Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 22.01.1930, Blaðsíða 1

Norðlingur - 22.01.1930, Blaðsíða 1
Jðn Antonsson frá Arnarnesi andaðist á heimili sinu á Hjalteyri sunnudaginn 19. þ. m., í hárri elli; hann hafði ekki haft fótavist síðasta misserið. Með honum er fall- inn í valinn einn af mestu dugnaðar- og framíaramönnum hjer við Eyjafjörð. Hann var fæddur 13. júní 1845 f Amarnesi, sonur merkishjónanna Vil- helms Antons Sigurðssonar, gestgjafa á Akureyri, og Margrjetar Jónsdóttur, hreppstjóra á Siglunesi. Jón var e'zt- ur af 10 börnum þeirra hjóna. Hann var smiður góður, og aflamaður mik- ill á sjó. Formensku byrjaði hann 19 ára gamall. Árið 1872 giítist Jón Guðiaugu Helgu Sveinsdóttur, fiá Haganesi, hinni mestu ágætiskonu; er hún enn á lífi. Pau byrjuðu búskap í Arnar- nesi árið 1873, og bjuggu þar fyrir- myndar- og rausnarbúi í 30 ár, þá fluttu þru sig til Hjalteyrar, og hafa búið þar síðan. Hann stundaði, sem þilskipaformað- ur, bæði bákarla- og þorskveiðar, en auk þess var hann skytta með afbrigð- um, og stundaði selaveiðar af kappi hjer við Eyjafjörð. Árið 1883 fór hann til Noregs og keypti þar þilskip, . er hann kallaði »Helga«; stundaði hann þorskveiði á því í mörg ár. 1898 bygði hann sjálfúr skip, 20 smálestir að stærð; var það *Gestur«, sem hann hjelt sjálfur úti í fjölda ára, og þótti happa- skip. Hann var ágætur formaður, og öll umgengni hans á skipunum var fyrirmynd, Pegar þau hjón fluttu til Hjalteyrar bygði Jón þar stórt og myndarlegt íbúðarhús, og í brekkunni þar, og á möiinni, hefir hann ræktað út stórt og fallegt tún og matjurtagarða. Á veturna fjekst hann við báta- smfði, og aldrei var hann óvinnandi. Pau bjónin eignuðust 13 börn; af þeim dóu 5 á barnsaldri, en 3 upp- komin, Jón, Sveinn og Helga. Pessi 5 eru á lífi: Margrjet, g'ft Sigtr. Benediktssyni. gestgjafa á »Hótel Ak- ureyri«, Vilheltn Anton, útgerðarmað- ur á Akureyri, giftur Margrjeti Magn- úsdóttur, Vigfússonar, frá Reykjavík, Árni, útgerðarmaður á Hjalteyri, gift- ur Póru Stefánsdóttur frá Fagra^kógi, Kristín, listmálari, gift Valtý Síefáns- syni ritstjóra, og Jónína, gift Gunnari Schram símastjóra á Akureyri. Öll eru þau hin maunvænlegustu og vel gefm, enda nutu þau hins besta upp- eldis hjá foreldrunum og fengu góða mentun. Síöustu æfiárin var Jón orðínn lú- inn, sem ekki er að furða, og þjáði gigtin hann mikið, en samt var hann altaf kátur og fjörugur, Ijek við hvern sinn fingur, og var sönn unun að heimsækja þau hjón, því gestrisin voru þau með atbrigðum. Hann unni sjer aldrei hvíldar í lifandi lífi, á með- an hann gat sig hreyft, en nú fá hans lúnu bein að hvíla í só og friði, og munu allir, er nokkur kynni höfðu af honum, blessa minningu hans. t Skúli Jdnsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, er ný- látinn þar úr lnngnabólgu. Hann var maður á besta skeiði, milli þrítugs og fertugs, óvenju duglegur og framtaks- samur, og drengur hinn bezti. Hjer nyrðra munu margir kannast við hann, því hann dvaldi hjer á sumrin urn síldartítnann, síðustu árin við útgerð e.s »Sindri«, og minnast hans með hlýjum hug. AKUREYRAR BIÓ Fiintudagskvöld kl. 8'/s: Kvikmyndasjónleikur í 7 þáttum. Aðalhlutverkið ieikur MACISTE Hvar sem Mrciste hefur komið f«am í kvikmynd, hefir orðið húsfyllir, því afburða afl hans vilja allir sjá. Hann er jafnan verndari hinna veiku og«vinnur að sigri þess góða, og það jafn- an með góðum árangri, því eng- inn strnst tröilatök hans nje risakraíta. Sýnd f síðasta sinn! »Pjer fers! flekkur al yeitaf« Steinþór Guðmundsson var eitt- hvað að glepsa í »íhaldið« sem hann kallar, og tala um að »búið sje að brjóta úr því vígtennurnar* — og »Dagur« spangólar auðvitað undir með samherjanum. f’eim herrum er óhætt að halda áfram, því hvorki »íhaldið« gamla, nje Sjálfstæðisíllokk- urinn nú, hafa nokkurn tíma borið þessháttar vopn — Sjálfstæðismenn eftirláta þau þeim, sem þau tilheyra, sem sje mótstöðumönnunum, og hafa skemt sjer vel nú upp á síðkastið, þegar þeir samherjarnir hafa verið að höggva þeim hvor í annan.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.