Ísfirðingur


Ísfirðingur - 03.10.1970, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 03.10.1970, Blaðsíða 1
 firðinnur BlAÐ TRAMSOKNAKMANNA / l/ESTFJARÐAKJORMM! 20. árgangur. Isafirði, 3. okt. 1970. 17. tölublað. Menntaskólinn á ísafirði settur í dan Menntaskólinn á Isafirði verður settur í fyrsta sinn í Alþýðuhúsinu á Isafirði laug ardaginn 3. október kl. 15, en hann tók til starfa föstudag- inn 2. október. Viðstaddir athöfnina verða þingmenn kjördæmisins, sveit arstjórnarmenn, ýmsir for- ystumenn skólamála í byggð arlaginu og aðrir forvígis- menn baráttunnar fyrir stofn un menntaskóla á Vestfjörð- um. Forsaga menntaskólamálsins hefur oft verið rakin hér í blaðinu, og verður það því eigi gert að þessu sinni. Þann 1, júlí 1970 var Jón Baldvin Hannibalsson, MA., skipaður fyrsti skólameistari Menntaskólans á Isafirði. Hef- ir undirbúningur skólastarfs- ins síðan hvílt á hans herð- um. Skólinn mun fyrst um sinn starfa í gamla Barnaskólahús- inu á Isafirði, eða þangað 'til hann flyzt í eigin húsakynni. Þar hefur hann til umráða fjórar kennslustofur í vetur. Hefur í sumar verið unnið að nauðsynlegum breytingum á húsnæðinu og er þeim fram- kvæmdum að mestu lokið. Hafa skólamenn lokið upp einum rómi um að kennslu- húsnæði þetta sé í fyllsta nráta aðlaðandi og hagkvæmt. Heimavist pilta verður í vet- ur í húsinu Hafnarstræti 20, en það húsnæði tekur skól- inn á leigu af Hótel Mána- kaffi á ísafirði. Eru þar vist- arverur fyrir 15 nemendur, auk setustofu og íbúðar heimavistarstjóra, sem ráð- inn hefur verið Pétur Þórðar- son, kennari. Stúlkur munu vera í heima- vist Húsmæðraskólans Óskar, ísafirði, og mun Húsmæðra- skólinn einnig reka mötu- neyti fyrir heimavistarbúa alla sameiginlega. Forstöðu- kona Húsmæðraskólans er Þor björg Bjamadóttir frá Vigur. Alls munu 35 nemendur stunda nám í fyrsta bekk skól ans þennan fyrsta vetur og skiptast þeir í tvær bekkjar- deildir. Eru það 28 piltar og 7 stúlkur, allir af Vestfjörð- um, utan fjórir. Eftirtaldir kennarar hafa verið ráðnir að skólanum, auk skólameistara: Finnur Torfi Hjörleifsson, kennir ís- lenzku, Ólafía Sveinsdóttir, BA, kennir dönsku (og frönsku, ef nægilega margir nemendur velja þá grein), Hans W. Haraldsson, BA, kennir þýsku, Þorbergur Þor- bergsson, cand.polyt., kennir stærðfræði og Guðmundur Jónsson kennir efnafræði. Kennsla í náttúruvísindum eða samtímasögu hefst á mið- önn, og hefur henni enn ekki verið ráðstafað. Vélritunar- Hið ömurlega ástand, sem á undanförnum árum hefur verið ríkjandi hér á Vest- fjörðum, um að fá almenna- og sérfræðilega læknisþjón- ustu hefur að vonum verið mikið áhyggjuefni þess fólks sem hér hefur búsetu. Öryggis leysið i þessum efnum hefur án alls vafá átt sinn þátt í því hve margt fólk hefur yfir gefið sínar heimabyggðir og flutt burt úr héraðinu. Nær ógerningur virðist hafa verið að fá lækna í flest hin lög- boðnu læknishéruð, nema hvað af og til hefur tekist að fá lækna til stuttrar dval- ar í sum héraðanna. Mörg félagasamtök hafa á undan- förnum árum, og þá ekki hvað síst á síðastliðnu ári og því yfirstandandi, gert samþykkt- ir, sem sendar hafa verið stjómvöldum og áhrifamönn- um, og krafist úrbóta í þess- um efnum. Með lögunum um læknamið- stöðvar frá 1969 má segja að kennslu annast Sigþrúður Gunnarsdóttir, bankaritari. Sumir kennaranna starfa í vetur jafnframt við Gagn- fræðaskóla Isafjarðar. Fyrstu tvo vetuma verður námsefni með svipuðu sniði og í öðrum menntaskólum, þ.e. sameiginlegur kjami menntaskólanáms. Síðan er ráðgert að taka upp tvær meginlínur, þ.e. annars vegar stærðfræðideild, með aukinni áherzlu á efnafræði og líf- fræðilegar greinar, hins veg- ar hagfræði- og viðskipta- deild, væntanlega í líkingu við Verzlunarskóla