Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.06.1968, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 15.06.1968, Blaðsíða 1
 BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA / VESTFJARÐAKJOMÆMI 18. árgangur. ísafirði 15. júní 1968. 7. tölublað. Tímaritið lceland Review lceland Review lceland Review^lc ieviow lceland Review'? celand Review |ceiand Revie Forsíðumyndir Iceland Review Nýtt hefti tímaritsins Ice- land Review )er nýkomið út og hófst þar með sjötti árg angur þess. Er heftið mjög fjölbreytt og vandað, skreytt miklum fjölda mynda. bæði í litum og svarthvítu. Allar þjóðir leggja mikla áherzlu á að kynna land sitt og útflutningsafurðir, m.a. með útgáfustarfsemi — og eru keppinautar íslendinga á erlendum mörkuðum athafna- samir á því sviði. Iceland Rev iew hefur í 5 ár leitast við að gegna þessu hlutverki, það hefur kynnt útflutningsvörur landsmanna og kynnt landið ferðamönnum á margvíslegan hátt. Aukin áherzla hefur ver ið lögð á það sem nefna mætti óbeina kynningu, þ.e.a.s. frá- sögn af menningu lands- manna og sögu, framlagi okk ar í alþjóðlegri samvinnu, skerfi okkar til menningar- mála svo sem atvinnumála, Kynningar- og sölustarf allra þjóða felst í ört vaxandi mæli í þessari óbeinu kynningu, sem miðar að því að vekja traust umheimsins á viðkom- andi þjóð og vekja áhuga á lífi hennar og starfi. Slík skipulögð kynningarstarfsemi er síðan líkleg til að gera öll bein viðskipti auðveldari jafnhliða því sem ferðamanna straumur eykst. Vegna vaxandi erfiðleika í útflutningsmálum íslendinga og aukinnar þarfar til þess að leita markaða á breiðari grundvelli en verið hefur, veitir Iceland Review þegar töluverða möguleika á því sviði. Ritið mun framvegis sem hingað til hafa áhuga á að kynna allar þær íslenzkar framleiðsluvörur, sem von er til að hægt verði að finna markað fyrir erlendis. óhætt er fullyrða að Iceland Rev- iew hafi á undangengnum 5 árum eflt tengsl okkar við önnur lönd á margvíslegan hátt og stöðugt er stefnt að gera stærri átök, með aukinni útbreiðslu og hverskonar efl- ingu ritsins. í síðasta hefti bættist nafn ið ATLANTICA framan við aðalheiti ritsins og með því er gefið til kynna að ritinu sé í framtíðinni ætlað að kynna málefni, sem ekki varða ís- lendinga einvörðungu, heldur einnig sitthvað í nánasta um- hverfi okkar hér í Norður- Atlantshafi, sem áhrif hefur á líf og starf fólks í landinu. Slík útfærsla efnissviðs rits- ins er þó eingöngu hugsuð í sambandi við málefni er faUa undir hagsmunasvið íslend- inga í einni eða annarri mynd og kemur þar ýmislegt til greina, svo sem ferðamál, fisk veiðar, visindarannsóknir o.fl. Af menningarlegri. viðskipta- legri og sögulegri hefð brúar ísland hafið milli Gamla heimsins og hins Nýja- og þó að viðhorfin hafi mikið breytzt á undanfömum árum hefur landið öðlazt nýja þýð- ingu á ýmsum sviðum. 