Ísfirðingur


Ísfirðingur - 02.06.1956, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 02.06.1956, Blaðsíða 1
Áskriftarsimi blaðsins er 332. KaupiS og lesiS ÍSFIRÐJNG VI. árgangur. ísafirði, 2. júní 1956. 8. tölublað. Þa$ borgar sig að auglýsa. Auglýsið i ISFIRÐINGI „Stóra bomba" Sjálfstæðisflokksins og sprakk á þeim sjálfnm. fierræOiskenndar baráttuaðferðir og bolabrögð er ein- asta hugsjón og von þessa spyrðubands. i. Óttinn við dóm almennings í kosningunum 24. júní n. k. hefur nú gripið svo um sig í herbúðum foringja hins svonefnda Sjálfstæð- isflokks að um fullkomna upplausn má tala . Ihaldið hefur nú gefið upp á bát- inn málefnalegar umræður, en gripið í þess stað til gerræðis- kenndra aðgerða svo sem kæru- mála út af löglega frambornum landslistum umbótaflokkanna, Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. Hér er um að ræða svo dæmalausa og ósvífna árás á rétt- lætiskennd fólksins og lýðræði í landinu að algjört einsdæmi mun vera. Hlýtur sá stjómmálaflokkur sem þannig hagar baráttu sinni á opinberum vettvangi að verða hart dæmdur af almenningsálitinu. II. íslenzka þjóðin er orðin ýmsu vön í sambandi við baráttuaðferð- ir Sjálfstæðisflokksins. Þótt nokk- uð sé um liðið eru Sjá'lfstæðis- flokknum enn í dag hugleiknar að- ferðir sér til framdráttar eins og fram komu í Kleppsmálinu svo nefnda, þegar gáfaðasti og áhrifa- ríkasti andstæðingur íhaldsins var af því stimplaður brjálaður mað- ur, sem loka bæri inni í geðveikra- spítala. Þetta mál verður ekki rif j- að upp nánar að þessu sinni. íhaldið fékk sinn dóm fyrir þessar óréttmætu og svívirðilegu aðfarir. Það fékk fylgishrun og fyrirlitn- ingu þjóðarinnar. III. Það hafði gefist íhaldinu illa að vega á framangreindan hátt að andstæðingum sínum. Ráðabrugg og aðfarir sem íhaldið taldi sér fara vel árið 1930, voru ekki tald- ar færar 1956. Nú skyldi róa á önnur mið og annarra úrræða leita. Forusta Sjálfstæðisflokks- ins gekk þess ekki dulin að á mál- efnalegan hátt .gat Sjálfstæðis- flokkurinn ekki unnið í kosninga- bardaganum, sem fram undan er. Af ósköp eðlilegum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn mark- visst verið að tapa fylgi hjá þjóð- inni að undanförnu. Ástæðurnar eru uppgjöf og algert getuleysi til að ráða fram úr vandamálum þeim sem flokkurinn hefur boðist til að inna af höndum. Til langframa var ekki hægt að lifa á annara afrek- um. Sjálfstæðisflokkurinn á enga hugsjón og því engin lífvænleg mál til að berjast fyrir. Þeim var ekki hægt að flíka. Jafnvel „Bald- ur“ og „Konni“, harmoníkan og tromman, sem svo oft höfðu gef- ist sæmilega vel, voru nú ekki tal- in alveg einhlýt til að fyrirbyggja áframhaldandi fylgishrun. Þá er það sem Sjálfstæðismönn- um dettur það snjallræði í hug að túlka kosningalögin á annan hátt gagnvart öðrum en sér sjálfum. IV. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í kosningabandalagi með Bænda- flokknum árið 1937, þá lofsungu málgögn flokksins kosningabanda- lög og töldu þau bæði réttmæt og sjálfsögð. „Breiðfylking allra ís- lendinga”, kallaði íhaldið þessi kosningasamtök þá, og allur lands- lýður var hvattur til að standa nú fast saman og efla kosningabanda- lagið. Andstæðingum íhaldsins kom ekki til hugar að ýta úr vör kommúnista með kærumál út af þessu hliðstæða kosningabandalagi. Á árinu 1953, þegar umræður fóru fram á Alþingi um kosningabandalags- frumvarp, hafði Sjálfstæðisflokk- urinn ekkert við kosningabanda- lög að athuga. Þá voru þau rétt- mæt og lögleg. En nú 1956 þegar umbótaflokkarnir hafa gert með sér kosningabandalag og Sjálf- stæðisflokkurinn sér fram á verð- skuldað fylgishrun, þá er gripið til þess gerræðis að kæra útaf fram- kvæmd kosningabandalags and- stæðinga sinna. Svona framkomu mun íslenzka þjóðin ekki þola. Sagan frá 1930 mun endurtaka sig. Sjálfstæðis- flokkurinn og „glókollarnir" hans, Kommúnistar og Þjóðvarnarflokk- urinn, sem stóðu við hlið hans í hinu gerræðisfulla kærumáli, munu gjalda fylgishrun og fyrirlitningu þjóðarinnar í kosningunum 24. þ. m. Bomban sem íhaldið kastaði sér til framdráttar hefur snúist í höndum þess og sprungið á því sjálfu. Glæsilegt framtak i siglinga- og þjóðarinnar. StS 00 ðlíufélaoiö kaupa stért 00 vandað oliuflutninoaskip. Það eru nú liðin nokkur ár síðan Vilhjálmur Þór, bankastjóri, sem þá var forstjóri Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga og for- maður í stjórn Olíufélagsins, hreyfði því á fundum þessara fé- laga, að það væri mikið hagsmuna- mál að Sambandið og Olíufélagið ættu þess kost að flytja með eigin skipum olíur til landsins. Olíunotkun hér á landi fór vax- andi með hverju ári sem leið. Ár- ið 1939 var heildamotkun Islend- inga á olíum og benzíni 22.000 lestir, en árið 1955 er notkunin komin upp í 265.000 lestir. Olíu- flutningarnir eru því orðnir all- stór hluti af heildarflutningunum til landsins, og það hefur orðið æ augljósara, hve mikið hagsmuna- mál það er fyrir íslendinga að eignast sinn eigin skipakost til olíuflutninga. Bæði Sambandið og Olíufélagið voru einhuga um að kaupa ætti olíuflutningaskip, þó með því skilyrði að unnt yrði að afla er- lendra lána til þess að standa undir skipakaupunum, þar sem ekki var fyrir hendi eigið fé til þess að ráðast í slíkar stórfram- kvæmdir, og innlent lánsfé hefur ekki verið fáanlegt. Athuganir fyrirfarandi ára á því, hvort unnt yrði að fá erlent lánsfé til skipa- kaupanna, gáfu til kynna að slíkt mundi mögulegt. Var því fyrir nokkrum árum sótt um leyfi til gjaldeyrisyfirvalda fyrir olíuskipi, og hefur þessi leyfisumsókn verið endurnýjuð á undanförnum árum. Það var ekki fyrr en í desember s.l. að Innflutningsskrifstofan til- kynnti, að ríkisstjórnin hefði á- kveðið- að veita Sambandinu leyfi til kaupa á stóru olíuflutninga- skipi. Eftir að leyfi hafði fengist var strax hafizt handa um útvegun erlendra lána. Formaður stjómar Olíufélagsins, Helgi Þorsteinsson, vann að lántökunni í New York Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.