Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 ✝ Ólafur TryggviJónsson var fæddur í. Hólmi í Austur-Land- eyjahreppi í Rang- árvallasýslu 29. maí 1922. Hann lést á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Lundi, Hellu, fimmtudaginn 3. desember 2009. Foreldrar hans voru Jón Árnason, bóndi á Hólmi í Aust- ur-Landeyjarhreppi, Rangárvallasýslu, f. 7. mars 1885 á Skíðbakka A- Landeyjum, d. 14. október 1964, og Ragnhildur Runólfsdóttir, f. 26. október 1889 á Fossi, Hvamms- hreppi, V-Skaftafellssýslu, d. 5. desember 1986. Systkini Ólafs Tryggva: Ragnar Hólm, f. 27.12. 1914, d. 9.6. 2001, Guðmundur, f. 26.2. 1916, d. 19.7. 1964, Ingólfur, f. 25.6. 1920, Árni, f. 12.5. 1926, d. 29.07. 2008 og Ásta, f. 16.8. 1927. Ólafur kvæntist 26. nóvember 1949 Magneu Helgu Ágústsdóttur f. 16. janúar 1926, d. 28. september 1998 frá Hemlu í Vestur- Landeyjum. Börn þeirra eru: 1) Ágúst Ingi Ólafsson f. 2.1. 1949 giftur Sóley Ástvaldsdóttur f. 23.1. 1951 og eiga þau þrjú börn. Sig- rún f. 1969, Ástvaldur Óli f. 1971 og Magnús f. 1977. 2) Ragnhildur Ólafsdóttir f. 20.3. 1950 gift Sæ- mundi Sveinbjörnssyni f. 5.3. 1945 og eiga þau tvö börn. Sveinbjörn f. 1970 og Ingibjörg f. 1971. Útför Ólafs Tryggva verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, föstudaginn 11. desem- ber og hefst athöfnin kl. 11:30. Hann Óli frá Hemlu kvaddi hljóð- lega sína samferðamenn 3. desember síðastliðinn. Hans verður minnst af mörgum. Mig langar að deila með ykkur tveimur minningarbrotum: Það fyrra er nokkuð gamalt. Afburða góður hestur í minni eigu, Jörundur, hafði fengið sinn dóm. Fella þurfti hestinn og var það engum auðvelt. Hann tengdafaðir minn hafði ofan af fyrir mér og við ræddum heima og geima. Þannig fór hann að því að láta mig gleyma stað og stund. Seinna minningarbrotið er frá því í nóvember síðastliðnum. Óli hafði verið óvenju hress í nokkra daga. Hann hringdi í son sinn Ágúst Inga og bað hann að koma til sín, ekki eftir hádegi sam- kvæmt venju, heldur „núna“ sem við gerðum. Um klukkan tíu um morgun vorum við hjá Óla, þann 21. nóvem- ber, hann ótrúlega hress og glaður. Það kom til tals að fara í bíltúr í Land- eyjar eða hvert sem væri. Úr varð að við fórum upp í Gunnarsholt og niður hjá Keldum. Óli mætti á réttum tíma í mat á heimili sínu, Dvalarheimilinu og hjúkrunarheimilinu á Hellu. Þar naut hann umhyggju, hlýju og virðingar síðastliðin tíu ár. Hann fór ekki troðn- ar slóðir, setti mark á sína samferða- menn. Við erum ef til vill ætíð að læra í lífinu en það er eitt sem er víst með það „að fæðast og deyja“, það vitum við. Stóri eða litli kaflinn þar á milli er það sem skiptir máli. Hann þarf að vera góður. Kveðja og þakkir fyrir samfylgdina. Sóley Ástvaldsdóttir. Hann var kallaður Óli í Hemlu, hann afi. Þar stunduðu hjónin Ólafur og Magnea umfangsmikla hrossa- rækt á myndarlegu býli sem var æskuheimili ömmu Möggu. Þar var gott landrými og stórkostlegt útsýni til allra átta. Samhliða hrossarækt- inni ráku þau fjárbúskap sem og kúabúskap framan af. Þeir voru margir sem höfðu kynnst afa í gegn- um hrossaræktina hvort sem var í næstu sveitum eða fjær. Á áttunda áratugnum tóku að birtast erlendir