Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingur

						Símar
21818 & 26818
48. TBL. 68. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983
AKUREYRI
„Munum leita réttar okkar
vegna norska „mútiiijárins"
- segir Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra
„Þeir tala um samkeppnis-
vanda. Hvað eiga þeir við?
Þeir eiga við erlendar skipa-
smíðastöðvar, sem bjóða
niðurgreidda þjónustu, og
brotnar þannig á okkur allar
EFTA-reglur," sagði Sverrir
Hermannsson, iðnaðarráð-
herra, þegar íslendingur bar
undir hann bókuð viðhorf for-
ráðamanna ÚA, sem fram
komu á bæjarráðsfundi 1.
desember s.l., en þar er haft
eftir stjórnendum UA, að það
sé hlutverk „ríkisvaldsins að
leysa samkeppnisvand islen/.kra
skipasmíðastöðva en hvorki
bæjarstjórnar Akureyrar né
Útgerðarfélags Akureyringa
h.f.".
„Það vandamál, niðurgreitt
norskt tilboð, snýr ekki öðru
vísi að ríkisstjórninni en svo að
hún reyni að koma í veg fyrir,
að það verði haldið áfram að
brjóta á okkur samninga og
lög," sagði Sverrir.
Hvernig gerum við það?
„Við höfðum áður ekki
sannanir á þá, en núna höfum
við það í höndunum og
mUnum leita réttar okkar.
Norðmenn eru aðilar að EFTA
og við höfum ákveðið dæmi í
höndunum og athugum sér-
staklega," sagði iðnaðarráð-
herra.
„Annars verð ég að segja
það, að mig undrar á þessu
stórfyrirtæki, ÚA, að það skuli
ekki vera búið fyrir löngu að
gera samning og raunar að láta
smíða skip í stöðinni við hlið-
inna á sér, því bæði eiga fyrir-
tækin mikilla hagsmuna að
gæta að atvinnuhjól Akur-
eyrarbæjar og umhverfis
snúist," sagði Sverrir Hermans-
son. „Og það yrði áreiðan-
lega þungur baggi líka fyrir
ÚA, að sínu leyti, ef svo marg-
þætt þjónustustöð eins og
Slippstöðin er, ylti upp fyrir.
Menn verða að gá að þessu og
líta til fleiri átta."
„Ég trúi ekki öðru en því, að
þeir hafi sig í það að fara að
semja við Slippstöðina um
byggingu skips og þyrftu að
semja þannig, að Slippstöðin
hefði það frekar lengi á stokk-
unum, því að við þurfum að
beita Slippstöðinni inn á við-
hald skipastólsins, og það
ætlum við að gera. Við ætlum
ekkert 'að missa þetta niður,"
sagði iðnaðarráðherra.
Hann kvað það mundu
verða mjög þénugt fyrir Slipp-
stöðina að  hafa nýsmíði á
stokkunum og eitthvað gæti
teygzt á raðsmíðaverkefninu,
því annars gæti orðið erfitt um
arðbæran samfelldan rekstur í
viðhaldinu og viðgerðunum og
þess vegna ættu þeir hjá ÚA að
hafa sig í þetta undireins. Um
annað væri ekki að tala og ekki
mynd á öðru.
„Og ég trúi ekki öðru en, að
þetta bezt rekna fyrirtæki í
landinu, ÚA, að þeir hysji upp
um sig og hefjist handa. Þeirfá
ekkert skip öðru vísi. Auðvitað
get ég ekki bannað þeim að
kaupa sér gamalt skip inn-
lendis, en það verður ekki það
viðhald á skipastólnum, sem
þeir eigi að keppa að. Innflutt
skip fá þeir ekki," sagði
iðnaðarráðherra.
Sverrir Hermannsson var
spurður hvort til greina kæmi,
að ríkisvaldið hlypi undir
bagga til að brúa 23ja milljón
króna bilið á milli Slipp-
stöðvarinnar og ÚA og kvað
hann það ekki koma til greina.
Þá bárum við undir hann
hugmyndir um einhvers konar
niðurgreiðslu innahlands og
kveðst hann ekki vilja taka
undir slík sjónarmið nú. Þá
sagði Sverrir, að skipasmíða-
iðnaðurinn ætti ekki að standa
undir sjávarútveginum.
