Íslendingur


Íslendingur - 15.11.1984, Blaðsíða 1

Íslendingur - 15.11.1984, Blaðsíða 1
43. TBL. 69. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984________________AKUREYRI Hver falsar hvað? Svavar Gestsson hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem því er mótmælt að launaskerð- ing á öðrum ársfjórðungi 1983 skrifist öll á reikning þeirrar ríkisstjórnar, sem þá fór frá völdum. I föstudagsblaði Þjóð- viljans var birt meðfylgjandi línurit undir yfirfyrirsögn „For- sætisráðherra falsar“. Hér er á ferðinni merkilegt plagg, sem á rætur að rekja til kjararannsóknarnefndar. Nefnd- in ber þó enga ábyrgð á meðferð línuritsins. Línuritinu er ætlað að firra ríkisstjórn Gunnars Thorodds- sen, og þar með Svavar Gests- son, ábyrgð á ,,kaupráninu“ al- ræmda, sem fram fór á tíma- bilinu áður og um það leyti sem ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók við. Þessu markmiði nær Þjóð- viljinn með því að draga línu, sem á að marka 1. mars 1983, þegar 14,74% verðbætur voru greiddar á laun. Eftir 1. mars ber ríkisstjórn Gunnars Thor- oddssen ekki ábyrgð á efna- hagsmálum, að mati Þjóðvilj- ans. Ábyrgðarleysi ríkisstjórn- arinnar er rökstutt með því að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hafi afnumið verð- bætur 1. júní, en þá voru greidd 8% bætur í stað 22%. Póstþjónustan verður eðlileg Samkvæmt upplýsingum Póst- stofunnar á Ákureyri er dreif- ing innlends pósts nú með eðlilegum hætti. Dreifing er- lends bréfapósts er einnig kom- in í eðlilegt horf, en af þeim erlenda blaðapósti, sem safnað- ist saman í verkfallinu er eitt- hvað enn eftir, og tekur nokkra daga að ljúka því verkefni. Af bögglapósti er það að segja, að dreifing flugpósts er eðlileg. Samansafnaðan erlend- an sjópóst hefur ekki enn tekist að afgreiða, en það fer þó nokk- uð eftir því hvaðan hann kemur. Lokið er að lesa sundur þýsk- an sjópóst, norskur og dansk- ur póstur er langt kominn, en meira er eftir af pósti frá öðrum löndum. Þó er talið, að þetta verk muni klárast fljótlega. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur farið þess á leit við þing- menn Norðurlandskjördæmis eystra, að athugað verði hvort til greina komi að reisa álver við Húsavík, ef ekki næst sam- komulag um að reisa slíkt iðju- ver við Eyjafjörð. íslendingur sneri sér til Sverris Hermannssonar iðnað- arráðherra og innti hann eftir því, hvaða afgreiðslu þetta mál hefði fengið hjá ráðuneytinu. „Aðstæður við Skjálfanda Margt hefur skolast til í þess- ari hagfræði. í fyrsta lagi er 1. mars merktur inn á miðjan fyrsta ársfjórðung, sem er miður febrúar. Þetta er bita munur en ekki fjár, þó eykur þetta ögn ábyrgðarleysi og þar af leiðandi „sakleysi“ formanns Alþýðu- bandalagsins. í öðru lagi fer það gjörsamlega fram hjá Þjóð- viljanum að 14,74% verðbæt- urnar 1. mars, sem blaðið telur greinilega að hafi skipt ein- hverju fyrir launþega, hafa ekki „Fyrir dyrum er þriðja heim- sókn ALCAN-manna til lands- ins,“ sagði Birgir Isleifur Gunn- arsson, formaður stóriðjunefnd- ar, þegar blaðamaður íslendings hitti hann að máli sl. laugar- dag og leitaði fregna af við- ræðum íslenskra aðila við full- trúa kanadíska fyrirtækisins hafa verið rannsakaðar, utan botnrannsóknir við Húsavík. Þeim rannsóknum er ekki lokið, en þær eru nauðsynleg forsenda þess, að hægt sé að segja til um hvort mögulegt sé að byggja þar stórskipahöfn. Ef Eyfirðingar reka stóriðj- una af höndum sér er ljóst, að eftir þvi verður grennslast, hvort ekki sé hægt að finna annan stað á Norðurlandi eystra. Eg vil vera viðbúinn því að svara slíkri spurningu, ef til þess kemur. Ég minnstu áhrif á kaupmáttinn; hann hrapar jafn miskunnar- laust. Jafn fáfengileg hefðu þau áhrif orðið, sem 22% verðbætur í stað 8% hefðu haft þann 1. júní. Ástæðan fyrir þessu er flestum ljós. Á fyrsta ársfjórð- ungi 1983 mældist verðbólgan 133,2%, en á öðrum ársfjórð- ungi 101,5%. Verðbæturnar hurfu eins og dögg fyrir sólu í