hestakaupmenn í Hemlu. Það var dá- lítill ævintýrabragur yfir því. Ekki vitum við til þess að afi hafi verið tungumálamaður en það virtist engu skipta. Afi var annars bóndi af gamla skólanum, hafði lært af því að vinna. Hann var alinn upp við bústörf að Hólmi í Austur-Landeyjum ásamt fimm systkinum. Fjórum þeirra kynntumst við vel, Ragnari, Ingólfi, Árna og Ástu en Guðmundur lést ungur að aldri. Fögur söngrödd ein- kenndi þá bræður. Afi söng reyndar ekki oft svo við heyrðum til en það er aðeins um ár síðan hann tók lagið, Fósturlandsins Freyja, ásamt félaga sínum Braga á Dvalarheimilinu Lundi. Það var yndisleg stund. Ásta, eina stelpan í hópnum á það svo til að bresta í ljóðaupplestur á miðju eld- húsgólfinu. Þannig unna þau öll list- inni á einn eða annan hátt dugnaðar- fólkið frá Hólmi. Afi lærði málaraiðn og var meistari í þeirri grein. Af- bragðs handbragð var á öllu hans málverki. Okkur krökkunum þótti stofan í Hemlu vera sú litríkasta og flottasta á landinu. Hún var tvískipt með rauðu lofti öðrum megin og bláu hinum megin. Afi sá ávallt til þess að bæði íbúðarhús og útihús væru fal- lega máluð í hvítu og rauðu og fór vel á því þar sem húsin standa uppi á hæð skammt frá þjóðvegi nr. 1. Þeir vissu það líka sem þekktu hann afa að hann vildi hafa liti í lífinu. Dag einn til- kynnti afi okkur krökkunum að við þyrftum öll að koma með honum út í hestahagann. Þar beið okkar nokkuð óvænt. Hann hafði valið folald fyrir hvert og eitt okkar. Folöldin höfðu hvert sitt sérkenni, þannig að auðvelt var fyrir okkur að þekkja þau af löngu færi. Folald þess yngsta var hryssa og þar með var kveiktur ræktunará- huginn í þeim stutta. Við lærðum margt í sveitinni, bæði hin ýmsu verk og að unna náttúrunni. Að liggja í Sól- eyjarhafi lengst úti á túni í Hemlu og horfa upp í himininn var engu líkt. Strákarnir þrír í hópnum voru snemma ráðnir vinnumenn hjá afa og ömmu. Það kitlaði taugarnar að fá að aka vinnuvélunum og þótti gott að fá að taka til hendinni. Afi var útsjón- arsamur við búskapinn og við minn- umst þess þegar hann útbjó sér for- láta krókstaf úr plaströri, nokkurra metra langan, til að krækja í lömb sem átti að marka. Gjarnan vorum við krakkarnir svo sendir á eftir þeim sem hann ekki náði með stafnum. Þúfnahlaup í sauðburði og smala- mennsku varð síðar ágætis undir- staða undir frjálsíþróttaiðkun nokk- urra okkar. Afa þótti varið í að fólk stundaði íþróttir og skorti ekki hvatn- ingu frá honum þegar á þurfti að halda til að styrkja sjálfstraustið.Við kveðjum afa með söknuði. Góðu minningarnar lifa lengi. Sigrún, Sveinbjörn, Óli, Ingibjörg og Magnús. Meira: mbl.is/minningar Ólafur Tryggvi Jónsson ✝ Valbjörn J. Þor-láksson fæddist á Siglufirði 9. júní 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, 3. desem- ber 2009. Foreldrar hans eru Ásta Júl- íusdóttir fædd á Valabjörgum í Helgafellssveit, Snæ- fellsnesi, árið 1900, d. 1970, og Þorlákur Anton Þorkelsson, fæddur á Húns- stöðum í Stíflu, Skagafirði árið 1897, d. 1980. Hálfsystkini Valbjarnar sammæðra eru Unnur Sigurðardóttir, f. 1919, d. 2000, Brynhildur Olgeirsdóttir, f. 1921, Stella Erna Hansen, f. 1923, d. 1931 og Reinharð