Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

SunnudagsMogginn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
SunnudagsMogginn

						48 1. nóvember 2009
F
raman á kápu nýrrar skáldsögu
Rögnu Sigurðardóttur, Hið
fullkomna landslag, er málverk
á trönum. Ef lausri kápunni er
flett af blasir sama málverk við, prentað
á spjöld bókarinnar. Þetta er mynd af
birkiskógi og í baksýn fjall sem minnir á
Baulu í Borgarfirði. Málverk með þessu
mótífi kemur talsvert við sögu; sögu-
sviðið er íslenskur myndlistarheimur og
grunur leikur á að málverkið, sem hefur
verið gefið listasafni, sé falsað. Ragna
segist hafa fengið Þorra Hringsson
myndlistarmann til að mála myndina
sem lýst er svo vandlega í sögunni.
?Mér fannst það fyrst og fremst
skemmtilegt,? segir hún. ?Það er ekki
endilega mikilvægt fyrir söguna að sýna
verkið á þennan hátt og mér fannst það
skemmtilegt framhald af blekkingar-
leiknum sem á sér stað í bókinni. Þorri
tók mér vel og honum veittist létt að
falsa þetta verk!? Ragna hlær. 
?Í landslagsmálverkum Þorra er að
finna ákveðna hlýju, og svolítið róm-
antíska náttúrusýn, áþekka því sem átti
að vera í verkinu. Það lá beint við að leita
til hans.?
Við Ragna sitjum yfir kaffi á Kjarvals-
stöðum. Staðsetningin hentar umræðu-
efninu; nýja skáldsagan gerist í listasafni
og fjallar um listheiminn. Og þetta er
bakgrunnur Rögnu: eftir Myndlista- og
handíðaskólann nam hún myndlist í
Hollandi áður en hún einbeitti sér að
skrifum. Fyrsta skáldsaga hennar, Borg,
kom út árið 1993, Skot kom út 1997 og
Strengir árið 2000. Frá árinu 2002 hefur
Ragna verið myndlistargagnrýnandi
Morgunblaðsins. Þótt níu ár séu frá síð-
ustu skáldsögu segir Ragna þessa ekki
hafa verið níu ár í vinnslu.
?Annað fór einfaldlega í forgang,?
segir hún. ?Eftir að Strengir kom út
langaði mig að prófa fleira og tók að
skrifa um myndlist, auk þess að taka að
mér annars konar verkefni í þeim geira.
Ég hef þó aldrei unnið á listasafni. Hið
fullkomna landslag hefur verið þrjá vet-
ur í smíðum. Ég vinn best á veturna,
sumrin vilja verða tætingsleg. Börnin eru
heima í sumarfríi og það verður minna
úr skilvirkri vinnu.?
Langaði til að afhelga listina
Fyrsta spurningin um þessa nýju bók
hlýtur annars að vera hvort hin marg-
umtöluðu málverkafölsunarmál hafi
verið kveikjan að sögunni.
?Ég hugsaði um það á sínum tíma,
þegar málalok urðu á þann hátt sem
margir eru ósáttir við, að þetta væri efni
í skáldsögu en gerði ekkert í því þá og
var ekki endilega að hugsa um þetta
þegar ég byrjaði á þessari bók. 
Upphaflega hugmyndin var að skrifa
um listfræðing sem kemur heim til
Reykjavíkur frá útlöndum, tekur við
framúrstefnulegum listsýningarsal í
safni í Reykjavík, tekst á við ýmis verk-
efni og eitt af þeim er að safninu er gefið
falsað málverk. Í upphafi áttu aðrir
þræðir að vera sterkari, eins og til dæmis
staða samtímalista, viðhorf almennings
til þeirra og fleira í þeim dúr, en þegar
leið á vinnuna tók málverkafölsunin yfir.
Fölsunarmálið er brýnt umfjöllunarefni
og auðvelt að sjá það sem samlíkingu
fyrir eitthvað annað í samfélaginu, skoða
það í stærra samhengi.?
Ragna segir að þrátt fyrir að fölsunin
sé mikilvægur þáttur, þá sé þetta skáld-
saga um listalífið í Reykjavík. 
?Aðalpersónan, listfræðingurinn
Hanna, er komin heim frá Amsterdam. Í
einkalífinu hefur hún verið beitt blekk-
ingum og þetta blekkingarþema endur-
tekur sig í ýmsum myndum alla bókina
út í gegn. Hanna þarf að horfast í augu
við og taka á þessum málum, í einkalíf-
inu, í vinnunni og gagnvart samvisku
sinni í fölsunarmálinu. Síðan tekst hún
líka á við listamenn, ólík viðhorf kyn-
slóðanna til listarinnar, og tekst á við
skemmdarverk sem unnin eru á lista-
verkum í eigu borgarinnar og safnið hef-
ur umsjón með.
Fölsunarmálið dregur söguna þó
vissulega áfram.
Mig langaði að skoða listina frá ólíkum
sjónarhornum og skapa persónur sem
hafa ástríðu fyrir listinni. Ástríðu sem
birtist á ólíkan hátt. Spurningin um það
hvert sé hið fullkomna landslag er alltaf í
bakgrunni. Þá er ekki endilega átt við
málverkið sem er svo stór þáttur í bók-
inni, heldur eigið persónulegt landslag,
listumhverfið eða samfélagið,? segir
Ragna. ?Þarna segir til dæmis af ung-
lingum sem fremja skemmdarverk á
listaverkum, þau sjá ekki að þetta er list,
enginn hefur kynnt það fyrir þeim. Mér
finnst áhugavert að skoða mismunandi
viðhorf eldri og yngri kynslóða til list-
arinnar. Mig langaði líka til að afhelga
listina á vissan hátt, sýna það hvernig
listin er óhjákvæmilega hluti af sam-
félaginu, hvort sem það er í viðfangsefni
Í myndlistinni
birtist ímynd
þjóðarinnar
Ragna Sigurðardóttir, rithöfundur og gagnrýn-
andi, hefur skrifað skáldsögu sem gerist í sam-
tímanum og fjallar um listalífið í Reykjavík. Mál-
verkafölsun kemur talsvert við sögu en ástríða
persónanna fyrir listinni birtist á ólíkan hátt.
