Norðurland


Norðurland - 13.07.1978, Blaðsíða 1

Norðurland - 13.07.1978, Blaðsíða 1
NORÐURLAND ; 26. tölublað Fimmtudagur 13. júlí 1978 3. árgangur Reitur til áskriftarmerkingar Afgreiðsla, ritstjórn pg auglýsingar í Eiðsvallagötu 18, sími 96-21875 Sumarhátíð Um síðustu helgi fór fram að Laugum í Reykjadal sumar- hátíð Alþýðubandalagsins í Norðurlandi eystra. Er greint frá henni í máli og myndum á bls. 3. Stjómarmyndun Benedikt Gröndal gerir fyrstu tilraun Vill mynda „Nýsköpunarstjóm“ Raufarhöfn Rauðinúpur aftur á miðin Togarinn Rauðinúpur frá Rauf arhöfn er nú kominn úr viðgerð og farinn á miðin aftur eftir að hafa verið frá veiðum í tæpa þrjá mánuði vegna skemmda sem urðu á honum við strand í hafnarmynninu á Raufarhöfn. Það var um miðjan apríl sem skipið strandaði og skemmdist allmikið. Ekki gekk þrautalaust að fá gert við skipið. Trygginga- félagið vildi senda það úr landi til viðgerðar en reykvískir járn- iðnaðarmenn komu í veg fyrir það með því að leggja niður vinnu við bráðabirgðaviðgerð. Varð það úr að þrjár reykvískar járnsmiðjur tóku að sér við- gerðina og skyldi henni verða lokið l.júlí. Viðgerðin gekk samkvæmt áætlun og þann 3. júlí sl. fór skipið í reynslusiglingu. Allt reyndist í lagi og var þá haldið til heimahafnar, áhöfnin sótt og veiðarfæri tekin um borð. Um síðustu helgi var allt orðið klárt og skipið hélt á veiðar. Guðmundur Lúðvíksson á Raufarhöfn sagði að atvinnu- ástand hefði strax batnað og er nú nóg að gera, vantar frekar fólk til starfa frekar en hitt. - Það er ýmist í ökla eða eyra, eins og Guðmundur komst að orði. Hann bætti því við að dágóður afli hefði verið hjá smábátum að undanförnu en 20 slíkir stunda nú handfæraveiðar frá Raufarhöfn. í gær fól forseti fslands for- manni Alþýðuflokksins, Bene- dikt Gröndal, að gera formlegar tilraunir til stjórnarmyndunar. Var það gert eftir að könnunar- viðræðum Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags lauk. í viðtali við fréttamann út- varps í gær sagði Benedikt að flokksstjórn Alþýðuflokks hefði veitt umboð sitt til þess að flokkurinn tæki þátt í stjórnar- myndun. Hann sagði að yfír- gnæfandi meirihluti flokks- stjórnarmanna hefði lýst yfir áhuga sínum á myndun meiri- hlutastjórnar Alþýðuflokks, A1 þýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks (,,Nýsköpun“). Hann sagði að myndun slíkrar stjórn- ar hefði ekki borið á góma í viðræðum verkalýðsflokkanna. Það hefur komið fram að Alþýðubandalagið hallast að því að mynduð verði ný vinstri stjórn með þátttöku verkalýðs- flokkanna tveggja og Fram- sóknarflokks. Attu fulltrúar flokksins viðræður við fulltrúa Framsóknar sem lýstu einnig yfir áhuga sínum á viðræðum um myndun slíkrar vinstri stjórnar. Benedikt hliðraði sér hjá því að gefa afdráttarlaust svar um áhuga flokks síns á myndun vinstri stjórnar. Fréttamaður spurði þá um möguleika á myndun samstjórnar Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks (,,Viðreisnar“) og sagði Bene- dikt að þeir væru ekki raunhæf- ir, slík stjórn gæti ekki fram- kvæmt það meginatriði í stefnu Alþýðuflokksins sem er að gerður verði kjarasáttmáli milli verkalýðshreyfingarinnar, at- vinnurekenda og ríkisvalds en bræðraflokkar Alþýðuflokks- ins í Noregi og Bretlandi hafa gert slíka sáttmála hjá sér. Mátti skilja á Benedikt að slíkur sáttmáli yrði ekki gerður nema Alþýðubandalagið ætti hlut að máli. „Dœmt til að mistakast“ NORÐURLAND hafði sam- band við Ragnar Arnalds for- mann þingflokks Alþýðubanda lagsins og bað hann að segja álit sitt á stjórnarmyndun Bene- dikts. Hann sagði: - Það liggur fyrir að Benedikt ætlar að reyna að mynda stjórn með þáttöku Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Það hefur þegar komið fram að við Alþýðubandalagsmenn erum ekki ginnkeyptir fyrir slíku stjórnarsamstarfi. Við leggjum áherslu á framgang vinstri stefnu og höfum eindregið mælt með því að Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknar flokkur myndi stjórn. Þessi