Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Blaðsíða 12
Háskólabíó við Hagatorg • 107 Reykjavík • Sími 525 4003 • www.haskolautgafan.hi.is Útlendingurinn/L´Étranger eftir Albert Camus Ein af perlum heimsbókmennt- anna nú í nýrri þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur. Þetta fræga skáldverk kom fyrst út í Frakklandi árið 1942. Þar segir frá skrifstofu- manninum Meursault sem fær sér kaffi og sígarettu við kistu látinnar móður sinnar vegna þess að honum þykir kaffi gott og langar að reykja. Við jarðarförina er hann þjakaður af hita og brennandi sól en finnur ekki til sorgar. Þegar hann verður svo manni að bana í óbærilegu sólskini er hann dæmd- ur fyrir að hafa jarðað móður sína með hjarta glæpamanns. Í bókinni er eftirmáli um höfundinn ásamt viðauka með æfingum. Úrval heimsbókmennta í nýjum þýðingum með frumtextum Tvímála bækur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur gefa lesendum tækifæri til að njóta heimsbókmenntanna og rýna jöfnum höndum í frumtextann og þýðinguna Villa á öræfum/ Allein durch die Einöd Hrakningasögur Pálma Hannessonar, fyrrverandi rektors Menntaskólans í Reykjavík og alþingismanns. Frásagnir sem hafa lengi notið hylli meðal lands- manna. Í bókinni eru kort af sögusviði hverrar frásagnar í óbyggðum Íslands. Marion Lerner þýddi á þýsku. Umskiptin/ Die Verwandlung eftir Franz Kafk Ein af þekktustu skáld- sögum 20. aldar. Sagan þykir í senn skelfileg og bráðfyndin en þar segir frá sölumanninum lúsiðna, Gregor Samsa, sem vaknar upp einn morguninn í líki risavaxinnar bjöllu. Hin ofurhversdagslega Samsa- fjölskylda sogast á svip- stundu inn í einkennilega martröð. Bókarauki með verkefnum og spurningum. Eystein Þorvaldsson og Ástráður Eysteinsson þýddu bókina. Gustur úr djúpi nætur/ Ljóðasaga Lorca á Ísland Vísindamenn vara nú Safn þýðinga á ljóðum spænska skáldsins Federico García Lorca sem birst hafa í blöðum og tímaritum á Íslandi. Sum ljóðin hafa verið þýdd oftar en einu sinni og hér gefst færi á að bera saman ólíkar þýðingar á sama texta. Ritstjóri Hólmfríður Garðarsdóttir. Yerma – Harmljóð í þremur þátt- um og sex atriðum / Poema trag- ico en tres actos y sies cuadro Leikrit eftir Federico Garcia Lorca. Fræðilegur inngangur og æfingar aftast í bókinni. Margrét Jónsdóttir og Karl J. Guðmundsson þýddu. S jón er sögu ríkari. Myndir á skjá eru líka ríkari orðum í tónleikaskrá. Það fékk maður að sannreyna á tónleikum í Salnum fyrir viku. Þar kom Mel- korka Ólafsdóttir fram, sami flautuleikarinn og spilaði listilega konsertinn eftir Atla Heimi Sveinsson á afmælistónleikunum hans nýverið. Með Melkorku var Helena Basilova píanóleikari. Hið óvanalega við tónleikana voru myndir sem varpað var á skjá fyrir ofan sviðið. Myndirnar tengdust því sem verið var að leika þá stundina, og voru oftast af mismun- andi fuglategundum, en einnig brá guðunum Pan og Krishna fyrir. Báðir eru þekktir flautuleikarar. Yfirskrift tónleikanna var líka Sögur af fuglum og furðufuglum. Á efnis- skránni voru tvö verk úr Fuglakatalóg Messiaens, Digital Bird Suite eftir Yoshi- matsu, hinn dapri fugl Ravels og annað í þeim dúr. Hið myndræna skiptir miklu máli í popp- heiminum þar sem tónleikar eru stundum hálfgert leikhús. Slíkir tilburðir hér, þar sem ekki aðeins voru myndir á skjá, heldur líka uppstoppaðir fuglar á sviðinu, og ljóða- upplestur, heppnuðust ótrúlega vel. Maður var ekki bara á venjulegum tónleikum, þetta var meira. Myndirnar, og einnig ljóðin eftir Hannes