Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Ljósmynd/Aino Huovio
Alþýðumaður Eirík Örn Norðdahl segir íslensk stjórnmál taka smám saman á sig mynd geðveiki 
þegar fylgst er með þeim utan úr heimi en Eirík hefur búið í Finnlandi undanfarin ár.
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
ÞAÐ hefur verið ríkuleg uppskera af hrunsbókum
fyrir þessi jól og þá af öllum stærðum og gerðum.
Í því safni sker sig nokkuð úr skáldsagan Gæska
eftir Eirík Örn Norðdahl, en hún fléttar saman
ævintýri og grjótharðri pólitík svo úr verður
býsna beitt ádeila á græðgisamfélagið sem við lif-
um og hrærumst í.
Að þessu sögðu segist Eiríkur Örn ekki hafa
lagt upp með það að skrifa bók um hrunið sem
slíkt. ?Ég byrjaði að skrifa bókina dágóðu fyrir
hrun, en hrunið gerði hálfgerða innrás í bókina,
enda átti hún að vera samtímaskáldsaga með
stjórnmálamenn sem aðalpersónur og hlaut því að
taka mið af pólitískum raunveruleika og þegar sá
veruleiki breyttist varð bókin að breytast.
Burtséð frá því hvort hægt sé að greina hrunið
sem slíkt þá er ekki hægt að hunsa það. Ef maður
er að skrifa samtímaskáldskap þá verður ekki
komist hjá því, það er fíllinn í stofunni og ef þú
nefnir það ekki þá hefur þér mistekist. Hrunið er
þrúgandi nærvera sem allir þurfa að takast á við.?
Eiríkur hefur búið í Finnlandi undanfarin ár og
fylgst með íslenskri pólitík úr fjarlægð og um þá
pólitík hugðist hann fjalla og það hvernig hún
birtist honum sem pólitísk móðursýki, ?enda taka
íslensk stjórnmál smám saman á sig mynd geð-
veiki þegar maður fylgist með henni utanfrá,?
segir Eiríkur. Hann þekkir til stjórnmálavafsturs
hér á landi þar sem hann hefur tvívegis farið í
framboð. ?Ég hafði mikinn áhuga á stjórnmálum
sem unglingur og mig langaði til að hafa áhrif í
samfélaginu,? segir Eiríkur og rifjar upp það er
hann skrifaði grein fyrir sameiginlegt framboð
vinstriflokkanna: ?Ég notaði orði ?alþýða? í grein-
inni, en ritstjóri kosningablaðsins sagði mér að
taka það orð út vegna þess að það samsamaði eng-
inn sig því hugtaki lengur,? segir Eiríkur og hlær
við, en hann var í framboði fyrir sameiginlegt
framboð Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.
Þrúgandi nærvera
L50098 Eirík Örn Norðdahl fléttar saman ævintýri og grjótharðri pólitík í Gæsku
L50098 Þegar pólitískur raunveruleiki breyttist varð bókin að breytast
64
Menning
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009
JÓLASPJALL Þjóðfræðistofu
fer fram í dag kl. 13 í Bragg-
anum á Hólmavík. Þar verður
miðlað af rannsóknum, leikin
tónlist, sýndar kvikmyndir,
haldið upp á nýjar útgáfur og
höfundarnir Vilborg Davíðs-
dóttir og Eiríkur Örn Norð-
dahl lesa upp. Á dagskrá er
m.a. erindi Kristins Schram,
forstöðumanns Þjóðfræði-
stofu, Óli Gneisti Sóleyjarson
segir frá bók sinni Eve Online, Jón Þór Pétursson
þjóðfræðingur segir frá mastersverkefni sínu um
íslenska matarhefð og Katla Kjartansdóttir segir
frá samtímasöfnun á leikjum íslenskra barna.
Frekari upplýsingar á www.icef.is.
Hugvísindi
Þjóðfræðistofa með
spjall í Bragganum
Kristinn Schram
KÓR Hjallakirkju undir stjórn
Jóns Ólafs Sigurðssonar og
Kvennakór við Háskóla Ís-
lands undir stjórn Margrétar
Bóasdóttur syngja aðventu- og
jólalög í Hjallakirkju á morg-
un, sunnudag, kl. 11.
Einsöng syngja þau Kristín
Ragnhildur Sigurðardóttir og
Árni Jón Eggertsson. Kórarnir
syngja hvor fyrir sig og saman,
einnig er almennur söngur og
upplestur sem séra Íris Kristjánsdóttir stjórnar. 
