Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 KÆRU leikhúsgestir. Leikhúsið getur ekki stungið höfðinu í sandinn. Núllstund þjóð- arinnar er runnin upp og leikhúsið verður, nú sem aldrei fyrr, að rann- saka það sem er gengið úr liði. Af þessum sökum höfum við, listrænir stjórnendur leiksýningarinnar Út- lendingar ákveðið, í samráði við borgarleikhússtjóra og stjórn L.R., að víkja frá fyrirhugaðri leiksýningu okkar. Þegar undirbúningur leiksýning- arinnar Útlendingar hófst var mark- miðið að taka á brýnu samfélags- máli, hún var hugsuð sem tilraun til þess að fjalla um viðhorf Íslendinga til innflytjenda, hælisleitanda og flóttamanna. Er við hófum und- irbúning uppsetningarinnar í sumar var það brýnt málefni að fjalla um, í raun stormur í aðsigi. Ísland var í hringiðu alþjóðavæðingarinnar og hlutfall erlendra ríkisborgara af íbú- um þessa lands var hærra en nokkru sinni og hafði aukist með undraverð- um hraða. Í ljósi núverandi þjóð- félagsaðstæðna, þar sem viðurkennd gildi hafa kollsteypst, sjáum við okk- ur knúin til að breyta viðfangsefni sýningarinnar og áherslum. Það telj- um við ábyrgð okkar sem lista- manna og ákvörðun sem við getum ekki hnikað frá. Í stað leiksýningarinnar Útlend- inga er nú unnið að sýningu sem kallast Þú ert hér. Grundvall- armarkmið með uppsetningunni hef- ur ekkert breyst, áfram stendur til að taka á brýnu samfélagsmáli, en áherslur sýningarinnar hljóta að breytast með breyttu samfélagi. Við undirritaðir viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra er komu að undirbúningi Útlendinga. Gjafmildi þeirra og hugrekki við að deila reynslu sinni. Vonandi finnum við því hugrekki birtingarmynd þeg- ar rykið hefur sest eftir storm þann sem við nú erum í, en sú vinna sem unnin hefur verið mun nýtast okkur þó svo að hún verði ekki í forgrunni í Þú ert hér. Nú er brýnast að beina sjónum okkar að auga stormsins. Leiksýningin Þú ert hér er hvorki mótmæli né nornaveiðar. Við þufum ekki að afhjúpa sannleikann sem blasir við okkur öllum. Við þurfum að horfast í augu við hann og velta fyrir okkur örlögum þeirra sem þurfa glíma við hann. Á þessum stað erum við öll, smæsta einingin, mann- eskjan, þú ert hér. Við undirritaðir viljum þakka starfsfólki og stjórnendum Borg- arleikhússins fyrir þá djörfung að skynja undanbragðalaust þá þörf sem hefur skapast til að skipta út einni leiksýningu fyrir aðra með nánast engum fyrirvara. Það er gert í þeirri viðleitni að undanskilja ekki leikhúsið að svara þeim spurningum sem hljóta að brenna á almenningi í landinu. Spurningar sem hafa allt annað vægi í dag en þær munu hafa á öðrum tíma. Að skynja, hlusta, fanga, auga stormsins. Að gera þá kröfu til leikhússins að rödd þess heyrist í samtímanum. Að það geti líka talað orð sem eru skrifuð að morgni. Það er hið mannlega ástand á hverjum tíma sem er uppspretta leiksýninga. Þeirra er að segja okk- ur eitthvað sem við vitum eða vitum ekki um okkur sjálf. Að minna okkur á það sem við gleymdum og skerpa á skilningi okkar. Það mikilvægasta er þó þessi áminning leikhússins um að við erum til. Eins lengi og við lifum og drögum andann verður alltaf þörf fyrir leikhús. Að fanga auga stormsins Jón Atli Jónasson, Jón Páll Eyjólfsson og Hallur Ingólfsson fjalla um leiklist » Að gera þá kröfu til leikhússins