Norðurland - 07.10.1987, Blaðsíða 1

Norðurland - 07.10.1987, Blaðsíða 1
7. október Miðvikudagur 16. tölublað 12. árgangur Eiðsvallagötu 18 Pósthólf 492 602 Akureyri Sími 2-18-75 Heilbrigðismál Konur vilja kven- kvensjúkdómalækni Bæjarstjórn Akureyrar tekur undir áskorun um að ráðin verði kona í stöðu sérfræðings við Heilsugæslustöðina Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær til- lögu þriggja kvenkyns bæjar- fulltrúa frá Alþýdubandalagi og Framsóknarflokki þar sein tekið er undir áskorun fundar sem haldinn var á Hótel KEA í fyrri viku á vegum jafnréttis- nefndar Akureyrar um það sjálfsagða réttlætismál kvenna að þær geti átt þess kost að velja hvort þær leita til karl- eða kvenkyns sérfræðings í kvensjúkdómum. Sigríður Stefánsdóttir mælti fyrir tillögunni þar sem farið er fram á það við fulltrúa Akureyr- arbæjar í stjórnum Heilsugæslu- stöðvarinnar og Fjórðungssjúkra- hússins að þeir beiti sér fyrir því að gert yrði kleift að ráða konu í 60% stöðu sérfræðings í kven- sjúkdómum við Heilsugæslustöð- ina á Akureyri. Heimild fyrir þessari stöðu er til en ekki hefur tekist að fá sérfræðing til að gegna henni og er talið að til að svo geti orðið þurfi að opna möguleika fyrir viðkomandi sér- fræðing á að fylgja sínum skjól- stæðingum eftir inn á kvensjúk- dómadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins. Áskorun fundarins á Hótel KEA hljóðar svo: „Undirrituð skora á heilbrigðisyfirvöld að ráða konu í auglýst starf sérfræð- ings í kvensjúkdómum við Heilsu- gæslustöðina á Akureyri og tryggja henni aðstöðu við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri." Nánar er fjallað um þetta mál í grein Ingibjargar Jónasdóttur á blaðsíðu 6. -yk. [þróttahöllin Framkvæmdir langt fram úr áætlun Áætlanagerð og samskiptum innan bæjarkerfisins ábótavant Framkvæmdir við íþrótta- höllina á Akureyri hafa farið 2.4 milljónir fram úr áætlun í sumar. Gert var ráð fyrir fram- kvæmdum fyrir 7 milljónir króna á fjárhagsáætlun en búið er að verja um 9.4 milljónum á þessu ári. íþróttaráð hefur gert tillögur um að til að mæta þessari fram- úrkeyrslu verði frestað fram- Umferð Ráðhústorgi lokað um nætur Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær tillögu skipulags- nefndar um lokun fyrir umferð um Ráðhústorg sunnan Lands- banka frá klukkan 22:00 að kvöldi til klukkan 6:00 að morgni. Bann þetta er tilkomið vegna kvartana fra íbúum í miðbænum sem segjast verða fyrir miklu ónæði um nætur vegna ökuglaðra manna sem sumir hverjir stundi ansi hávaðasamar akstursæfingar um nætur á Ráðhústorgi. Undan- þegnir þessu banni verða íbúar við Brekkugötu 1-15 sem ekki hafa um aðra leið að velja til að komast að húsum sínum. í umræðum í bæjarstjórn koma fram að hér er um tilraun að ræða og Sagði Freyr Ófeigsson, for- maður skipulagsnefndar að reynslan yrði að leiða í ljós hvort þessi breyting yrði til að bæta umferðarmenningu í miðbænum eða ekki. Hann benti ennfremur á að með framkvæmd miðbæjar- skipulags ættu þessi vandamál að hverfa. Þar er m.a, gert ráð fyrir að syðri endi Geislagötu færist til austurs og að lokað verði fyrir alla umferð um Ráðhústorg sem yrði göngusvæði. Einnig þyrfti að gera kostnaðarsamar breytingar á gatnamótum Brekkugötu og Gránufélagsgötu til að hægt yrði að gera neðri hluta Brekkugötu að tvístefnuakstursgötu. -yk. kvæmdum við girðingu umhverfis sundlaug upp á eina milljón króna, hálf milljón verði greidd af iðnsýningunni, þar sem rekja megi hluta af framkvæmdum umfram áætlun til sýningarinnar og að afgangurinn verði fenginn að láni hjá Framkvæmdasjóði Akureyrar til næsta árs. Gísli Bragi Hjartarson rakti á fundi bæjarstjórnar í gær helstu ástæður fyrir því að farið hefur verið svo langt fram úr áætlun við framkvæmdir við íþróttahöllina og spunnust í framhaldi af því nokkrar umræður um áætlana- gerð og samskipti innan