Ísfirðingur


Ísfirðingur - 13.08.1965, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 13.08.1965, Blaðsíða 1
BlAÐ TkAMSÓKNAÍWANNA / l/ESTFJARÐAKJÖRMM! 15. árgangur. ísafjörður, 13. ágúst 1965. 11. tölublað. HópferB til Aðalvíknr fléraðsmðt Framsóknarmanna - Ilt'ssíiil í lliiilíirliirltjn Héraðsmótið á Flateyri. Héraðsmót Framsóknar- Margir fyrrverandi Sléttu- hreppingar og skyldulið þeirra efndu nýlega til hópferðar til Aðalvíkur. Fimmtudaginn 29. júlí flutti m.b. Fagranes um 130 manns frá Isafirði til Að- alvíkur, en nokkrum dögum áður hafði farið norður um 20 manna hópur, sem unnið hafði að ýmsum undirbúningi og lagfæringum, m.a. því að gera hreina kirkjuna á Stað. Fyrir því stóðu aðallega þeir Þver- dalsbræður, synir Guðmundar Snorra Finnbogasonar, og konur þeirra. Sunnudaginn 1. ágúst bættist svo við um 30 manna hópur sem fór til Að- alvíkur með m.b. Víkingi II. Það var átthagafélag Sléttu- hreppinga í Reykjavík sem stóð fyrir þessu ferðalagi og skipulagði það. Stóð hópurinn saman af gömlum Sléttuhrepp- ingum víðsvegar að, t.d. frá Reykjavík, Keflavík og fleiri stöðum sunnanlands, og svo að sjálfsögðu mörgum frá ísa- firði og nágrannasveitunum. í Aðalvik bjó fólkið í tjöldum og gömlum húsum sem uppi standa. Undi fólkið vel hag sínum þarna í heimasveitinni, enda var blíðskaparveður þá daga sem dvalið var í Aðal- vík. Þama hittust gamlir sveitungar og frændur, sem margir hverjir höfðu ekki sézt árum saman, og gafst því kærkomið tækifæri til að end umýja gömul og góð kynni og rifja upp gamlar minningar. Sunnudaginn 1. ágúst kl. 2 flutti séra Sigurður Einarsson í Holti messu í Staðarkirkju, og vom kirkjugestir um 180 manns. Var þetta bæði hátíð- leg og eftirminnileg guðs- þjónusta, enda prédikarinn landsþekktur mælskumaður og ræðuskörungur. Flestir við- staddir sungu, en frú Hanna Karlsdóttir lék á orgel. Með- hjálpari var Guðmundur Snorri Finnbogason og hringj- ari Marías Finnbogason. Haldinn var dansleikur í skólahúsinu að Sæbóli á sunn- udagskvöldið, og var þar dansað við undirleik margra harmonikuleikara. Allmargir fóm til ísafjarð- ar á sunnudagskvöldið 1. ágúst, en aðalhópurinn kom til bæjarins á mánudaginn 2. ágúst, eftir vel heppnaða og ánægjulega ferð á æskustöðv- arnar. Síðasti prestur sem búsett- ur var á Stað í Aðalvík var séra Finnbogi Kristjánsson, en þaðan mun hann hafa flutt árið 1945. Síðustu íbúar úr Sléttu- hreppi fluttu þaðan haustið 1952. Þess er að vænta að þróunin í framtíðinni verði á þá leið, að Aðalvíkin og aðrir búsældarlegir staðir í Sléttu- hreppi komist aftur í byggð. manna í Vestur-lsafjarðar- sýslu var haldið í samkomu- húsinu á Flateyri laugardag- inn 24. júlí s.l. og hófst kl. 21. Halldór Kristjánsson setti mótið og kynnti dagskrárat- riði. Ræður fluttu Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli og Steingrímur Hermannsson, framkvæmdarstj. Guðmundur ur Ingi Kristjánsson, skáld, las upp ljóð. Jón Gunnlaugsson flutti skemmtiþætti. Gunn- laugur Finnsson á Hvilft stjórnaði vísnaþætti, sem fór þannig fram, að hann las upp fyrriparta vísna sem þeir Ey- steinn Gíslason, Guðmundur Ingi og Halldór Kristjánsson botnuðu svo. Stóð ekki á kvæðamönnum, sem allir eru Ninningarsjóður nm Hrafn Sveinbjarnarson á Evri Páll V. G. Kolka fyrrv. héraðslæknir hefur nýlega stofnað sjóð til þess að koma upp minnismerki um Hrafn Sveinbjarnarson á Hrafneyri í Arnarfirði. Stofnframlagi Kolka fylgdi þessi greinar- gerð: „Saga læknisfræðinnar get- ur margra ágætra lækna á miðöldum, allt frá upphafi Salerno-skólans á 10. öld. Meðal þeirra eru aðeins tveir Norðurlandabúar, samtíðar- mennirnir Hrafn Sveinbjarn- arson á Eyri og Henrik Harpestreng í Hróarskeldu. Hrafn sem var lærður á klerk- leg fræði, svo sem latínu, eins og fleiri íslenzkir