að rödd þess heyrist í samtím- anum. Að það geti líka talað orð sem eru skrif- uð að morgni. Hallur Ingólfsson Höfundar eru hjá Mindgroup, sem eru alþjóðleg regnhlífarsamtök leik- húslistamanna sem vinna að tilrauna- kenndri leiklist. Jón Páll Eyjólfsson Jón Atli Jónasson Í GREIN eftir Ár- sæl Valfells og Heiðar Má Guðjónsson sem birtist í Morg- unblaðinu 8. janúar sl. segjast þeir fyrst og fremst hafa „bent á einhliða upptöku á öðrum gjaldmiðli sem valkost sem stjórnvöld ættu að skoða“. Auðvitað er fráleitt að skoða ekki þennan kost og auðvit- að er einnig rétt hjá þeim að „(f) átt er verra í krísum en að hafa ekki valkosti“. Það er einnig rétt að þegar menn leggja mat á kosti og galla þeirra valkosta sem fyrir liggja skiptir máli mat á þeim tíma sem það tekur að endurreisa peninga- og fjármálakerfi landsins. Það er óneitanlega kostur við einhliða upptöku á erlendum gjaldmiðli að framkvæmdin er fljótleg. Hins vegar þarf einnig að gaumgæfa þann tíma sem það tekur að end- urreisa kerfið og það traust sem nauðsynlegt er í svona kerfum. Ef menn eru jafnsvartsýnir á end- urreisn íslensku krónunnar og þeir félagar virðast vera þegar þeir segja að líklegt sé að „að óbreyttu muni líða 5-10 ár þar til rekstrarhæft umhverfi kemst á og gjaldeyrishöft verða afnumin að fullu“ þá eykur það vitaskuld kostnaðinn við þessa leið og eykur tiltölulegt hagræði af öðrum leið- um. Lánveitandi til þrautavara Það sem skilur á milli einhliða upptöku á erlendri mynt og þess að vera með eigin mynt (einn og sér eða í félagi við aðra) er að sé erlend mynt tekin upp ein- hliða þá hefur fjár- málakerfi landsins ekki bakhjarl í seðla- banka sem gefur út viðkomandi mynt og getur þess vegna lán- að til fjármálastofn- ana með litlum til- kostnaði, þ.e. litlum tilkostnaði fyrir sam- félagið en ekki endi- lega fyrir viðkomandi fjármálastofnanir. Hefðbundnar kenningar í seðlabankafræðum hafa löngum greint á milli lánafyr- irgreiðslu seðlabanka í lausa- fjárkreppum og beinna inngripa hins opinbera með fjárframlögum eða þjóðnýtingum til að afstýra þeim skaða sem getur orðið á ann- arri efnahagsstarfsemi þegar stór- ir bankar verða gjaldþrota. Aðgerðir gegn lausafjár- kreppum hafa löngum tekið mið af skrifum Englendingsins T.W. Bagehot sem sagði að þegar lausa- fjárkreppa skelli á eigi seðla- bankar að lána til bankastofnana sem eru „í lausafjárerfiðleikum en með góða eiginfjárstöðu“ á háum vöxtum og gegn góðum trygg- ingum. Seðlabankinn á þannig að vera lánveitandi til þrautavara, þ.e. hann á að lána fjármálastofn- unum í lausafjárkreppum þegar aðrir aðilar eru ekki tilbúnir til að lána þeim. Margir hafa bent á að eitt af helstu vandamálunum við þessa reglu Bagehots er að oft er erfitt að meta eiginfjárstöðu fjár- málastofnana og að það er sér- staklega erfitt á tímum lausa- fjárkreppa. Í yfirstandandi fjármálakreppu hafa seðlabankar í flestum ríkjum heims, þar á meðal Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Íslands, lánað mikið til fjár- málastofnana í lausafjárvanda. Svo nærtækt dæmi sé tekið námu út- lán Seðlabanka Íslands til innláns- stofnana 760 milljörðum kr. í lok nóvember sl. en í byrjun árs námu lán til þessara aðila 258 millj- örðum. Í þessum lánveitingum hafa seðlabankar vikið frá við- miðum Bagehots bæði varðandi