V. Sig- urðsson, f. 1927. Alsystkini Val- bjarnar eru Stella Borgþóra, f. 1931, Sigurður Þorkell Zetó, f. 1930, d. 2009, Anna Sigríður, f. 1937, d. 2006, Hanna Sólveig, f. 1937, d. 1995 og Páll Róbert, f. 1943. Börn Valbjarnar eru: 1) Magnús Valur Albertsson, f. 1954, ætt- leiddur, móðir Þóra Filippía Árna- dóttir, maki Guðný Guðmunds- dóttir, börn: a) Albert Þór, maki Valbjörn ólst upp á Siglufirði fram að unglingsárum er fjöl- skyldan flutti til Keflavíkur. Hann stundaði frjálsíþróttir meira og minna alla sína ævi, æfði hjá ÍR, Ármanni og KR og hafði þá skoð- un að íþróttamenn ættu að keppa fyrir þau félög sem besta aðstöðu veita. Valbjörn var einn fremsti íþróttamaður Íslendinga á liðinni öld í tugþraut og sérstaklega stangarstökki, en þess má geta að fyrstu stöngina sína tálgaði hann úr árarblaði. Valbjörn var kosinn íþróttamaður ársins árin 1959 og 1965, sama ár og hann varð Norð- urlandameistari í tugþraut. Hann tók þátt í þrennum Ólympíu- leikum, Róm 1960, Tókýó 1964 og Mexíkó 1968. Í mörg ár var Val- björn þjálfari af hugsjón hjá Ár- manni og KR og var vinsæll og dáður af ungu kynslóðinni. Val- björn starfaði í Sundhöll Reykja- víkur og rak Mini-golfvöll á Skóla- vörðustíg á sínum yngri árum. Hann starfaði einnig á Laug- ardalsvellinum áratugum saman og er Valbjarnarvöllur nefndur eftir honum. Það var gert eftir að hann varð heimsmeistari í flokki öldunga í tugþraut í Hannover í Þýskalandi árið 1979, þá 45 ára að aldri. Útför Valbjarnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 11. desember, og hefst athöfnin kl. 11. Lóa Dagbjört Krist- jánsdóttir, börn: Daniel Victor og Magnús Valur. b) Berglind, maki Valdi- mar Þór Svavarsson, barn: Guðni Þór. c) Sigrún Ýr, maki Gunnar Rafn Borg- þórsson, börn: Embla Dís og Borgþór. d) Magnús Árni. 2) Bryndís, f. 1957, móðir Guðlaug Gunn- arsdóttir, maki Gunn- ar R. Gunnarsson. 3) Hrafnhildur Hákonardóttir, f. 1959, ættleidd, móðir Þorgerður Rósa Sigurðardóttir, maki Gunnar Kvaran, börn: Hildur, Sigurður Þór og Rósa Sigurðarbörn. 4) Ást- ríður Sigríður, f. 1960, móðir Guð- rún Sigurðardóttir, d. 1994, maki Árni Ingi Garðarsson, börn: Sig- urður Andri og Elín Bríta Sig- valdabörn. 5) Guðrún Linda, f. 1969, móðir Sigríður Bachmann Egilsdóttir, maki Friðgeir Guð- mundsson, börn: Gísli Þór, Sigríð- ur Erla og Páll Ingi. 6) Herdís, f. 1972, móðir Halla Guðrún Ingi- bergsdóttir, maki Lúðvík Guð- jónsson, börn: Dimmey Rós og Daníel Hallur. Minningar streyma fram þegar ég minnist góðs látins íþrótta- félaga til áratuga, Valbjörns J. Þorlákssonar stangarstökkvara og tugþrautarkappa. Hann fæddist á Siglufirði. Þaðan bárust sögur af ungum og efnilegum íþróttamönn- um s.s. séra Braga Friðrikssyni sem tók sveinamet af sjálfum Gunnari Huseby og þar var Frið- leifur Stefánsson, síðar tannlækn- ir, sem fylgdi Vilhjálmi Einarssyni eftir í þrístökkinu framan af. Og þarna var Valbjörn en hann hélt áfram, fluttist suður til Keflavíkur. Þar hóf hann að æfa frjálsar íþróttir, einkum stangarstökk. Framfarir hans urðu skjótar. Árið 1957 bætti hann stangarstökksmet Torfa Bryngeirssonar sem var eitt hið besta í Evrópu á sínum tíma. Hæst stökk Valbjörn 4,50 