verðbólgufárinu. Það er erfitt að fría ríkisstjórn Gunnars Thor- oddssen að öllu leyti við ábyrgð ALCAN. „Auk forstjóra orku- mála fyrirtækisins, sem hefur komið í bæði fyrri skiptin, kemur nú forstjóri Evrópu- deildar ALCAN ásamt sérfræð- ingi fyrirtækisins í umhverfis- málum. Þessir gestir koma mið- vikudaginn 21. nóvember og eiga viðræður við fulltrúa stór- hef von um að fá kr. 500 þúsund í þetta verkefni og hef falið staðarvalsnefnd að taka málið fyrir og ljúka rannsóknum, þannig að hægt sé að svara því, hvort mögulegt sé, að álver gæti risið við Húsavík. Frá búsetusjónarmiði eru möguleikar Húsavíkur ekki miklir. Þó er Húsavík orðin 2.500 manna bær. Þótt álver kallaði á aukið vinnuafl, þá hafa nú aðrir eins þjóðflutningar átt sér stað,“ sagði iðnaðarráð- herra. á verðbólgunni. Kaupmáttur sá, sem sýndur er á línuritinu 1981 og 1982 var falskur. Halli var þá mikill á þjóðarbúskap Islendinga. Halli í utanríkisviðskiptum nam 5% 1981 og heilum 10% 1982. Þessi vandi var minnkaður með því að rýra kaupmáttinn. Línurit Sva- vars Gestssonar og dráttlist Þjóðviljamanna breytir þar engu um. Þessi þróun varð að langmestu leyti áður en núver- andi ríkisstjórn tók við. iðjunefndar og Landsvirkjunar. Umhverfismálasérfræðingur ALCAN mun eiga viðræður við fulltrúa Hollustuverndar ríkis- ins og Náttúruverndarráðs um þær reglur, sem gilda hér á landi um mengunarvarnir. Þessir fulltrúar ALCAN koma einnig hingað norður til að líta á aðstæður og ræða við heimamenn. I beinu framhaldi af þessari heimsókn munu fulltrúar stór- iðjunefndar eiga fund með full- trúum ALCAN í Montreal í Kanada. ALCAN hefur einnig lýst áhuga á því, að annar hópur Eyfirðinga kæmi í heimsókn til Kanada síðari hluta janúar- mánaðar, til að kynnast rekstri fyrirtækisins og skoða m.a. álver.“ Birgir Isleifur Gunnarsson flutti erindi á aðalfundi kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins á Norðurlandi eystra sl. laugardag. Fjallaði erindið um stöðuna í stóriðjumálum og er greint frá þeirri ræðu á opnu blaðsins. Erna Ind riðadóttir Frétta- maður í 7 sýslum „Mér finnst það raunar undar- legt, hvað Akureyri hefur lítið að segja á landsvísu i dag, miðað við það sem áður var. Eg furða mig á þessu og skil ekki hvernig þetta hefur getað gerst,“ sagði Erna Indriðadóttir, nýráðinn fréttamaður RÚVAK, sem hóf störf 1. nóvember s.l. þegar hún var spurð hvernig henni litist á verkefnið. „Ég hef verið að kynna mér sögu Akureyrar. Mér finnst ótrúlegt, hvað bær- inn hefur í raun verið í farar- broddi í merkilegum málum hér áður fyrr. Ég nefni sem dæmi flugið og fyrstu útvarpsstöð, sem reist var á landinu." Umdæmi Ernu Indriðadóttur nær frá Ströndum austur á Langanes. „Það hefur verið sagt, að ég verði fréttamaður í sjö sýslum. Þetta er að sjálf- sögðu miklu stærra svæði en svo, að ein manneskja geti annað því. Pálmi Matthíasson hefur verið fréttaritari útvarps- ins. Hann hefur staðið sig ljóm- andi vel,“ sagði Erna, „en það þótti ástæða til að koma hér upp fastri stöðu og fá mann í fullu starfi til að sinna verkefninu. Þeir mættu vera tveir eða þrír, ef vel ætti að vera. Ég vonast til að Akureyri og Norðurland verði meira í frétL um útvarpsins. Þegar ég kem hingað og fer að búa annars staðar en í Reykjavik, þar sem ég hef alið mestan minnaldur til þessa, finnst mér merkilegt hvað margt er að gerast, og hvað hér eru margir merkilegir staðir með athyglisverða sögu. En það er eins og fólk, sem býr í Reykja- vík viti ekki af þessu. Það er því ekki vanþörf á, að landsbyggð- in verði meira áberandi almennt í fjölmiðlum.“ Álver við Húsavík? Ríkisstjórnin Siíkt er kaupránið 100 ‘ »2/1 1980 = 100 &3/2 K*upmétturkaupt^agskvöldiö. rfi þvi sem Línurit Þjóðviljans. Svört lóðrétt lína á að marka 1. mars 1983. Hin línan er færð inn á mvndina til að marka þann tíma þegar ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar tók við Áframhaldandi viðræður

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.