„Ég  kalla  það  mútufé,
þennan mismun, sem menn
eru að tala um á mismuninum
á erlendu og innlendu kaupun-
um. Þetta er ekkert annað en
mútufé," sagði Sverrir.
„Slippstöðin er jafnvel búin
og algjörlega samkeppnisfær.
ef um væri að ræða jafnréttis-
grundvöll, og haldnar væru
þær reglur, sem gilda um
samkeppnisiðnað milli landa,
og að auki er Slippstöðin í
fremstu röð skipasmíðastöðva
í Evrópu, tæknilega og á
annan hátt," sagði iðnaðar-
ráðherra.
Varðandi lausn á þessu máli
Akureyrarfyrirtækjanna nefndi
Sverrir, að sjávarútvegurinn
stæði illa, og eftir væri að leysa
það stóra dæmi „og þá von-
andi raknar úr fyrir UA sem
öðrum: Og menn mega ekki
gleyma þeim mikla þætti, sem
ÚA hefur átt í uppbyggingu
Akureyrar," sagði Sverrir og
bætti við:
„Hún gildir stundum gamla
reglan hans Ólafs .lóhannes-
sonar, að menn verða að kasta
sér fyrir borð til sunds þótt
sjáist ekki til lands, og það
gildir í þessu tilviki, og menn,
sem eiga að halda um lífæðar
Akureyrar, að þeir skuli vera
að velkjast með þetta með hiki
og tosi, það er ekki frambæri-
legt af hálfu þessara einna
beztu rekstursmanna, sem við
eigum," sagði Sverrir
Hermannsson.
Hann var spurður hvort
hann sæi einhverja lausn fyrir
þá 60 menn, sem nú vofði yfir
að missa vinnuna, og þá með
það í huga, að nýsmíði fyrir
ÚA myndi ekki duga til.
„Við verðum að hjálpa
útvegsmönnum til þess að
hefja viðhald á flotanum, sér-
staklega togaraflotanum, og ef
við gerum þeim það kleift, þá
munu þessar stöðvar eiga fyrir
höndum a.m.k. tveggja ára
verkefni," sagði Sverrir
Hermannsson, iðnaðarráð-
herra.
Hann kvaðst hafa reifað
hugmyndir sínar í þessu efni á
ríkisstjórnarfundi á þriðju-
dagsmorgun. Leysa þyrfti fjár-
hagsvanda útgerðarinnar til
þess að hægt yrði að anna
lífsnauðsynlegu viðhaldi á
flotanum, einkum togaraflot-
anum. Sverrir kvaðst hafa
fengið góðar undirtektir. Hins
vegar væri málinu ekki lokið.
Skipasmíðanefndin svokallaða
skilar áfangaskýrslu á mánu-
daginn og í framhaldi af því
verður unnið af fullum krafti.
Skipasmíðanefndin skilar áfangaskýrslu á mánudag.
íbúðin seld vegna
710 króna skuldar?
í nýlegum Lögbirtingi er að
finna skrá um nauðungar-
uppboð á eignum einstak-
linga og fyrirtækja hér á
Akureyri, sem í sjálfu sér er
ekki fréttnæmt.
Yfirleitt eru þetta tiltölu-
lega lágar fjárhæðir, þó
slagar ein krafan hátt í hálfa
milljón króna.
En ein krafa bæjarfógeta
er athyglisverð fyrir þær
sakir hversu lág hún er.
Lögmaður í Reykjavík gerir
kröfu um uppboð á íbúð
einstæðrar móður með fjög-
ur börn - vegna skuldar upp
á 710,00 - sjö hundruð ogtíu
krónur!
Landsvirkjun settur
stóllinn fyrir dyr
Bjarki kærður
Bæjarfulltrúarnir     Valgerður
Bjarnadóttir (K) og Sigríður
Stefánsdóttir (Abl.) kærðu í fyrra
kvöld til lögreglunnar eiganda
Alfa, þar sem rekin er sjoppa og
Ieiktæki. Bæjarfulltrúarnir telja
Bjarka Tryggvason, eigandann
ekki hafa leyfi fyrir rekstri
leiktækja, auk þess sem hann
hafi ekki kvöldsöluleyfi.
