Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Fallegt einbýlishús á góðum stað í Selfossbæ. Húsið er 212,1 fm ,hæð og ris og er kjallari undir hluta þess. Á hæðinni er flísalögð forstofa, parketlagt sjónvarpshol, parketlögð stofa ásamt parketlögðu eldhúsi og borðstofu. Í eldhúsinu er gegnheil eikarinnrétting og út- gengt er úr borðstofunni á veröndina sunnan við húsið. Parketlagður stigi liggur upp á rishæðina en þar eru þrjú svefnherbergi og bað. Herbergin eru parketlögð og útgengt er úr hjónaherberginu á svalir til vesturs. Nýir fataskápar eru í hjónaherberginu Baðherberg- ið er nýtekið í gegn og er flísalagt í hólf og gólf. Vönduð eikarinnrétting er á baðinu sem og hornbaðker og stór sturtuklefi með nuddi og gufu. Í kjallaranum er þvottahús og er það flísalagt í hólf og gólf. Einnig er í kjallaranum gott búr og þar er hvít/beyki innrétting. Bílskúrinn er alls 60 fm en í enda hans er íbúðarherbergi sem er 20 fm auk baðherbergis Garðurinn er skjólsæll verðlaunagarður og hannaður af landslagsarkitekt. Í garðinum er m.a tjörn með fiskum, verönd með heitum potti og svo fallegur gróður. Eigninni hefur verið vel við haldið og er húsið m.a. nýlega málað að utan og búið er að skipta um raf- lagnir og hitalagnir svo nokkuð sé nefnt. Sjón er sögu ríkari. Skipti möguleg á góðri ódýrari íbúð á höfuðborgarsvæðinu eða Selfossi. Hafa má samband við Lögmenn Suðurlandi í síma 480-2902 eða eiganda í síma 892-5854. REYNIVELLIR 8, SELFOSSIVERSLUNAR- OG ATVINNUHÚSNÆÐI – TIL LEIGU – SMIÐJUVEGUR 3, KÓPAVOGI (á móti Orkunni, Bónus og BYKO) 4000 fm verslunar- og atvinnuhúsnæði. Þar af allt að 2300 fm á einu gólfi og í einum sal. Allt að 5,5 m lofthæð og góð bílastæði. Hugsanlegt að skipta í minni einingar. Nánari upplýsingar í síma 892 1529 um tíma hefur launakostnaður rík- isins á hvern starfsmann hækkað um 38% en fjárlög LbhÍ til rekstrar að- eins um 23%. Framlög til annarra háskóla hafa hækkað mun meira eða 58% að meðaltali. 3. Í tölum sem birtast í fjölmiðlum er rekstarvandi miðaður við framlag menntamálaráðuneytis til LbhÍ, sem er 521,7 milljónir króna á árinu 2009, og verður prósentutalan þá há, en rétt er að taka fram að rekstur stofn- unarinnar er um 1,2 milljarðar á árs- grundvelli og sértekjur mjög miklar á mörgum sviðum eða samtals 617 REKSTUR Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) hefur verið nokkuð til umræðu í fjölmiðlum upp á síðkastið en í mun neikvæðara ljósi en efni standa til. Landbúnaðarháskólinn var myndaður árið 2005 úr þremur einingum: Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Garðyrkjuskól- anum á Reykjum. Nýrri stofnun var gert að varð- veita hlutverk allra þessara eininga í rannsóknum og kennslu eftir sam- eininguna. LbhÍ er sérhæfður rann- sóknaháskóli á sviði landbúnaðar og umhverfisvísinda en á undanförnum árum hefur mikill vöxtur verið á því fagsviði og mörg ný verkefni borið að, svo sem í loftslags-, votlendis- og orkumálum, að ógleymdum nýjum áherslum í landnýtingu, skipulags- málum og hefðbundnum landbúnaði. Í tilefni af umræðu undanfarinna daga teljum við nauðsynlegt að árétta eftirfarandi: 1. Fyrir sameininguna hafði verið viðvarandi halli á rekstri skólans á Hvanneyri og stofnanirnar þrjár í rauninni allar í fjársvelti sem m.a. kom fram í langvarandi uppsafnaðri viðhaldsþörf á húsnæði og búnaði. Þessi halli hefur enn ekki verið leið- réttur. 2. Landbúnaðarháskóli Íslands er sá háskóli landsins sem minnst hefur hækkað á fjárlögum undanfarin sex ár (sjá meðfylgjandi mynd). Á þess- mkr. skv. áætlun 2009. Hallinn er auðvitað mun minni sem hlutfall af heildarveltunni þó sú staðreynd dragi ekkert úr alvarleika vandans. 4. Á síðasta hausti lá fyrir að menntamálaráðuneytið hygðist gera úrbætur á fjárhag skólans með hækkuðum fjárlagaramma um 140 mkr. á ári og í því ljósi lögðu stjórn- endur upp með áætlanir ársins. Við afgreiðslu fjárlaga undir lok desem- ber sl. hurfu þessi áform út í vindinn þrátt fyrir ýtarlega eftirfylgni og fyrirheit stjórnmálamanna. 5. Á þeim rúmu fjórum árum sem Landbúnaðarháskóli Íslands hefur starfað hefur umfang skólastarfsins u.