Aðfangadag jóla kl. 23.30 eru Jólasöngvar í
Hjallakirkju. Kammerkór kirkjunnar syngur jóla-
lög og jólasálma. Erla Björg Káradóttir syngur
ásamt kórnum. Aðgangur ókeypis á báða viðburði.
Tónlist
Aðventu- og jólalög
í Hjallakirkju
Jón Ólafur 
Sigurðsson
ÁRLEGIR jólatónleikar
Kammersveitar Reykjavíkur
verða haldnir í Áskirkju á
morgun, sunnudag. Þau leiðu
mistök urðu í frétt hér í blaðinu
í gær að rangur tími var gefinn
upp, en tónleikarnir hefjast
klukkan 17.00.
Á efnisskrá tónleikanna eru
þrír af Brandenborgarkons-
ertum J.S. Bachs, annar, fjórði
og fimmti konsertinn.
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari hefur leitt Kamm-
ersveitina allar götur frá stofnun hennar, árið
1974. Verða þetta kveðjutónleikar hennar sem
leiðtogi hópsins en Rut mun leika einleik í fimmta
konsertinum.
Tónlist
Kammersveitin
leikur í Áskirkju
Rut Ingólfsdóttir
L
iggur hér Þórbergur. Lifði í
fátækralandinu. Dó í for-
heimskunarlandinu. Dó í
forheimskunarlandinu.?
Þetta er grafskriftin sem Þórbergur
Þórðarson ákvað 53 ára gamall að
ætti að klappa á minningarmarkið á
gröf sinni. ?Var þetta nokkuð grín??
spyr Pétur Gunnarsson rithöfundur í
seinna bindi ?skáldfræðisögu? sinnar
um Þórberg. Pétur segir að þannig
hafi því áreiðanlega verið tekið, og
segir að upp í hugann komi fræg um-
mæli Margrétar, konu Þórbergs, sem
féllu síðar: ?Að þú skulir ekki
setur í samhengi á ferskan og upplýs-
andi hátt.
ÞÞ ? í forheimskunarlandi er rós í
hnappagat Péturs Gunnarssonar.
Bækurnar renna áreynslulaust inn í
höfundarverk Péturs, stílbrögðin eru
hans, rétt eins og persónuleg röddin
og frásagnartæknin, sem er svo
vandlega undirbyggð heimildum.
Fyrri hluti verksins var mjög góður
en hér hefur Pétur bæði sterkari tök
á frásagnaraðferðinni og nær texti
hans meira flugi. Útkoman er mikið
listaverk um einstakan rithöfund.
um og samtölum, en merkilegt er til
að mynda að lesa um þá grimmd er
Margrét sýndi, er hún meinaði Þór-
bergi að hafa samskipti við dóttur
sína og barnabörn. 
Auk dagbóka Þórbergs sjálfs vitn-
ar Pétur mikið í dagbækur Þóru Vig-
fúsdóttur, eiginkonu Kristins E.
Andréssonar, er þau eru lykil-
persónur í verkinu og endurspegla til
að mynda sálarlíf vinstrimanna á
landinu í tíð Þórbergs. Eitt megin-
þema verksins eru einmitt stjórn-
málaskoðanir Þórbergs, sem hélt
lengur en flestir í ofurtrú á Sovét-
ríkin og Stalín. Pétur hlífir kollega
sínum ekkert í þeirri umræðu, heldur
dregur fram átökin sem Þórbergur á
í við skoðanabræður, andstæðinga og
sjálfan sig.
Þá blandast inn í umræðuna tog-
steitan milli Þórbergs og Halldórs
Laxness, Unuhús, Erlendur húsráð-
andi og vinahópurinn sem sækir
hann heim spila stóra rullu í verkinu,
og þá veltir Pétur vissulega vöngum
yfir verkum Þórbergs, metur þau og
er vitnað í fræðibækur, skáldverk
Þórbergs og annarra, viðtöl við hann
og ræður, og líka samtöl sem Pétur
hefur átt við fólk sem þekkti Þór-
berg. Upplýsingarnar eru marg-
breytilegar og hjálpa lesandanum við
að skilja ólíkindatólið Þórberg betur.
Sumt er fyndið, annað beinlínis átak-
anlegt, eins og lýsingar á síðustu ferð
Þórbergs heim í Suðursveit, þar sem
hann vildi deyja. Hann vildi ekki snúa
til Reykjavíkur en á flugvellinum á
Fagurhólsmýri vindur sér að lokum
að honum bláókunnugur maður,
?tekur hann í fangið og ber hann
grátandi út í vél?.
?Ég fór á eftir honum út í flugvél
og kvaddi þar. Það segi ég satt þetta
er erfiðasti dagur sem ég hef lifað,?
rifjaði húsfreyjan á Hala upp.
