Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 1
Sjúkrahúsið á Akureyri kaupir lækningatæki fyrir 8 milljónir kr. Svo sem kunnugt er, tók Gauti Arnþórsson við störfum yfirlæknis handlæknisdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri um sl. áramót. Gauti hafði þá verið við nám og störf er- lendis í 11 ár og öðlast mikla þekkingu og reynslu á þeim tírna. Ennfremur hefur hann unnið að vísindalegum rann- sóknum í sambandi við starfið og kynnt sér flestar greinar skurðlækninga. Er það mikill fengur fyrir sjúkrahúsið að hafa fengið hann til starfa. Hinn nýi yfirlæknir bauð frcttamönnum aö kvnnast ýms- um breytingum, sem átt hafa sér stað á handlæknisdeildinni undanfarna mánuði, og þær er áformaðar eru á næstunni. Nú fyrir skömmu hóf Jón Að alsteinsson störf á sjúkrahúsinu, en hann er útlærður svæfinga- læknir og skurðlæknir. Sjúkra- húsið hefur ekki haft útlærðan svæfingarlækni að undanförnu, en nú hefur verið bætt úr því, enda eru störf svæfingalækna fyllilega sambærileg við störf annarra sérfræðinga. Gauti Arnþórsson lagði á- herzlu á, að þrátt íyrir ófull- nægjandi húsakost, veitir sjúkra húsið nú alla sérfræðiþjónustu, utan sérstakra aðgerða, svo sem heilaskurðar og því um líkt. Við sjúkrahúsið starfar nú sérfræðingur í háls-, n\f- og eyrnasjúkdómum, sá eini á öllu Norðurlandi, ennfremur sér- fræðingur í kvensjúkdómum og fæðingahjálp, sérfræðingar í augnlækningum, skurðlækning- urn og svæfingum. Breytingar hafa nú verð gerð ar á núverandi húsnæði ti1 þess að bæta starfsaðstöðu lækna, og eru þær m. a. fólgnar í þ.ví, að nú er sjúklingum i ríkara mæli skipt niður á handlæknisdeild- ina eftir því hve mikla hjúkrun þeir þurfa. Á gjörgæzludeild liggja þeir sjúklingar, sem þurfa Framhald á bls. 4. Jón Aðalsteinsson og Gauti Arnþórsson, Vinstri stjórn? Þegar blaðið fór í prentun, var talið líklegt að til tiðinda myndi draga um myndun vinstri stjórnar í dag. Munnmæli herma. að Ólafnr Jó hannesson verði forsætis- og dóinsmálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráð- herra, Einar Ágústsson eða 5ór arinn Þórarinsson utanríkisráð- herra, Lúðvík Jósepsson sjávar- útvegsráðherra, Magnús Kjart- ansson eða Ragnar Arnalds menntamálaráðherra, Björn Jónsson fjármálaráðherra og Magnús Torfi Ólafsson félags- málaráðherra. Væntanlega fæst úr þessu skorið innan skamms. Hannibal er sagður vilja helga sig „sameiningu" vínstri aflanna og mun margur hyggja, að það sé góður punktur yfir i- ið hjá honum eftir feril hans í þrem stjórnmálaflokkum! Máttúruverndarráð telur ófært að koma upp hitaveitu I Mývatnssveit - nema oð undangenginni rannsókn Svo sem áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu, hafa Mý- vetningar ákveðið að koma sér upp hitaveitu frá Bjarnarflagi, og eru frainkvæmdir þegar hafn ar. Nú hefur Náttúruverndarráð hins vegar skorizt í leikinn og bent á, að það sé alveg órann- Margir ferðamenn leggja leið sína í Nonnasafn. Ferðamannatíminn hafinn - Viða búizt v/ð vaxandi ferðamannastraumi Nú er tími ferðalaga og ferðamennsku hafinn. Síðari hluta júníinánaðar fer ferða- fólki hvarvetna að fjölga og er straumurinn mestur í júlí og ágúst. Þetta er stutt „ver- tíð“ hjá því fólki, sem vinn- ur að ferðamannaþjónustu, og er það ein af ástæðunum fyrir því að örðugra er en margur hyggur að halda uppi fyrsta flokks þjónustu á þess um sviðum á hóflegu verði. Islendingur-Isafold hefur haft viðtöl við fjölda manns, sem vinnur að ferðamálum og flytur einnig greinar að þessu sinni um útilíf. Það er mat flestra, sem blaðið hefur náð tali af, að ferðamannastraumurinn muni enn fara vaxandi frá því, sem verið hefur, á flest- um stöðum út um land, sem ferðamenn sækja að marki. sakað mál, hvaða áhrif hitaveit- an hefur á lífræn efni í Mý- vatni. Dr. Finnur Guðmundsson sagði í viðtali við blaðið, að Náttúruverndarráð teldi það gjörsamlega ófært að hleypa djúpvatni út í Mývatn án þess að áhrif þess á lífrænan gróður í vatninu yrðu könnuð áður. — Hann sagði, að djúpvatn hefði aldrei runnið í Mývatn, heldur aðeins uppsprettuvatn og rign- ingavatn, sem hefðu allt aðrar efnasamsetningar að innihaldi. Að vísu væri ætlunin að láta hitaveituvatnið renna út í hraun ið eftir notkun, en með tíman- um myndi það að sjfilfsögðu sí- ast út í vatnið. Finnur Guðmundsson kvað sveitarstjórn Skútustaðahrepps hafa óskað eftir umsögn Nátt- úruverndarráðs urn þessar hita- veituframkvæmdir og hefði ráð ið talið óhjákvæmilegt að rann- sóknir færu fyrst fram, eins og áður greinir. Hann sagði, að dr. Jón Ólafsson væri farinn til Mý vatns til rannsókna á Mývatns- svæðinu og myndi hann að sjálf sögðu byrja á að rannsaka hugs anleg áhrif hitaveituvatnsins á lífræn efni í Mývatni. Það væri ekkert hægt að fnll- yrða án rannsóknar, hvort ð- hætt væri að láta djúpvatn renna út í Mývatn, en vænt- anlega myndi rannsókn leiða það í ljós. Þetta væri aðeins sjálfsögð öryggisráðstöfun, sem skipti miklu máli fyrir Mývetn- inga sjálfa, því sennilega minnk aði eitthvað ánægja þeirra yfir hitaveitunni, ef í Ijós kæmi, að hún dræpi silungir.n í Mývatni. Ekki mætti þó skilja orð sín svo, að hann teldi hitaveituvatn ið endilega vera skaðiegt, en ekki yrði um það tuilyrt fvrr en að loknum rannsóknum. IMorðurverk átti lægsta tilboðið í Lagarfoss- virkjun og eina tilboð- Íð í Dalvikurveg Sl. mánudag voru opnuð til- boð í byggingarframkvæmdir við Lagarfossvirkjun, 1. áfanga. 3 tilboð bárust og átti Norður- verk á Akureyri lægsta tilboðið að upphæð kr. 70.658.400, en áætlun Rafmagnsveitna ríkisins hljóðaði upp á 73.650.000 kr. Kjartan og Gunnar, Húsiðjan og vélsmiðjan Stál á Austur- landi áttu tilboð að upphæð kr. 77.985.300 og þriðja tilboðið áttu Brúnás á Egilsstöðum og ístak að upphæð kr. 91.670.500. Ætlunin er að hefja bygging- arframkvæmdir við 1. áfanga, sem er 5 Mw stöð, strax og sam Framhald at bls. 4.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.