Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 11
Alexanderplatz i Berlin. FyrirbœriÖ fremst á myndinni er alheimsklukka en i baksf’n er Hotel Stadt i Berlin. Við heimsins frœgasta múrverk. Lengst til vinstri er majórinn sem sýndi okkur múrinn, þá Heinz Beyer, baksviþurinn tilheyrir Sveini og lengst til hœgri er Valgeir. Bakvið trén handan múrsins er þinghúsið þeirra fyrir vestan. I elecafe, sem er í 207 metra hæð. Mat- salurinn er með þeim skemmtileg- heitum ger, að öll borð eru við glugga, og suýst veitingasalurinn einn liring á klukkustund, þannig að þarna sá maður yfir alla borgina. Þarna mátti varla á milli sjá hvort var betra, mat- urinn eða útsýnið, — og var maturinn þó kræsingar eins og venjulega. Fimmtudagur 7. júni Að afloknum morgunverði fórum við i heimsókn til National Zeitung Konan hans Hans Pielemann var með okkur um hvitasunnuhelgina. Hér eru þau hjónin fyrir framan Cecilienhof. og prentsmiðju þess, Natinoal Druck- haus. National Zeitung er gefið út af Þjóðernislega lýðræðisflokknum og er prentsmiðjan eign þess. Verkefni smiðjunnar er að sjálfsögðu fyrst og fremst prentun blaðsins og stuðningur við pólitíska baráttu flokksins, svo sem með prentun og útgáfu bóka og bæklinga á hans vegum. Prentsmiðjan cr staðsett í gömlu í- búðahverfi, sem fór illa í sprengju- regni síðustu heimsstyrjaldar. Hús- næðið bar það enda með sér, að það hefði ekki verið hannað scm prent- verk upphaflega. Forráðamenn þess sögðu okkur að öll áherzla í bygging- armálum þjóðarinnar væri lögð á í- búðabyggingar, og því yrðu þeir að taka Jrví, þótt húsnæðið væri ef til vill ekki það bezta sem til væri. Þar sem uppbygging er mjög svipuð hjá öllum fyrirtækjum, ætla ég að Ieyfa mér að telja ekki upp sömu hlut- ina fyrir hvcrt Jrað fyrirtæki sem við heimsóttum i þessari ferð, heldur mun ég gera J)v? sem mesta athygli okkar vakti, Tastomat, Jseim mun betri skil, Jregar að [ní kemur. Ég hleyp Jress vegna yfir samræður okkar við for- ráðamenn Jtessa fyrirtækis, nema livað rétt er að geta þess, að þeir eru búnir að skipta yfir í offset og lík- ar vel. Reyndar virðist offset vera á- h'ka ofmetið töfraorð þarna í landi og hér á íslandi, ef út í J)að er farið. Þeir hafa þó ekki hætt við blýsetningu, heldur þrykkja þeir blýsats á glæru og lýsa síðan á plötur. Múrinn írægi Eftir liádegisverð á Leníntorgi fór- um við í heimsókn að frægasta múr- verki heims, Berlínarmúrnum. Þcgar við komum Jrangað, tók á móti okkur majór í Alþýðuhernum. Hann fór með okkur í samkomusal og hélt yfir okkur erindi um aðdragandann að tilorðningu múrsins, og hvers vegna nauðsynlegt var að reisa hann. Máli sfnu til skýringar sýndi hann okkttr kort og myndir. Að lokinni þessari kynningu gekk hann með okkur út að múrnum. Við stóðum Jrar á palli og horfðumst í augu við fólk sem stóð vestan megin og tók myndir. Ekki Jrótti mér múrinn mikið mannvirki að sjá, cn merkilegt mannvirki er hann og óneitanlega áhrifameiri en útlil hans eitt gæfi tilefni til. Þegar við höfðum horft þarna yfir í Vestur-Berlín um hríð, tckið myndir og hlustað á útskýringar majórsins, gengum við inn til stöðva varðdeildar- innar, skráðum nöfn okkar í gestabók og Jráðttm minnispening að gjöf frá deildinni. Tribiine Verlag Síðan fórum við í licimsókn í fyrir- tæki Hans l’ielemanns, Tribúne Ver- lag. Tribúne-fyrirtækin eru víða um landið og eru pólitískar deildir innan FDGB. í Jíessii fyrirtæki sem við heim- sóttum er dagblaðið Tribúne prentað, en það er dagblað verkalýðsins, og efni ])css samkvæmt Jtví. Auk blaðsins er prentað þarna mikið af ritum um PRENTARINN 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.