höfðingjar, fór píalagríms- og námsferðir til Englands, Frakklands, ítalu og Spánar. Hann mun vera fyrsti íslenzki læknirinn, sem er lærður á alþjóðavísu í grein sinni, og má segja, að hann hafi haldið fyrsta spítala á islandi á óðali sínu, þar sem hann vann líknarstarf sitt af alúð og mannkærleika. Það er því maklegt og vel til fallið, að honum verði reist þar minnismerki nokkurt, og leyfi ég mér að leggja fram til þess eitt þúsund krónur í von um að Vestfirðingar og aðrir bæti því við, sem þarf og þeir telja hæfilegt". Sjóðurinn verður í vörzlu sýslunefndar Vestur-isafjarð- arsýslu og framlögum veitt viðtaka í sýsluskrifstofunni á ísafirði. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfé- lags Vestur-isfirðinga var haldinn að Kirkjubóli í Bjarn- ardal á annan í hvítasunnu. Auk fastra aðalfundarstarfa voru kjörnir 6 menn í fram- boðsnefnd samkvæmt reglum kjördæmissambandsins. Stjóm félagsins var endur- kosin en hana skipa Halldór Kristjánss. Kirkjubóli, Gunnn- hraðkvæðir, að botna vísurn- ar. Að afloknum framannefnd- um dagskráratriðum, en að þeim öllum var gerður mjög góður rómur, hófst svo dans- leikur í samkomuhúsinu við undirleik hljómsveitarinnar Kátir félagar frá Reykjavík. Það voru framsóknarfélögin i Vestur-lsafjarðarsýslu sem gengust fyrir héraðsmótinu, sem var fjölsótt, og á dans- leiknum var eins margt fólk og húsið rúmaði. Héraðsmótið að Sævangi. Héraðsmót Framsóknar- manna í Strandasýslu var haldið í félagsheimilinu Sæ- vangi laugardaginn 7. þ.m. og hófst klukkan 21. Brjóslmynd af llinii GuOmundssyni Við uppsögn Núpsskólans 1. júní var skólanum afhent að gjöf brjóstmynd af Bimi Guð- mundssyni fyrrum skólastjóra. Fyrir nokkram árum mótaði Ríkharður Jónsson mynd af Birni að frumkvæði þeirra, sem að skólanum stóðu. Nú hafa ungmennafélög sýslunn- ar, gamlir nemendur og vinir látið steypa myndina í brons og afhent skólanum til eignar. Jón Bjarnason frá Álfadal afhenti myndina en auk hans talaði af hálfu gefenda Hall- dór Kristjánsson á Kirkjubóli. Yfir kaffiborðum töluðu síðan vegna þessa atburðar þeir Guðmundur Ingi Kristjánsson og Jóhannes Davíðsson. Margt manna var við at- höfnina, allt vestan frá Pat- reksfirði. Mynd Rikharðar af Birni þykir hið ágætasta verk. laugur Finnsson, Hvilft og Jóhannes Davíðsson, Hjarðar- dal. Sigurður Jónsson í Stóra- Fjarðarhorni setti mótið og stjórnaði því. Hann kynnti dagskrá mótsins. Það voru samtök ungra Framsóknar- manna í Strandasýslu sem stóðu að mótinu og fórst það mjög vel úr hendi. Ræður á mótinu fluttu þeir Hermann Jónasson, alþingismaður, og Einar Ágústsson, alþingis- maður. Var báðum ræðumönn- um mjög vel tekið. Savanna- tríóið annaðist skemmtiatriði við mikinn fögnuð áheyrenda. Að lokinni dagskrá héraðs- mótsins var haldinn dansleik- ur og lék hljómsveitin Röðlar frá Reykjavík fyrir dansinum. Mikið fjölmenni var á hér- aðsmótinu og dansleiknum að Sævangi. Fór mótið hið bezta fram og var öllum sem það sóttu til hinnar mestu ánægju. Héraðsmót að Vogalandi. Framsóknarmenn í Austur- Barðastrandarsýslu halda hér- aðsmót að Vogalandi, Króks- fjarðarnesi, laugardaginn 14. þ.m. Ræðumenn á mótinu verða þeir Bjarni Guðbjömsson, bankastjóri, og Steingrímur Hermannsson, framkvæmdar- stjóri. Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur. Ekki er blaðinu kunnugt um aðra dag- skrárliði mótsins og ekki heldur hvaða hljómsveit leikur fyrir dansinum. En frá þessu móti verður nánar sagt í næsta blaði. Frá SunMl tsafjarðar Viðgerð á sundlaugarþrónni hefur tafizt af ófyrirsjáanleg- um ástæðum, langt umfram það sem ætlað var, og tefst enn um hríð, en böð verða af- greidd fyrir almenning sem hér segir: Klukkan 8—12 f.h. og kl. 2—7 e.h. daglega nema á sunnudögum.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.