Saga - 2001, Blaðsíða 287
RITFREGNIR
285
skýrslugerðar. Prófarkalestur hefur verið vandaður, a.m.k. fann ég ekki
þrátt fyrir nokkra leit ritvillur af neinu tagi.
Saga Hafnar í Hornafirði síðara bindi er höfundi sínum og útgefenda til
mikils sóma, hún verður væntanlega mikið notað uppsláttarrit fyrir alla
sem vilja fræðast um byggðina í Austur-Skaftafellssýslu, en getur jafn-
framt orðið góð fyrirmynd fyrir þá sem vilja efna til sams konar sögurit-
unar.
Hrafnkell A. Jótisson
Carlo Ginzburg, Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi
Magnússon: MOLAR OG MYGLA. UM EINSÖGU OG
GLATAÐAN TÍMA. Atvik 5. Ritstjórar Ólafur Rastrick
og Valdimar Tr. Hafstein. íslensk þýðing: Sigrún Sig-
urðardóttir og Björn Þorsteinsson. Bjartur og Reykja-
víkur-Akademían. Reykjavík 2000.146 bls. Útdrættir á
ensku úr greinum Davíðs og Sigurðar Gylfa.
FRAMTÍÐ LÝÐRÆÐIS Á TÍMUM HNATTVÆÐINGAR.
Atvik 4. Ritstjórar Hjálmar Sveinsson og Irma Erlings-
dóttir. Greinaflokkur lir Die Zeit. Ýmsir þýðendur. Bjart-
ur og Reykjavíkur-Akademían. Reykjavík 2000.116 bls.
Deilurnar um póstmódemisma/póststrúktúralisma (hér eftir „pómódeil-
ur") undanfarin misseri hafa sennilega verið umfangsmesta deila um eðli
sögulegra atburða síðan samfélagsfræðifárviðrið geisaði skömmu fyrir
miðjan níunda áratug síðustu aldar. Nú er komin út bókin Molar og mygla
sem fjallar um samspil einsögu (micro-history) og póstmódemískra/-
póststrúktúralískra hugmynda en einnig um pómódeilur. í bókinni er
r®tt um dæmaaðferð, þróunarsjónarmið, marxisma, byggðasögu,
genealógíska sögu, atburðasögu, stórsögu, raðsögu, sannleiksleit, lýð-
fræði og margt fleira. Þá er rætt um hvort sagnfræði sé vísindagrein eða
hvort hún sé sagnfræði, þ.e. hvort það sé mögulegt að skilja og skýra ein-
stakán atburð á fræðilegan hátt eða hvort tilgangur sagnfræði sé fyrst og
fremst sá að segja sögu, stóra eða smáa, stutta eða langa. Með öðrum orð-
run, umræðan í þessari bók snýst m.a. um hvort til sé fræðilegur rammi
urn sagnfræði, hvort það sé sagnfræðilegt að til geti verið þess háttar
rammi og hvort slíkur fræðilegur rammi sé mikilvægari en hvort stað-
reyndir, þekktar sem óþekktar, séu allar tíndar til. Hér er sem sé á ferð
fræðileg umræða um tilgang og aðferðir sagnfræði sem akademískrar
greinar. Hvemig tekst til?
I bókinni eru þrjár stakar greinar, ein þýdd og tvær frumsamdar, ásamt