn nokkrar nýjar myndir. Undir- tektir þeirra, sem séð hafa sýn- inguna, hafa verið mjöggóðar. - Ákveðið hefur verið að fram- lengja sýninguna til 10. jan. nk. og verður opið daglega kl. 16- 22. taka og yfirtaki aðrar eignir og skuldir félagsins. Af háltu Norðlenzkrar tryggingar h.f. hefur Tryggingaeftirlitinu verið gerð grein fyrir framangreind- um breytingum og það sam- þykkt þær. Þrátt fyrir þau vonbrigði sem það veldur að verða að hætta starfrækslu sjálfstæðs alhliða tryggingafélags utan höfuð- borgarsvæðisins, vonar stjórn félagsins, að viðskiptavinir þess virði góðar undirtektir Trygg- ingar h.f. varðandi ylirtöku tryggingastofna og láti umboð þess á Akureyri njóta viðskipta sinna framvegis. Fréttatilkynning frá stjórn Norðlenzkrar tryggingar h.f. leikinn. Tveimur KA-mönnum var vikið af leikvelli, báðum fyrir brot á Alfreð, og áttu hann og bróðir hans, Gunnar, þá greiða leið í gegnum KA-vörn- ina. Staðan breyttist á stuttum tíma úr 12:11 í 17:13 og má þá segja, að úrslitin hafi verið ráð- in, þó KA-mennirnir klóruðu örlítið í bakkann stuttu fyrir leikslok, er Jóhann Ingi skipti Alla og Gunna útaf. Var munur- inn þá um tíma aðeins tvö mörk. Lokakaflann áttu svo KR-ingar og úrslitin urðu 25:21 þeim í vil. K R var sterkari aðilinn í þess- um leik, sem annars var fremur slakur og mikið um mistök á báða bóga. Bestir í liði KR voru Alfreð og Gunnar, einnig fyrirliðinn, Friðrik Þorbjörnsson, sem er geysisterkur varnarmaður. Þá áttu markmennirnir, Gísli Felix og Brynjar, góðan leik. Hjá KA var Sigurður algjör yfirburðamaður, en aðrir náðu aldrei að rífa sig upp úr meðal- mennskunni. Gauti varði vel í fyrri hálfleik en dofnaði mjög í þeim síðari. Mörk KR skoruðu: Alfreð 8, Gunnar 5, Haukur G. og Hauk- ur O. 4 hvor, Jóhannes 3 og Ragnar 1. Mörk KA skoruðu: Sigurður 8, Friðjón 4, Erlingur 3, Jó- hann, Þorleifur og Jakob 2 hver. Dómarar voru Gunnlaugur Hjálmarsson og Björn Krist- jánsson og dæmdu þeir mjög vel, langbestu dómarar, sem hér hafa dæmt á keppnistímabilinu. íslendingur Líkamsræktin Pallas opnaði í vikunni í Glerárgötu, geng- ið inn frá Hvannavöllum. Þar bjóðast allskonar tæki til líkamsræktar auk bað- aðstöðu. Þarna er á ferðinni þarft fyrirtæki í kyrrsetu- þjóðfélagi okkar og ættu sem flestir að nýta sér þá þjón- ustu sem þar er boðin. Eigendur eru Guðmundur Svansson, Inga Pálmadóttir, Pétur Stefánsson og Hjördís Hreiðarsdóttir. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri: FUNDUR verður haldinn mánudaginn 11. janúar nk. kl. 20.30 að Hótel Varðborg. Tekin verður afstaða til þess, hvort viðhaft verður prófkjör vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosninga. Fulltrúar eru hvattir til að mæta tímanlega. Stjórnin. STUTTAR AKUREYRARFRÉTTIR Bærinn vinnur í Hæstarétti Lagður hefur verið fram dóm- ur Hæstaréttar í máli gegn Jóni Steini EHassyni, en málið fjallaði um kröfu Akureyrar- bæjar þess efnis, að fjarlægð yrði skúrbygging, er talin var standa í óleyfi á lóðinni Helgamagrastræti 10. Dómurinn staðfestir kröfu Akureyarbæjar. Skipað í