Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 56
KAMMERHÓPURINN Nordic Affect leikur í Þjóð- menningarhúsinu á morgun, sunnudag, á tónleikum sem haldnir eru til heiðurs tónskáldinu George Frideric Händel en um þessar mundir er 250 ára ártíðar hans minnst víða um heim. Händel, sem er eitt þekktasta tón- skáld barokktímans, lést í Lundúnum 14. apríl 1759. Samband evrópskra útvarpsstöðva heiðrar minningu Händels á morgun og sendir þá út frá tónleikum sem haldnir eru honum til heiðurs víða um Evrópu. Á Rás 1 ríkisútvarpsins hljóma tónleikar frá Þýskalandi, Belgíu, Bretlandi og héðan frá Íslandi en framlag Ríkisútvarps- ins til þessarar samevrópsku útsendingar eru tónleikar Nordic Affect í Þjóðmenningarhúsinu. Yfirskrift tónleika Ríkisútvarpsins er „Händel endur- unninn á Íslandi“. Á efnisskránni eru verk eftir Händel og samtímamann hans Thomas Augustine Arne. Einnig mun Nordic Affect frumflytja nýtt verk eftir Huga Guð- mundsson sem samið er sérstaklega fyrir þessa tónleika. Í verkinu, sem ber heitið Händelusive, beitir Hugi einni þekktustu tónsmíðaaðferð Händels og samtímamanna hans, endurvinnslu á tónefni, og sækir innblástur í Vatnasvítuna, sem er eitt þekktasta verk Händels. Kammerhópurinn Nordic Affect var stofnaður árið 2005 og hefur á tónleikum á Íslandi og erlendis flutt allt frá danstónlist 17. aldar til raftónsköpunar nútímans. Upptaka með flutningi þeirra á verki Huga Guðmunds- sonar, Apocrypha, hlaut Kraumsverðlaunin 2008 og til- nefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Händel-tónleikar Nordic Affect hefjast klukkan 13.00 í Þjóðmenningarhúsinu og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tónleikunum verður síðan útvarpað klukkan 17.00. Tónleikadagskrá sunnudagsins á Rás 1, sem stendur frá klukkan 13.00 til kvölds, er römmuð inn með heimild- arþáttum Höllu Steinunnar Stefánsdóttur um Händel. Tónleikar til heiðurs Händel í Þjóðmenningarhúsinu Leik Nordic Affect verður útvarpað um Evrópu Kammerhópurinn Nordic Affect leikur tónlist Händels. 56 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 ÞVÍ er iðulega haldið fram að verkin sem spænski mál- arinn Pablo Pi- casso (1882- 1973) málaði síð- ustu áratugina sem hann lifði, komist ekki í hálfkvisti við eldri verkin. Ro- berta Smith, gagnrýnandi The New York Times, segir þá skoðun alls ekki standast, það sanni sýn- ingin Picasso: Mosqueteros sem stendur nú yfir í Gagosian Gallery í New York. Smith segir þetta einhverja bestu og áhrifaríkustu sýningu sem sett hefur verið upp í borg- inni það sem af er öldinni og hún sýni að Picasso varð bara betri með aldrinum. Hún segir að sú skoðun að verk Picasson síðustu áratugina hafi verið „kits“ og endurómur hans bestu tímabila, hafi verið á und- anhaldi og þessi sýning ætti að jarða hana. Smith segir verkin sýna að síðasta áratuginn málaði Picasso eins og ætíð, rétt eins og líf hans væri að veði. Picasso aldr- ei betri en undir lokin Sýning í Gagosian Gallery hlýtur lof „Buste de Femme“ eftir Picasso RAGNHILDUR Ágústsdóttir opnar myndlistarsýningu í Gall- erí Fold á Rauðarárstíg í dag. Titill sýningarinnar er Me- mento Mori og stendur hún til 3. maí. Ragnhildur er fædd árið 1976. Eftir útskrift