1 vís- indarannsóknum, fiskveiðum, ferðamálum og ýmsu öðru gegnir Island Þýðingarmiklu hlutverki í þessum heimshluta Af efni ritsins má nefna grein um Fjalla-Eyvind eftir Sigurð A. Magnússon með fjölmörgum myndum, viðtal og myndir af Maríu Guð- mundsdóttur, grein um málar ann Sverri Haraldsson eftir Odd Björnsson — og fylgja þar meðal annars litprentanir af málverkum hans. Grein er um kappakstursmanninn Sverrir Þóroddsson, um para- dís fuglaskoðara á íslandi eft ir Jeffrey Harrison, þýðing Hallbergs Hallmundarsonar á Gunnarshólma Jónassonar Hallgrímssonar og grein eftir Magnús Magnússon, ritstjóra í Glasgow, um ísland fyrir daga norsku innflytjendanna, Fjölmargt annað efni er í ritinu, almennur fréttaþáttur, greinar um viðskipti og fisk- veiðar, bækur, frímerki og fróðleiksmolar fyrir ferða- menn. Mikill fjöldi mynda er í ritinu, bæði í litum og svart hvítu og er frágangur allur til fyrirmyndar. Forsíðumynd af Maríu Guðmundsdóttur, uppsetningu annaðist Gísli B. Bjömsson. Gullbrúökaup Hjónin Lára Eðvarðsdóttir og Elías J. Pálsson, kaupmað ur Hafnarstræti 1, áttu gull- brúðkaup 8. þ.m. Mjög fjölmennur fundur Stuðningsmenn dr. Kristjáns Eldjáms í forsetakosningunum boðuðu til fundar í Al- þýðhúsinu á Isafirði miðvikudaginn 12. þ.m. Forsetaefnið dr. Kristján Eldjárn og kona hans frú Halldóra Eldjárn mættu á fund- inum. Fundarstjóri var Marías Þ. Guðmunds son, forstjóri, og bauð hann í upphafi fundar ins forsetaefnið og frú hans velkomin og v kynnti þau. Ræðumenn voru: Emil Hjartar- son, kennari, séra Jóhannes Pálmason, frú Kristín Ölafsdóttir, ljósmóðir, Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld, séra Þorbergur Kristjánsson, dr. Kristján Eldjárn og að lokum fundarstjórinn Marías Þ. Guðmunds- son. Ræðumönnum öllum var ákaflega vel tekið og fór fundurinn að öllu leyti hið bezta fram. Þetta er einhver fjölmennasti fundur sem hér hefur verið haldinn. Húsfyllir var 1 Al- þýðuhúsinu, hvert sæti skipað og meðfram bekkjunum og í anddyrinu stóðu eins margir og húsrýmið frekast leyfði, og utan dyra stóð fjöldi fólks sem ekki gat komizt inn og hlýddi á ræður gegnum hátalarakerfi sem komið hafði verið fyrir. Þegar forsetaefnið og frú hans gengu út úr húsinu voru þau hyllt með almennu lófataki fleiri hundruð fundarmanna sem biðu þeirra utan við húsið. Barnaskóii Isafjarðar Bamaskóla Isafjarðar var slitið 28. maí sl. í Alþýðu- húsinu að viðstöddu fjöl- menni. Skólastjórinn Björgvin Sig- hvatsson, gerði grein fyrir skólastarfinu á liðnu skóla- ári og afhenti síðan nemend- um bamaprófsskírteini. Undir bamapróf gengu alls 65 böm, og stóðust 62 þeirra prófið. 10 þeirra hlutu ágætis einkunn, allt nemendur í 12 ár K. 41 barn fékk I. eink- unn (7,00—9.00) og 11 böm II. einkunn (5,00—7,00). Hæstu meðaleinkunn á barnaprófi hlaut Jónína S. Guðmundsdóttir 9,68. Næst urðu þau Gunnar Þ. Jónsson (9,49) og Elísabet Þorgeirs- dóttir (9,48). Sýning á handavinnu, teikn ingum, vinnubókum og margs konar annarri vinnu nemenda var í skólanum sunnudaginn 19. maí sl. Sýningin var mjög fjölsótt og þótti bæði fjöl- breytt og skemmtileg. 1 skólanum var alls 401 bam, 186 stúlkur og 215 drengir. Þar af eru 217 nem endur i I., n. og in. bekk, en 184 í IV., V. og VI. bekk. Börnin skiptust í 18 bekkjar deildir, þ.e. 10 deildir 7—9 ára barna og 8 deildir eldri Framhald á 4. síðu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.