bæjar- kerfisins sem bæði Sigríður Stef- ánsdóttir og Björn Jósef Arnvið- arson sögðu að væri stórlega ábótavant. Ekki virtist um það að ræða að illa hafi verið farið með það fjármagn sem til ráðstöfunar var í þessu heldur tilfelli heldur var „einhversstaðar í kerfinu,“ eins og Gísli Bragi orðaði það, teknar ákvarðanir um fram- kvæmdir sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Pessar breytingar hafa hvorki verið bornar undir íþróttaráð né bæjarráð. Áðurnefndir bæjafulltrúar kváðust vonast til að með breyt- ingum á stjórnskipulagi bæjarins sem fyrirhugaðar eru verði hægt að koma í veg fyrir slys af þessu tagi. -yk. Sverrir Leósson útgerðarmaður rýnir spenntur á skjáinn til að sjá hver býður best. Mynd: yk Fiskmarkaður Norðurlands Fyrsta uppboð í gær Boðin voru upp 2,1 tonn af grálúðu og 1,8 tonn af þorski úr Súlunni EA 300 Fyrsta uppboðið á Fiskmark- aði Norðurlands fór fram í gær. Þá voru boðin upp 1.8 tonn af þorski og 2.1 tonn af grálúðu úr Súlunni EA sem kom til Akureyrar í gærkvöld. Spennandi var að fylgjast með uppboðinu þótt tæknitruflanir hafi reyndar sett strik í reikning- inn. Upphaflega átti uppboði að ljúka klukkan þrjú, en vegna truflana í gagnaneti framlengdi Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri fiskmarkaðsins uppboðið til klukkan 15:15. Tveir saltfiskverkendur kepptu aðallega um þorskinn, annar frá Árskógssandi og hinn á Akureyri og endaði það með því að Akur- eyringurinn bauð hæst, 38 krónur á kílóið. Frystihús KEA á Dalvík og Útgerðarfélag Akureyringa kepptu um grálúðuna og endaði það með því að hún fór til Dal- Iðnaður Flísasteypa í Bárðardal Bárðdælahreppur gengst fyrir tilraun með steypu á gólfflísum Bændur í Bárðardal hafa fest kaup á tækjum til að steypa gólfflísar og ætla í vetur að gera tilraunir með fram- leiðslu á flísum úr íslensku hráefni. Þessi hugmynd er ættuð frá iðnþróunarfulltrúanum á Húsa- vík en Bárðdælahreppur er aðili að Iðnþróunarfélagi Þingeyinga og er það hreppurinn sem stend- ur að þessari tilraun. Að sögn Egils Gústafssonar oddvita er stofnun fyrirtækis í bígerð. Hellurnar eru steyptar í sér- stök gúmmímót sem geta verið misjöfn að lögun og stærð.Hrá- efnin eru sement, sandur og litar- og þjálniefni. Tækin koma frá Belgíu og sagði Egill að samkvæmt áliti sérfræðinga ætti að vera hægt að steypa boðlegar hellur úr því hráefni sem þeir ráða yfir í Bárð- ardal. En hvað veldur því að bændur í Bárðardal fara út í svona til- raunir með nýjan iðnað? „Það hefur verið samdráttur hér eins og víðar í búvöruframleiðslu og hefur oft verið bent á að það þarf fleiri störf hér,“ sagði Egill. Um mitt næsta ár er raunhæft að reikna með því að eitthvað liggi fyrir um það hvort tilraun þessi til nýiðnaðar í Bárðardal tekst. -yk. víkur á'22 krónur kílóið. Peir sem tengdir eru Fiskmark- aði Norðurlands hafa um leið aðgang að öllum upplýsingum um verð á fiskmörkuðum sunn- anlands. Til gamans má geta þess að meðalverð á þorski var í gær 44.11 krónur í Hafnarfirði og 44.36 á Faxamarkaði. Þar fékkst einnig gott verð fyrir grálúðu í gær, eða 34.50 krónur á kíló. Sverrir Leósson, útgerðarstjóri Súlunnar, sagði að það verð sem þeir fengu fyrir þorskinn í gær væri vel viðunandi og hann kvaðst fastlega reikna með að þeir kæmu til með að nota sér Fiskmarkaðinn til að selja afla í framtíðinni. Súlan hefur verið á rækjuveiðum að undanförnu og þessi fiskur sem nú var boðinn upp kom í rækjutroll. Aðspurður kvaðst Sverrir telja að það myndi henta vél að selja rækju í gegn um fiskmarkað, sérstaídega þar sem í þeirri grein er mun minna um að skip séu í beinum tengsl- um við vinnslu en í veiðum á bolfiski. Ekki var í gær frágengið hve- nær næsta uppboð á Fiskmarkaði Norðurlands færi fram en Sigurð- ur kvaðst reikna fastlega með að það yrði í þessari viku. -yk.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.