Pétursson, Margréti Jónsdóttur, Hannes Sigfússon og David Hickman, sköp- uðu stemningu sem hjálpaði fólki að upplifa tónlistina. Að vísu var upplesturinn óraf- magnaður og dálítið óskýr; enn betra hefði verið ef hann hefði verið í gegnum hátal- arakerfi Salarins. Ég hugsa að margir hafi ekki náð merkingu ljóðanna, sem var auðvit- að nokkur galli á sýningunni. Það liggur við að sjálf spilamennskan hafi verið hálfgert aukaatriði. En svo var ekki. Melkorka er flinkur flautuleikari og flest sem hún spilaði kom vel út. Voice eftir Takemitsu var t.d. frábært og varð enn áhrifameira með hjálp ofurhægs dans eins ljóðaupplesarans á svölum Salarins. Píanóleikarinn var líka góð- ur og spilaði einleiksverk eftir Ravel (Oi- seaux triste) og Messiaen (Le Courlis cendre) af fíngerðum þokka. Samleikur þeirra tveggja var jafnframt sérlega vand- aður. Þetta voru frumlegir tónleikar með óvana- lega vel ígrundaðri efnisskrá. Í heimi sígildr- ar tónlistar, sem einkennist því miður alltof oft af stöðnun, mætti vera miklu, MIKLU meira svona. Morgunblaðið/Ómar Fuglasöngur Melkorka Ólafsdóttir og Helena Basilova fögnuðu komu farfuglanna á tónleikunum með verkum fyrir píanó og flautu sem byggja á náttúrunni og karakterum úr goðafræði. Fuglar og furðufuglar TÓNLIST JÓNAS SEN Myndir á skjá eru líka ríkari orðum í tónleika- skrá. Það fékk maður að sannreyna á tónleikum í Salnum fyrir viku. SALURINN Í KÓPAVOGI | Kammertónleikar Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari og Helena Basi- lova píanóleikari fluttu verk eftir Roussell, Messia- en, Takemitsu, Ravel og Yoshimatsu. Laugardagur 18. apríl. bbbbm MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 12 LesbókGAGNRÝNI Kvikmyndir Man on Wire bbbbm „Petit gerði sér manna best grein fyrir ógn- þrunginni hættunni, uppákoman var í raun leikur við dauðann. Nærvera hans í hálfs millimetra fjarlægð; það mátti engu muna, engin feilspor leyfileg. Hann var smeykastur við fyrsta skrefið, þar var nærvera fallsins yfirþyrmandi. Félagar hans stóðu á öndinni – uns þeir sáu hann brosa. Petit hafði unnið leikinn. Marsh kemur spennunni óhugnanlega vel til skila, byggir myndina sterklega upp með því að gefa undirbúningnum og félagsskapnum góðan tíma. Það sem meira er, hann kemur til skila þeirri ólýs- anlegu ástríðu sem fær mann til að arka út í op- inn dauðann.“ Sæbjörn Valdimarsson Leiklist Ódó í gjaldbuxum „Þórey Sigþórsdóttir er sögumaðurinn og stúlkan sem breytist í skrímsli. Og hún vinnur mikið af- rek. Hvernig hún byggir upp þennan langa og mikla texta af vitsmunum og tilfinningu en ekki tilfinningasemi; hvernig hún vinnur með íróníuna sem er notuð til að fá fjarlægð eða betur sagt setja melódrama hrollvekjunnar í rétt ljós. Hvern- ig hún syngur; hvernig hún býr til hreinar stórar hryllilegar myndir svosem líkskurð og nauðgun; hvernig hún býr til tíma einungis með því að liggja alveg grafkyrr; hvernig hún upphefur auð- magnið með ótrúlegum losta. Svona gæti ég haldið lengi áfram en það er engin ástæða til að taka frá áhorfendum allt það skemmtilega, fyndna og ögrandi sem felst í texta og sviðsetn- ingunni sem líka er afrek frá hendi Ásdísar sem hér setur upp að ég held í fyrsta sinn á sviði. […] Því þetta er sýning fyrir fólk sem hefur gaman af góðum texta og að velta því fyrir sér hvað er of eða van, gaman af að lesa í myndir og gaman af að horfa og hlusta á leikara sem kunna sitt fag.“ María Kristjánsdóttir Í GANGI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.