Samskipti Þórbergs og eiginkonu
hans eru furðuleg, svo ekki sé meira
sagt. Margrét Jónsdóttir hefur verið
ólíkindatól. Afbrýðisöm, stjórnsöm,
tillitssöm, kona sem stuðlaði að nauð-
synlegum starfsfriði listamannsins.
Allar þessar hliðar birtast í frásögn-
skammast þín að vera kominn ? og
það lifandi!?
Pétur sækir titla bókanna tveggja
um Þórberg í þessa grafskrift. Í
þeirri fyrri fylgdumst við með upp-
vexti rithöfundarins í Suðursveit,
baslinu í Reykjavík og þegar hann
stígur fram sem
rithöfundur.
Í ÞÞ ? í for-
heimskunarlandi
er fjallað um
seinni hluta ævi
Þórbergs, verk
hans, fjölskyldu,
skáldbræður, vini,
skoðanir hans og
menningar-
ástand. Og það verður að segjast eins
og er, að þetta er í alla staði frábær
bók. Skrifuð af hlýju og umhyggju
fyrir viðfangsefninu, en jafnframt af-
ar upplýsandi, einstaklega vel byggð
og bráðskemmtileg. 
Höfundurinn sækir heimildir víða.
Dagbækurnar sem Þórbergur hélt í
rúm 65 ár eru mikilvægar en einnig
Skáldfræðisaga
ÞÞ - í forheimskunarlandi.
bbbbb
eftir Pétur Gunnarsson.
JPV útgáfa 2009. 312 bls.
EINAR FALUR 
INGÓLFSSON
BÆKUR
Listaverk um einstakan höfund
Pétur ÞÞ - í forheimskunarlandi er
?í alla staði frábær bók.?
Í
ljóðinu ?Sigfús Daðason í end-
ursýn? veltir ljóðmælandinn í
bók Gunnars M.G., Milli
barna, fyrir sér erfiðleikunum
sem skópu skáldið og tíðarandanum
sem ?krafðist af víðsýnum manni /
þröngsýni, alger-
ar trúarhlýðni //
við þröngsýni...?
Og í lokin er staðið
yfir gröf skáldsins
og vonað að grafið
hafi verið djúpt:
?æviverk skálds
dregur að sér fleiri /
og fleiri orð.?
Það kemur ekki á óvart að Gunnar
yrki um Sigfús Daðsson. Ljóðmálið
minnir að sumu leyti á Sigfús, og
einnig á Geirlaug Magnússon; það er
kaldhamrað, klippt og skorið. Þó án
íróníunnar sem er undirliggjandi hjá
þeim eldri. Þetta er ?lærður? ljóð-
heimur, fræðilegur, og skáldið leikur
með skáletur og feitt, sviga og horn-
klofa, reynir gjarnan á tungumálið ?
og oft þannig að aðgangur að ljóð-
heiminum verður vandfundinn.
Yrkisefnin eru þó þjóðleg. Bókin
hefst með sex ljóðum sem virðast
sprottin af útvarpsþætti Björns Th.
Björnssonar um Þingvelli. Í lokaljóð-
inu hefur ljóðmælandi ?verið áhorf-
andi ekki ljósmyndar / heldur sjón-
villu Útvarps?. Þá tekur við flokkur
ljóða um Möðrudalsöræfi: ?endur-
ómur hrifningar // hús Stórvals hefur
verið rifið / auðnin stendur eftir í
nóttinni / og biðlar til Herðubreiðar.? 
Sum ljóðanna eru heimspekileg,
eins og ?Að fæðast er hin endanlega /
eða þyngsta vissa // en um dauðann
(?) sú staðreynd hlýtur alltaf / að vera
bundin efa.? Þessi spekiljóð falla
mörg flöt. Undir hömruðum setning-
unum er hugsun sem er ýmist svo al-
menn eða einkanleg, að hún nær ekki
að vísa út fyrir ramma ljóðsins, að
kveikja flug hugsananna.
Ljóðin í Milli barna eru ójöfn, þótt
þau virðist við fyrstu sýn vera nokkuð
heildstæð. Ljóðin eiga ekki öll erindi,
en á milli er brugðið upp áhugaverð-
um hugrenningum, ekki síst þar sem
skáldið lætur eftir sér að vera per-
sónulegt og fjarlægist ágengar fyr-
irmyndir, eins og Sigfús.
Kaldhamrað,
klippt og
skorið
Ljóð
eftir Gunnar M.G.
Uppheimar 2009. 54 bls.
EINAR FALUR 
INGÓLFSSON
BÆKUR
Milli barna
bbmnn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76