Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1949, Blaðsíða 6

Faxi - 01.05.1949, Blaðsíða 6
6 F A X I Fyrsti fundur Bæjarstjórnar Keflavíkur Ragnar Guðleifsson, oddviti, lýsti því yfir á fundi 'hreppsnefndar Keflaví'kur- hrepps 6. apríl, að lög um kaupstaðar rétt- indi fyrir keflavík hefðu verið staðfest aí forseta Islands, herra Sveini Björnssvni, 22. marz s. 1. og að þau hefðu gengið í gildi 1. apríl. Þar sem stutt er til næstu sveita- og bæj- arstjórnakosninga, verður hreppsnefndin áfram stjórnandi og því raunverulega fyrsta bæjarstjórn fyrir KeflaVÍkurkaupstað, sama er að segja með oddvitann, hann fer með vald bæjarstjórans. Byggðarsafn Keflavíkur sendi Helga S. Jónsson með sfálþráð inná fundinn og tók hann inná þráð það, sem fundarmenn sögðu um þann dagskrárlið. Heir, sem fundinn sátu voru þessir: Fyrir A'lþýðuiflokkinn, Ragnar Guðleifs- son, Jón Tómasson, og Steindór Pétursson (varam.), Valtýr Guðjónsson fyrir Fram- sóknarflokkinn og fyrir Sjálfstæðisflokk- inn Guðmundur Guðmundsson, Bjarni Al- bertsson og Helgi Eyjólfsson (allir vara- menn). Faxi fékk leyfi til að birta það sem talað var inná st'á'lþráðinn, og fer það hér á eftir. Ragnar Guðleifsson: Þetta er fyrsti fundur hreppsnefndar eft- ir að Keflavík öðlast kaupstaðar- eða bæjar- réttindi. Lögin um bæjarstjórn fyrir Kefla- vfkurkaupstað öðluðust gildi 1. þ. m. og var aðdragandi þeirra og undirbúningur þessi: Islenzk lög mæla svo fyrir, að sér- hvert sveitarfélag, sem hefur eitt þúsund íbúa eða fleiri geti isótt um það til Alþingis að verða sérstakt lögsagnarumdæmi eða kaupstaður og óháð því sýslufélagi, sem það áður tilheyrði. Þó mörg ár séu liðin síðan Keflavfkurhreppur náði því marki hvað íbúafjölda snerti að hafa rétt til slíkr- ar umisóknar, var þessu máii eigi hreyft innan hreppsnefndar fyrr en á s. i. hausti eða 26. nóv. s. 1., en þá var á fundi hrepps- nefndar borin upp og samþykkt svohljóð- andi tillaga: „Hreppsnefndin semþykkir að sækja um að Keflavík fái bæjarréttindi og kýs 3ja manna nefnd til þess að undirbúa frum- varp til laga fyrir Keflavíkurkaupstað, er verði lagt fyrir Aiþingi það er nú situr, og öðlist þá Keflavík bæjarréttindi árið 1950“. I nefnd til þess að undirbúa frumvarpið voru kosnir þeir Aifreð Gíslason lögreglu- stjóri, Björn Péturvsson kaupíéiagsstjóri og Steindór Pétursson verkstjóri. Nefndin skilaði áiiti til hreppsnefndar, og lagði hún til, að lögin öðluðust gildi þegar á þessu ári, en bæjanstjórn yrði þó ekki kosin fyrr en við næstu regiulegar kosningar. Nefndaráiitið var tekið fyrir á fundi hreppsnefndar miðvikud. 2. febr. s. 1. og samþykki með lítilsháttar breytingu. Var bæjarréttindanefnd síðan falið að koma málinu á framfæri við Alþingi, sem afgreiddi það sem lög, er voru staðfest af forseta íslands 22. marz s. 1. og gengu í gildi frá og með 1 'þ. m. Það er oft fróðlegt og það er líka hauð- svnlegt að líta til haka, sérstaklega á tíma- mótum sem þessum. Saga Ke'flavíkur- hrepps er stutt hvað tímalengd snertir, því það eru aðeins rúm 40 ár síðan Kefla- vík skiptist frá Rosmhvalanes'hreppi