Íslendingur


Íslendingur - 20.01.1984, Blaðsíða 8

Íslendingur - 20.01.1984, Blaðsíða 8
0 Rafiagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Simar: 23257 og 21867 AKUREYRI BOX 873'SÍMI: 25951 VERSLIÐ S/ HJÁ FAG' MANNI Ólafur Rcifn kœrir rithandarfölsun! Eins og íslendingur skýrði frá 5. janúar s.i. hafði embætti sak- sóknara beðið í 8 mánuði eftir svari dómsmálaráðuneytisins við bréfi, þar sem leitað var umsagnar þess á kæru Daniclle Somers uin, að húsinu Þing- vallastræti 22 hefði aldrei verið Árni Jónsson sextugur Árni Jónsson,landnámsstjóri, er sjötugur í dag. Árni starfaði um árabil af mikilli ósérhlífni að málefnum íslendings og var formaður blaðstjórnar um hríð. Þá var hann bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þangað til hann flutti úr bænum. skipt löglega og þinglýsing væri jafnframt ólögleg. Saksóknari rannsakaði málið en óskaði síðan umsagnar ráðu- - neytisins fyrir 8 mánuðum. Nú hefur dómsmálaráðu- neytið sent Elías I. Elíassyni, bæjarfógeta, bréf þar sem óskað er eftir hans umsögn um málið, eins og hann orðaði þetta í samtali við íslending. Hann varðist frétta af málinu en kvað bæði kaupmála og leigulóðarsamning vera til hjá embættinu varðandi þessa eign. Kaupmálinn er ekki þing- lýstur. í íslendingi hefur komið fram áður, að undirskrift Grímu Guðmundsdóttur á af- salsplagginu sé harla ólík undirskrift hennar á öðrum plöggum. Nú hefur Ólafur Rafn Jóns- son farið þess á leit viö rann- sóknarlögreglu bæjarins, að þetta mál verði rannsakað. cWcU ílti' 2. Á þessari mynd sést munurinn á rithönd Grímu. Llndirskriftin til vinstri er frá 1969 en hin frá 1981. Ný geðdeild stofnuð Stefnt er að því, að setja á stofn nýja geðdeild við Fjórð- ungssjúkrahúsið og samkvæmt áætlunum ætti deildin að geta tekið til starfa innan eins árs. Þessi deild verður sett upp í svokallaðri tengibyggingu á 1. hæð og er stefnt að því, að múrarar hefjist handa innan mjög skamms tíma. Nyja geðdeildin kemur í stað T-deildarinnar, sem hefur veriö lokuð í nokkra mánuði. Þarna verða á milli 10-12^ rúm og verður þessi deild bæði legudeild og göngu- og dag- deild. Fjórðungssjúkrahúsið fær á þessu ári um 18 milljónir króna til framkvæmda og verður fénu meöal annars varið í nýju deildina, auk þess sem boðinn veröur út á næstunni frágangur á nýrri slysadeild og göngu- deild fyrir sjúkrahúsið. Gunnar Ragnars, stjórnar- formaður FSA, sagði við ís- lending, að Matthías Bjarna- son, heilbrigðisráöherra, heföi komið til Akureyrar í desem- ber, og þetta væri niðurstaðan afþeirri heimsókn. Eins og mönnum er kunnugt sagði Brynjólfur lngvarsson Fá raðskipin ekki að veiða íslcndingur hefur eftir áreiðan- legum heimildum, að Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, hyggist veita togurunum þremur, sem hafa verið smíó- aðir í Póllandi, veiðileyfi. Hins vegar ætli ráðherra ekki að veita skipunum tveimur, sem Slippstöðin vinnur við sem lið í raðsmíðaverkefninu svo- kallaða, veiðileyfi. Þetta eiga menn bágt með að skilja á sama tíma og skipa- smíðaiðnaðurinn stendur á brauðfótum. Afleiðingin af þessu verður sú, að raðsmíðabátarnir verða óseljanlegir! Alcan sendir tvo fulltrúa norður upp starfi sínu sem yfirlæknir á T-deild, m.a. vegna ágreinings við starfsfólk og yfirstjórn um vinnulag o.fl. Staða hans hefur verið aug- lýst, en enginn sótt um. Því er haldið fram, að um samantekin ráð geðlækna sé að ræða, en eftir því sem Islend- ingur kemst næst munu þeir, sem könnuöu aðstæður hér með umsókn um starfið í huga, ekki hafa haft áhuga á stöð- unni af svipuðum ástæðum og urðu til þess að Brynjólfur sagði upp. Kanadískir álsérfræðingar komu hingað til Akureyrar í morgun til þess að kanna hugsanlega staðsetningu á álveri hér við Eyjafjörð. Þeir eru hér á vegum Stór- iðjunefndar og Alcan sem er eitt stærsta álfyrirtæki heims og á mörg álver í Kanada og jafn- framt í öðrum löndum. Þeir hafa meöal annars haft sam- vinnu við Norðmenn í áliðnaði. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Sverrir Hermans- son, iðnaðarráðherra, lýst yfir því, að hann telji, að fslending- ar eigi að stefna að því að fá erlenda meðeigendur að stór- iðjufyrirtækjum. Heimsókn þessara manna er að líkindum í tengslum við slí áform. Kanadamennirnir tveir komu til landsins í gærmorgun til þess að kanna aðstæður fyrir rekstur álvers hérlendis, og í gær heimsóttu þeir Álverið í Straumsvík. Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður stóriðjunefndar, sagði í samtali við fréttastofu útvarpsins í gær, að för mann- anna hingað væri kynnisför. Þeir væru ekki komnir hingað til að gera samninga. Að lokinni athugun þeirra á aðstæðum hér við Eyjafjörð fara mennirnir strax af landi brott eftir tveggja daga viðdvöl. Vargatítlur heimtufrekjunnar Nú í vetur hefur verið skotiö nokkrum lausum skotum á Jafnréttisnefnd Akureyrar. en viökvæmnin á þeim b;e er svo mikil. að manni er næst að halda, að vitrar vargatítlur ‘•bæjarins myndu banna alla jákvæða umfjöllun um þessi mál, og neikvæða, ef þeim væri þaö í sjálfsvald sett. Það eru einkum kvennaframboös- konur, sem kunna ekki að taka gagnrýni. Og það er kannski ekki nema von, því minna hefur oröið úr störfum þessarar nefndar en efni stóðu til. Jón G. Sólnes lét á haust- dögum orðiö „húmbúkk” út úr sér í sakleysislegum hryss- ingstón á bæjarstjórnarfundi. þegar til umræðu var fundar- gerð Jafnréttisnefndar. Og þá fór boltinn að rúlla. Og það svo að um munaði. Nefndin vaknaði af værum blundi. Konurnar í bæjar- stjórn föttuðu ekki gálgahúm- orinn í Jóni og tóku „húm- búkk” athugasemd Jóns óstinnt upp, svo úr varð ein- hvers konar „umræða" þar sem því var jafnframt lýst yfir, að karlar væru alls ófærir um að-íjalla um jafnréttismál. Þar kemur sennilega til þessi sérstaki ..reynsluheimur” kvenna, sem viröist eftir öll- um sólarmerkjum að dæma vera eins konar tilvist á ööru plani, af öðrum heimi, með sínum eigin gúrúum og trúar- athöfnum. Hvað um þaö. nefndin hafði fengiö ungan félagsfræöing úr Reykjavík til þess að vinna skýrslu um atvinnuöryggi kvenna á Akureyri og fyrir- myndin var viðlíka skýrsla eftir sama mann um ástand þessara mála í Reykjavík. Til þess að sýna. að Jafn- réttisnefnd væri nú aldeilis ekki dauð úr öllum æöum er rokiö í símann og félagsfræö- ingnurn uppálagt að skila af sér verkinu, sem þó var ekki að fullu lokið. Pólitískar heimtufrekjur Jafnréttis- nefndar höfðu sitt fram, og fræðimaðurinn varð að skila af sér hálfkaraðri skýrslu. Hún er um margt merkileg, en Jafnréttisnefnd hefði að skaölausu mátt leyfa höfund- inum aö klára verk sitt enda han.n manna hæfastur til þess. Nei, það var ekki hægt vegna þess, að Jafnréttisnefnd þurfti að sanna, að hún væri til, að hún hefði eytt 100 þúsund krónum í skýrsluna, eða m.ö.o. að hún væri maöur með mönnum. Undirritaður leyfir sér að halda því fram, að þetta hafi verið gert í óþökk höfundar. En sagan er ekki þar með öll sögð. Jafnréttisnefnd og síöan bæjarstjórn samþykkja síðan nú á dögunum að spandera 20 þúsund krónum til viðbót- ar í einhvern félagsfræðinema á fyrsta ári eða öðru, til þess að koma skýrslunni í læsilegt form fyrir hinn almenna mann. Auðvitaö hefði höfundur ált að vinna þetta verk, færa tölfræðilegar upplýsingar í læsilegt form o.s.frv., en ekki einhver fulltrúi af lista Kvennaframboðsins. Þetta er eikkert annað en sóun, bitling- ur handa tannlæknisfrú, sem hefur efni á því aö stunda nám viö Háskóla íslands með búsetu á Akureyri. Nema að 20 þúsund kallinn hafi veriö hugsaður sem ferðastyrkur fyrir félagsfræðinemann. Undirritaöur er ekki á móti skýrslum Undirritaður er heldur ekki á móti þessari tilteknu skýrslu. Undirritaður hefur lesið skýrsluna, og þótt þar komi margt fram, sem „vitaö” var, þá hefur sú vitneskja nú hlotið staðfest- ingu. Eftirleiðis höfum við því upplýsingar til að byggja á. Undirritaður er heldur ekki á móti því, að skýrslan eða útdráttur hennar, verði gerður aðgengilegur fólki, birtur og jafnvel gefinn út í litlu upp- lagi fyrir þá, sem áhuga hafa. Undirritaður er hins vegar á móti því, að nefnd, sem ekkert virðist gera, ætli að slá sig til riddara á því, sem hún hefur sjálf ekki gert. og pína ungan fræðimann til þess að skila af sér handriti að verki, sem honum hafði ekki unnist tími til að fullvinna. Og síðan er bætt um betur og litlar 20 þúsund krónur réttar upp í hendurnar á vel- efnuðum námsmanni til þess að vinna tveggja daga verk! Jón G. Sólnes hefði kannski aldrei átt að segja „húm- búkk”? Þá sætum við e.t.v. ekki uppi með þessi snartauga- veikluðu viðbrögð Jafnréttis- nefndar? En fyrst nefndin er til, þá gerir undirritaður það að til- lögu sinni, að hún fari að gera eitthvað raunhæft og hætti aö fussa og sveia vegna umræðu, sem á sér ofureölilegar orsakir og er raunar af hinu góða. Orðvar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.