Íslendingur - Ísafold - 15.07.1970, Blaðsíða 1
1
iskwlinwr- Ísníold
37. tölublað.
Miðvikudagur 15. júlí 1970.
55. og 95. árgangur.
Leiðtogi
látinn
Með fámennri þjóð er missir
afburðamanns sárastur, skarðið
auðsæjast. „Nú reikar harmur í
húsum og hryggð á þjóðbrautum.“
Regnvotir, drúpandi fánarnir sem
Iömdust um stengurnar í óveðri
föstudagsmorgunsins, tjáðu á tákn
rænan hátt sorg fóiks og söknuð.
Og þó eru menn nokkra stund að
átta sig á því, sem gerzt hefur,
þegar mönnum er sviplega og fyr
irvaralaust i burtu svipt með svo
hörmulegum hætti.
Bjarni Benediktsson var óum-
deiianlegur leiðtogi, eins og hann
átti ætt og uppeldi til. Æskuheim-
ili hans var eitt helzta vígi islenzkr
ar menningar, fornrar og nýrrar,
íslcnzkrar þjóðrækni og íslenzkrar
sjálfstæðisbaráttu. Lærdómurinn
og stjórnmálin áttu því snemma
httg hans.
Framaferill hans var óvenjuleg-
ur. Stúdent 18 ára, lögfræðingur
22 ára, prófessor 24 ára, bæjar-
fulltrúi 25 ára, borgarstjóri 32
ára og ráðherra 39 ára. Hann á-
vann sér æ því meira traust sem
honum var sýndur meiri trúnað-
ur, unz honum voru falin hin
æðstu völd, sem hann fór með til
hinztu stundar og þannig, að virð-
ingu og aðdáun vakti bæði inn-
an lands og utan.
Hann var gæddur flestu því,
sem foringja einkennir: gáfum,
kunnáttu, ráðríki, orðsnilld, skap-
hita, áræði, og honum var léð það
drengs aðal, að vera vaskur mað-
ur og batnandi. Hann var auð-
kenndur frá fjöldanum á allan
hátt, að útliti, í málrómi, í ræðu
og í riti. Hann átti þá viðsýni og
þann þroska, að hann gat á úr-
slitastundum hafið sig yfir dæg-
urbaráttuna og laðað saman stríð-
andi fylkingar, þegar á reið, að
allir legðust á eitt.
Hæstaréttardómur sögunnar um
stjórnmálamanninn Bjarna Bene-
diktsson er enn ekki fallinn, en
þó er þegar Ijóst, að honum má
óhikað skipa á bekk með fremstu
íslenzkum stjórnmálamönnum
ttllra tíma. Hæst ber hann í sam-
bandi við stofnun lýðveldisins
1944. Enginn einn maður átti að
undirbúningi hennar vænni né
giftudrýgri hlut, þar sem hann
bæði lagði til hin fræðilegu rök
og hina pólitísku hvatningu og
leiðsögn. Næst er að nefna mót-
un íslenzkrar utanríkisstefnu sið-
ustu áratuga, lausn landhelgisdeil-
unnar við Breta og úrræði í efna-
hagsvanda allra síðustu ára. Hann
hélt sinni stefnu og hafði sigur,
og mun þó sjaldan hafa svalar
leikið um íslenzkan stjórnmála-
ntann en Bjarna Benediktsson, er
hann kom öllum þessum málum
fram til farsællar lausnar.
Á ÞingvöIIum flutti Bjarni Bene
diktsson frægustu ræðu sína, er
hann skipaði til sóknar í sjálf-
stæðisbaráttunni. Náttúrufegurð
og söguleg helgi Þingvalla seiddi
hann jafnan til þess staðar, er
hann mátti því við koma. Og á
þessum helgistað íslcndinga þoldi
hann að lokum örlög sín, er hann
hugðist hvíla sig þar skamma
stund af dagsins önn.
