Íslendingur


Íslendingur - 10.11.1983, Blaðsíða 1

Íslendingur - 10.11.1983, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 AKUREYRI „Leiktækjamálið“ tekur óvænta stefnu: Stjóm KA vill ekki leiktækj aeinkaleyfi! 44. TBL. 68. ÁRG. Músafár í bænum Óvenjumikið hefur verið um mýs í húsum á Akureyri nú í byrjun vetrar og hefur veiðin verið „allbærileg“ í sumum gömlu húsanna í bænum, eink- um þó Innbænum. Hjá KEA hal'a sjaldan selzt jafnmargar músagildrur og á þessu hausti ogsagði afgreiðslu- maður þar um daginn, að hann myndi ekki eftir annarri eins sölu í þessari vöru. íslendingur fregnaði, að í einu tilviki hefði gömul kona flutt að heiman um stunda- sakir vegna músafársins á heim- ilinu. Hún er hjartveik og átti erfitt með að halda ró sinni undir þessum kringumstæðum. Alþýðusamband N.Iands: Ráðstefna á Akureyri Dagana 11. og 12. nóvember n.k. mun Alþýðusamband Norðurlands halda ráðstefnu um atvinnumál á Eyjafjarðar- svæðinu. Ráðstefnan verður haldin í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri og hefst á föstudeginum kl. 20.30 með franisöguræðu Helga Cuðmundssonar um skýrslu Iðnþróunarnefndar Eyjafjarð- ar. Þá mun Hafþór Helgason llytja framsögu um þjónustu- greinar. Að framsöguerindum loknum verða hringborðsumræð- ur, en þátttakendur i þeim verða Helgi Guðmundsson, Hafþór Helgason, Valdemar Bragason, Finnbogi Jónsson og Jón Sig- urðarson. Á laugardagsmorgni mun umræðuhópar starfa og munu þeir skila áliti eftir hádegi og verða þá umræður um álit þeirra. Þátttakcndur verða frá vcrkalýðsfélögunum á Eyja- fjarðarsvæðinu. Megn óánægja vegna mið- stjórnárkjörs Megn óánægja er á meðal Sjálfstæðismanna af lands- byggðinni vegna kosningar á Landsfundi flokksins um síð- ustu helgi um fulltrúa í mið- stjórn. Aðeins tveir landsbyggð- arfulltrúar náðu kjöri í mið- stjórn, þeir Óðinn Sigþórsson af Vesturlandi og Einar Kr. Guð- fínnsson, Vestljörðuni. Norðurlandskjördæmi eystra á engan fulltrúa, en í fram- boði var Sigurður J. Sigurðs- son, bæjarfulltrúi, en Gísli Jónsson, menntaskólakennari, gaf ekki kost á sér. Fimm þingmenn voru einnig kjörnir í miðstjórnina og í þeim hópi er aðeins einn fulltrúi utan af landi, Matthías Bjarnason, ráðherra og þingmaður Vest- Ijarða. Fulltrúi Norðurlands vestra féll, einnig fulltrúi Austurlands, Suðurlands og Norðurlands eystra. Stjórn Knattspyrnufélags Ak- ureyrar hefur samþykkt mót- atkvæðalaust að fylgja ekki frekar eftir bráðabirgðaumsókn félagsins um forgang þess og Þórs um rekstur á leiktækja- stofum á Akureyri. Þór hefur ekki fjallað um málið sérstak- lega eftir að afstaða KA-manna lá fyrir, en búið var að boða til stjórnarfundar, þegar íslend- ingur ræddi við Sigurð Odds- son, formann Þórs, um málið. Hver svo sem niðurstaðan verður af þeim fundi virðist ljóst, að leiktækjamálið er nú nánast komið í hring og vafa- samt, að vilji meirihluta bæjar- stjórnar um einokun íþrótta- félaganna, verði að veruleika. Sigurður Oddsson hjá Þór kallaði breytta afstöðu K A ,,kú- vendingu", en Stefán Gunn- laugsson, formaður knatt- spyrnudeildar KA, sagði að niðurstaðan hjá þeim hefði orðið þessi að vandlega íhuguðu máli. Þeir væru m.a. á móti því að einoka leiktækjareksturinn og á móti því að reka þetta alfarið sjálfir. Hins vegar hefði stjórnin verið því meðmælt að eigat.d. 2-3tækisjálfirogganga með þau inn í reksturinn hjá öðrum. „Við viljum ekki, að KA sem slíkt sé að reka svona stað,“ sagði Stefán Gunnlaugs- son, en