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is
Þ
að var með miklum trega að ég
fletti hinu nýja sk. sunnudags-
blaði Morgunblaðsins og sá þar
hina gömlu menningarstofnun
Lesbókina orðna að nokkrum innsíðum í
fylgikálfi laugardagsblaðsins, þetta eru
endalok þessa eina raunverulega ís-
lenska feuilleton eins og það kallast í
klassískum stórblöðum evrópskum. 
Lesbók Morgunblaðsins var ekki ein-
ungis fylgiblað, heldur hefur hún lengi
verið vettvangur menningar og vand-
aðrar umræðu, vettvangur nýjunga og
skáldskapar. Það var í þessu sjálfstæði
formsins sem hún gerði meira en að vera
óskilgreindur menningarkálfur, enda
var hún lengstum í sérstakri umsjá rit-
stjórnarulltrúa sem í raun var eins og
ritstjóri hennar. Lesbókin birti einkum
greinar eftir menningarvita þá sem und-
anfarin ár hafa verið kallaðir menning-
arelítan í fyrirlitningartón frjálshyggju-
manna, kannski af því að hún hefur að
geyma flestar og sterkustu gagnrýn-
israddir sem þjóðin hefur fengið að
heyra. 
Þó getur engin þjóð verið án menn-
ingarvita eins og Íslendingar ættu að vita
þjóða best og sennilega getum við rakið
upphaf íslenskrar menningarelítu, hóps
menningarvita sem ekki eru hluti af
embættismannavaldi ríkisins, til Fjöln-
ismanna á nítjándu öld. Slíkar elítur eru
reyndar einn af hornsteinum sjálfstæðra
lýðræðisríkja eins og sjá má af tvennu: í
fyrsta lagi reyna þau öll að koma á fót
stofnunum til að styrkja menningu og
menntir meðal þjóða sinna. Mikilvægur
hluti sjálfstæðis íslenskrar þjóðar felst í
því að eiga eigin sjálfstæða háskóla, í því
að styðja listamenn til afreka sem mark-
aðurinn lítur ekki við fyrr en hægt er að
græða á þeim, í því að eiga eigin menn-
ingu. Í öðru lagi skilgreina Íslendingar
sjálfsmynd sína gegnum menningu sína
og sögu eins og aðrar þjóðir og viðhald
þessarar sjálfsmyndar getur aðeins gerst
fyrir tilstuðlan lifandi menningar sem
leikur stórt hlutverk í þjóðlífinu. 
Það eru hins vegar til fleiri elítur en
menningarelítan. Þær eru helstar elítur
stjórnmála og viðskipta. Þær vinna við
það helst að drottna og deila gæðum
lands og þjóðar og líta þess vegna á sig
sem fremstar allra, yfir menningarelít-
una og almenning allan hafnar. Stjórn-
málaelítan útdeilir almannafé og emb-
ættum og viðskiptaelítan rekur fyrirtæki
landsins í einkaeigu. Það er óhætt að
segja að hafi einhverjar elítur brugðist
þessari þjóð undanfarin ár þá eru það
þessar tvær. Landið hefur verið rekið í
þrot í krafti hugmyndafræði sem oftast
og helst hefur verið gagnrýnd af hinni
fyrirlitlegu menningarelítu, en þrátt fyr-
ir það hamast margir á henni, enda er
kannski hættan sú að sektinni, sem ekki
verður sönnuð fyrir dómi vegna laga-
tæknilegra formgalla, verði haldið til
haga af þeim sem sjá í gegnum mála-
vafninga stjórnmála- og viðskiptaelít-
anna. Það er því kannski komin enn
frekari ástæða til að þagga niður í henni
en áður.
Vonin felst kannski í netinu þar sem
enginn getur haft hemil á gagnrýni,
hvaðan sem hún kemur, enda má sjá
þegar fyrstu merki þess að vefir eins og
Eyjan og Kistan ætli sér að fylla upp í
eyðuna sem Lesbókin skilur eftir. Það
verður eftir sem áður vart svipur hjá
sjón og þótt leita megi lengi að upplýs-
ingum með hjálp leitarvéla hefur Netið
ekki þolinmæði og óbrotgirni pappírs-
ins. En með Lesbókinni hefur Morg-
unblaðið hins vegar glatað sinni fegurstu
fjöður.
Lesbók var fyrst gefin út með Morgunblaðinu 4. október árið 1925. Lesbókin fylgdi blaðinu
síðast sem sérblað 17. október síðastliðinn. Hún er nú hluti af sunnudagsútgáfunni.
Morgunblaðið/Kristinn
Lesbókin
Sennilega getum
við rakið upphaf
íslenskrar menn-
ingarelítu, hóps menn-
ingarvita sem ekki eru
hluti af embættismanna-
valdi ríkisins, til Fjöln-
ismanna á nítjándu öld. 
Fjölmiðlar
Gauti Kristmannsson
gautikri@hi.is
Lesbók 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56