Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1949, Blaðsíða 8

Faxi - 01.12.1949, Blaðsíða 8
8 F A X I Stórbruni í Sandgerði Fo7/( slapp við illan lci\, cr stórhýsi h.f. Garðs brann til \aldra \ola. Zóphónías Árnason, verkstjóri á síldar- söltunarplani Oskars Halldórssonar í Sandgerði, vaknaði snemma morguns mið- vikudaginn 9. nóv. s. 1., við það að honum heyrðist eitthvað detta. Ekki gat hann gert sér grein fyrir hvað það mundi vera, sem hreifst hafði, og ætlaði að sofna aftur. Ekki leið á löngu þar til hann fór að finna sviða eða brunalykt. Hann fór að gæta að, hverju þetta sætti og komst fljót- lega að þeirri niðurstöðu að eldur væri laus í næsta herbergi. 'Hann vakti herbergis- félaga sinn, Guðmann Guðmundsson, matsmann, frá Keflavík og þustu þeir á stað til að vekja fólkið sem var í húsinu. Var þá kominn reykjarmökkur mikill í húsið og snarpur eldur. Þeir bjuggu á efri hæð hússins, þar bjó einnig starfslið söltunarstöðvarinnar og eigandi hennar Oskar Halldórsson, sem var gestkomandi. Þá sváfu á þessari hæð þeir Karl O. Jónsson, forstjóri h.f. Garðs og Lárus Stefánsson, skrifstofustjóri. En á neðri hæð svaf Þorbjörn Einarsson kaup- maður. Alls munu hafa verið 18 manns í húsinu. Eldurinn, sem komið hafði upp í eld- greiddu útsvör sín að fullu á tilskildum tíma, en einnig voru margir, er eigi trúðu á efndirnar. Eftir síðustu álagningu út- svara nú í vor, hafa menn séð, að loforðið var efnt, og menn hafa einnig séð, hvaða hagnað þeir hafa af því að greiða útsvör sín skilvíslega. Eg vil þess vegna trúa því, að árangur þessarar innheimtuaðferðar verði margfalt meiri nú á þessu ári. — Þýðir þetta ekki hækkun útsvarsstig- ans, ef tekjur bæjarsjóðs eiga ekki að rýrna? — Eins og hver maður sér, hlýtur heild- ar útsvarsálagning að lækka, sem ívilnun- inni nemur, þar með er þó ekki sagt, að hinar raunverulegu heildartekjur bæjar- sjóðs rýrni að sama skapi, og veldur því öruggari innheimta. Ég tel því enga ástæðu að útsvarsstigi hækki, vegna þessara að- gerða, en jafnvel þó svo færi, mundu skila- mennirnir njóta sinna verðlauna. — Sjálfsagt gæti þetta viðtal okkar orð- ið lengra, ef rúm 'blaðsins leyfði það, því húsi á efri hæðinni, magnaðist óðfluga, enda var hér um gamalt timburhús að ræða. Eftir að gengið var úr skugga um að allir hefðu komist úr eldinum, var sent á símastöðina í Sandgerði og vakið upp og beðið um aðstoð. A símstöðinni í Sand- gerði var nú hringt í allar áttir, jöfnum höndum á Keflavík og út um þorpið til að kalla menn til aðstoðar. 1 Keflavík var hringt á slökkvilið bæj- arins og einnig á slökkvilið flugvallarins. Þá.var kl. 6,15. Slökkviliðsstjórinn í Kefla- vík, Margeir Jónsson, gerði varúðarráð- stafanir í fljótheitum, ef eldur kæmi upp í Keflavík, og hélt síðan með liði sínu til Sandgerðis. Slökkviliðsstjóri Keflavíkurflugvallar varð að fá fararleyfi hjá yfirmanni vallar- ins, sem fékkst góðfúslega. Og komu þeir á brunastaðinn nokkru á eftir Keflvíking- um —enda upp undirþað helmingi lengri leið að fara. I Sandgerði þustu menn á vettvang. Hjá Miðnes h.f. var sjópumpa sett af stað og sjó dælt á húshlið h.f. Miðness, sem stóð fáa metra frá eidinum, sem var nú orðinn