tryggingar og vaxtakjör. Nokkrir seðlabankar (t.d. sá bandaríski og sá sænski) hafa einnig hafið beinar lánveitingar til fjármálastofnana og fyrirtækja sem til skamms tíma hefði þótt mikil goðgá að seðla- bankar lánuðu. Lánveitingar til er- lendra fjármálastofnana heyra einnig til nýmæla. Það má að vísu segja að ekki sé komin mikil reynsla á kosti og galla þessara nýjunga en óneitanlega bendir þetta til aukins mikilvægis þess að hafa aðgang að slíkri þjónustu án þess að samfélagið þurfi að greiða markaðsvexti fyrir. Í yfirstandandi fjármálakreppu hafa stjórnvöld ýmissa ríkja talið nauðsynlegt að grípa til beinna fjárframlaga til að afstýra gjald- þrotum „kerfislægt mikilvægra fjármálastofnana“. Seðlabanki Bandaríkjanna hafði forgöngu um að bjarga Bear Stearns-bankanum og bandaríska alríkisstjórnin hefur lagt til mikla fjármuni til að kaupa vafasamar eignir fjármálastofnana og breska og svissneska ríkið hafa aðstoðað sína banka með beinum fjárframlögum. Aðgerðir Seðla- banka Íslands í lok september sl. þegar hann bauðst til að kaupa hlut í Glitni fyrir hönd íslenska ríkisins eru af þessum toga. Mikill kostnaður af lausafé Þótt erlend mynt hafi hafi verið tekin upp einhliða geta stjórnvöld sett reglur um lausafé, bindi- skyldu, eiginfjárhlutfall o.fl. Seðla- bankinn gæti einnig legið með varasjóð af lausu fé. Þar eð hann þyrfti að greiða markaðsvexti fyrir þetta fé er ekki sjálfgefið að hann veiti slíka þjónustu. Sennilega er eðlilegast að bankarnir sæju sjálf- ir um að tryggja að þeir hafi að- gang að nægilegu lausu fé. Það má gera ráð fyrir því að á næstunni – þ.e. meðan bankarnir eru að end- urheimta traust – muni þeir þurfa mjög mikið af lausu fé. Óháð því hvort Seðlabanki Íslands tekur þátt í kostnaðinum eða ekki verð- ur fjármálastarfsemin mjög dýr. Þessi mikli kostnaður mun koma niður á samkeppnishæfni inn- lendra fjármálafyrirtækja. Ein- hliða upptaka evru mun auðvelda erlendum bönkum – einkum bönk- um í evru-löndunum – að hefja bankaþjónustu hér á landi. Þannig gæti peninga- og fjármálakerfi landsins orðið hluti af kerfi evru- landanna. Einhliða upptaka og lánveitandi til þrautavara Ásgeir G. Daní- elsson skrifar í til- efni greinar Ársæls Valfells og Heiðars Más Guðjónssonar »Einhliða upptaka evru mun auðvelda erlendum bönkum – einkum bönkum í evru- löndunum – að hefja bankaþjónustu hér á landi. Ásgeir G. Daníelsson Höfundur er hagfræðingur. OFT er talað um að EES-samningnum fylgi ekki afsal á fullveldi m.a. vegna þess að Ís- land og hin EFTA-ríkin sem eru aðilar að samn- ingnum geti beitt neit- unarvaldi um að inn- leiða löggjöf ESB. Sú staðhæfing að EFTA- ríkin hafi neitunarvald er hins vegar ekki í samræmi við hina hefðbundnu skil- greiningu á neitunarvaldi ríkja inn- an alþjóðastofnana, enda er hvergi í EES-samningnum minnst á orðið „neitunarvald“ (e. veto). Þegar talað er um neitunarvald innan al- þjóðastofnunar er yfirleitt átt við að aðildarríkin hafi rétt á að hafna ákvörðun án merkjanlegra afleið- inga á starfsemi stofnunarinnar eða stöðu aðildarríkjanna. Til dæmis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa föstu meðlimirnir, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rúss- land, neitunarvald gagnvart öllum efnislegum ályktunum ráðsins. Ef eitt þessara ríkja neitar