Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 13

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 13
STUNDIN 13 og franskri tungu eyjaskeggja að haldast, svo enn í dag er þjóðlífið á Seychelleyjum líkara því, sem á sér stað í franskri nýlendu en enskri. Þeir sem komið hafa til Port Victoria á Mahé, sem er höfuðborg eyjanna, dást að snotrum smáum hús- um umvöfðum blómskrýddum trjám og runnum, skuggsælum trjágöngum og langri aðalgötu, þar sem Kínverjar, Múlattar og Indverjar reka verzlun sína, vingjamlegu og glaðlyndu fólki, sem kann franska kurteisi, jafnt biksvartir Bantúnegrar og olífugulir Kreolar. Við Seychelleyjar eins og raunar allar eyjar í vestanverðu Indlandshafi veiðist mikið af sæskjaldbökum, bæði sú tegund- in, sem veidd er vegna skjaldarins og eins þær, sem veiddar eru til matar. Sumar þeirra vega 200 pund og þykja gott bús- ílag. Kunnugir segja, að skjaldbökukjöt sé þrennskonar. Sumt minni á nautakjöt, annað á hænsnakjöt og enn annað sé lík- ast fiski. En misjafnlega mun það ljúffengt og ekki að allra smekk fyrst í stað eins og fleira matarkyns. Landstjórinn á Seychelleyjum ræður einnig yfir Aldabra. Það eru fjórar lágar kóraleyjar, sem liggja sunnar og nær meginlandi Afríku. Feiknin öll af sæskjaldbökum koma þar á land til að verpa og er það aðalatvinna manna þar að veiða þær. Englendingur nokkur hefur leigt veiðiréttinn og hefur þar nokkra negra í þjónustu sinni. En frægastar eru þó Aldabra- eyjar fyrir hinar risavöxnu landskjaldbökur, sem eiga þar heima. Af þeim eru fjórar tegundir á eyjunum. Þær geta orðið 800 pund á þyngd! Þær verða æfagamlar. 1 Mombasa er t. d. skjaldbaka, sem Portúgalar fluttu þangað fyrir 400 árum. Sú má vera búin að sjá sitt af hverju! Risaskjaldbökurnar í Gale- pagoseyjum vestur af Suður-Ameríku, sem getið er í landa- fræðibókum, eru nú næstum útdauðar. En á Aldabraeyjum eru þær friðarar. Um 1930 munu þær hafa verið um 4 þús. að tölu. EIGA SKÁLD AÐ LIFA ? Framhald af bls. 9. ég til þess, að nýrri grein verði skotið inn í hegningarlöggjöf- ina hið skjótasta — og ungu skáldin látin sæta opinberu straffi, í staðinn fyrir hinar leyndu, seigdrepandi og ómannúð- legu refsiaðgerðir, sem nú eru í gildi. — •ölafur Jóh. Sigurðsson. VÉR MUNUM SIGRA - Framhald af bls. 11. flytja vaming eftir til og frá Kína. Það var þeirra bezta leið, °g að lokum eini aðgangurinn að hinu víðáttumikla svæði þar sem frelsi og sjálfstæði Kína lifir ennþá. Þessi svívirðilegu svik við Kína, hafa auðvitað haft óhag- stæð áhrif á almenningsálit tveggja stórþjóða, sem hafa sýnt okkur mikla vináttu í þeim erviðleikum sem við eigum við að búa. Þetta er heimska og þröngsýni. Þetta eru afleiðingamar af afturhaldssemi hinna áhrifamiklu manna, er sæti eiga í stjóminni. Þeir eiga beinlínis sökina á þessum frámunalega klaufaskap og heimsku. GÖRÓTTUR DRYKKUR! MJÖLK — í henni er bæði kalk og fosfór, en þó er hún 85% vatn. Mjólkin innheldur A, G og D vitamin. o o KÖKÖ — inniheldur hress- ingarlyf, sem heitir theobrom- ine, sem svipar til caffeine. 1 kókói eru sama sem engin víta- mín, nema það sé blandað með mjólk eða rjóma, en í því er hinsvegar nóg af fosfór, jámi, kopar og magnesíum. o o TE — allt te inniheldur caffeine, sem er hressingarlyf. Ef te er látið standa of lengi vill myndast í því efni, sem nefnist tannin og er það óholt fyrir meltinguna. o o KAFFI — er eins og margir vita mjög hressandi, en þaó er vegna þess, að það inniheldur mikið af caffeine. Kaffibragðið velþekkta kemur úr olíu, sem nefnist caffeol. 1 kaffi eru eng- in vitamin svo teljandi sé. o o APPELSINUSAFI — inni- heldur mikið C vitamin; sama er að segja um tómatasafa. Appelsínan er 90% vatn. HALFRAR MINCTU HUGLEIÐINGAR 1. Eftir hverju var New York nefnd ? 2. Hvað heitir stytzta leikrit Shakespeare’s ? 3. Hvað: hétu vamarvirki Hol- lendinga? Svör : 1. New York heitir eftir York- héraðinu í Englandi, og til heiðurs hertoganum af York. New York var upp- haflega numin af Hollend- ingum og hét þá New Amst- erdam. 2. Macbeth er stytzta leikrit Shakespeare’s. 3. Landvamavirki sín nefndu Hollendingar: Börkinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.