Sigríður Björnsdóttir
Bjarni Benediktsson
Forsætisráðherra og kona hans
farast í eldsvoða ásamt
ungum dóttursyni sínum
Á föstudagsmorguninn spurð-
ust þau hörmulegu tíðindi um
allt land, að þá snemma um nótt
ina hefði forsætisráðherrabú-
staðurinn á Þingvöllum brunn-
ið og í eldinum látið lífið dr.
Bjarni Benediktsson, kona
hans, frú Sigríður Björnsdóttir,
og fjögurra ára dóttursonur
þeirra, Benedikt Vilmundarson.
Fólk vildi ekld trúa sínum
eigin eyrum, það hafði allt verið
svo gott í gær. En smám saman
tíndust fánarnir upp á steng-
urnar miðjar sem staðfesting
hins ömurlega veruleika. Þjóð-
in syrgði leiðtoga sinn, og allir
skynjuðu, hver aftaka og missir
var í fráfalli hans og þeirra
hjóna beggja. Ekki aðeins hér-
lendis hafa menn minnzt Bjarna
Benediktssonar með sorg og
söknuði, heldur hafa formenn
annarra þjóða margir hverjir
tjáð harm sinn og eftirsjá við
fráfall hans og lýst þeirri virð-
ingu, er þeir báru fyrir honum
að fengnum kynnum.
Frú Sigríður Björnsdóttir var
hispurslaus fyrirkona, hlý og
styrk, hreinogbein og hafði virð
ingu allra, er hana þekktu. Eng-
inn veit, hvílíkur hinn ungi
sveinn hefði orðið, ef upp hefði
vaxið, en allt horfir til eins um
það, að þar hafi mikið manns-1
efni farizt.
Á öðrum stað hér á síðunni er
leiðtogans minnzt, og í næsta
blaði birtast minningargreinar
um hin látnu. Útför þeirra verð-
ur gerð frá Ðómkirkjunni í
Reykjavík næstkomandi fimmtu
dag.
Útgáfufélagið Vörður og all-
ir aðstandendur blaðs þessa
flytja börnum þeirra Sigríðar og
Bjarna og öllum vandamönnum
þeirra og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur vegna hins sviplega
fráfalls þeirra.
*
Avarp
forseta Islands, dr. Kristjáns
EEdjárns, í hádegisútvarpinu
á föstudaginn
Þau sorgartíðindi spurðust
snemma morguns í dag, að for-
sætisráðherra, dr. Bjarni Bene-
diUtsson, kona hans, frú Sigríður
Björnsdóttir, og ungur dótturson-
ur þeirra, Benedikt Vilmundarson,
hefðu látið lífið, er forsætisráð-
herrabústaðurinn á Þingvöllurn
brann, þegar skammt var liðið
nætur.
Slíkur atburður er hörntulegri
en svo, að orðum verði yfir koin-
ið. í einu vetfangi er í burtu svipt
trauslum forustumanni, sem um
langan aldur hcfur staðið í fylk-
ingarbrjósti og verið í fyrirsvari í
þjóðlífi voru, og með honuin á-
gætri konu hans, er við hlið hans
hefur staðið með sæmd og prýði,
og ungum sveini, sem var yndi
þeirra og eftirlæti. Hér er skarð
fyrir skildi, en á þessari stuinlu
kemst ekki annað að i huga vor-
um en sorg og samúð. Það er
stundum sagt, að íslenzku þjóð-
inni sé helzt að líkja við stóra
fjölskyldu. Sannleik þeirra orða
skynjum við bezt á stundum mik-
illa tíðinda, til gleði eða sorgar.
Þjóðin er harmi lostin og syrgir
forsætisráðherrahjón sín. Ég mæli
fyrir munn allra landsmanna, þeg
ar ég læt í Ijós djúpa hryggð niína
og votta börnum og allri fjöl-
skyldu þeirra hjónanna samúð,
svo og öllum þeini öðrum, er nú
syrgja sveininn unga.
Benedikt Vilmundarson
tSai