þ.b. tvöfaldast, hvort sem það er mælt í fjölgun nemenda eða sér- tekjum vegna kennslu og rannsókna (rannsóknastyrkir, innritunargjöld og námskeiðsgjöld.) Þessi aukning hefur orðið þrátt fyrir takmarkaða aukningu fjárlaga, enda mikil áhersla lögð á hvers kyns hagræðingu og sparnað innan LbhÍ. Þróun í þessum lykilstærðum má sjá á meðfylgjandi mynd. Við Landbún- aðarháskóla Íslands er rekin öflug og metnaðarfull starfsemi, sem hef- ur sprungið út í nýrri stofnun, þrátt fyrir fjárhagsvandann, og aldrei hafa eins margir nemendur sótt um skólavist og á komandi hausti. Það er von okkar allra að hlúð verði að þessari starfssemi sem kostur er þrátt fyrir bága stöðu ríkisfjármála. Um rekstur Landbúnaðarháskóla Íslands »Rekstur Landbún- aðarháskóla Íslands (LbhÍ) hefur verið nokkuð til umræðu í fjölmiðlum upp á síð- kastið en í mun nei- kvæðara ljósi en efni standa til. Ágúst Sigurðsson er rektor, Áslaug er deildarforseti auðlindadeildar, Björn er aðstoðarrektor kennslumála, Guðríður er forstöðumaður starfs- og endurmenntunar, Ólafur Arnalds er deildarforseti umhverfisdeildar og Þorvaldur er rekstrarstjóri. Ágúst Sigurðsson Guðríður Helgadóttir Eftir Ágúst Sigurðsson, Áslaugu Helgadóttur, Björn Þorsteinsson, Guðríði Helgadóttur, Ólaf Arnalds og Þorvald T. Jónsson Ólafur Arnalds Þorvaldur T. Jónsson Áslaug Helgadóttir Björn Þorsteinsson Á HEIMASÍÐU Hrafnistu – www.hrafn- ista.is – og einnig í grein í Morgunblaðinu þann 12. júní síðastliðinn er að finna ljúfa sögu af fal- legum álfadúkkum sem þurfa á nýjum heimilum að halda og hvernig leir- listarkonan Jóhanna Jakobsdóttir og íbúar Hrafnistu bregðast við til að koma þeim í góðar hendur. Í þess- ari viðleitni leirlistarkonunnar og íbúa Hrafnistu til að koma álfadúkk- unum til manna er talað um að fá fólk til að ættleiða álfadúkkurnar. Samkvæmt íslenskri orðabók fyrir skóla og skrifstofur er merking orðsins: Ættleiðing: 1 taka sér í sonar (dóttur) stað, gera að kjörbarni sínu, veita óskilgetnu barni réttindi skil- greinds barns, 2 rekja uppruna og skyldleika (t.d. orða). Ættleiðing er þegar fullorðnir taka sér það hlutverk að vera for- eldrar barns sem er ekki líffræðilegt afkvæmi þeirra, sam- kvæmt lögum þar um. Þau ættleiðing- arskjöl sem staðfesta ættleiðinguna eru löglegir pappírar gefnir út af við- eigandi yfirvöldum. Það er okkur, foreldrum ættleiddra barna, hugleikið að orðið ættleiðing sé ekki ranglega notað í íslensku máli. Erum við þá meðal annars að hugsa um börnin okkar, því með rangri notkun orðsins geta þau fengið rang- ar hugmyndir um ástæður þess að þau eru gefin til ættleiðingar. Í umræddri grein í Morgunblaðinu stendur meðal annars um þetta verk- efni með álfbörnin: „Svo ákváðum við að leyfa þeim sem vildu kaupa brúð- urnar að ættleiða þær og ég bjó til sérstök ættleiðingarskjöl fyrir hvert og eitt álfabarn.“ Af fréttinni geta börnin dregið þá ályktun að þau hafi verið seld til okk- ar, foreldra sinna. Það að vera ættleitt barn getur oft verið viðkvæmt og sjálfsmynd barnanna er stundum brothætt. Því getur verið erfitt fyrir börnin að lesa svona frétt sem gefur í alla staði ranga mynd af því hvernig þau eignuðust nýja foreldra. Einnig má benda á að það að gefa barn til ættleiðingar er öllum foreldrum erfið ákvörðun og í langflestum tilfellum gert í neyð. Því ber að virða þá ákvörðun en ekki gefa því undir vænginn að þeir hafi selt börnin sín, þótt ómeðvitað sé. Jafnframt má benda á að önnur börn sem lesa þetta geta líka fengið ranghugmyndir um framkvæmd ætt- leiðingar og til dæmis borið það upp á ættleidda skólafélaga og vini að þau hafi verið keypt, sem getur verið mjög sárt fyrir ættleidd börn. Ættleiðing er ferli þar sem sorg kynforeldra og hamingja kjörfor- eldra mætast yfir afdrifum lítils barns, sem sjálft fær ekkert um framtíð sína að segja. Bera skal virð- ingu fyrir því ferli og varast að draga upp ranga mynd af því. Við teljum augljóst að meining leir- listarkonunnar og íbúa Hrafnistu hafi ekki verið að særa neinn með notkun á orðinu ættleiðing í þessu samhengi og biðjum þau því góðfúslega að taka upp annað orð yfir þá framkvæmd að viðskiptavinir þeirra kaupi þessar fal- legu dúkkur. Getum við bent á að það að taka í fóstur hefur víðtækari merkingu og er ef til vill meira viðeig- andi í þessu tilfelli. F.h. stjórnar Foreldrafélags ætt- leiddra barna. Eftir Gíslínu Vil- borgu Ólafsdóttur »Með rangri notkun orðsins ættleiðing geta ættleidd börn feng- ið rangar hugmyndir um ástæður þess að þau eru ættleidd. Gíslína Vilborg Ólafsdóttir Höfundur er móðir tveggja stúlkna ættleiddra frá Kína. Notkun orðsins ættleiðing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.