að sam- þykkja ályktun missir það ekki sæti sitt í ráðinu og þaðan af síður fellur starfsemi öryggisráðsins niður. Þetta á einnig við um sum sam- starfssvið innan ESB, t.d. utanrík- ismál, en þar þarf samþykki allra aðildarríkjanna til að mál nái fram að ganga. Ef samhljóða samþykki næst ekki hefur það aðeins áhrif á þá tilteknu ákvörðun en ekki sam- starfið í heild og því má segja að rík- in hafi neitunarvald. Þetta á ekki við um EES- samninginn. Það er rétt að ef EFTA-ríkin sjá sér ekki fært að taka ákveðna gerð inn í samninginn eiga þau kost á að hafna upptöku hennar í sameiginlegu EES- nefndinni þar sem sendiherrar EFTA-ríkjanna í Brussel funda með fulltrúum framkvæmda- stjórnar ESB. Hins vegar hefði þessi möguleiki afdrifaríkar afleið- ingar í för með sér fyrir EFTA-ríkin þar sem 102. gr. EES-samningsins kveður á um að sá viðauki samn- ingsins sem löggjöfin nær til verði felldur niður ef ekki er hægt að komast að samkomulagi um að taka löggjöf upp í samninginn. Þjóðþing EFTA-ríkjanna hafa einnig rétt á að hafna innleiðingu löggjafar ESB en þessi réttur hefur líka verið tal- inn mikilvægur fyrir fullveldissjón- armið. Hins vegar hefði þessi kostur sömu afleiðingar og neitun EFTA- ríkjanna að taka gerð upp í sameig- inlegu EES-nefndinni, þ.e. sá við- auki samningsins sem löggjöfin nær til yrði felldur niður (103. gr. EES). Þar sem Ísland og hin EFTA-ríkin eru mjög háð aðgangi að innri markaði ESB sem EES-samningurinn veitir er kannski ekki að undra að þau hafa aldrei neitað að taka löggjöf upp í samn- inginn eða innleiða hana í landsrétt, þó að stundum hafi innleiðing sætt umtalsverðum töfum t.d. í sambandi við tilskipun ESB um frjálsa för fólks (Directive 2004/38/EC). Íslandi og Liechten- stein þótti hún ganga of langt í að veita réttindi til borgara utan Evr- ópska efnahagssvæðisins og töldu hana falla utan ramma EES- samningsins. Hart var tekist á um gerðina í sameiginlegu nefndinni og þar sem ekki náðist sátt um að taka hana upp í EES-samninginn innan settra tímamarka vísaði framkvæmdastjórnin til 102. gr. Samkomulag náðist loks um málið og gerðin var á endanum tekin upp í samninginn. Ísland hefur þó náð að knýja fram undanþágur og að- laganir í sameiginlegu EES- nefndinni ef góð rök eru fyrir því að aðstæður á Íslandi séu ólíkar því sem gengur og gerist í Evrópu t.d. varðandi flugvernd og orkunýtingu í byggingum. En það er mikill mun- ur á því að geta stundum fengið undanþágur og að geta alfarið hafnað upptöku gerðar án afleið- inga. Þetta verður einnig að teljast mjög ólíkt starfsemi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem neit- unarvaldi hefur oft verið beitt. Grundvallarmunur er því á hefð- bundnu neitunarvaldi og þeim rétt- indum og skyldum sem EES- samningurinn felur í sér og villandi hlýtur að teljast að tala um að EFTA-ríkin hafi neitunarvald, a.m.k. í hinum hefðbundna skiln- ingi. Meira: mbl.is/esb EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald Jóhanna Jónsdóttir skrifar um EES Jóhanna Jónsdóttir »EES-samningurinn felur ekki í sér neit- urnarvald miðað við hefðbundnar skilgrein- ingar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóða- stofnana. Höfundur er doktorsnemi í Evr- ópufræðum við Cambridge-háskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.