Íslendingur


Íslendingur - 28.03.1985, Blaðsíða 1

Íslendingur - 28.03.1985, Blaðsíða 1
12. TBL. 70. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. MARS 1985 AKUREYRI Hitaveita Akureyrar: Tilboð langt yfir kostnaðaráœtlun Síðastliðinn mánudag voru opn- uð tilboð í framkvæmdir við breytingar á hemlagrindum og við uppsetningu rennslismæla á vegum Hitaveitu Akureyrar. í útboðsgögnum var verkþáttum skipt niður í 3 liði, sem hver um sig var ákveðinn einingafjöldi. í fyrsta tilboðslið eru breytingar á hemlagrindum innan bæjarins. 1 öðrum tilboðslið eru breytingar á hemlagrindum utan bæjar- marka en í þriðja liö breytingar á búnaði þeirra, sem einungis kaupa neysluvatn af Hitaveit- unni. Fjögur tilboð bárust, þar af eitt sem ekki tók tillit til tíma- marka, sem tiltekin voru í út- boðsgögnum. Þeir þrír aðilar, sem að tilboðunum stóðu, eru ailir frá Akureyri. Öll voru til- boðin hærri en kostnaðaráætlun Hitaveitunnar. Lægsta tilboðið, frá Haraldi Helgasyni, var 57% yfir kostnaöaráætlun, en það hæsta 182% yfir áætluninni. Samkvæmt áætlun H.A. var heildarkostnaður 1.783.911 kr. Lægsta tilboð nam kr. 2.682.785. en það hæsta 4.803.472 kr. Þórður Hinriksson, sem var einn þeirra sem í verkið buöu sagöi það vera samdóma álit pípulagningamanna aö kostnaö- arútreikningar H.A. væru of lág- ir. Efnisliður og vinnuliöur væru of lágt reiknaðir. Auk þess væru dagsektir óeðlilegar háar. „Okk- ar tilboð var miðað við uppmæl- ingu”, sagði Þórður. „Við höfum næga atvinnu núna. Ef vinna hefði átt verkið mánuöi seinna, þá hefðu mínar aöstæður veriö aðrar.” Að sögn formanns Félags pípulagningamanna, Hinriks Adólfssonar var það einkum skammur tími og þar af leiöandi mikil nætur- og helgidagavinna, sem olli því að tilboöin væru svo há, og þar við bættust háar dagsektir ef ekki væri staðið við tímamörk. Kostnaðaráætlun H.A. var unnin af Þórði Vigfússyni verk- fræðingi, sem hefur veitt Hita- veitunni rekstrarráögjöf undan- farin ár. Þórður var spuröur álits á tilboðunum. „Hæsta tilboö, 4.8 milljónir, er 78% hærra en það lægsta. sem er tæpar 2.7 millj- ónir. Ef þau eru gerð á grund- velli uppmælingar, hljóta hús- byygjendur að íhuga málið og velta því fyrir sér, hvernig á slíkum verðmun getur staðiö,” sagði Þórður. Þegar fundi stjórnar H.A. lauk í gærkvöld kl. 21, var hitaveitu- stjóri spuröur um gang mála. „Þetta eru óviðunandi há til- 1. tb.l. (2429 ein.) 2. tb.l. (59 ein.) 3. tb.l. (198 ein.) Kostnaðaráætlun H.A. Tilboð: 646 kr. ein. 895 kr. ein. 414 Haukur Adolfsson 1.102 1.304 1.102 Haraldur Helgason 99C 1.525 950 Þórður Hinriksson o.fl. 1.781 2.115 1.781 Þórður Hinriksson o.fl. frávikstilboð. 1.362 1.634 1.362 boö, sem ég tel, að H.A. geti ekki gengið aö. Það er hægt að sýna fram á það með einföldum rök- um, að hægt er að vinna verkiö fyrir lægra verö. Þess vegna lagði ég til, að tilboðunum yröi öllum hafnað. en leitað yröi eftir því við verktaka. að geröur yröi gagnkvæmt hagstæður samning- ur, sem tryggði þó örugga fram- kvæmd verksins Ég hef athugað möguleika á að gera slíkan samning og tel þá vera fyrir hendi. Þá er ég að tala um samning. sem væri a.m.k.' 500 þúsund kr. ódýrari en hagstæö- asta tilboðiö." í ljósi þess aö tilboöin voru öll mjög hátt yfir kostnaðaráætlun H.A.. var hún endurskoðuð. Niðurstöður voru þær að ekki væri. undir neinum kringum- stæöum, forsvaranlegt að greiða meira fyrir verkið en 2.281.017 kr. Á fundi' sínum í gærkvöld hafnaði stjórn H.A. tillögu hita- veitustjóra með svohljóðandi samþykkt: „Á grundvelli endurskoöaörar áætlunar H.A.. aö upphæö kr. 2.281.017. samþykkir stjórnin að fela hitaveitustjóra aö ganga til samninga við lægstbjóðanda. Harald Helgason, á grundvelli tilboð hans.” Rétt er aö geta þess að sam- kvæmt útboðsgögnum hafði H.A. fullkomlega fjálsar hendur um aö hafna öllum tilboðum eöa taka hvaða tilboði sem væri. TIO Myndlistaskólinn á Akureyri: Bœjarstjórn þarf að ráða fjármunum sínum segir Sigurður J. Sigurðsson Á fundi bæjarstjórnar í s.l. viku kom fram bókun frá bæjarráði. sem kvað um það. aö framlag Akureyrar til Myndlistaskólans yrði bundið því skilyrði aö fyrir næsta haust yrði skipuð stjórn fyrir skólann, þar sem bæjar- stjóm ætti sína fulltrúa. Þessi bókun með orðalagsbreytingum var samþykkt í bæjarstjórn. „Ég