Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1958, Blaðsíða 14

Faxi - 01.06.1958, Blaðsíða 14
86 F A X I FA I Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- A A. 8 stjóm: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 10.00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni. Námsflokkar 17. júní Við Islendingar eigum ef til vill öll- um þjóðum fleiri hátíðisdaga, enda hafa útlendingar, sem hér koma, orð á þessu og telja það bruðl á dýrmætum vinnu- tíma lítillar og fátækrar þjóðar, sem á allt sitt undir sól og regni. Mikið er sjálf- sagt til í þessu, og væri þó ekkert nema gott um það að segja, ef við kynnum að meta þessi hlunnindi og létum þau koma fram í störfum okkar alla virka daga ársins. — En gerum við það? Einn er þó sá hátíðisdagur, sem öðrum dögum fremur hvetur til manndóms og drengskapar í störfum og hækkar himinn hugsjónanna, — það er 17. júní. Þann dag taka allir íslendingar höndum saman og fella niður sundurlyndi og dægurþras, því um leið og 17. júní er sigurdagur okkar og frelsisdagur, þá er hann líka minningadagur þjóðar, sem á að baki sér langa og merka sögu. Þjóðar, sem hefir lifað sína gullöld og sitt volæði og hlotið eldskírn duttlungafullra örlaga, án þess að bíða tjón á sálu sinni. 17. júní er fæðingardagur þjóðskör- ungsins og frelsishetjunnar Jóns Sig- urðssonar, er með snilligáfum og djúp- tækri þekkingu á sögu þjóðar sinnar, tókst að yfirstíga allar hindranir og ryðja þeim úr vegi um leið og hann sameinaði alla Islendinga í voldugri frelsisbaráttu undir kjörorðinu ALDREI AÐ VÍKJA. 1 dag er ný frelsisbarátta hafin, bar- áttan fyrir útvíkkun landhelginnar, — fyrir tilveru okkar og viðgangi. Sú barátta verður sjálfsagt hörð og mörg ljónin á veginum. En ef þjóðin er sjálfri sér sam- þykk og stendur sameinuð um málstað sinn, minnug orðanna: Aldrei að víkja, þá mun um síðir einnig í þessu máli vinnast sigur. Það er ekkert undarlegt né tilviljana- kennt, að við gerum 17. júní hærra undir höfði en öllum öðrum hátíðisdögum árs- ins. Þenna bjarta vordag, þegar lífið hvíldi í örmum ástar og vona, fæddist frelsishetjan, sem varð sómi þjóðar sinn- ar, sverð og skjöldur, og þennan sama dag endurheimtum við síðar ful’r írelsi og draumar íslenzku þjóðarinnar rættust. Því þykir okkur nú gott, að mega vera til og taka ár hvert þátt í hinni eilífu frelsis- og sigurgöngu 17. júní, fram til manndóms og þroska undir merkjum Jóns Sigurðssonar og með kjörorð hans á vörum: „ALDREI AÐ VÍKJA“. Um þessar mundir eru skólar Iandsins að ljúka störfum. Koma frá þeim þúsundir ung- menna, sem lokið hafa prófraunum, ýmist fullnaðarprófum eða bekkjarprófum. Mörg þessara ungmenna hafa óefað tileinkað sér mikla og varanlega þekkingu ó ýmsum svið- um, hagnýta og æskilega. Fjölgar þeim nú ört, sem notið hafa mikillar og góðrar fræðslu, og munu þau ungmenni, sem nú eru að byrja þroska sinn sem fulltíða fólk, þegar vera í meirihluta umfram hina, sem ekki hafa notið ncma barnaskólamenntunar. Hin nýja kynslóð ætti því að standa betur að vígi í hcild, bæði hvað menntun og þroska snertir, heldur er hin eldri, sem lítillar skóla- göngu naut, og stundum engrar. Langt er þó frá að skólaganga sé einhlít til mennt- unar og þroska. Margur miðaldra maðurinn horfir með söknuði til þeirra tíma, er hann var að alast upp, og hafði ekki áhuga á nómi, eða átti þess ekki kost að njóta leiðbeininga í ýms- um greinum, sem gagn og gaman er að, og reynsla kann að hafa sýnt honum. að hon- um hefði verið nauðsynleg. Til þess að bæta úr fyrir þessum mönnum hefur víða í bæjum landsins verið stofnað til NÁMSFLOKKA, þar sem fulltíða fólki gefst kostur á að stunda frjálst nám í þcim grcinum, er hver og einn liefur kosið sér og talið við sitt hæfi. Hefur þetta hvarvetna gefist vel, mikil aðsókn og góður árangur. Námsgreinar geta verið mjög fjölbreyttar, þar sem kostur er ó góðum kennurum, en aðalgreinarnar eru jafnan móðurmálið, erlend tungumól, reikningur og bókfærsla, og jafn- vel bókmenntir og almenn saga. Þátttak- endur greiða kennslugjöld, námið er frjálst, og hver tileinkar sér það er hann kýs. Víöa eru nómsflokkarnir styrktir af bæjunum, bæði beint með fjárframlögum, eða með því að þcim er séð fyrir húsnæði og skólahús- gögnum. Ilér í Keflavík cr full ástæða til að stofna til námsflokka. Ætti það að gerast strax á næsta hausti. Til þess þurfa nokkrir óhuga- menn að koma sér saman um undirbúning og tilhögun, kynna sér vilja manna fyrir þátttöku o. s. frv. Áreiðanlegt er að fjöl- margir myndu líta í slíkri starfsemi ákjósan- lega möguleika til að hæta sér upp það, scm þeim þykir þeir hafa farið varhluta af í æsku, og reynslan hefur sýnt þeim að betra var að vita deili á. NÝUNG! NÝUNG! I EXPRESSÓKAFFIÐ á VÍK þurfa allir að reyna! EXPRESSÓKAFFIÐ er hressandi! EXPRESSÓKAFFIÐ er gott! EXPRESSÓKAFFIÐ er alltaf ferskt! Biðjið um EXPRESSÓ! Drekkið EXPRESSÓ! og yður mun líða vel. Matstofan V í K Sími 89 <>■>>><><><*><><><><><><><>

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.