Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 14.10.1970, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 14.10.1970, Blaðsíða 1
Flestir skólar hafa tekið til starfa — Bls. 4 57. tölublað. Miðvikudagur 14. október 1970. 55. og 95. árgangur. Stórtjón af eldi í varahluta- geymslu verkstæðis B.8.A. — Eldsupptök ókunn Laust fyrir kl. 6 sl. sunnu- dagsmorgun varð vegfarandi var við reylc, er lagði upp af portinu bak við varahlutageymslu verk- stæðis BSA á Akureyri. Gerði hann lögreglunni þegar viðvart, sem síðan kvaddi slökkviliðið á staðinn, þar eð Ijóst var, að tals verður eldur var kominn upp í húsinu. Slökkviliðið kom þegar á vett vang og hóf slökkvistarf. Var því lokið um kl. 8.30 um rnorg- uninn. Ekki er fullkunnugt um eldsupptök, en hann virðist hafa verið mestur upp undir þaki vf- ir miðju húsinu. Varð að rjúfa þakið til að komast fyrir eld- inn. Svanlaugur Ólafsson, verk- stjóri á BSA, sagði blaðinu, að mjög mikið tjón hefði orðið í eldinum. Nýkomin var sending af varahlutum frá Englandi, Þýzkalandi og Ameríku, en af þeim varð engu bjargað. Hins vegar urðu ekki skemmdir á bifreiðum, sem voru á verk- stæðinu, því eldurinn náði ekki þangað. Einhverjar skeinmdir hafa þó orðið af reyk. Einnig urðu skemmdir af vatni og reyk í skrifstofubyggingunni, sem er áföst vörugeymslunni að norð- an. Verkstæðið hefur umboö fyr ir Ford-bíla og varahluh í þá á Akureyri, og kemur þessi bruni því illa við margan bíl- eigandann, en Svanlaugur sagði að allt kapp yrði lagt á aö íit- vega nýja varahluti sem fyrst. Varahlutalagerinn var tryggð ur, en ekki er búið að meta tjón ið, enda er það mikið ve.k. Síðastliðinn föstudag valt bif reið á veginum upp að Skíðahót eli. Fjórir farþegar voru í bif- reiðinni og sluppu þeir lítt eða ekkert meiddir. Bifreiðin er nokkuð skemmd. Aðfaranótt laugardags 10. okt. valt bifreið á toppinn rétt sunnan við Lónsbrú. Skemmd- ist hún nokkuð, en ökumaður og farþegarnir tveir munu hafa sloppið ómeidd. — Lögreglan. Bilveltur á Akureyri Verkföllin í vor kostuðu F.l. um 6 millj. króna I nýútkomnu hefti af Faxa- fréttum segir forstjóri Flugfé- lags íslands, Örn Johnson, að á þessu sumri hafi umsvif félags- ins verið meiri en nokkru sinni fyrr í millilandaflugi, en flutn- ingar innanlands verið svipaðir og undanfarin ár. Verði áfram- Kanna ástand hald á aukningu flutninga það sem eftir er ársins, í svipuðu hlutfalli og það sem af er ár- inu, sé þess að vænta, að nokk- ur rekstrarhagnaður verði á ár- inu. Hagnaðurinn, ef til kemur, hefði þó orðið allmiklu meiri, ef ekki hefði til komið mjög veruleg hækkun reksturskostn- aðar á árinu, og þá einnig, ef ekki hefði komið til verkfalla sl. vor, sem stöðvaði innanlands- flugið og mun hafa valdið fé- laginu a. m. k. 5 — 6 milljóna króna beinu fjárhagslegu tjóni. Þá segir forstjórinn einnig, að ýmislegt bendi til þess, að nú sé bjartara framundan í starfsemi félagsins en verið hafi um nokk urt skeið. Á undanförnum þrem mánuðum hefur félagið greitt ríkisábyrgðarsjóði tæplega 75 milljónir króna, og er það nú skuldlaust við sjóðinn. Kaupfélag Siglfirð- inga