lýsti því yfir viö afgreiöslu fjárhagsáætlunar í fyrra. aö það væri í síðasta skipti, sem ég styddi framlagiö óbreytt." sagði Sigurður J. Sigurðsson. annar bæjarfulltrúi Sjálfstæöisflokksins i bæjarráöi. „Það hefur veriö skoöun mín aö það þyrfti að breyta rekstri skólans. Þaö má sjálfsagt deila um málsmeðferð- ina í bæjarstjórn, en hún getur á hverjum tíma sett reglur um meðferö fjármuna allra þeirra stofnana, sem fá frá henni fé.” Siguröur sagöi það sitt álit aö það sé ekki heppilegt að fjár- munum bæjarins sé ráðstafað þannig að bæjarstjóm hafi ekki eftirlit nieð því og án þess að hún móti sér stefnu í þessu efni. Myndlistaskólinn hefði veriö i miklum uppgangi og í honum hefði veriö bryddað upp á ýms- um hlutum án þess að skólinn væri viðurkenndur til jafns við aðra framhaldsskóla. „Þaö má ekki skilja orð min svo, að ég sé að gagnrýna stjóm- endur skólans," sagði Siguröur. „Ég tel það bara ekki réttlætan- legt að fara svo meö fjármuni að bæjarstjórn geti ekki ráðið þvi hvernig þeim er ráðstafað.” GHF Byggingarmeistari í rœsinu Fullmótað deiliskipulag Fjör- unnar og Innbæjarins hefur nú verið kynnt fyrir bæjarstjórn Alkureyrar. Um deiliskipulagiö er Qallað á opnu blaðsins. Hér er um að ræða yfirgripsmikið og vandað verk. sem hefur verið í mótun í rúm Qögur ár. Ljóst er að þegar deiliskipu- lagið hefur verið samþykkt af bæjaryftrvöldum. verður ráöist í framkvæmdir við endurnýjun gatna, gangstétta og gengicS frá opnum svæðum í Innbænum. í upphaft myndaði Búöarlækur- inn Ákureyrina og setti sinn svip á hana fram til 1929. þegar hann var leiddur í ræsi. Lækurinn var lengstum lítill og rann í farvegi. sem var aö nokkru leyti gerður af manna höndum, hlaðinn á köflurn. Yfir hann lágu a.m.k. þrjár brýr, þar af ein fær hestvögn- um. Vöxtur hljóp í lækinn á hveiju vori og olli þá oft spjöll- um, enda rann þá til Búöargils- ins leysingavatn af allstóru svæði ofan Nausta. Til er ljós- mynd af læknum í vexti, tekin árið 1914, þar sem sjást tvær af brúnum. Framræsla á vegum Akur- eyrarbæjar hefur eitthvað dregið úr vatnavöxtum í Búar- læknum. Að sögn fróðra Inn- bæinga koma þó enn talsverð hlaup í lækinn. Um leið og lýst er yfir sér- stakri ánægju með deiliskipu- lagið, leyfir íslendingur sér að varpa fram hugmynd, sem bæjarbúar og skipulagsyfirvöld mega taka mátulega alvarlega. í tillögunum er lagt til að Búöarlæknum veröi veitt í ræsi þar sem hann rennur fram hjá hesthúsum ofarlega í gilinu, og sýnist það vera til bóta. En væri ekki hægt að leiða Búðar- lækinn aftur fram í dagsljósið. neðar í gilinu og jafnvel niður á eyrina. Af gömlum Ijósmynd- um má ráða að lækurinn hafi veriö til prýði á kafla neðantil í gilinu. Þar sem það var Búöar- lækurinn sem skapaöi eyrina í upphafi. er það eiginlega hálf- gerð skömm að elsti bygginga- meistari Akureyrar skuli vera í ræsinu. jjq Samtök um vestrœnt samstarf Stofnuð hafa veriö samtök áhugafólks um vestrænt varnar- samstarf í fjórum hreppum á Noröausturlandi. í fréttatilkynn- ingu frá hópnum segir: „Stefna samtakanna er aö vinna aö efi- ingu friöar og öryggs í heimin- um, meöal annars með uppsetn- ingu eftirlitsratsjávarstöðva á Norðausturlandi. Stöövarnar yrðu að mestu leyti kostaöar af Atlantshafsbandalaginu. reknar á kostnaö Bandaríkjamanna en undir stjórn íslendinga. Samtökin vilja stuöla að áframhaldandi veru íslands í Atlantshafsbandalaginu meðal annars meö almennum fundum og opinberum ályktunum um þessi málefni. Samtökin em opin öllum. semi áhuga hafa á þessu málefni. Stofnendur eru níu eftirtaldir áhugamenn um vestrænt vam- arsamstarf á Norðausturlandi: Björgvin Þóroddsson. Eiríkur Kristjánsson, Ulfar Þórðarson. Kristbjörn Jóhannsson. Ægir Lúðvíksson, Jón Aðalbjörnsson. Jón Gunnþórsson. Sigurbjörn Þorsteinsson og Kristinn Péturs- son." „Þessu hefur verið mjög vel tekið." sagöi Björgvin Þórodds- son, einn stofnendanna. „Miklu bctur en við þorðurn að vona. Þeir, sem áhuga hafa geta snúið sér til okkar stofnendanna. og það hafa miklu fleiri gert en við áttum von á." GHF íslendingur keniur næst út 11. apríl. Þann 7. apríl eru liðin 70 ár frá því að blaðið kom fyrst tit. I tilefni þess verður gefið út sérstakt afmælisblað þann 24. apríl n.k. Ritstjórí.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.