Íslendingur


Íslendingur - 07.07.1983, Blaðsíða 1

Íslendingur - 07.07.1983, Blaðsíða 1
Auglýsíngar 21500 Ritstjórn 21501 26. TBL. 68.ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 AKUREYRI Slippstöoin fær skipið Á myndinni, sem tekin var á föstudag við Slippstöðina, sjást meðal annarra Lárus Jónsson, alþm., Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra og Gunnar Ragnars, forstjóri. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, um ÚA: „Hafa misst Reglugerð um það hefur lagaígildi Allt bendir nú til þess, að Slippstöðin á Akureyrí fái rað- smíðaverkefni númer tvö, eins og fyrirtækið hefur ávallt gert ráð fyrir, en á dögunum var sam- þykkt í ríkisstjórninni, að leyfa einvörðungu smíði fjögurra skipa í íslenzkum skipasmíðastöðvum, þar af eitt hjá Slippstöðinni . . Halldór Asgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði í viðtali í síðasta Islendingi, að samþykkt hefði verið að leyfa smíði þeirra skipa, sem smíði væri hafin á, en að svo komnu verði ekki sam- þykkt fleiri skip. „Ef eitthvað er í smíðum umfram þetta, þá hefur það ekki verið samþykkt í núverandi ríkisstjórn“, sagði sjávarútvegsráðherra í áður- nefndu viðtali. Slippstöðin hefur hins vegar undir höndum bréf frá Ríkis- ábyrgðasjóði vegna smíði tveggja skipa í hinu svokallaða rað- smíðaverkefni. Að auki lét Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra, semja regluger& í samræmi við ákvæði í fjárlögum, þar sem beinlínis er tekið fram, að Slipp- stöðin skuli fá að smíða tvö skip í þessari raðsmíði. Smíði á skipi númer tvö er í í gær var stofnað á Akureyri hlutafélagið Aurora h.f. Tilgang- ur félagsins er hönnun og fram- leiðsla á háþróuðum rafeinda- búnaði til notkunar á fískiskipum hér á landi og erlendis. Einnig vinnur fyrirtækið að ýmsum verkefnum á sviði sjálfvirkni og mælitækni. Nú þegar hefur fyrirtækið hafið framleiðslu á ganghraðamæli fyrir skip. Hér er um að ræða leyfisframleiðslu á mjög vönd- uðum frönskum mælum sem eru viðurkenndir víða um heim. Til að fá þessa leyfisframleiðslu hefur fyrirtækið orðið að sýna fram á að það geti framleitt samkvæmt ströngustu gæða- Fjárfesting! Dalvíkurbær lagði út í fjárfest- ingu á dögunum í framhaldi af bréfi, sem bænum barst frá iðn- aðarráðuneytinu. Þar var bæj- arfélaginu boðið til kaups hluta- bréf í Kísiliðjunnu hf. að upp- hæð 500 krónur. í bæjarráði var samþykkt að kaupa hlutabréf fyrir 500 krónur! raun hafin og búið að inna ýmiss konar undirbúningsvinnu af hendi. Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, sagði að þetta mál væri nú í athugun. „Reglugerðin hefur lagaígildi og þessi reglu- gerð lá ekki fyrir, þegar sam- þykktin var gerð í ríkisstjórn- inni. Hún var mér með öllu ókunn, og eins öðrum, því hún var sett af fyrrverandi fjár- málaráðherra“, sagði iðnaðar- ráðherra. Ríkisstjórnarsamþykktin var svohljóðandi: „Ríkisstjórnin samþykkir að beita sér fyrir að lokið verði smíði þriggja skipa, sem hafin er smíði á hjá Slippstöðinni á Akureyri, Þorgeiri og Ellert á Akranesi og Stálvík h.f., hin svonefndu raðsmíðaverkefni stöðvanna. Ennfremur verði greitt fyrir smíði minna skips (ca. 26 m.l.) með sama hætti hjá skipasmíðastöðvunum á Seyðis- fírði, sem kaupandi er að“. Jafnfram var bókað í fundar- gerð ríkisstjórnarinnar, að stöðvuð verði frekari smíði á bolfiskveiðiskipum. Iðnaðar- ráðherra var falið að athuga um gerð og útbúnað fyrrgreindra skipa með tilliti til einfaldari og ódýrari smíði og kannað verði að breyta óseldum skipum í skip fyrir Landhelgisgæzluna og/eða Hafrannsóknastofnun. kröfum. Þessir mælar hafa verið i notkun hérlendis um langt árabil og reynst mjög vel. Fyrir- tækinu hefur þegar borist fjöldi pantana. Stofnendur félagsins eru eftir- taldir; verkfræðifyrirtækið ísrás s.f., rafíðnaðarfyrirtækið Norður- ljós s.f., Slippstöðin h.f., Utgerðarfélag Akureyringa h.f., og Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar- byggða h.f. Ymis