Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 12

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 12
12 STUNDIN Geðvonzka Bftir því sem fólk er betur menntað, því örðugra reynist að reyta það til reiði. Börn og unglingar á aldrin- um 10—25 ára eru skapbetri heldur en þeir, sem eldri eru. Frá aldrinum 25—60 ára fer skapið smá versnandi, en batn- andi úr því. Yfirleitt eru konur uppstökk- ari en karlar; smávaxið fólk er geðstirðara en stórt fólk og grannir menn eiga erfiðara með að stilla skap sitt heldur en þeir, sem eru feitlagnir. Fólk, sem oft hefur átt við veikindi að stríða, er vanalega uppstökkara heldur en þeir, sem notið hafa góðrar heilsu alla æfi. Það getur verið, að það stafi af því, að fólk, sem orðið hefur fyrir miklum veikindum er oft beizkara gagnvart tilver- unni heldur en hinir. Hvað er hægt að gera til þess að yfirvinna geðstirfni, sem valdið getur miklum erfiðleik- um bæði í vinnu og daglegu lífi? Það er hollt að veita þeim at- hygli, sem uppstökkir eru, og varast eftir beztu getu að líkj- ast hinni hvimleiíu framkomu þeirra. Geðvonzka er oftast að- eins slæmur vani, sem hægt er að venja sig af. Hver og einn getur fundið, þegar reynt er að „hleypa hon- um upp” og þá er bezta ráðið að ganga þegjandi í burtu og láta eins og ekkert hafi í skor- izt. Munið, að enginn getur lát- ið tilfinningar sínar í Ijósi með því að rífast; það kemur oft í ljós, að sá, sem rífst hátt og skammast mikið, meinar ekki helminginn af því, sem hann lætur sér um munn fara. Pjærri þjóðbrautum Seychell-eYjar Á skipi, sem kemur austan um Indlandshaf í suðvestlæga stefnu frá Ceylon og Maledireyjum, verða menn þess varir, er komið er yfir 60. lengdarbaug a. 1., að land er í nánd. Þang og blaðbreiður marhálmur flýtur í vatnsskorpunni. Kríur og ,,tropik”-fuglar, se*m sést hafa aðeins á stangli úti á megin- hafinu, koma nú í hópum og fylgja skipinu eftir. Hinir síðar- nefndu setjast í siglutoppana og rjúfa með gargi jsínu dauca- þögn úthafsins. Og á næsta sólarhringnum rísa úr hafi blá- leitir kollar, — það eru Seychelleyjar. Þær eru alls 30 að tölu, og rísa upp af grunni norðaustur af Madagaskar. Þær eru úr granít, og menn telja að þarna sjái á hæstu tinda fjallanna á miklu landflæmi, sem endur fyrir löngu hefur sokkið í sæ. En úti fyrir eyjunum hafa hlaðizt upp kóralrif, skipaleiðin til þeirra er því hættuleg, enda er tregt um skipaferðir þangað. Til skamms tíma kom þar aðeins á tveggja mánaða fresti, póst- bátur frá Montana á austurströnd Kenia. Hæsta eyjan, Maché er 988 metrar á hæð. Niður eftir hlíð- unum falla ár í fossum og prýða þessa paradís endalauss sum- ars. Áður voru eyjarnar vaxnar miklum skógum. Mjög hafa þeir nú verið ruddir, en margvísleg ræktun komið í staðinn. Á eyjunni Paslin vex kókospálmategund ein, sem ber þyngstu, ávexti á jörðinni. Stærstu hneturnar vega 50 pund! Frá fornu fari þekktu menn þessar hnetur, af því þær fundust sjóreknar á ströndum Indlands og fleiri landa við Indlandshaf. Af því draga þær nafnið „Coco de mer”, sem Frakkar hafa gefið þeim. Hnetur þessar þóttu hin mestu gersemi og gengu kaupum og sölum við okurverði. Þegar Evrópumenn komu svo á Seychelleyjar, og fundu hneturnar þar, var pálmategundinni sem ber þær, engin miskunn sýnd. Stofn, blöð og ávöxtur var alltsaman nothæft. Loks var þessi ágæta píanta liðin undir lok nema á eyjunni Praslín. Þá sáu menn að sér og friðuðu hana þar. Þegar Evrópumenn fundu Seychelleyjar snemma á 16. öld, voru þær óbyggðar. Frakkar lýstu þær sína eign árið 1744. En ekki fyrr en 1768 tóku þeir að byggja þær. Fyrstu landnemarn- ir komu frá eyjunni Mauritius, sem þá hét Isle de France og Frakkar áttu. Nú búa þar 20 þús. manna af óskildustu þjóð- ernum, Negrar, Indverjar, Kínverjar og blendingur Frakka og Negra auk tiltölulega fárra óblandaðra afkomenda hinna frönsku frumbyggja. Á Napóleonstímunum köstuðu Bretar, sem kunnugt er, eign sinni á allar eyjar, sem þeir gátu komizt yl'ir — einkum þær, sem verið höfðu i eign Frakka og Hollendinga. Smáeyjar aust- an við Afríku sluppu þá heldur ekki við enskar innrásir. 1810 kom röðin að Seychelleyjum. Þótt undarlegt megi virðast hélt franski landstjórinn á eyjunum embætti sínu áfram, þótt eig- endaskiptin yrðu. Bretar hafa lofað rómversk kaþólskri trú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.