Íslendingur


Íslendingur - 30.05.1984, Blaðsíða 1

Íslendingur - 30.05.1984, Blaðsíða 1
22. TBL. 69. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1984 AKUREYRI Vínveitingaleyfí ailt árid utan þéttbýlis: w Anœgður með þessa leiðréttingu - segir Amþór Bjömsson, hótelstjóri í Hótel Reynihlíð Á síðustu dögum þingsins var samþykkt sem lög að vínveitinga- staðir utan þéttbýlis gætu selt áfengi allt árið, en þeim hefur einungis verið heimilt að selja vín fjóra mánuði á ári. Fyrsti flutn- ingsmaður þessa frumvarps var Halldór Blöndal. Það var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum utan einu í efri deild. Helgi Seljan var á móti. Á sömu leið fór í neðri deild. Sá sem var á móti þar var Stefan Valgeirs- son. „Þetta skiptir verulega máli fyrir okkur,” sagði Arnþór Björnsson, hótelstjóri í Reyni- hlíð. „Mér skilst hins vegar, að við verðum að ganga fyrir sýslu- nefnd meö þetta til að fá leyfið. Hún þarf að samþykkja að okkur verði veitt leyfið sam- kvæmt þessum nýju lögum. Þannig túlkar dómsmálaráðu- neytið þetta við mig. Þetta er því ekki alveg komið í höfn.” „En nú er fyrst lagaheimild fyrir hendi til að staðir utan þéttbýlis fái heimild sem ^ildir allt árið. Þetta getur skipt máli fyrir okkar rekstur. En við þekkj- um ekki hvað mikið þetta hefur að segja yfir vetrartímann. Þá hefur verið mjög algengt að hér væru fundir og ráðstefnur og við höfum orðið að sækja um leyfi í hvert sinn.” „Það er raunar alveg furðulegt að þetta hafi getað gengið í lögum, því að þetta er mannrétt- indabrot. Við erum stimplaðir sem annars flokks fólk. Það á ekki að vera hægt samkvæmt íslenskum lögum að við höfum minni réttindi en aðrir borgarard Við þurfum að borga sömu leyfisgjöld og aðrir, þótt árið sé ekki nema fjórir mánuðir hjá okkur. Það eru gerðar sömu kröfur til okkar og annarra. Það var því óréttlæti sem viðgekkst, sem viö erum mjög ánægðir með að nú hafi veriö leiðrétt." Arnþór sagði að nokkuð góð- ar horfur væru með sumarið. En umferðin þjappast mikið á tvo mánuði eins og endranær. Það væri ekki hægt að sjá mikla lengingu á feröamannatímanum ennþá. Þegar veðrið væri eins gott og veriö hefði nú í maí mánuði' þá mætti þetta byrja fyrr. En það væri kannski skiljanlegt vegna þess að s.l. ár maí mánuðir ekki verið svo huggulegir. En þetta liti vel út með sumarið. Seljast vel „Þær hafa selst mjög vel,” sagði Þórhalla Þórhallsdóttir, deildar- stjóri í matvörudeild Hagkaups er hún var spurð hvernig „frjálsu” kartöflurnar hefðu selst. Við fengum tonn s.l. miðviku- dag og það var búið kl. 5. Síðan fengum við aftur kartöfiur á föstudagsmorguninn um tíuleyt- ið og þær voru búnar kl. 4. Þá fengum við spænskar kartöflur frá Svalbarðseyri og það klárað- ist allt saman. Þórhalla sagði að ný sending kæmi til landsins í dag og yrði komið í sölu hjá þeim á föstu- dagsmorgunin. Núna hefðu þau ekkert nema finnskar. „Fólki líkar þessar kartöflur mjög vel, en þær voru bæði spánskar og ísraelskar og hvorar tveggja væru mjög góðar. Engin kvörtun hefur komið þannig að ég held að fólki líki þetta mjög vel, sagði Þórhalla. Uppsögn samninqa líkleg Iðja, félag verksmiðjufólks, hélt fund laugardaginn 19. þ.m. Krist- ín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju, sagði að á fundinum hefðu verið rædd kjaramálin og uppsögn samninga. „Það var ekki tekin ákvörðun um uppsögn á þessum fundi. Ég lield að fólk sé aðcins að bíða og sjá hvað setur og átta sig.” Kristín sagði að engum dytti í hug