Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Blaðsíða 1
Vinnum að sigri Sjálfstæðisflokksins x-D Mendimur-ísaMd 27. tölublað. Laugardagur 23. maí 1970. 55. og 95. árgangur. Mjólkurskortur yfirvofandi? HVER ERL LALIMIIM? Fyrir nokkru urðu blaðaskrif vegna allferlegra launa, sem talið var að opinber starfsmaður í Reykjavík hefði. Þá rifjaðist það upp fyrir mér, að þegar núverandi bæjarstjóri hér á Akureyri var ráðinn til þess starfs, urðu hér blaðadeilur og einnig ágrein ingur manna á milli um, hver iaun lians yrðu í framkvæmd. Fannst sum um, að um óeðlilega há laun og mik- il hlunnindi væri að ræða, en öðrum óx þetta ekki svo mjög í augum, og allra sízt, þegar tekið væri tillit til þess, að hér væri verið að ráða al- veg sérstaklega starfshæfan mann. Nú hefur konjið í ljós, að bæjarstjór- inn okkar er ekkert undrabarn, en er vissulega ýmsum góðum kostum bú- inn, eins og við erum öll. En það hefur ekki komið í ljós, hver laun hans eru fyrir starfið, og er það dá- lítið undarlegt, þar sem nú liggja staðreyndir fyrir um það. Þess vegna skora ég hér með á blöðin, og þá einkum þau, er um þetta deildu, að greina frá, hver árslaun bæjarstjór- ans eru, þar með talin öll fríðindi og hlunnindi, og láta það koma fyrir almenningssjónir hið fyrsta. Þá geta réttir aðilar — skattgreiðendurnir sjálfir — dæmt um, hvort launin eru of há eða ekki. Ef ekkert svar kem- ur við þessu, verða bæjarbúar að líta svo á, að þarna sé um eitthvað það að ræða, sem ekki er talið holít að sjáist svart á hvítu. — Bæjarbúi. Framsóknarmenn tala mikið um hina ötulu forystu, sem þeir þykjast hafa veitt Akureyri á síðasta kjörtímabili. — Ekki er mikið mark takandi á þess- um málflutningi, en hins vegar hafa menn fyrir augunum, hvernig forysta Framsóknar er í þeim fyrirtækjum, þar sem aft- urhald Framsóknar hefur tögl og hagldir. Gott dæmi er mjólk- ursalan á Akureyri. A helgum dögum minnir biðröðin við þá einu mjólkurbúð, sem KEA hef- ur þá opna, einna helzt á skömmlunartímabilið, — enda hafa forkólfar Framsóknar marglýst yfir þeirri skoðun, að það þurfi að taka upp hafta- I Degi, sem út kom 16. maí sl., er ein af hólgreinum þeim, sem undan- farið hafa birzt í Degi um „ötula forystu Framsóknarmanna." Þar er m. a. rætt um þátt bæjarstjóra og Stefáns Reykjalín í Atvinnumála- nefnd Akureyrar. I greininni segir orðrétt: „Rétt er að minna á, að það er alveg við hæfi, að Sjálfstæðismenn hæðist að ferðum bæjarstjóra Akur- eyrar til Reykjavíkur, er hann hefur þurft að fara vegna þessara mála. Framsóknarmenn geta jafnvel unnt þeim þess sannmælis, að þeir hafa stundum tekið þátt í þessari norð- lenzku sókn, sem unnið hefur verið að.“ Það lítur út fyrir, að Dagur kalli frambjóðendur Framsóknarflokksins Sjálfstæðismenn, því Tryggvi Helga- son, sem er í 7. sæti á lista Fram- stefnu þá, sem ríkti á tímum hjólbörustjórnarinnar. Myndin hér að ofan var telc- in við Mjólkurbúð KEA fyrir skömmu. — Þetta er sú þjón- usta, sem Akureyringar verða að sætta sig við af hálfu KEA. sóknarflokksins, hefur einmitt gagn- rýnt ferðir bæjarstjórans opinberlega. I grein, sem hann ritaði í ágúst 1968, segir orðrétt: „Fyrir nokkru fengum við nýjan bæjarstjóra. Til starfans réðist ungur maður úr Reykjavík, sem flestir bæjarbúar bundu miklar vonir við, og töldu að með honum kæmi nýr þróttur í framkvæmdir í bænum.