Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 23
Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 Ég hef mikið dálæti á orðum sem lesa má eins afturábak og áfram, svokölluðum samhverfum28 » LEIKARINN og kvikmynda- gerðarmað- urinn Richard Attenborough lávarður, seldi í vikunni 51 af málverkum sín- um á 4,6 millj- ónir punda, 962 milljónir króna. Attenborough hefur safnað myndlist í yfir sex- tíu ár og segir í samtali við breska blaðið Times að þegar hann hafi keypt þá fyrstu hafi hann verið svo snauður að hann átti ekki einu sinni fyrir glugga- tjöldum. Ástæðan fyrir því að lávarð- urinn, sem er 86 ára að aldri, ákvað að selja verkin er sú að hann hefur ekki lengur nægj- anlegt rými fyrir þau á heimili sínu í Richmond í Lundúnaborg. Verkin voru seld á uppboði hjá Sotheby’s og fékkst meira en tvöfalt það sem talið væri að fengist fyrir þau. Meðal verka sem seld voru var verk L. S. Lowry, Old Houses og Thorn Head eftir Graham Sutherland. Attenborough selur hluta af málverka- safni sínu Tiltekt Richard Attenborough TATE Britain hefur í fyrsta sinn ráðið til sín konu sem fram- kvæmdastjóra. Dr. Penelope Curtis var áður safnstjóri Henry Moore- stofnunarinnar í Leeds og mun hún taka við starfinu í Tate í apríl á næsta ári. Yfirmaður Tate á heims- vísu, Nicholas Serota, fagnar ráðningunni og tiltekur sér- staklega þátt Curtis í rann- sóknum á skúlptúrlist. Susan Daniel-McElroy er eina konan sem hefur verið framkvæmda- stjóri hjá Tate áður, en hún starfaði fyrir Tate St. Ives í Cornwall þar sem hún lauk störfum árið 1997. Kona fram- kvæmda- stjóri Tate Penelope Curtis GLÆSILEG söngveisla verð- ur með stjörn- unum Dísellu Lárusdóttur, sópran og Garðari Thór Cortes, tenór á vegum Listafélags Langholts- kirkju í Langholtskirkju í kvöld. Hefjast hljóm- leikarnir kl. 20. Meðleikari verður Krystyna Cort- es. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af erlendum og íslenskum sönglögum, aríum og dú- ettum. Söngparið er gríðarlega samhæft nú um stundir enda syngja þau saman í Ástardrykknum sem er á fjölum Íslensku óperunnar um þessar mundir, en þar um er að ræða leikandi létta og skemmtilega óperu eftir meistara Donizetti. Tónlist Garðar og Dísella í Langholtskirkju Dísella Lárusdóttir og Garðar Thór GUÐFRÆÐISTOFNUN stendur fyrir málstofu undir heitinu Uppruni altarissakra- mentisins í ljósi helgisiðafræð- anna í Aðalbyggingu HÍ, stofu 229. Hefst hún kl. 11.40. Það er Gordon Lathrop sem tala en hann er einn fremsti helgisiða- fræðingur í heiminum í dag. Hann var um árabil prófesssor við Lutheran School of Theo- logy í Philadelphia í Bandaríkjunum, en hefur undanfarið kennt helgisiðafræði við ýmsa háskóla og verið ráðgjafi um helgisiðafræði m.a. á Norð- urlöndunum. Hann er Íslendingum að góðu kunn- ur því hann hefur komið hingað til fyrirlestrahalds áður og haldið námskeið. Guðfræði Uppruni altaris- sakramentisins Gordon Lathrop RÚSSIBANAR koma fram í Sláturhúsinu, nánar tiltekið Frysti- klefanum, á Egilss- stöðum í kvöld. Sveitin hefur haft hægt um sig undanfarin misseri en rýfur nú þögnina meðan harmónikusnillingurinn Tatu Kantomaa dvelur hér í nokkra daga. Rússíbanarnir munu leika efnisskrá sígildra tón- verka í bland við ný íslensk verk og heimstón- list. Sveitin er nú á tónleikaferð um Austurland sem lýkur 20. nóvember næstkomandi. Meðlimir Rússíbana eru Guðni Franzson, Tatu Kantomaa, Jón Skuggi, Kristinn H. Árnason og Matthías M.D. Hemstock. Tónlist Rússibanar spila í Frystiklefanum Rússibanar Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Súperamma og sjóræningjarnir er ný barnabók eftir Björk Bjarkadóttur og er fjórða bókin um Óla litla og ömmu hans. Amma hans Óla er sann- arlega engin venjuleg amma. Hún er amma sem getur svo að segja allt, er sterk og ráðagóð og get- ur meira að segja flogið. Hún grípur til sinna ráða þegar sjóræningjaskip stefnir að landi. „Ömmur mínar voru mjög duglegar konur. Þær straujuðu, elduðu, skúruðu og bökuðu meðan þær sögðu mér sögur. Hugmyndin að súperömmunni er ef til vill að hluta til sótt til þeirra og svo var ég afar hrifin af Línu langsokk þegar ég var lítil,“ segir Björk. Vinnur saman texta og mynd Björk er menntuð myndlistarkona og hönn- uður. Hún býr í Osló þar sem hún hefur deilt vinnustofu með öðrum hönnuðum og myndlist- armönnum síðastliðin fjögur ár og hefur unnið jöfnum höndum við hönnun, skriftir og myndlist. Núna hefur hún flutt vinnustofuna heim um stundar sakir vegna nýs fjölskyldumeðlims til þess að auðveldara sé að nýta hverja rólega stund við skriftir eða önnur verkefni. Björk er höfundur allmargra barnabóka en sú fyrsta kom út árið 1999. Hún myndskreytir sögur sínar sjálf og leggur mikla vinnu í myndirnar sem eru stórskemmtilegar, frumlegar og litríkar. „Þegar ég fæ hugmynd að sögu sé ég myndirnar strax fyrir mér. Þannig vinn ég saman texta og mynd,“ segir hún. „Ég geng oft lengi með hug- myndina í kollinum áður en hún verður að texta. Ég er svo nokkuð lengi að vinna myndirnar, geri fyrst grófa skissu og vinn svo hverja mynd í nokkra daga.