Norðurland - 16.03.1988, Blaðsíða 1

Norðurland - 16.03.1988, Blaðsíða 1
16. mars Miðvikudagur 5. töiublað 13. árgangur Eiðsvallagötu 18 Pósthólf 492 602 Akureyri Sími 2-18-75 Listadagar í MA Nú standa Listadagar sem hæst í Menntaskólanum á Akureyri. Mikið hefur verið að gerast í lista- og menningar- lífi í skólanum þessa daga en nokkur atriði eru enn eftir og við fengum Helgu Björgu Jónsdóttur, forseta hagsmuna- ráðs, sem hefur yfirumsjón með framkvæmd dagskrárinn- ar, til að segja okkur nánar frá Listadögum. „Þriðjudaginn 8. mars s.l. voru Listadagar settir í M.A. A setn- ingu mættu yfir hundrað manns sem er góð mæting miðað við fyrri ár. Frá setningu til dagsins í dag hafa verið ýmsar athyglisverðar uppákomur. Big band Tónlistar- skólans var með tónleika. Viðar- staukur, tónlistarhátíð og hljóm- sveitakeppni, var haldinn. Tólf manna kór úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar söng á sal. Sunnu- dagskvöldið síðastliðið var lista- vaka með lifandi tónlist og mál- verkasýning var opnuð. I gær- kvöldi var sýnd bíómyndin „Rocky horror picture show“ í Borgarbíói. í kvöld, miðvikudagskvöld, verður ljóðakvöld BóMA. Nokk- ur ljóðskáld koma og flytja ljóð sín, m.a. Kristján frá Djúpalæk og Ólöf Sigríður Valsdóttir. Fólk er hvatt til að fjölmenna í Möðruvallakjallara og hlýða á gömul og ný skáld. Dagskráin hefst klukkan 20:30 og er öllum opin. Leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó?“ verður sýnt í Möðru- vallakjallara. Tvær sýningar verða mánudaginn 21. mars, kl. 17:00 og 20:30 og svo ein sýning 22. mars kl. 17:00. Leikritið fjall- ar um eyðni og hefur farið mjög víða og hlotið góða dóma. Það er Alþýðuleikhúsið sem sýnir. Miðvikudaginn 23. mars verð- ur japanska kvikmyndin Himinn og helvíti sýnd í Borgarbíói. Leikstjóri er Akira Kurosawa. Miðvikudagskvöldið 23. mars verður Listadögum slitið. Verð- laun verða veitt fyrir ljóða-, smásögu-, ljósmynda-, tónverka- og veggspjaldasamkeppni. Verð- launaverk verða lesin, flutt og sýnd. Flestar uppákomurnar eiga sér stað í Möðruvallakjallara og allir eru velkomnir, ekki aðeins nemendur skólans," sagði Helga Björg að lokum. HH 'H': Vetur í Sandgerðisbót. Mynd: -yk. Alþýðusamband Norðurlands Bónus- og yfirvinnubann Átta verkalýðsfélög Alþýðusambandi Norðurlands hafa boðað yfirvinnubann og afnám afkastahvetjandi launa- kerfa frá og með 23. mars n.k. Þetta eru þau félög sem nú ganga til samningaviðræðna við vinnuveitendur undir merkjum Alþýðusambands Norðurlands. Síðastliðinn föstudag var gengið frá sameiginlegri kröfugerð þess- ara félaga og var hún lögð fyrir fund með fulltrúum vinnuveit- enda s.l. laugardag. Enginn árangur varð af þeim fundi og var deilunni þá vísað til ríkissátta- semjara. Hann boðaði deiluaðila til fundar í Reykjavík s.l. mánu- Samningaviðræður hefjast á Akureyri eftir helgi dag. Þá dró AN kröfur sínar til baka og fór fram á að viðræður við vinnuveitendur færu fram á Akureyri. Ríkissáttasemjari féllst á kröfu Norðlendinga og verður fyrsti samningafundur lík- lega haldinn næstkomandi mánu- dag. Guðlaugur Þorvaldsson hefur skipað Ásgeir Pétur Ásgeirsson sem aðstoðarsáttasemjara á Norðurlandi. Ný