myndbandanefnd (viðjunefnd) Samkvæmt samþykkt bæjar- stjórnar 24. nóvember s.l. hefur bæjarráð tilnefnt eftir- talda menn til þess að gera um það tillögu til bæjarstjórnar á hvern hátt skuli af bæjarins hálfu staðið að lögn og rekstri fjarskiptastrengja í bænum í framtíðinni. Nefndina skipa: Freyr Ófeigsson, bæjarftr., (Alþfl.), Gísli Ólafsson, símvirki, (Alþbl.), Gunnlaugur Fr. Jó- hannsson rafvm. (Sjálfstfl.), Ingólfur Árnason, bæjarft., (Samtökin) og Sólveig Gunn- arsdóttir fulltr., (Framsfl.) Frey Ófeigssyni hefur verið falið að kalla nefndina saman til starfa. Eiríkur fastráðinn Bæjarstjórn hefur að tillögu bæjarráðs samþykkt að fast- ráða Eirík Eiríksson, Þórunn- arstræti 113, í fullt starf á skrif- stofum bæjarins, þarsem hann hefur verið lausráðinn í hluta- starfi undanfarin ár. Verkefni Eiríks er að koma reiðu á myndasafn bæjarins og gera registur yfir fundargerðar bækur og slík skjalasöfn, svo að allt þetta megi verða sem aðgengilegast og nýtilegast. Breytt afstaða í Háhlíðar- málinu Eins og fyrr hefur verið sagt frá í blaðinu urðu harðar deilur í bæjarstjórn um þá tillögu skipulagsnefndar að veita lóðir við Háhlíð með fullteiknuðum húsum og sækja arkitekta- vinnu við það til tiltekins manns í Reykjavík. Á síðasta bæjarstjórnar- fundi sameinuðust andstæð- ingar þessa sjónarmiðs um tillögu sem Ingólfur Árnason flutti og hljóðaði svo í endan- legri gerð: „Bæjarstjórn felurskipulags stjóra í samráði við skipulags- nefnd að semja byggingarskil- mála vegna væntanlegra íbúðarhúsa við Háhlíð, og að þeir verði kynntir bæjarráði og bygginganefnd áður en þeir verða endanlega samþykktir.“ Þetta var samþykkt með níu atkvæðum. Aðeins Tryggvi Gíslason og Soffia Guðmunds dóttir héldu sig við fyrri stefnu skipulagsnefndar. Ráðning Magnúsar Tryggva- sonar naumlega staðfest Áður hefur verið skýrt frá 25 umsóknum um starf húsvarðar við leiguíbúðir bæjarins á vegum félagsmálaráðs og kæru Einars Eggertssonar vegna samþykktar félagsmálaráðs og bæjarráðs að ráða Magnús V. Tryggvason, Lerkilundi 4, í starfið. Enda þótt áliti bæjar- lögmanns, Hreins Pálssonar, hnigi í þá átt að lög hefðu ekki verið verið brotin á Einari, var ráðning Magnúsar naumlega staðfest í bæjarstjórn 22. des- ember með sex atkvæðum á móti fjórum. Á móti voru allir bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Ingólfur Árnason en Helgi Guðmundsson sat hjá. Ný götunöfn Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu byggingarnefndar um ný götunöfn í Síðuhverfi: Hjallasíða, Hólasíða, Holta- síða. Fastráðning hjá Vatnsveitunni Halldór Aðalsteinsson, véla- maður hjá Vatnsveitunni, sem starfað hefur hjá fyrirtækinu frá 1978, hefur nú að eigin ósk fengið fastráðningu sem miðuð er við 1. janúar 1982. Ritstjórn 21501 FASTEIGNASALA Strandgötu 1 Simar: 21820, 24647 Sðlumaður: Stefán Gunnlaugsson Heimasími: 21717 | heimilistæki, Þilofnar VERSLIÐ ___HJÁ FAG-| mm hitádunkar nýugnir iiwuvjvii VIOGERÐII GLERARGATA 26-AKUREYRI • B0X873-SIMI2 59 51 vS j

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.