Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
STOFNUÐ 1925
9. TBL. 85. ÁRGANGUR
LESBÓK
Foldarskart Pottaplöntur 
tollvarðarins Rousseau 6
Ljósmynd/Friðrik Örn Hjaltested
?Ég verð að vasast í fleiru en bara dansinum. Ég er farinn að gera mér æ betur grein fyrir þessari þörf.?
Gunnlaugur Egilsson 9
Opinn faðmur:
Sátt og samruni 
tónlistartegundanna
3
5
Ójarðnesk rödd:
Philippe Jaroussky;
arftaki geldinganna
8
Salinger níræður:
Súperstjarna í 
bókmenntaheiminum
T
áknmál tímans blasir við okkur hvert
sem við lítum. Í bókstaflegum skiln-
ingi. Hálfbyggð hús í mannlausum út-
hverfum, myrkvaðir skrifstofuturnar
við Höfðatorg, þúsundir óseldra bíla á stæð-
um. Tímanna tákn í auglýsingum nú eru önnur
en í fyrra ? í stað áherslu á velmegun og íburð
er höfðað til neysluvitundar og nægjusemi. 
Ólíklegustu hlutir ? sem stundum verða til í
hita augnabliksins ? geta hitt svo rækilega í
mark að skyndilega eru þeir á allra vörum,
verða táknmyndir sem allir skilja. Sá sem lýsti
reiði og örvilnun íslensks almennings með orð-
unum ?Helvítis fokking fokk? á mótmæla-
spjaldi á Austurvelli skapaði sennilega ólík-
indalegasta sameiningartákn sem þjóðin hefur
átt. Síðan þá hefur frasinn verið stældur á öðr-
um spjöldum, prentaður á boli og hrotið af
vörum manna í tíma og ótíma. 
Sterkasta vísbendingin um vægi hans í sam-
félaginu kom þó fram á öskudaginn, þegar
börn klæddu sig upp í öskudagsbúninga sem
mótmælendur og gengu um með skilti sem var
skemmtilega bjagað afbrigði af því uppruna-
lega (helvítis focking fock). Þessi börn vissu
upp á hár, hvar eymslanna kenndi í þjóðarsál-
inni og að þeirra búningur sagði beinskeyttari
sögu en Spiderman-, Pocahontas- eða sjóræn-
ingjabúningar. Á öskudegi, sem á uppruna
sinn í ævafornum karnivalískum hefðum, urðu
þessi börn að tákngervingum ástandsins ?
þess sem allir eru að hugsa í sínu hvunndags-
streði. 
Mikhail Bakhtin leiddi fræðimönnum á sviði
bókmennta fyrir sjónir vægi þess karnivalíska
í samfélagsmyndinni. Þess þegar almúginn
fær veiðileyfi á valdhafana og skrumskælir
?raunveruleikann? til að draga fram það sem
ólgar undir yfirborðinu. Það var einstaklega
hressandi að sjá hina beittu karnivalísku hefð
ná yfirhöndinni í svo tærri mynd á Íslandi og
mala markaðsvél Disney. 
Karnivalið malar markaðsvél Disney
ORÐANNA HLJÓÐAN
FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR
Helvítis fokking fokk ? 
ólíkindalegasta sameining-
artákn sem þjóðin hefur átt. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12