Magni - 23.05.1970, Blaðsíða 1

Magni - 23.05.1970, Blaðsíða 1
Iþróttahúsið hornreka meirihlutans Eftir 7 ór vantar mikið á að helmingur þess sé uppsteyptur Ár: Bæjarsjóður: Alþingi: Alls: 1963 100.000.- 100.000.- 1964 500.000.- 500.000.- 1.000.000.- 1965 1.500.000.- 1.487.500.- 2.987.500.- 1966 2.000.000.- 1.487.500.- 3.487.500.- Alls kr. 4.100.000.- 3.475.000.- 7.575.000.- Fyrir bæjarstjórnarkosning Daníel Ágústínusson svofellda Þannig lítur íþróttahúsið út í dag. Talið er að % af hálfu húsinu sé uppsteyptur. Það eru nú liðin meir en 7 ár síðan íþróttahúsið á Akranesi var fyrst tekið upp í f járhagsáætlun kaupstaðarins. Eftir allan þenn- aji tíma, sem eru nær því tvö kjörtímabil, er helmingur hússins e,m ekki steyptur upp, eins og meðfylgjandi mynd sýnir og allir bæjarbúar vita. Þessi byggingasaga er þungur áfellisdómur fyrir meirihluta bæjarstjómarinnar, sem hefur látið byggingu þessa vera algera hornreku í framkvæmdum bæjarins. Og þannig standa niálin núna, að enginn veit, hvenær líkur eru fyrir því, að hægt verði að taka húsið í notkun. Víst er að enn tekur bygging þess mörg ár, enda þótt hluti þess verði fyrst innréttaður. Það varf fljótlega upp úr 1960 að minnihluti bæjarstjórn- arinnar tók að vekja athygli á þessu máli og flutti um það til- lögur í bæjarstjórninni. Heldur ^ngu þær kaldar viðtökur og skrifaði Skaginn um það 1962 f-Ö D. Á. hefði sagt 1956 að ^þróttahús bæjarins myndi þá endast í 10 ár og fyrir þann tíma myndi meirihlutinn áreið- anlega verða búinn að koma þessu máli í örugga höfn. Minni- hlutinn skyldi því bara hafa hægt um sig í þessum efnum. Þótt ummæli þessi væru hreinn tilbúningur þótti Sjálfstæðiá- mönnum þau svo gómsæt, að þeir endurómuðu þau frá Al- þýðuflokknum. Þetta þýddi það, að meirihlutinn ætlaði að hafa íþróttahúsið tilbúið 1966 eða Glœsilegur B-listafundur Listi Framsóknarflokksins á Akranesi — B-listinn — hélt elmennan kjósendafund í Fram- spknarhúsinu á Akranesi fimmtudaginn 21. maí og hófst hann kl. 20.45. ■ A fundinum fluttu 9 efstu menn listans stutt ávörp og ræður í þessari röð: Björn H. Björnsson fram- væmdastjóri Ásgeir E. Guð- mundsson fulltrúi, Skarpliéðinn Árnason verkamaður, Guð- mundur Hermannsson kennari, Kagnheiður Guðbjartsdóttir usfrú, Guðmundur Hallgríms- s°u blikksmiður, Sigurdór Jó- annsson rafvirkjameistari, Ól- a,ur Guðbrandsson vélvirkja- meistari og Daníel Ágústínus- son fyrrv. bæjarstjóri. Fundarstjóri var Guðmund- ur Björnsson kennari og flutti hann í lokin nokkur hvatning- arorð til fundarmanna. Lauk fundinum kl. 21.40. Húsið var troðfullt út úr dyrum og ræðumönnum tekið forkunnar vel. Er talið að nokk- uð á annað hundrað manns hafi sótt fundinn. Fundurinn er ljóst dæmi um þá sókn, sem Fram- sóknarflokkurinn er í á Akra- nesi og þær góðu viðtökur, sem málflutningur hans fær. Það er almannarómur á Akranesi eftir þennan fund að líkurnar fyrir kosningu þriggja manna af B- listanum séu miklar og vax- andi. upp úr því. Efndirnar þekkja allir. Fjárveitingar kr. 7,6 millj. Eng- ar framkvæmdir. Eftir þrálátan tillöguflutning minnihlutans var bygging íþróttahússins tekin fyrst á fjárhagsáætlun bæjarins 1963 og jafnan síðan. Næstu árin er ekkert gert en fjárveitingar þessar: arnar 1966 var fyrsti áfangi íþróttahússins boðinn út. Var það grunnurinn og kjallari húss- ins. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 11. maí 1966 að taka tilboði frá Dráttarbraut Akraness að upphæð kr. 4,1 millj. Síðan gerist ekkert næstu mánuðina. Á bæjarráðsfundi 16. nóv. 1966 spurði D. Á. um fram- kvæmdir, en þá var ekkert byrj- að. Bæjarstjóri svaraði því til að um fjárskort væri að ræða. Þetta þótti undarlegt svar, að ekki væri hægt að byrja á fram- kvæmd fyrir 4,1 millj. kr. þeg- ar fjárveitingar til hennar frá bæ og ríki væri alls kr. 7.575.000.