að ástandið í launamálum væri nógu gott, þegar fólk legði það upp fyrir sér hvernig það ætti að lifa af 12.600 kr. á mán- uöi. „Það er auðvitað staðreynd að á þeim launum verða margir að lifa. Þeir hafa ekkert annað. Mér heyrist að fólk telji ekki annað fært en að segja upp samningum 1. september. Við þurfum að vera búin að taka ákvörðun um þetta seint í júní því að þá koma sumarfrí og þá er erfitt að ná saman fundi.” T , ,, Ljósm. Gunnar Kr. .lónasson Upp, upp min sal... Glœsileg sýning a verkum Elíasar B. Þessa dagana er sýning í sýn- ingarsal Myndlistaskólans á myndum Elíasar B. Halldórs- sonar. Á sýningunni eru 46 olíumálverk, öll til sölu. Sýn- ingin er opin virka daga frá 20-22, uppstigningardag og 2. og3.júní eropið 14-22. Það er mjög sterkur blær yftr þessari sýningu, kraftmiklir litir, myndbygging er á köflum Halldorssonar mjög glæsileg og persónulegur stíll málarans fer ekki fram hjá neinum, sem þarna kemur. Það fer ekki mikið fyrir Elíasi B. Halldórssyni í Qölmiðlum, en hann er þeirn mun betri mál- ari. Hann hefur flesta þá kosti sem prýða mega góðan málara. Það er ástæða til að hvetja alla til að sækja þessa sýningu, sem lýkur um helgina. TÖNUST 1 ' sl rr r. i k | Það rekur hver tónlistarviðburð- urinn annan í þessum bæ þessar vikurnar. Annað kvöld kl. 20.30 hefjast tónlistardagar 1984 meö einsöngstónleikum Kristins Sig- mundssonar við undirleik Jón- arar Ingimundssonar. Sunnu- daginn 3. júni kl. 20.30 verður Örlagagáta Björgvins Guð- mundssonar flutt. Flytjendur verða Passíukórinn ásamt sél- ögum úr Karlakórnum Geysi, Söngfélaginu Gígjunni og fleir- um. Einsöngvarar verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Þuríður Baldursdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Michael J. Clarke og Kristinn Sigmundsson. Tón- listardögum lýkur síöan 7. júni meö popptónleikum. Þar leika Bara-fiokkurinn ásamt félögum úr Þursaflokknum og fleirum. Þeir heljast kl. 20.30. Tónleikarnir eru allir í Skemmunni. F erðamannatíminn: Byrjar vel - segir Gísli Jónsson hjá FA Feróamannatíminn í ár hefst vel. Bæði byrjar liann fyrr en áður og veruleg aukning hefur verið á sölu ferða innanlands og til út- landa. „Ferðir hafa aldrei veriö meiri innanlands og út úr landinu en nú," sagði Gísli Jónsson, fram- kvæmdastjóri Feröaskrifstofu Akureyrar. „Það er veruleg breyting frá því í fyrra, mun meira um utanlandsferðir. Er- lendir feröamenn virðist mér verða mun fleiri en í fyrra. Traffikin byrjar fyrr en áöur sem kannski stafar af veðri. Hún er þegar byrjuð. Það eru helst erlendir ferða- menn sem sækja austur í Mývatnssveit. Fyrsta skemmti- ferðaskipiö kemur á laugardag- inn meö 160-170 manns af Þjóð- verjum, sem allir storma austur í Mývatnssveit. Skipið heitir Estonia og kemur frá Noregi. Skipið kemur hingað vegna þess að það er hafnsögumannaverk- fall í Noregi og því var snúið hingað. Þaö er ekki alltaf verk- föll hér sem valda því aö ferða- menn snúa frá landinu. Þetta skip á eftir aö koma hingaö oft í sumar.” „Ferðamannatíminn byrjar vel og ég vænti þess að hann endi jafn vel og hann byrjar," sagöi Gísli. Gisli sagði að þeir hjá Ferða- skrifstofu Akureyrar byðu nú aðrar ferðir en áður, ekki síður fyrir íslendinga en útlendinga til að mynda tveggja daga ferð inn j Öskju. Það væri margt fólk sem vildi fara í Öskju en hefur ekki átt tæki til þess. En nú væru þeir með sérstakan fjórhjóladrifs bíl i þessar ferðir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.