“ Mikilvægar viðurkenningar Árið 2006 hlaut Björk Dimmalimm – íslensku myndskreytingarverðlaunin fyrir bókina Amma fer í sumarfrí og sama ár fékk hún vorvindavið- urkenningu IBBY fyrir framlag sitt til barna- bókmennta. Fyrir stuttu var svo bókin Allra fyrsti atlasinn minn tilnefnd á heiðurslista IBBY 2010. Hún segir þessar viðurkenningar skipta sig afar miklu máli: „Þær gefa manni kraft og mann lang- menntir fullorðna fólksins. Barnabækur eiga líka að skilja eftir góðar tilfinningar, það er gott ef í þeim er smá fyndni eða lærdómur þannig að les- andinn læri eitthvað af því að lesa þær. Mér finnst mikilvægt að börnum þyki gaman að bókinni sem þau lesa og svo hugsar maður líka til foreldranna sem munu lesa bókina fyrir börnin, best er að þeir hafi eitthvert gaman af henni líka.“ ar til að halda áfram og gera meira og enn betur.“ Um hlutverk barnabóka segir Björk. „Barna- bókahöfundar hafa mjög mikil völd og geta komið skilaboðum áleiðis á lúmskan hátt. Fyrstu sex ár- in í lífi barnsins eru þau mikilvægustu og allt sem barnið lærir og heyrir á þessum tíma hefur áhrif á það hvernig einstaklingar það verður. Svo barna- bókmenntir eru ekki síður mikilvægar en bók- Súperamma hittir sjóræningja  Ný barnabók frá Björk Bjarkadóttur  Höfundurinn er bæði rithöfundur og myndlistarmaður  Segir barnabókahöfunda hafa mikil völd Morgunblaðið/Ómar Björk „Barnabókahöfundar hafa mikil völd og geta komið skilaboðum áleiðis á lúmskan hátt.“ Er KARLSVAGNINNbara fyrir karla? spurðistelpan Gunnur ömmusína eitt sinn. Við upp- haf nýrrar skáldsögu Kristínar Mörju Baldursdóttur er Gunnur miðaldra geðlæknir sem dvelur í sumarbústað sín- um eina helgi með Hind, ung- lingsgelgju sem er henni annars algerlega óvið- komandi. Af þeirri skyldu- rækni og kurteisi sem kynslóð Gunnar var innrætt (og til að fylla upp í sjónvarpsleysið) reynir hún að halda uppi samræðum við stelp- una og fer að rifja upp bernsku sína og uppeldi. Hún leiðir Hindina með sér inn á æskuheimilið, hús ekkjunnar með hvítum dúkum og silfri (136), þær gægjast inn í fínar stofur og snyrtileg herbergi, sjá Gunni litlu engjast af þrá eftir ást móður sinnar og viðurkenningu, móðirin alltaf að vinna, skaffa, halda fjölskyldunni saman og kenna dætrum sínum mannasiði og ósérhlífni. Þær sjá Gunni á ung- lingsaldri brjótast undan valdi móð- ur sinnar og byrja nýtt líf, mörkuð af uppeldi og arfi kynslóðanna. Upprifjunin kemur róti á tilfinn- ingar beggja, ólíkt hafast þær að meðan þær alast upp og málfar þeirra undirstrikar kynslóðabilið, Hindin slettir „gekt, sorrí“, en Gunnur leiðréttir og segir skipu- lega frá. Geðlæknirinn og gelgjan ná slitróttu sambandi, gríman fellur af Hindinni, Gunnur opnar sig og gefur henni minningarnar sínar. Lokasenan er skemmtileg og tákn- ræn en svo er skyndilega allt búið, ég hefði viljað fá að vita meira sem þýðir að sagan endar á hárréttum stað. Í bókinni birtast sterkar skoð- anir á barnauppeldi Íslendinga. Fyrir nokkrum áratugum þótti best að börnum væri hampað sem minnst, þau áttu að þegja og hlýða. Vinnulúnir foreldrarnir keyptu sér frið til að geta unnið enn meira með því að senda börnin í sveit, til vandalausra og ókunnugra og svo áttu þau að bjarga sér sjálf þess á milli. Dugnaður var æðsta dyggðin, vinnan göfgaði manninn. Og van- rækslan hefur lítið breyst í gegnum árin, Hindin er mest ein heima, að borða „teikavei“, sítengd við netið, gemsann og sjónvarpið. Mamman er að vinna, pabbinn víðs fjarri. Margir hafa sinn djöful að draga eftir misjafnlega gott uppeldi og at- læti í bernsku og eru jafnvel mörg ár að tjasla saman sjálfsmyndinni. Í Karlsvagninum er bernska fortíð- arinnar sem svo oft hefur verið lof- uð í bókmenntunum svipt nostalg- ískum ljóma sínum, þetta er saga mæðra og dætra sem komast af þrátt fyrir uppeldið. Skáldsaga Karlsvagninn bbbmn Eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur Mál og menning 2009. 176 bls. STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR BÆKUR Mæður og dætur Bernsk Kristín Marja Baldursdóttir veltir fyrir sér bernsku og barna- uppeldi í nýjustu bók sinni. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.