Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Einherji

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Einherji

						? #
III árg.
Siglufirði, Föstudaginn 19. jan. 1934
3. tbl.
Bæjarstjórnar-
kosningarnar.
Hinni hörðu kosningahrið er lok-
ið og menn draga andann aftur ró-
lega. Víman er rokin úr höfðum
manna, og þeir flokkar, er lánuðu
kjósendum pólitísk gleraugu. hafa
heimtað þau aftur og skulu þau
geymd tiljnæstu kosninga. Kosning-
in fór á þessa leið:
A.  listinn, Alþýðuflokkurinn, kom
að tveimur mönnum,
Gunnlaugi Sigurðssyni. verkam.
Jóh, F. Guðmundssyni, kaupm.
B.  listinn, Framsóknarflokkurinn,
kom að tveimur mönnum:
Pormóði Eyólfssyni, konsúl
Andrési Hafliðasyni, kaupmanni.
C.  listinn, Sjálfstæðisflokkurinn,
kom að þremur mönnum:
O. J. Hertervig, bakarameistara
A. Schiöth lyfsala
Sveini Hjartarssyni, kaupmanni.
D. listinn, Kommúnistaflokkurinn,
kom að tveimur mönnum:
Gunnari Jóhannssyni, verkam.,
Póroddi Guðmundssyni, verkam.
Alþýðuflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn fengu þá fulltrúatölu er
þeir bjuggust við að fá. Sjálfstæð'
isflokkurinn fékk þá fulltrúatölu
sem hann þráði að fá en treysti
aldrei á að fá, og Kommúnistar
fengu að minnsta kosti einum full-
trúa færra, en þeir þóttust vissir um
að fá. Tókst Sjálfstæðismönnum
furðu vel við þassar kosningar, að
klæða gamlan flatsængurfélaga sinn
úr skyrtunni og er það líklega í
fullu samræmi við „principið".
Hrakiarir Kommúnista við þessar
kosningar, sýna ljóst að þeir hafa
lifað sitt fegursta í þessum bæ, mun
þeim héðan af hver dagur öðrum
verri unz yfir líkur.
Fiprir nýirmenn, þeir A. Schiöth,
Póroddur  Guðmundsson,   J.  F.
Guðmundsson og Sveinn Hjartar-
son, bætast í bæjarstjórnina við
þessar kosningar og þó reyndar
fimm, ef Gunnar Jóhannsson er
talinn með, en hann hefir áður all-
mikið starfað xem varamaður. Á
viðhorfi þessara manna til stórmála
þeirra, er fyrir liggja, veltur mikið.
Pess er að vænta að þeir meti meira
heill bæjarfélagsinsí heild en flokka-
pólitík. Tíminn mun leiða í Ijós,
hvert happ bærinn hefir hlotið við
að þessir menn voru kosnir til þess
að stjórna málum hans.
Sveinn Benediktsson
o£ Rikisverksmiðjan.
Eg sat og hlustaði á tilkynningar
í Utvarpinu.  Hvað heyrði eg?
Sveinn Benediktsson er útnefndur
með  öðrum  manni  í  Ríkisverk-
7
smiðjustjórnina af dóms- og atvinnu-
málaráðherranum Magnúsi Guð-
mundssyni.
Eg sat lengi og hugsaði.
Hvað er hér að gerast?
Eg sáekki í gegnum orsakavefinn,
en afleiðingarnar urðu mér ljósar.
Pessi spurning kom fram í huga
mínum:
Hverskonar maður er Magnús
Guðmundsson? Er honum sama
um eitt og allt. Er honum sama
um Ríkisverksmiðjuna, þetta fjör-
egg verkafólks og sjómanna og þjóð-
arinnar í heild. Magnús Guð-
mundsson veit eins vel og Siglfirð-
ingar um sögu Sveins Benedikts-
sonar hér norður frá fyrir tæpum
tveimur árum. Magnús Guðm. veit
að Sveinn Ben. svívirti okkur í orð-
um og skrifum.
Magnús Guðmundsson veit að
Sveinn Iagði fram alla sína krafta
til að svívirða og eyðileggja einn
okkar bezta mann. Sveirin sagði á
fundi Verkamannafélags  Siglufjarð-
ar, er haldinn var í Kvennfélagshús-
inu á Siglufirði vorið 1932: „Ef
þið látið ekki að orðum mínum hér
í dag, þá skal ykkur iðra þess
síðar".
Á sama tíma fór hann (Sveinn)
svívirðilega bak við okkur verka-
menn, og ætla eg að geyma að
útskýra það í þetta sinn.
Pað kann að gefast tækifæri til
þess síðar. Sveinn Ben. stendur
fullkomlega ber og nakinn samt.
Pað var engu líkara en Sveinn ætti
verksmiðjuna og allt sem henni
fylgdi, eftir orðum hans og athöfn-
um að dæma. Hann leit aðeins á
tvær stærðir, sjálfan sig og Ríkis-
verksmiðjuna.
Magnús Guðmundsson hlýtur að
muna hvað hann gerði þá, eftir
allt það þóf og þjark. Hann lét.
Svein Ben. biðja um Iausn úr Rík-
isverksmiðjustjórninni ogveitti íausn-
ina. En kátlegur skrípaleikur var
það. -
Pá var Magnús svo skynsamur
að hann sá, að ef hann léti Svein
sitja áfram í stjórninni og stöðva
verksm. eins og hann.sagði mér og
öðrum að hann gæti, mundi hann (M.
G.) eyðileggja atvinnu og lifsbjörg
fyrir þúsundum manna.
Pað vita allir skynbærir menn,
sem hugsa nokkuð, bvað stórkost-
legur atvinnuvegur síldarútvegurinn
er í mörgum árum.
Hefði Sveinn Ben. getað stöðvað
Ríkisverksmiðjuna af eintómum
strákskap og illum hvötum sumarið
1932, þá hefði sjávarútvegurinn og
þjóðin í' heild beðið ómetanlegt
tjón, því útkoman varð dágóð það
haust.
Pað þarf ekki að útskýra það fyr-
ir þeim sem vilja fylgjast með. Pað
eru síldarverksmiðjurnar sem skapa
atvinnu við síldarsöltunina eins  og
nú er komið með hótfyndni útlend-
inga á síldinni.  Hvað ættu skipin
að gera við alla  þá  síld  sem  út-
lendingarnir ekki vilja?  Fara með
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4