umræðuefnið virðist vera óþrjótandi, bæði hvað snertir það sem gert hefir verið, og einnig hitt, sem gera skal. — Já, ekki er nú heppilegt að fylla blað- ið jafn hversdagslegu efni, svona rétt fyrir jólin, því ekki mun öllum finnast þetta skemmtilegur jólalestur. Við skulum því slá botn í þetta rabb okkar og bið ég þig að flytja Keflvíkingum öllum mínar beztu jólaóskir. — Ég tek undir þessar jólaóskir og þakka 'bæjarstjóranum fyrir blaðsins hönd greinileg og glögg svör við spurningum mínum um málefni bæjarins og fram- kvæmdir á vegum hans, sem ekki bera merki kyrrstöðu eða hrörnunar heldur vaxt ar og viðgangs frá ári til árs, eins og líka vera ber um ungt og ört vaxandi bæjar- félag. Megi vöxtur og viðgangur og blómlegar framfarir einkenna Keflavíkurbæ í náinni og fjarlægri framtíð. H. Th. B. mjög mikill. Sjópumpan mun hafa átt drjúgan þátt í því að eldar náði ekki hús- um h.f. Miðness, þó vafasamt sé hvort tek- ist 'hefði að hindra það ef aðkomu slökkvi- liðanna hefði ekki notið við — og hefði þá eldurinn og tjónið margfaldast — því að líklegt er að þá hefði brunnið öll suður- byggðin, með íbúðum, verzlun, íshúsi og fiskhúsum h.f. Miðness. Einnig var brunahættan mikil að norð- anverðu, þvi að mikil bygging er þar og náði eldurinn til salthúss, sem næst stóð, en slökkviliðunum tókst að slökkva í því áður en verulegt tjón varð á því og bjarga þar með öllum norður byggingunum, sem einkum eru verbúðir, fiskhús og hrað- frystihús. Þannig var öll áhersla lögð á að verja það, sem var í hættu því að fyrir- sjáanlegt var að ekki þýddi að reyna að bjarga hinu brennandi húsi, sem stóð í björtu ibáli er hjálpin barst. Enda var hús- ið brunnið og fallið að grunni eftir fullan klukkutíma eftir að eldsins varð vart. Ekki var þó slökkvistarfinu að fullu lokið fyrr en undir kvöld en um kl. 10,30 var búið að vinna algerlega bug á eldinum, svo að hann var hættulaus úr því, leyndist aðeins í rústunum. Þegar svo var komið héldu aðkomu hjálparmennirnir heim — eftir að hafa unnið vel og bjargað miklu. Nokkur leiðindi og óþægindi stöfuðu af því að ölvaður maður ætlaði óverðugt að hafa áhrif á störf komumanna. Hús það sem brann var gríðar stórt timburhús byggt 1912 af svonefndu Es- bjergfélagi. Núverandi eigandi þess var h.f. Garður, í Sandgerði. Þar voru skrif- stofur Garðs, geymslur, íbúðir og verzlun- in Nonni og Bu'bbi, sem var önnur stærsta verzlun Sandgerðis og vörugeymslur þeirra. Þeir voru búnir að viða að sér mjög miklu af vörum fyrir veturinn og talið var að þeir hefðu misst þarna vörur fyrir um 3—4 hundruð þúsund, en höfðu tryggt fyrir 150,000 krónur svo það tjón þeirra hefur verið mjög tilfinnanlegt. Húsið sjálft mun hafa verið all sæmilega tryggt en tjón eigenda mun þó hafa verið mikið, þar sem þeir áttu mikið af allskonar vörum í húsinu. Tjón fólksins sem var í húsinu mun einnig hafa verið mikið, því að fáu varð bjargað, en fatnaður og annað sem lausafólk hefur með sér er sjaldnast tryggt, Búast má við að þessi mikli bruni kunni að hafa einhver áhrif á útgerð í Sandgerði í vetur, þar sem þarna brann aðal bæki- stöð annarrar útgerðarstöðvar staðarins. J-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.