undirbúnings- vinna hefur verið unnin með aðstoð iðnráðgjafa Fjórðungs- sambands Norðlendinga og Iðnþróunarfélagsins. Stjórn félagsins, sem kosin var á stofnfundi, skipa eftir- taldir menn: Guðmundur Svavarsson, verkfræðingur, for- maður, Birgir Antonsson, raf- verktaki, Gunnar Ragnars, forstjóri, Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri, Friðfinnur K. Daníelsson, iðnráðgjafi. Varamenn í stjórn voru kosnir: Sverrir Leósson, útgerðarstjóri og Sigurður Ringsted, yfirverk- fræðingur. Birgir Antonsson mun í fyrstu gegna starfí framkvæmdastjóra. „Eitt meginatriðið í þvi, að haldizt hefur uppi sæmileg afkoma og atvinnulíf á Eyja- fjarðarsvæðinu ^er starfsemi togaranna og Útgerðarfélags Akureyringa“, sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra í samtali við Islending. „Akureyringar eru búnir að missa tíma að mínum dómi, en það getur vel verið að þeir geti fundið og keypt gott skip innanlands, um það skal ég ekki segja. Hitt er ég sann- „Bygging álvers við Eyjafjörð kemur því ekkert við og það spillir ekkert fyrir möguleikum álvers fyrir norðan“, sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, við íslending, þegar hann var spurður hvort hugsan- leg helmingsstækkun Álversins í Straumsvík myndi ekki tefja framkvæmdir hér nyrðra, ef ákveðið verður að byggja álver hér. Á fundi með Samstarfsnefnd um iðnþróun í Eyjafirði kom fram, að menn óttuðust, að helmingsstækkun fyrir sunnan gæti tafíð framkvæmdir hér um allt að fimm ár. „Þetta yrði svo örlítill hluti af heimsframleiðslunni samt, að það spillir ekkert fyrir færður um, að það væri stór- slys, ef ÚA endurnýjaði ekki sinn togaraflota og héldi áfram linnulausri sókn á miðin og efldi sinn atvinnuveg í landi. Það væri stórslys, og það er ekkert álver, sem gæti komið í staðinn fyrir það“. Sverrir Hermannsson sagði, að þótt við íslendingar hefðum verið mjög óforsjálir í skut- togaramálum á undanförnum árum, þá dygði ekki að berja hausnum við einn stein, eins og möguleikum stálvers við Eyja- fjörð, að neinu leyti", sagði Sverrir. „Það er aðeins það, að við þurfum að hraða meira virkjunum okkar“. Sverrir sagði, að íslendingar ættu að geta fundið samnings- aðila um álver í Eyjafirði algjörlega burtséð frá stækkun álversins í Straumsvík. „Eg hef enga trú á, að það tefji eða spilli fyrir, öðru nær. Það sýnir, að við erum menn, sem er hægt að semja við, því þá fá menn væntanlega nýja trú á því, að það sé yfirleitt semjandi við okkur, ef okkur tekst að leysa þessa hatrömmu Straumsvíkurdeilu. Það eflir bara málið“, sagði Sverrir. tíma“ t.d. þann, að ÚA yrði hindrað í því að endurnýja togaraflota sinn. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði í samtali við Islending, að hann væri mótfallinn fjölgun í flotanum. En þegar hann var spurður um endurnýjun á togurum Ú A sagði hann: „Auðvitað þarf að endurnýja öll skip, en spurn- ingin er hvaða tíma menn velja til þess“. Halldór sagði, að vega þyrfti hvert mál fyrir sig og spurning- um en endurnýjun væri ekki hægt að svara í eitt skipti fyrir öll. Hann tók fram, að það væri ljóst, að Ú A væri vel rekið fyrirtæki, og tiltölulega hag- stætt miðað við það, sem gengur og gerist í sjávarútvegi. „Það sem skiptir náttúrlega máli upp á framtíðina“, sagði Halldór „er að þessi hagstæða rekstrareining haldist. „Skýrslan vonandi brúkhæf“ „Mér hefur ekki gefízt kostur á því að kynna mér innihald skýrslu Samstarfsnefndarinn- ar, en ég trúi að það sé mikið verk, þar sem drepið er á öll aðalatriði málsins“, sagði Sverrir Hermannsson, orku- og iðnaðarráðherra við íslend- ing um iðnþróunarskýrsluna, sem fjallað er rækilega um í blaðinu í dag. „Eg vona, að hún verði brúkhæf til fyrirmyndar um framvindu mála og þær aðgerðir, sem gera þarf til þess að treysta atvinnulífíð á þessu svæði“, sagði iðnaðarráðherra. Rafeindaíyrirtæki stofnað á Akureyri „Stækkun í Straumsvík tefur ekkert“

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.