viljum hins vegar athuga hlutarekstur með öðrum, og höfum raunar fengið leyfi hjá Bjarka Tryggvasyni að eiga 2-3 tæki í þeirri leiktækjastofu, sem hann hefur í hyggju að opna við Brekkugötu. Sigurður Oddsson staðfesti, að Þór byðist hið sama hjá Bjarka. Stefán Gunnlaugsson benti á, að KA væri ekki reiðubúið að afsala sér með öllu rétti á rekstrinum, ef niðurstaðan yrði sú, að einhver annar fengi einka- leyfi, eins og t.d. Þór. „Við erurn tilbúnir að falla frá því, að fá þetta einkaleyfi að því tilskildu, að enginn fái þetta einkaleyfi," sagði Stefán. „Sjálf- ur hafði ég persónulega aldrei áhuga á því, að KA færi í svona rekstur, en svo þróaðist þetta, eins og fram kom í síðasta Fógeti hefur ekki fengið inn kæru „Beint ljárhagslegt tjón mitt vegna aðgerða að aðgerðaleysis bæjarstjórnar er einhvers staðar á bilinu á milli 800 þúsund og einnar milljón króna,“ sagði Magnús Kjartansson,sem rekur leiktæki í Kaupangi v. Mýrar- veg. Tæpt hálft ár er liðið frá því íslendingi, að bærinn hálfpart- inn óskaði eða benti á, að við skyldum senda inn þetta bréf fyrir næsta dag.“ „Þetta kom mér mjögá óvart, að KA skyldi taka svona á málinu," sagði Sigurður Odds- son, formaður Þórs. Aðspurður um afstöðu hans til rekstrar íþróttafélags á leik- tækjastofu sagði Sigurður, að í hjarta sínu væri hann á móti því að fara í svona rekstur, hvort sem það væri með einkaleyfi eða á annan hátt, „en neyðin kennir naktri konu að spinna,“ sagði hann byrjaði að berjast við bæjarkerfíð „og svörin, sem ég fékk voru já, já, nei, nei, og nú hálfu ári síðar stend ég í sömu sporunum,“ sagði Magnús. Bæjarstjóri sagði við mig á sínum tíma, um mánaðamótin september/október, að ef ég opnaði stofuna, þá myndi hann láta loka henni með „einfaldri lögregluaðgerð." Þrátt fyrir þessi orð bæjar- stjóra og þá staðreynd, að Þorsteinn Pálsson formaður Þorsteinn Pálsson, alþingis- maður, hefur verið kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins til næstu tveggja ára. Þorsteinn hlaut mjög góða kosningu, fékk rösklega helming greiddra atkvæða í fyrstu um- ferð. Friðrik Sophusson, al- þingismaður og Birgir ísleifur Gunnarsson hiutu mun færri atkvæði. Þegar úrslitin lágu fyrir til- kynnti E'riðrik, að hann gæfí kost á sér til varaformanns- starfsins, en því hefur hann gegnt s.l. 2 ár. íslcndingur árnar hinum nýja formanni Sjálfstæðisflokksins heilla í nýju og vafalaust erils- sömu starfi. Sigurður. „íþróttafélögin eru að drepast af peningaskorti og eitthvað verður að ske. Ég geri mér grein fyrir því hins vegar, að við erum í peningasvelti og okkur vantar stórar fúlgur,“ sagði Sigurður Oddsson. Að öðru leyti vildi formaður Þórs ekki ræða þessi leiktækja- mál frekar fyrr en stjórnin hefði fjallað um málið. íslendingur hefur fengið það staðfest, að fulltrúi í bæjar- stjórnarmeirihiutanum hvatti Þórsmenn til að senda inn um- sóknina um einkaleyfið. leiktækjastofan hefurveriðopin í tæpar tvær vikur, hefur ekkert gerz.t og hyggst Magnús því halda áfram reksturinn, eins og ekkert hafi í skorizt. Elías I. Elíasson, bæjarfógeti, sagði í samtali við íslending, að engin kæra hefði borizt embætt- inu vegna starfrækslu leiktækja í Kaupangi frá bæjarstjóra eða forseta bæjarstjórnar. „Ef það kemur kæra, þá verður henni sinnt að sjálf- sögðu,“ sagði Elías I. Elíasson. Magnús Kjartansson, eigandi leiktækja í Kaupangi: Hef tapað nær einni milljón

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.