Bjarki sótti í gær um kvöld-
söluleyfi með stuðningi Kaup-
mannafélags Akureyrar óg ósk-
aði eftir því að bæjarráð af-
greiddi málið í dag.
Eftir að   bæjarfulltrúarnir
höfðu kært Alfa kom lögreglan
á staðinn og nokkru síðar
fulltrúi bæjarfógeta. Fógetafull-
trúi fór þess á leit við Bjarka að
hann hefði lokað á meðan málið
væri kannað, en samkvæmt ráði
lögfræðings síns ætlar Bjarki að
hafa opið.
Bjarki Tryggvason fór í
morgun á fund lögreglu og gaf
skýrslu.
Bjarki Tryggvason telur sig
eiga fullan rétt á sjoppu og leik-
tækjarekstri enda hafi samskon-
ar starfsemi verið í Brekku-
götu 3.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur lýst
yfir því, að hún muni ekki sam-
þykkja fyrir sitt leyti sem eignar-
aðili að Landsvirkjun nýjar lán-
tökur Landsvirkjunar fyrr en
gengið hefur verið frá fjárhags-
legu uppgjöri vegna sameiningar
Laxárvirkjunar og Landsvirkjun-
ar.
Þetta er efnislega það, sem
fram kemur í bókun, sem Helgi
M. Bergs, bæjarstjóri, lagði
fram á bæjarstjórnarfundi á
þriðjudag í tilefni af lántöku-
heimild til Landsvirkjunar til
endurnýjunar á öðru láni sömu
stofnunar.
Bókun bæjarstjóra var sam-
þykkt með öllum greiddum
atkvæðum. Bæjarstjóri sagði á
fundinum, að hann teldi rétt, að
bæjarstjórn hnykkti á fyrri
samþykki sinni frá því snemma í
september um endurskoðun og
uppgjör fjárhagsmála vegna
samruna þessara tveggja virkj-
ana.
Þriggja manna nefnd Helga
M. Bergs, bæjarstjóra, Jóns G.
Sólness og Vals Arnþórssonar,
kaupfélagsstjóra, hefur þetta
mál nú með höndum, en eins og
Islendingur skýrði frá fyrstur
fjölmiðla táknaði samruninn 90
milljón króna „uppþurrkun" á
akureyrskum peningamarkaði.
I síðasta blaði höfðum við
eftir Val Arnþórssyni, að megin-
áherzla væri lögð á, að Akur-
eyrarbær yfírtæki um 40 milljón
króna belgískt lán auk nokk-
urra annarra atriða.
Niðurstöðu mun að vænta
fljótlega.
Á bæjarstjórnarfundinum á
þriðjudag var hins vegar sam-
þykkt að Landsvirkjun tæki
endurnýjunarlán.
Súlan með 4300 tn.
í nótt koni Súlan frá Akureyri til
Krossaness með 700 lestir af
loðnu um borð og hefur skipið því
aflað á loðnuvertíðinni alls um
4300 lesta. Þetta er í fyrsta
skipti á vertíðinni, sem Súlan
landar á Akureyri, en hingað til
hefur hún annað hvort landað á
Siglufirði eða á Raufarhöfn.
Um 11 þúsund lestum af
loðnu hefur verið landað í
Krossanesi hingað til.
I verksmiðjunni þar eru ný
tæki, sem sett voru niður í fyrra
og hitteðfyrra og hafa komið
fram byrjunarörðugleikarnúna,
en þetta er í fyrsta skipti, sem
þessi tæki eru notuð.
Hljóðið er gott í sjómönnum
og eru þeir vongóðir um við-
bótarmagn eftir að fiskifræðing-
ar hafa farið í loðnumælingar í
janúar.
Er það mat manna, að fiski-
fræðingar hafi verið full svart-
sýnir eftir mælingarnar í byrjun
vetrar.
Loðnan heldur sig nú á all-
stóru svæði ogsegja sjómenn, að
mikil loðna sé um 60-70 mílur
norður af Langanesi og allt
suður og austur af Dalatanga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8