tilraun Benedikts er því dæmd (Framhald á bls. 4. Krafla spekist Jarðskjálftahrinan við Kröflu - sú níunda í röðinni - sem hófst sl. föstudag varð ekki eins mikil og margir höfðu óttast að hún yrði. Reyndist hún vera vægari en síðasta hrina sem varð í jan- úar og virðist hún vera að fjara út. Óróans varð fyrst vart á föstudag en lítið bar til tíð- inda um helgina. Fyrir há- degi á mánudag hófst kviku- rennsli með stefnu norður í Gjástykki. Samhliða því seig land við Kröflu mjög ört eða um hálfan metra á tveim sólarhringum. Gufuút- streymi jókst í Gjástykki og stóð upp af því mikill strókur sem sást víða að. Ekki mynd- uðust samt ný hverasvæði. í gær var enn kviku- rennsli, landssig og skjálfta- virkni en fór allt minnkandi. Kvikan stefndi þá í norður og austur en hafði ekki komist jafnlangt til norðurs og síðast. Töldu vísinda- menn að þessi hrina væri að syngja sitt síðasta. Dropinn dýrari Bráðabirgðastjórn Geirs Hallgrímssonar lokaði öll- um áfengisútsölum landsins í gær og var það gert vegna verðhækkana á áfengi og tóbaki sem taka gildi í dag, fimmtudag. Tóbak hækkar að meðal- tali um 20%, létt vín um 18% og sterk vín um 22%. Sem dæmi um hækkunina má nefna að íslenskt brenni- vín hækkar úr kr. 4.200 í kr. 5.100, algeng vodkategund úr kr. 5.500 í kr. 6.700, viský úr kr. 5.900 í kr. 7.200, sjerry úr kr. 2.150 í kr. 2.550 og rauðvín úr kr. 2.000 í kr. 2.400. Amerískar sígarettur hækka úr kr. 390 pakkinn í kr. 470, bréf af píputóbaki úr úr kr. 325 í kr. 390 og pakki af smávindlum úr kr. 600 í kr. 700. A Iþýðuleikhúsið Deild stofnuð í Reykjavík Það hefur ekki farið mikið fyrir starfsemi Alþýðuleikhússins á vettvangi fjölmiðla að undan- förnu. Það er þó síður en svo merki þess að leikhúsið hafi lagt Gegn yfirvinnu Á fundi í stjórn og trúnað- armannaráði Sveinafélags járniðnaðarmanna, Akur- eyri, sem haldinn var fimmtudaginn 5. júlí 1978 var eftirfarandi tillaga sam- þykkt samhljóða: „Fundur í stjórn og trún- aðarmannaráði Sveinafé- lags járniðnaðarmanna, Akureyri, skorar eindregið á félagsmenn sína, að vinna ekki nætur- eða helgidaga- vinnu frá og meðS.júlín.k. til ágústloka 1978.“ upp laupana, þvert á móti er um þessar mundir að færast nýtt líf í starf leikhópsins. Nú í júnímánuði unnu félagar í AL að upptökum á leikriti Böðvars Guðmundssonar, Skollaleik, fyrir íslenska sjón- varpið. Er þeim upptökum lokið en ekki er vist hvenær leikritið verður sýnt. Á þriggja ára afmæli Alþýðu- leikhússins, þann 4. júlí sl. var svo stofnuð ný deild í Reykja- vík. Þar voru samankomnir liðlega 30 manns, að langmestu leyti nýtt fólk sem útskrifast hefur úr Leiklistarskóla íslands á síðustu árum. Einn úr hópn- um er Viðar Eggertsson og hafði NORÐURLAND stutt viðtal við hann um starfsemi Alþýðuleikhússins. - Þetta nýja fólk hefur komið til starfa að undanförnu og unnið við undirbúning að stofnun Reykjavíkurdeild- arinnar og starfsins framundan. Ég vil þó taka það fram að með stofnun þessarar nýju deildar er ekki verið að leggja Akureyrar- deildina niður. Hún mun starfa eftir sem áður að sömu mark- !miðum, þetta þýðir einfaldlega að nú verður hægt að setja aukinn kraft í starfið og sinna fleiri verkefnum. Stofnun þessarar nýju deildar má einnig skoða i ljósi þess að Alþýðuleikhúsinu hefur ekki verið veitt viðunandi aðstaða til að reka þá menningarpólitík að ferðast með leiklist um lands- byggðina en það er og verður höfuðmarkmið þess. Þetta þýðir að erfitt er að fá fólk til starfa á smærri stöðum þar sem það hefur litla möguleika á að fá aðra vinnu við sitt hæfi með- fram leiklistinni. Fjárveitingar- valdið hefur svelt þessa starf- semi en við ætlum nú samt að halda áfram að leita á náðir þess. Framhald á bls. 4. * Leiðarinn fjallar um póli- tík aldrei þessu vant - Sjá bls. 2 ■Jf Verður Framsóknarflokk urinn brátt marxískur? - Sjá pistil á bls. 5. Verkalýðsfélögin eru flutt í nýtt húsnæði - Sjá frétt á baksíðu

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.