“ Síðan heldur Tryggvi áfram: „En það virðist sem þær vonir hafi brugð izt, og hafa bæjarbúar orðið fyrir sár um vonbrigðum. Þó hefur hjaupið all mikill vöxtur í allskyns ferðalög og sýndarmennsku, sem bæjarsjóður þarf ef til vill að borga, að nokkru eða öllu leyti, og er það að mestu eignað bæjarstjóra." Það þarf ekki að fjölyrða meira um það, hverjir hæðast að suðurferð- um bæjarstjórans. Stuttar bæjar- fréttir f kosningahríðinni hefur mönnum hrotið eftirfarandi af vörum: — Að fleira gerist nú „dagsatt" í hverjum nýjum Degi. — Að undir „Svar frá Hauki“ hefði s.j. gjarna mátt setja AM-en á eftir efninu. — Að Ingólfur hugleiði að sitja undir Soffíu í bæjarstjórn, svo þau verði örugg með sæti. — Að Framsóltn hyggist spara al- mannafé með því að gera bæjarrekst urinn að deild í KEA á næsta kjör- tímabili. -K Spurt er: Er upplag Verkamanns- ins orðið stærra en Morgunblaðsins? Fyrir stuttu fékk ég 2 eintök á Iaug- ardag, eitt á sunnudag og eitt á mánu dag. Allt var þetta sama tölublaðið. Þann dag gekk ég eftir gangi á opin- berri byggingu í miðbænum, og lá þá eitt eintak við hverja hurð, m.a. að salerni og geymslukompu. -K Saet er. að eftir frétt í siðasta AM- en, hugleiði Sigurjón nú að láta prenta AM-en á salernispappír, af ótta við heimsókn Björns Jónssonar. f tilefni af fréttinni í AM-en hraut hagyrðingi snjöll vísa af munni, og er hún birt í vísnabálki blaðsins í dag. -K Málefnayfirlýsing Sjálfstæðismanna á Akureyri hefur vakið verðskuldaða athygli. Þar er m.a. lögð áherzla á, að veitt sé aðstaða til fullkomins tækniskólahalds á Akureyri, og stefnt verði að því að Tækniskóli íslands flytji þangað. 5. maðurinn á lista Framsóknar- manna skrifar í síðasta tbl. Dags og gerir það að tillögu sinni, að Tæltni- skólinn verði fluttur til Akureyrar. — Er ánægjulegt, hve Framsóknarmenn taka vel undir tillögur Sjálfstæðis- manna. -K Kratar munu nú loksins vera bún- ir að koma auga á þá staðreynd, að þeir mega tcljast heppnir ef þeir fá einn mann kjörinn í bæjarstjórn í kosningunum. -K Því miður er kosningablað Alþýðu- bandalagsins svo lapþunnt, að eltki er einu sinni hægt að hafa gantan af því. — Lýsir það vel klofningi vinstri flokkanna. HEIÐURINN DAGVAXANDI! „Nú skyldi enginn ætla, að Framsóknarmenn í bæjarstjórn eigi allan heiðurinn af því, sem áunnizt hefur á þessu kjörtíma- bili í bæjarframkvæmdum annars vegar og í margþættri fyrir- greiðslu við aðrar framkvæmdir hins vegar.“ Dagur 11. 2. 1970 „Þegar bæjarbúar — og ekki vonunt fyrr — veittu Framsókn- armönnum umboð sitt fyrir fjór- um árum, til að hafa á hendi for- ystuna, var bæði viðskipta- og atvinnukreppa að skella yfir, svo fleiri urðu atvinnulausir en þekkst hafði um áratugi . . . Við þessar aðstæður hófu Fram sóknarmenn starf í bæjarstjórn, sem forystuflokkur, og réðu til starfa ungan, menntaðan og bjart sýnan Borgfirðing, Bjarna Einars- son, sem bæjarstjóra. Og hið kyrr stæða hjói fór að snúast, vörn var snúið í sókn. Verklegar frani- kvæmdir voru undirbúnar og síð- an hafnar, fjármagn var dregið til bæjarins og það rann upp fram- faraskeið á kreppuárum . . .“ Dagur 16. marz 1970 Það er gott, að Dagur kemur sífellt auga á meiri og meiri af- rek „forystuflokksins” í bæjar- stjórn. Meðan enn er hálfur mán- uður til kosninga, finnst honum bæjarfulltrúar Framsóknar hafa fjármagnað atvinnufyrirtæki bæj- arins svo, að Akureyri Iifi í vel- lystingum nú, þrátt fyrir kreppu og eymd hjá öðrum. Góðs viti má það teljast, að hinn gamli barlóm- ur er úr sögunni um slteið, en hve langt mun Dagur verða kom- inn með Framsóknarfulltrúaná daginn fyrir kosningar, ef svo fer fram, sem horfir? Hverjir hafa hædst oð suðurferðum bæjarstjórans? Næsta blað kemur út þriðjudaginn 26. maí

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.