m árið 1961 en heimsmetið var þá 4,80 m. Það frábæra afrek vann hann á stálstöng. Upp frá þessu fóru að koma trefjastangir sem þeyttu mönnum upp og yfir rána og þá fóru að koma þykkar lendingar- dýnur í stað sandhrúgu til að lenda í og atrennubrautir úr gervi- efnum. Við þetta gjörbreyttust öll afrek. Árið 1962 bætti Valbjörn frægt met Arnar Clausen í tugþraut en Örn var á sinni tíð (1949-1951) einn þriggja bestu tugþrautar- manna í heimi. Met Arnar var þá Norðurlandamet. Árið 1965 varð Valbjörn Norðurlandameistari í tugþraut. Tvívegis var hann kjör- inn íþróttamaður ársins þ.e. 1959 og 1965. Síðar varð hann heimsmeistari öldunga. Ótal sinnum keppti hann á alþjóðlegum stórmótum og sigr- aði margsinnis sem og í lands- keppnum. Íþróttaiðkun og keppni hélt hann áfram laust fram yfir sl. aldamót. Fullyrða má að enginn hafi oftar orðið Íslandsmeistari en hann, að líkindum eitthvað á annað hundrað sinnum. Ég minnist áranna með Valbirni með hlýju. Við æfðum og kepptum saman utanlands og innan í ára- tugi. Af hans hálfu var aldrei neinn hávaði. Eina vesenið í kring- um hann var þegar verið var að þvælast um með stöngina hans, nær 6 metra langa, á milli staða erlendis í flugvélum, lestum og leigubílum. Fyrir kom þegar verst lét að maður hugsaði, af hverju velur maðurinn sér ekki aðra keppnisgrein? Þegar allt var svo í höfn var öllu slegið upp í hlátur og grín, en slíkur andi var jafnan ríkjandi meðal frjálsíþróttamanna og er vonandi enn. Valbjörn var áhugasamur um sólböð. Þá var hann kvennagull. Það þótti honum ekki verra. Minn- isstætt er það frá aðstöðuleysinu fyrrum daga þegar opnaður var gluggi á gafli ÍR-hússins til þess að reka stangarendann út um svo fengist lengri atrenna. Þá kom nýtt met 3,90 m. Þessi mikli keppnismaður átti við van- heilsu að stríða allra síðustu árin og nú er hann allur. Eftir standa góðar minningar um frábæran íþróttamann og góðan félaga. Hafðu þökk fyrir samveruna. Það veit ég að ég mæli fyrir hönd ÍR- inga og annarra frjálsíþrótta- manna. Blessuð sé minning þín. Jón Þórður Ólafsson Kveðja frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands Fallinn er frá einhver mesti íþróttamaður Íslands fyrr og síðar. Valbjörn Þorláksson var í hópi fjölhæfustu íþróttamanna Evrópu í stangarstökki og tugþraut, og keppti fyrir Íslands hönd á þrenn- um Ólympíuleikum, í Róm 1960, í Tókyó 1964 og Mexíkó 1968. Val- björn náði einnig þeim árangri að verða Norðurlandameistari í tug- þraut, auk þess að ná þeim merka áfanga að vera kjörinn Íþrótta- maður ársins tvisvar, árin 1959 og 1965. Raunar er ekki síður athygl- isvert að hann átti eitt af sex efstu sætunum í því kjöri fyrstu tíu árin sem viðurkenningin var veitt. Afreksferill Valbjörns var lengri en hefðbundið má teljast, og sem slíkur fyrirmynd þess að viðhalda líkamlegu atgervi. Hann varð heimsmeistari í flokki öldunga, sem segir meira en margt annað um langan og gæfu- ríkan íþróttaferil. Í kjölfar þess af- reks var nefndur eftir honum keppnisvöllur í Laugardal honum til heiðurs, en hann hafði starfað um áratugaskeið í Laugardalnum í nánum tengslum við þær íþróttir sem höfðu staðið honum nærri- .Valbjörn var glæsilegur íþrótta- maður sem íslensk íþróttahreyfing horfir nú á bak með söknuði. Fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíu- sambands Íslands sendi ég að- standendum samúðarkveðjur. Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ. Valbjörn Þorláksson var góður félagi og vinsæll íþróttamaður, innan vallar sem utan. Á sjötta áratugnum var stangarstökkið hans aðalgrein og var hann í hópi ÍR-inga sem náðu góðum árangri á alþjóðamælikvarða á þeim árum. Einn félagi hans úr ÍR og íslenska landsliðinu, Kristján Jóhannsson langhlaupari, skrifaði um Valbjörn í bók sinni Fimmtán íþróttastjörn- ur. Þar segir frá keppnisferðum um Evrópu þar sem Valbjörn var jafn- an í fremstu röð. Í keppni á Stock- holms Stadion hafði Vilhjálmur Einarsson sigrað í þrístökkinu og nú var komið að stangarstökkinu þar sem bestu Svíarnir og sterkur Bandaríkjamaður voru meðal keppenda. „Ég fylgi Valbirni eftir með augunum, þar sem hann gengur meðfram atrennubrautinni með stöngina í annarri hendi. Vöðvarnir hnyklast undir sól- brenndri húðinni. Hér vinna sam- an kraftur og mýkt. Þarna fer „hinn gríðarsterki Íslendingur“ eins og einn blaðamaðurinn í Stokkhólmi hafði skrifað daginn áður. Allra augu mæna á Valbjörn. Guðmundur Þórarinsson þjálfari hans kallar: „Já, bara ákveðinn“. Piltur kinkar kolli, mundar stöng- ina, lítur fram á brautina, bíður augnablik, en hleypur síðan af stað, léttum, fjaðurmögnuðum skrefum. Atrennuhraðinn vex og á hárréttu augnabliki stingst endi stangarinnar í kassann. Á fáum sekúndubrotum gerist margt. Líkaminn sveiflast upp, sveigður í boga. Þá kemur snún- ingurinn, stökkvarinn stendur næstum því á höndum og fæturnir vísa hátt upp og yfir slána. Nú spyrnir Valbjörn við stönginni af öllu afli, fæturnir taka að falla nið- ur og líkaminn er í bogmyndaðri stellingu yfir slánni; þetta er hættulegasta augnablik stökksins. Skyldi Valbjörn rífa með sér slána? Nei, hann sleppur – fellur niður í mjúkt sagið – stöngin fer sína réttu leið, en ráin er kyrr og það glampar á hana í kvöldsólinni. Fagnaðaróp kveða við frá áhorf- endum, en við strákarnir hlaupum til Valbjarnar og óskum honum til hamingju. Drengurinn er hinn rólegasti, slær öllu upp í grín, en við vitum, að undir niðri er hann innilega glaður yfir hinu nýja Íslandsmeti. Útlendingarnir komast ekki yfir þessa hæð (4,40) og litlu síðar stendur Valbjörn á hæsta verð- launapallinum og hlýtur mikið lófatak frá hinum sænsku áhorf- endum.“ Valbjörn keppti síðar fyr- ir Ármann og KR en átti góða fé- laga í öllum félögum. Við ÍR-ingar erum stoltir yfir afrekum Val- björns sem ÍR-ings og þökkum hinar fjölmörgu góðu stundir sem við áttum með þessum fjölhæfa íþróttamanni. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd Frjálsíþróttadeildar ÍR, Gunnar Páll Jóakimsson. Valbjörn J. Þorláksson  Fleiri minningargreinar um Val- björn J. Þorláksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Andlátstilkynningar HELGARÞJÓNUSTA - andlátstilkynningar í mánudagsblaðið eru eingöngu bókanlegar á mbl.is frá kl. 18:00 á föstudegi til kl. 12:00 á sunnudegi Slóðin er: http://mbl.is/mogginn/andlat/form/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.