Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 90. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «STANGVEIÐI SETTU Í BIRTINGA AF ÍSSKÖRINNI Í GÆR «TÍSKUHEIMURHILDAR 17 ÁRA STÚLKA OPNAR FRÉTTASÍÐU UM TÍSKU Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir reynt að semja um lengri frest til að greiða skulda- bréf til baka. Engar eignir eru inni í móðurfélagi Bakkavarar. Viðskipti Bakkavör getur ekki greitt af láni Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi for- stjóri FME, segir skýrslu Finnans Kaarlo Jännäri viðurkenningu fyrir starfsmenn FME og þá uppbygg- ingu sem átt hafi sér stað. Sáttur við skýrslu Finnans Sigríður Anna Guðjónsdóttir, nýr skólastjóri Ísaksskóla, hefur 20 ára starfsreynslu sem kennari. Hún er mikil áhugamanneskja um golf og fer í ræktina 4-5 sinnum í viku. Með mikla reynslu og alltaf í ræktinni Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞRÁTT fyrir sterka lausafjárstöðu, í samanburði við önnur íslensk fyrir- tæki, eru fjármögnunarmöguleikar fyrir Landsvirkjun (LV) litlir sem engir í augnablikinu. Agnar Tómas Möller, hjá GAM Management sem sérhæfir sig í sjóðsstýringu og ráðgjöf á skulda- bréfa- og gjaldeyrismarkaði, segir að fjárfestar meti stöðu LV erfiða nú um stundir. „Við höfum séð nokkurt framboð að undanförnu á skulda- bréfum útgefnum af Landsvirkjun í erlendri mynt og vaxtaálag þeirra hefur farið vaxandi. Í vikunni sáum við til að mynda bréf með gjalddaga eftir 5 og 17 ár sem voru með um 18 prósenta vaxtaálagi, sem samsvarar því að hægt sé að kaupa bréfið á 61 prósents afslætti annars vegar og 88 prósenta hins vegar vegar, miðað við höfuðstól bréfanna.“ Þetta bendi til að fjárfestar meti stöðu fyrirtækisins erfiða eða í versta falli slæma. Sérstaklega hafi mikil áhrif hversu illa íslenska ríkið, eigandi fyrirtækisins, stendur, segir Agnar Tómas. Fjárfestar telji ríkið ekki geta komið fyrirtækinu til hjálpar fari svo að það fái ekki lán á þessu ári eða því næsta. Landsvirkj- un hefur lausafé út næsta ár fari fyr- irtækið ekki út í neinar framkvæmd- ir sem kalla á útgjöld. Forsvarsmenn Landsvirkjunar segja stöðuna sterka en alþjóðlega fjármálakrepp- an og slæmt orðspor Íslands erlendis geri þeim, eins og öðrum, erfitt fyrir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið rætt hjá stjórn- völdum og LV að fé sem bundið er í jöklabréfum verði notað til að liðka fyrir fjármögnun fyrirtækisins.  Staða lánveitenda | 20 Staða Landsvirkjunar erfið að mati fjárfesta Í HNOTSKURN » Rekstur Landsvirkjunarskilaði 185 milljónum doll- ara í fyrra sem hægt var að nota til að greiða niður skuld- ir. » Slæm staða íslenska rík-isins, sem á Landsvirkjun að fullu, hefur slæm áhrif á það hvernig erlendir fjár- festar horfa til möguleika Landsvirkjunar á fjármögnun. SKOTAR máttu þakka fyrir að ná 2:1 sigri gegn Íslend- ingum í hörkulandsleik í knattspyrnu í Glasgow í gær- kvöldi. Indriði Sigurðsson skoraði mark Íslands eftir þunga sókn og stangarskot Pálma Pálmasonar. Síðustu mínúturnar sóttu Íslendingarnir mjög en Skotar sluppu með skrekkinn. | Íþróttir Reuters Heppnissigur Skota í hörkuleik Varnarlaus Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður íslenska liðsins, kemur engum vörnum við þegar Steven Fletcher skallar að markinu og skorar sigurmark Skota. Hermann Hreiðarsson og Bjarni Ólafur Eiríksson fá ekkert að gert. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SIGURÐUR Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, skuldar Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) 200 milljónir króna gegn veði í hálfbyggðu sveitasetri sínu við Veiðilæk í Borg- arfirði. Tryggingarbréf þar sem setr- ið er sett að veði fyrir skuldinni er út- gefið 29. desember 2008, eða fyrir um þremur mánuðum. Samkvæmt árs- reikningi félags í eigu Sigurðar, Veiði- læks ehf., sem stofnað var utan um byggingu setursins, hafði Sigurður sjálfur lánað 218 milljónir króna til framkvæmdarinnar í árslok 2007. VÍS er að fullu í eigu Exista, sem var stærsti eigandi Kaupþings fyrir bankahrunið í október. Hluthafar Ex- ista skipta þúsundum. Morgunblaðið sendi Sigurði spurn- ingar um veðsetninguna í tölvupósti í gær. Þar var hann meðal annars spurður hvort skuld hans við VÍS væri vegna lánveitinga til hans og hvort hann hefði endurgreitt sér þá upphæð sem hann hafði lánað Veiði- læk ehf. vegna byggingar sveitaset- ursins. Í svari Sigurðar segir að hann líti á persónulegar fjárreiður sínar sem einkamál og að hann sjái „ekki ástæðu til að fjalla um þær opinber- lega. Bygging hússins að Veiðilæk og málefni einkahlutafélagsins sem stofnað var vegna þeirra fram- kvæmda er hluti af persónulegum fjárfestingum mínum og ég vil ekki svara spurningum þar að lútandi“.  Viðskipti Veiðilækur Sigurður vill ekki svara spurningum um sveitasetrið. Neitar að tjá sig um persónulegar fjárreiður sínar 200 milljónir gegn veði í sveitasetri Sigurður Einarsson keypti jörð- ina Veiðilæk vorið 2004, en hún stendur við Norðurá í Borgar- firði, eina frægustu laxveiðiá landsins. SPRON lánaði félagi í eigu Sigurðar á sama tíma 76 milljónir japanskra jena með veði í jörðinni. Framkvæmdir við byggingu setursins, sem er um 840 fermetrar, hófust árið 2007. Þar áttu meðal annars að vera fimm baðherbergi, stærð- arinnar borðstofa, 50 fermetra vínkjallari, tvöfaldur bílskúr og tvö gufuböð sem áttu að vera byggð inn í bergið undir setrinu sjálfu. Setrið er í dag fokhelt og byggingu þess hefur verið hætt, að minnsta kosti tímabundið. Fokheldur lúxus  HÆGT er að fá hönnunarvernd hjá Einkaleyfis- stofu og er útlit frumhönnunar þá verndað í fimm ár. Sækja má um framleng- ingu upp í 25 ár. Hönnunarvernd fyrir einn hlut, t.d. handtösku, kostar hátt í 70.000 krónur. Kristín Gunnarsdóttir hjá Hönn- unarmiðstöð segir ekki mikla virð- ingu borna fyrir hugverki, en nokk- uð hefur borið á því að íslenskri hönnun sé stolið og sprotafyrirtæki í hönnunargeiranum verði af tekjum af þeim sökum. Húfur hannaðar af hópnum Vík Prjónsdóttur og peysur frá Far- mer’s Market hafa verið stældar og fjöldaframleiddar. »41 Hönnunarvernd kostar hátt í 70 þúsund krónur Húfa frá Vík Prjónsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.