Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 01.07.1930, Blaðsíða 1

Norðlingur - 01.07.1930, Blaðsíða 1
112. blað. Akureyri, 1. júlí 1930 II. ár Nýjasta tíska. Brauns Verslun. Páll Sigurgeirsson. 777 kaupenda „Norðlings." Þegar jeg hóf átgáfu *Norðlings< aftur, 20. maí síðastliðinn, eftir legu mína, var alt útlit fyrir, að heilsa mín stœði á sterkari fótum en raun hefir orðið á, og að full- kominn og eðlilegur bati kœmi smátt og smátt. Þetta hefir farið mjög á aðra lund. Og nú er svo komið að lœknir minn telur vonlaust um bata hjer, en hefir í þess stað talið reynandi þá leiðina, að jeg brygði mjer til höfuðstaðarlœknanna og reyndi á kunnáttu þeirra, og er þó raunar ekki nema um einn að rœða- Býst jeg við að fara þessa för mjög bráð- lega. En af þessu leiðir það, að »Norð- liugur« verður enn að leggjast niður. Útgáfu hans er svo háttað, að jeg hvorki get nje vil kastað henni í hendur annara manna um ófyrirsjáanlegan tlma, þó til fengjust. Þetta verður því síðasta blaðið, sem út kemur. Þetta vildi jeg láta kaupendur og lesendur blaðsins vita, þó sú til- kynning sje mjer að ýmsu leyti ang- ursefni. Blaðamenska er mjer hugð- arefni, og jeg hefi nokkra ástceðu til að œtla, að mönnum hafi líkað Norðl. beturen í meðallagl Af þessu tvennu er mjer nokkur sársauki í því að hœtta við starf sem hefir verið mjer ánœgjulegt og borið hef- ir sýnilega ávexti. Um framtíðina, í sambandi við útkomu blaðsins, er ógerningur að rœða. Það fer eftir erindislokum mínum syðra. Að svo mœltu óska jeg öllum kaupendum og lesendum Norðlings góðs sumars- Ritstjórínn. Alþingishátlðin. Henni er nú lokið svo sem kunn- ugt er. Á laugardagskvöldið var sagði forsætisráðherra henni slitið. Mun nú vera orðið tómlegt á þing- völlum hjá því sem var hátíðadag- ana — tjaldborgirnar auðar og Al- mannagjá þögul, nema.. af þeim sama og jafna nið, sem Öxarárfoss fyllir hana. Hjer er ekki rúm til þess, að rekja hvert atriði er fram fór á hátíð- inni, enda hafa menn heyrt það í útvarp og fylgst sæmiiega með því. Dagskrá hátíðarinnar vita menn og um út í æsar, og geta menn af henni ráðið, hvað fram hefir farið. Síðasta dag hátíðarinnar, laugar- daginn, var mönnum stefnt til Lög- bergs um morguninn ki. 10. Fluttu þar margir gestir kveðjur frá Iönd- um sínum, þeir, er ekki höfðu gert það áður. Á eftir þessum kveðjuorðum fóru fram þinglausnir. Kom Nd. fyrst saman. Mælti forseti hennar, Bene- dikt Sveinsson, nokkur orð áður en hann sleit fundi. Þá sagði og forseti sameinaðs Alþingis því slitið með stuttri ræðu, en forsætisráð- herra las upp konungsbrjef um þingslitin. Tvær fimleikasýningar fóru fram á laugardaginn, 90 manna hópsýn- ing, sem kvað hafa tekist vel nema stökkin, og sýning Akureyrarstúlkn- anna. Tókst sýning þeirra ágæt- lega. Um kvöldið sleit forsætisráðherra hátíðinni. Flyktust menn þá upp í Almannagjá, þrátt fyrirrigningarskúr. Qat ráðherra þess í upphafi hátíða- slitaræðunnar, að söngflokkurinn myndi syngja þjóðsönginn. Bað hann menn að klappa ekki heldur hverfa alvarlega og stillilega frá þessari merkissamkomu eins og sæmdi alvörugefinni þjóð á hátíð- arstund. Þegar flokkurinn hóf að syngja var komið yndislegasta veður. Eitt af því merkilegasta við þessa hátíð og athyglisverðasta, eru gjafir þær, er erlendar þjóðir hafa fært oss hátíðardagana. Er það ekki svo mjög vegna gjafanna sjálfra, heldur þess vinarhugs og þeirrar samúðar, sem þær votta. Sumum kann ef ti! vili að finnast, að f þessu koma fram emhverskonar ölmusubragur á okkur íslendingum. En það er mikili miskilningur. Það er engin minkun að þiggja þær gjafir, sem gefnar eru af stærri þjóð í vinarhug. Eins og Iöngu er kunnugt gefa Bandaríkin myndastyttu af Leifi Eiríkssyni. E>' það mikil gjöf og vegleg. Þjóðverjar gefa ýmiskonar dýrmæt áhöld til vísindalegrar til- raunastofu, er hafi með höndum rannsókn alidýrasjúkdóma. Færey- ingar hafa gefið málverk eitt mikið, af hinum fornu Islendingatóftum í Færeyjum. En það er ekki afhent enn. Tjekkó-SIóvakar hafa gefið listaverk eitt forkunnarfagurt, en ekki er blaðinn kunnugt um, hvers- konar verk það er. Svíar hafa gefið 800 bindi af merkum bók- um og ennfremur myndaútgáfu af hinu stórmerkilega Uppsalahandriti Snorra Eddu. Þá hefir og nýstofn- að sænskt-íslenskt fjelag gefið afar- vandað skrautker. Þá hafa Danir gefið mörg eintök af hinni Ijós- mynduðu útgáfu Fiateyjarbókar, og og skal úthluta þeim eintöknm

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.