gjaldbrota Kaupfélag Siglfirðinga hefur nú verið skráð til gjaldþrota- skipta, þar sem nauðarsamriing- ar náðust ekki við skuldacig- endur. KFS hefur átt við erfiðleika að stríða undanfarin ár og hef- ur alltaf sigið meir og meir á ógæfuhliðina. Félagið byggði stórt verzlunarhús fyrir nokkr- um árum, og var það dýr bvgg- ing. Um líkt leyti fór starfsemi félagsins að dragast saman, og hefur félagið tapað milljónmn á síðustu árum. Miklar sanrningaumræður höfðu staðið yfir, áður en fé- lagið var skráð til gjaldþrota- skipta. og var meðal annars rætt um að KEA eða Kaupfélags Skagfirðinga tækju að sér rekst- urinn. Ekkert varð þó af því, og þegar nauðarsp’imingar tókust ekki v.ið skuldaeigendur, gaf stjórn félagsins það upp ti! gjalclhrotaskipta. Hefur bæjai- fógetinn á Siglufirði látið inn- sigla eignir félagsins og vöru- lager. Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins dráttarvéla Slysavarnarfélag íslands er nú að fara af stað með könnun á ástandi dráttarvéla um allt Iand. Verður tekinn fyrir einn hreppur í hverju umdæmi um- ferðaröryggisnefnda, sem eru 19 alls. Mun starfsmaður nefnd- anna fara á bæi í hreppunum og kanna dráttarvélar með til- liti til ástands öryggistækja vél- anna. Slík könnun hefur ekki farið fram hérlendis áður, en hin tíðu dráttarvélaslys hafa gert mönn- um Ijósa þörfina á slíku eftir- liti. Sjálfstæðisflokkurinn er nú að fara af stað með skyndihapp drætti, og verður dregið í því 25. nóvember nk. — Að þessu sinni býður skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins upp á tvær glæsilegar fólksbifreiðir, að verðmæti alls 810 þúsund krón- ur. önnur bifreiðin er af gerð- inni Volvo 144 De Luxe, 4ra dyra, og hin er Saab 99, 2ja dyra, en béðar bifreiðarnar eru af árgerð 1971. Verð hvers miða er eins og áður, 100 krónur. Miðar verða til sölu innan tíðar hjá Sjálfstæðismönnum víða um land og skrifstofum Sjálfstæðismanna, og einnig í happdrættisbifreiðunum, sem verða staðsettar í miðbænum í Reykjavík. Hér er því um ein- stakt tækifæri fyrir landsmenn að ræða til að eignast vandaða bifreið fyrir aðeins 100 krónur, ef heppnin er með. Skyndihappdrætti Sjálfstæðis flokksins er fylgt úr hlaði með bréfi frá forráðamönnum flokks ins, og segir þar m. a.: „Á þessu ári hefur reynt mjög á starf og styrkleika Sjálf- stæðisflokksins. I sveitarstjórnarkosningunum á sl. vori tókst Sjálfstæðisflokkn um að auka áhrif sín og völd í mörgum byggðarlögum landsins. Sjálfstæðisflokkurinn kom i heild sterkur og öflugur út úr kosningum þessum og styrk- leiki flokksins í höfuðborginni reyndist mjög rsikill og eftir- tektarverður. Framundan eru Alþingiskosn- ingar á næsta ári. Varðar nú mestu að vanda sem bezt allan undirbúning að þessari baráttu. Nauðsynlegt er að efla fjár- hag Sjálfstæðisflokksins vegna þeirrar mikilvægu baráttu og viðfangsefna, sem framundan eru. Hefur því verið ákveðið að efna til skvndihappdrættis á hessu hausti. Við treystum á samhjálp Sjálfstæðismanna fyrir sameig- hilegum hgusjónum.“ Næsta blað kemur út föstudaginn 16. okt.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.