og varð sérstakt hreppsfélag ásamt Njarðvík- urhreppi. Hélzt það óbreytt til ársins 1942. að Njarðvíkingar ttrðu viðskila við Kcfla- vikuríirepp og mynduðu sérstakt hrepps- félag. Þegar við berum saman tímana fvrir 40 árum, er Kcflavík verður sérstakur hrepp- ur verður margt ólíkt, og þegar við lítum yfir fyrstu fundargerðir hinnar nýkjörnu hreppsnefndar 1908, sem liggja hér á borð- inu fyrir framan mig, finnst okkur e. t. v. mörg viðfangsefnin þar smávægileg skoðuð í ljósi dagsins í dag. Okkur þætti það sjálfsagt ekki svara kostnaði að kæra útsvarið og fara fram á að það yrði lækkað um eina krónu, o'kkur þættu nú lág 'laun fyrir símavörzlu, þó kona æt-ti í 'hlut, að fá kr. 15.00 á mánuði eða leiga á herbergi til símaa’fgreiðslu kr. 5.00 á mánuði. Þó kröfur okkar séu meiri nú en þá, sýnir þetta hvílíkur geysimunur er orðinn á verðgildi peninganna. En þó margt sé ólíkt, er líka margt skylt með gamla og nýja tímanum. — Á þessu ári, 1908, fengu Keflvíkingar sinn fyrsta vélbát. Hann hét Júlíus og var 7—8 smálestir, og kostaði kr. 4.500,00. Þá verða þáttaskil í sögu útgerðarinnar hér í Kefla- v.'k, Nú 'höfum við nýlega eða 40 árum síðar, eignast einn af fullkomnustu ný- sköpunartogurunum. Hann er nærri 100 sinnum stærri og nær 1000 sinnum dýrari, en sameiginlegt er, að við trúum, að hann marki t.'mamót í sögu útgerðarinnar og þá um leið í sögu Keflavíkur eins og fyrsti vélbáturinn gerði. Annað mál er einnig sameiginlegt þess- um tímum. Á 2. fundi hreppsnefndar er rætt um byggingu barnaskóla, sem komst í tramkvæmd og var skólinn 'fullgerður 1911. Hefur sá skóli til skamms tíma verið eina skólahús hreppsins. — I kvöld var fjárhagsnefnd ásamt skólanefnd á fundi, til þess að ræða um áframhald á byggingu barnaskóla, sem 'hafin var á s. 1. surnri. Það fellur í hlut hinnar fyrstu 'bæjarstjórn- ar að leiða þetta mál farsællega til lykta. Þá var einnig á þessum sama fundi rætt um vegabætur í Keflaví'k, og skyldi byrja á Strandgötunni, sem nú er Hafnargatan, við verz'lunarhús Edin'horgar oghalda vest- ureftir. Til þessara framkvannda voru á- ætlaðar kr. 300,00. Var samþykkt að greiða fyrir þessa vinnu eins og algenga verka- manna vinnu eða kr. 0.20 á klst., og þá sjálfsagt isama kaup fyrir eftirvinnu og dagvinnu. Nú 'fyrir skömmu sótti 'hreppsnelfndin um 'leyfi ti'l Fjárihagsráðs að mega steypa þessa sömu götu, nú á sumri kömanda. Áætlun um kostnað hefur ekki verið gerð, en litlar framkvæmdir yrðu gerðar, ef eigi þyrfti að margfaida áætlunina frá 1908 4—500 sinnum. Utsvörin samkvæmt fyrstu fjárhagsáæt'l- uninni voru kr. 6.840,00, en samkv. hinni síðustu kr. 1.754.120,00. Lengur mætti halda áfram að bera sam- an gamla og nýja tímann en ég læt hér staðar numið. Tíminn líður og 'hann er breytilegur, svo kann að fara að komandi kynslóðum þyki þau verkefni, er við nú þurfum að 'leysa fyrir þetta byggðarlag, smávægileg og auð- leyst á mælikvarða þeirra tíma, eiras og okkur finnst nú um viðfangsefni hinnar fyrstu hreppsnefndar. En hvað.sem mæli-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.