frá Kvenna- skólanum árið 1997 lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem Ragn- hildur lagði stund á nám við Ro- ger Williams University og út- skrifaðist þaðan árið 2002 með BS-gráðu í fjármálafræði, með myndlist sem auka- grein. Í skólanum vann Ragnhildur við stór ab- straktverk en í dag málar hún aðallega fígúratíft og fíngert. Sýningin verður opnuð kl. 15. Myndlist Ragnhildur opnar í Gallerí Fold Ragnhildur Ágústsdóttir KLEZMERSVEITIN Klez- mer Kaos lék hér á landi síðasta haust við góðan orðstír og snýr nú aftur eftir tónleikahald víða í Evrópu. Íslandsförin nú er öðr- um þræði til að ljúka við upp- tökur á breiðskífu sem tekin var upp á Flateyri fyrr í mán- uðinum, en lokapunktur á heim- sókninni eru svo tónleikar sem haldnir verða á Nasa í kvöld. Meðlimir sveitarinnar eru ís- lenskir og franskir, en tónlistin er ýmist frumsamin eða lög úr ýmsum áttum, þar á meðal íslensk þjóð- lög í klezmer-búningi. Múgsefjun hitar upp og kynnir ný lög. Húsið verður opnað kl. 20. Tónlist Klezmer Kaos á Nasa í kvöld Klezmer Kaos í brúðkaupsveislu. VEGNA fjölda áskor- ana verða tónleikar Prímadonnanna, sópransöng- kvennanna Auðar Gunnarsdóttur, El- ínar Óskar Ósk- arsdóttur, Huldu Bjarkar Garðarsdóttur og Þóru Einarsdóttur og Antoníu Hevesi píanóleikara sem fram fóru í Ís- lensku óperunni þann 14. mars sl., endurteknir annað kvöld kl. 20. Tónlistargagnrýnandi Morg- unblaðsins, Ríkharður Örn Pálsson, gaf tónleik- unum fjórar stjörnur og sagði Prímadonnurnar hafa slegið rækilega í gegn. Frekari upplýsingar um tónleikana má finna á www.opera.is. Tónlist Prímadonnur með aukatónleika Prímadonnurnar Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÓDÓ á gjaldbuxum er heiti einleiks eftir Ásdísi Thoroddsen sem frum- fluttur verður í Hafnarfjarðarleik- húsinu á morgun. Þórey Sigþórs- dóttir fer þar með hlutverk ódæðu sem býður heim í stofu en Ásdís leik- stýrir uppsetningunni. Ásdís segir að þetta sé þjóðleg hrollvekja sem hún skrifaði árið 2005. Verkið var flutt í Útvarpsleik- húsinu árið 2007 af Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur en er nú sett á svið í fyrsta skipti. Kveikja einleiksins var andrúmsloftið í þjóðfélaginu á sínum tíma og ekki hvað síst viðtöl í fjöl- miðlum við svokallaða útrásarvík- inga. „Aðstæður nú kölluðu á end- urflutning,“ segir Ásdís þegar hún er spurð að því hvort þetta verk sé sett á svið þar sem það tali inn í sam- tímann. „Það talar beint inn í tímann en ekki þannig að þetta sé eins og fréttaskot. Þetta er skáldskapur. En fyrir kemur þessi gamla þjóðsaga um skollabrækur, eða nábrækur, og græðgin fer á leik. Verkið er varn- arræða einkennilegrar konu í Vog- unum sem hefur náð miklum ítökum á heimsmarkaði. Þetta er varn- arræða hennar eftir hrun hagkerfis heimsins og hún kennir sér um. Þetta er saga hennar og hvernig hún nær undirtökum á markaðinum.“ Ásdís segist ekki hafa endurunnið verkið á neinn hátt í ljósi nýliðinna atburða. „Allar setningarnar sem ég bætti við tók ég út aftur. Verkið þurfti ekki á þeim að halda. Það er áhuga- verðara þegar verkið hefur almenn- ari skírskotun. Þetta eru ekki sér- tækar íslenskar aðstæður heldur nær heimurinn út fyrir skerið. Eins og í þjóðsögum þá eru hér ýmsar mýtur og minni.