kröfugerð verður lögð fram á næsta samningafundi en ekki er búist við að hún verði sérlega frábrugðin þeirri sem samin var um síðustu helgi. Helstu atriði hennar eru, að sögn Þóru Hjalta- dóttur formanns AN, að náð verði kaupmætti síðasta árs á lægstu töxtum og samið verði um starfsaldurshækkanir. Einnig vilja verkalýðsfélögin að öll yfir- vinna verði framvegis 80% hærri en dagvinna, án þess að láta af hendi kaffitíma og færa til helgi- daga eins og samið var um í VMSÍ samningunum um daginn. Þóra sagði að þessar kröfur væru mjög hógværar og að hún vænti þess að atvinnurekendur tækju þeim vel þegar þeir koma til fyrsta eiginlega samningafund- ar við þessi félög. Eins og áður segir hafa félögin boðað yfirvinnu- og bónusverk- fall til að fylgja eftir kröfum sín- um og má búast við að áhrifa þeirra aðgerða fari aö gæta uni aðra helgi, ef ekki semst fyrir þann tíma. -yk. Sjá einnig leiðara á síðu 4. Skipulag Gleymdust fatlaðir? Heimir Ingimarsson gagnrýnir niðurstööur dómnefndar í samkeppni um skipulag Skátagils og Ráðhústorgs Námskeið í ferðaþjónustu Heimir Ingimarsson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, vakti athygli á því á fundi bæjarstjórnar í gær að ekki virðist gert ráð fyrir því að fatl- aðir eða börn fái að fara um Skátagilið samkvæmt þeim skipulagstillögum sem verð- launaðar voru í samkeppni um skipulag Skátagils og Ráðhús- torgs. Heimir sagði það furðu sæta að þeir fagmenn sem skipuðu dóm- nefnd samkeppninnar skuli hafa horft fram hjá þessu atriði í störf- um sínum. Báðar tillögurnar sem verðlaunaðar voru gera ráð fyrir töluverðu af tröppum í Skátagil- inu og eru þær sýnu fleiri og fyrir- ferðarmeiri í þeirri tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun. Hvergi er hægt að sjá að fötluðum eða fólki með barnavagna sé ætlað að komast ofan í gilið. Heimir hvatti til þess að þegar farið yrði að útfæra skipulag svæðisins yrði hugsað fyrir því að kippa þessu atriði í lag svo sem flestir gætu farið um gilið þegar framkvæmdum lýkur. -yk. Atvinnumálanefnd Akur- eyrar hyggst gangast fyrir námskeiöi í ferðaþjónustu ef næg þátttaka fæst. Þorleifur Þór Jónsson, starfsmaður Atvinnumálanefndar, var spurður hver væri tilgangurinn með þessu námskeiði. „Það sem við erum að fara með þessu er að með fjölgun erlendra ferðamanna eykst þörf fyrir gistirými. Ódýrasta leiðin til að mæta þessari þörf er gisting í heimahúsum og rekstur lítilla gistiheimila þar sem víða er til staðar húsnæði sem hentar ágæt- lega til slíkra nota. Við erum að ýta undir þetta og um leið viljum við stuðla að því að sú þjónusta sem veitt er á þessum heimilum sé góð,“ sagði Þorleifur. Námskeiðið er undirbúið af Fræðslumiðstöð iðnaðarins og var fyrst prófað í Kópavogi í fyrra. Leiðbeinendur á nám- skeiðinu verða Þorleifur sem er með sérmenntun í ferðaþjón- ustu, Margrét Kristinsdóttir, deildarstjóri Hússtjórnarsviðs VMA, Jón Björnsson félags- málastjóri og Ingi Björnsson fjár- málastjóri Alafoss hf. Áætlað er að námskeiðið hefjist í lok þessa mánaðar og standi í u.þ.b. tvo mánuði. Tekið er á móti skráningum á bæjarskrifstofunum. -yk.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.