-. Var auðséð á öllu að útboðið vorið 1966 var sjónar- spil fyrir kosningar, sem meiri- hlutinn meinti ekkert með. Framkvæmdir hófust svo á næsta ári og átti samkvæmt samningi að Ijúka 1. nóv. 1967. Haustið 1967 var verkinu hætt, enda þótt nokkur hluti grunns- ins væri eftir. Sumarið 1968 lá verkið að mestu niðri. Á bæj- arráðsfundi 16. sept. 1968 gerði fyrirspurn: „Hvers vegna hefur ekki ver- ið unnið við íþróttaliúsið allt þetta ár, svo nokkru nemur, og hvenær átti verktaki að hafa lokið verki sínu samkvæmt samningi?“ Bæjarstjóri svaraði fyrirspurn þessari á bæjarstjórnarfundi 27. sept. 1968. Hann sagði að hér væri um vanefndir að ræða af hálfu Þorgeirs & Ellerts h.f., sem hefði átt að ljúka verkinu fyrir 1. nóv. 1967. Aðspurður sagði bæjarstjóri, að í samn- ingum væri heimild til dagsekta kr. 2 þús. pr. dag frá 1. nóv. 1967. Jafnframt sagði bæjar- stjóri, að verkinu yrði lokið í okt. og útboð fyrir næsta áfanga færi fram eftir nokkrar vikur. Þetta drógst þó fram í marz 1969 að frá því væri gengið. Þessi seinagangur á bygging- unni er sérstaklega vítaverður, þegar á það er litið, að hætt var við stækkun gagnfræðaskólans 1968 til þess að einbeita sér bet- ur að byggingu íþróttahússins, Framhald á. bls 3. Hagstœð vertíð Rætt við aflakóng Akraness 1970 Þórður Guðjónsson skipstjóri á Sigurborgu er aflakóngur Akra- ness 1970 og hefur flutt að landi 911 tonn frá áramótum til ver- tíðarloka. Hann var ennfremur aflakóngur 1968 og fékk þá 973 tonn. Næst var Rán, skipstjóri Helgi Ibsen með 740 tonn og Skímir í þriðja sæti, skipstjóri Oddur Gislason með 664 tonn. Magni hefur af þessu tilefni átt stutt viðtal við Þórð Guðjóns- son, og lagt fyrir hann nokkrar spurningar. Hvert var aflinn einkum sóttur? Við fengum þessi 911 tonn frá áramótum til 13. maí. Vorum á línu til 3. marz og eftir það á netum. Við vorum með netin í Breiðafirði fyrstu 10 dagana, en fluttum þau síðar í Faxaflóa og þó einkum á svæðið út af Garðskaga. Hvað fannst þér um fiskigengd- ina? Hún var óvenjulega mikil grunnt í Miðnessjó. Framan af vertíðinni var fiskurinn mjög vænn, en er líða tók á vertíð- ina var hann smærri. Það var athyglisvert að fiskurinn var ætislaus, þar til sandsílið kom seint í apríl. Loðnan komst aldrei vestur fyrir Vík í Mýr- dal. Þar veiddist hún nánast upp og mun magnið af henni ekki hafa verið mikið. Það var alltaf mikil ferð á fiskinum, nema innarlega í Faxaflóa virtist hann ekki ganga, því þar var óvenjulega kaldur sjór. Hvers vegna datt aflinn snögg- lega niður fyrstu dagana í maí? Ég man tæpast eftir jafn snöggum umskiptum. Uppgripa- afli aprílmánuð en eftir fyrstu helgina í maí hverfur hann á nokkrum dögum. Þess vegna varð vertíðin ekki eins góð og vonir stóðu til í apríl. I fyrra fengum við 200 tonn í maí og sama 1968. Þetta skiptir miklu máli. Erfitt er að fullyrða um á- stæðuna fyrir þessu, því við urðum varir við miklar lóðn- ingar í sjónum í okkar síðasta Þórður Guðjónsson róðri, þótt við fengjum aðeins tæp 2 tonn. Mér kemur helzt í hug sú skýring að vegna kuld- ans er sjórinn miklu tærari en vant er og fiskurinn sér netin betur. Það er lítið líf í honum, þegar kuldinn er svona mikill. Við hitann verður hann dekkri og þrunginn margvíslegum líf- verum. Sem dæmi um hitasveifl- urnar í sjónum skal ég geta þess að á breiðu belti í Faxa- flóa var hitastigið í sjónum U/2 gráða, en 5y2 gráða er kom út fyrir það. Þorskurinn held- ur sig einatt í hlýrri sjónum og forðast þann kalda. Framhald & bls. 2.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.