“ Ódó á gjaldbuxum var skrifað sem útvarpsleikrit en breytir vissulega um svip við að vera sett á svið. „Þetta var upphaflega skrifað verk, einleikur, ein rödd að segja sögu sína. Verkið hefur breyst mikið í sviðsetningu, ekki textinn heldur framsetningin. Andinn líka. Hroll- vekjan verður sterkari,“ segir Ásdís. Einleikurinn Ódó á gjaldbuxum frumsýndur í Hafnarfjarðarleikhúsinu á morgun Verk sem talar inn í tímann Morgunblaðið/RAX Ódóið afhjúpað Ásdís Thoroddsen, höfundur og leikstjóri verksins, og Þórey Sigþórsdóttir leikkona á sviði Hafnarfjarðarleikhússins. Í HNOTSKURN » Ásdís Thoroddsen er höf-undur og leikstjóri Ódós á gjaldbuxum. Þórey Sigþórsdóttir fer með hlutverk Ódósins. » Leikritið verður frumsýnt íHafnarfjarðarleikhúsinu á morgun, sunnudag, klukkan 20. » Fimm sýningar hafa veriðákveðnar og er önnur sýning á sumardaginn fyrsta. JAPÖNSKU arkitektarnir Kazuyo Sejima og Ryue Nishizawa, sem vinna undir heitinu SANAA, hanna Serpentine-skálann sem rís við Ser- pentine Gallery í London í júlí. Þetta verður í tíunda sinn sem kunnir listamenn eða arkitektar hanna þar skála sem stendur aðeins sumarlangt en er seldur hæstbjóð- anda að hausti. Framkvæmdin hef- ur með hverju árinu sem líður hlot- ið meiri athygli og er meðal helstu listuppákoma sumarsins í London. Arkitektarnir tveir unnu Gullna ljónið á arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum árið 2004. Hanna Serpent- ine-skálann ÍSLENSKI flautukórinn heldur fjáröflunartónleika í Neskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 20. Til- efnið er það að flautukórnum hefur verið boðið að halda tónleika á al- þjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association sem haldin verð- ur í New York í ágúst í sumar. Á tónleikunum verður leikin tón- list sem mun spanna allt frá heið- ríku frönsku barokki að teknó- skotnu nývirki frá Ítalíu. „Þetta er mjög fjölbreytt tónlist, ýmislegt á eftir að hljóma,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, einn flautuleikaranna. Íslenski flautukórinn var stofn- aður árið 2003 og er skipaður tutt- ugu flautuleikurum sem allir taka virkan þátt í íslensku tónlistarlífi. Ráðstefna The National Flute Association sem flautukórnum er boðið á, er sú stærsta sinnar teg- undar en áætlað er að um 2500 flautuleikarar hvaðanæva úr heim- inum sæki hátíðina. Hörð sam- keppni var á milli flautukóra að komast að og því mikill heiður fyrir Íslenska flautukórinn að vera val- inn. „Þarna mæta öll stærstu nöfnin í flautuheiminum og það er spenn- andi fyrir okkur að fá að taka þátt,“ segir Arna Kristín. Á tónleikunum í New York mun flautukórinn eingöngu flytja ís- lensk tónverk, eftir þau Þuríði Jónsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson. Einleikari á tónleikunum verður Stefán Ragn- ar Höskuldsson, sem er leiðandi flautuleikari við Metropolitan- óperuna í New York. Hann mun þar leika einleik í nýju verki eftir Huga Guðmundsson. Íslenski flautukórinn aflar ferðafjár Flautukórinn kemur fram á alþjóðlegri flautuhátíð í New York í sumar Sumar myndirnar hefðu getað verið teknar í austurevrópsku gettói... 65 »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.