Islands, eftir þær breytingar, sem fyr- irhugaðar eru á skipulagi hans. Hvernig þessar hugmyndir þróast í framkvæmd fer þó þáttaskil hafi orðið í viðhorf- inu til búsetu læknanna. Síðan hefur það helst verið á dag- skrá, að setja á stofn svo- nefndar læknamiðstöðvar, sem tvö eða fleiri læknishémð stæðu að, og að þessar stöðv- ar yrðu útbúnar eftir fyllstu kröfum hvað húsnæði og tæki snerti og að sjálfsögðu nægu læknaliði. Augljóst er að slík læknamiðstöð verður að rísa hér á ísafirði fyrir kaupstað- inn og nærliggjandi læknis- héruð, og það svo fljótt sem unnt er. Nú hafa vestfirzkar konur gert myndarlegt átak og haf- ið öflugan áróður fyrir því að læknamiðstöðin verði að veruleika sem allra fyrst. Þær hafa þegar haldið tvo mjög fjölmenna fundi á Isa- firði, en á þeim fundum mættu konur úr flestum eða öllum sveitarfélögunum á norðanverðum Vestfjörðum. Fyrri fundurinn var haldinn miðvikudaginn 23. september mjög eftir mannvali til kennslustarfa og þeirri ytri aðstöðu sem skólanum verður búin. Þann 20. ágúst skipaði menntamálaráðherra þá Jón Baldvin Hannibalsson, skóla- meistara, Gunnlaug Jónasson, bóksala og Jón Pál Halldórs- son, frkv.stj. í byggingar- nefnd fyrir Menntaskólann og er skólameistari form. nefnd- arinnar. Arkitekt hefur enn ekki verið ráðinn en fyrirhug- að er að hefjast fyrst handa um byggingu fyrsta áfanga heimavistarhúsnæðis. Mun nefndin sækja það fast að fá fjárveitingu á næstu fjárlög- um, er geri kleift að hefjast handa um framkvæmdir þegar á næsta vori. og var eingöngu sóttur af kon um, nema hvað Jón R. Árna- son, læknir, var frummælandi. Á fundinum tóku margar konur, úr flestum sveitarfé- lögunum, til máls ■ og drógu fram skýr rök fyrir nauðsyn læknamiðstöðvar og bættrar læknaþjónustu. Hið sama kom að sjálfsögðu fram í ræðu læknisins. Fundurinn samþykkti til- lögu þar sem skorað var á yfirvöld heilbrigðismála í landinu, að koma upp full- kominni læknamiðstöð á ísa- firði, samkvæmt lögum um læknamiðstöðvar, og verði hún staðsett þar sem nægj- anlegt landrými er fyrir hendi, og verði fullbúin inn- an tveggja ára. Síðari fundurinn sem kon- urnar boðuðu til var svo haldinn á sama stað, í Al- þýðuhúsinu á ísafirði, þriðju- daginn 29. september. Þetta var almennur borgarafundur og var ýmsum boðið á fund- Þing A.S.V. Þing Alþýðusambands Vest- fjarða var nýlega haldið á Isafirði. Þar voru að venju mörg mál rædd og samþykkt ir gerðar. Björgvin Sighvats- son, sem í 20 ár hefur verið í stjórn sambandsins og þar af 16 ár forseti, tilkynnti á þinginu að hann tæki ekki endurkjöri sem forseti. Pétur Sigurðsson, ísafirði, var kjör inn forseti A.S.V. Læknislanst Læknislaust er ennþá í Reyk hólahéraði, og er það mikið vandamál fyrir þá sem við það þurfa að búa. Þó ber að geta þess að læknir kemur þangað frá Reykjavík, að jafn aði tvisvar á mánuði og dvel- ur þar um það bil einn dag í hvert skipti. Svona ástand er ekki við- unandi. inn, þar á meðal bæjarfull- trúum á Isafirði, sveitar- stjórnarmönnum úr Vestur- og Norður-ísafjarðarsýslum, alþingismönnum héraðsins ofl. Húsið var þéttskipað fólki allan fundartímann. Margar ræður voru fluttar, bæði af konum og körlum, þar á meðal töluðu læknarnir Atli Dagbjartsson, Jón R. Ámason og Ólafur Halldórs- son. Var mjög góður rómur gerður að ræðum allra sem til máls tóku, og fundurinn virtist einhuga og samstæður um það að læknamiðstöð verði sem allra fyrst komið upp og læknum fjölgað. Lof- uðu þeir alþingismenn sem á fundinum voru mættir, að vinna af fullum krafti og eftir öllum færum leiðum að lausn málsins. Vissulega ber að þakka konunum fyrir áhuga sinn og framtak um að vinna því Framhald á 3. síðu Læknamiðstöð og læknapjónusta

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.