Ísfirðingur


Ísfirðingur - 08.10.1977, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 08.10.1977, Blaðsíða 1
27.árgangur Isafjörður 8. október 1977 20-tölublað. ' Stórgiöf til Byggingarsjóðs Elliheimilis ísafjarðar Með bréfi dags. 2. þ.m. barst Byggingar- sjóði Elliheimilis ísa- fjarðar ávísun að upp- hæð kr. 6.000.000 - - sex milljónir króna - og er upphæðin gjöf frá hjónunum Maríu Jóns- dóttur og Baldvin E. Þórðarsyni, fyrrverandi bæjargjaldkera, en þau hjónin dvelja nú á Elli- heimili ísafjarðar að Mánagötu 5. Blaðið telur að höfð- ingsskap og rausn hjónanna verði best lýst með því að birta gjafabréf þeirra, og fer það her á eftir: „Með þessu bréfi okkar fylgir ávísun á Landsbanka íslands að upphæð kr. 6.000.000, sex milljónir króna. Upphæðin er andvirði húseignar okkar við Tanga- götu 8, hér í bæ. Þessa upphæð viljum við, hér með, gefa Byggingar- sjóði Elliheimilis Isafjarðar, þó með þeirri kvöð að, hátt- virt bæjarráð, láti leggja þessa upphæð inn á vaxta- aukareikning og hún verði ekki hreyfð eða tekin út af reikningnum, að minnsta kosti í eitt ár. í trausti þess að svo verði gert, lýsum við því, hér með, yfir, að Byggingarsjóð- ur Elliheimilisins er réttur eigandi þessarar upphæðar. Við vitum að þetta litla framlag okkar, er ekki nema eins og „dropi í hafið“ til að byggja hér upp heimili fyrir aldrað fólk, en við vonum og óskum þess, að sú hreyf- ing, sem komin er á þetta langþráða mál okkar gamla fólksins, verði að veruleika innan tíðar. Með þeirri ósk og von að svo veroi og að þetta litla framlag, sýni hug okkar og vilja til þessa langþráða máls, kveðjum við“. Með virðingu, María Jónsdóttir, Baldvin E. Þórðarson, Þann 5. þ.m. rituðu þeir Bolli Kjartansson, bæjar- stjóri, og Guðmundur H. Ingólfsson, formaður Bygg- inganefndar Elliheimilis- ins, þeim hjónunum Maríu og Baldvin bréf svohljóð- andi: „Bæjarstjórn ísafjarðar og bygginganefnd íbúða fyrir aldraða veitir hér með viðtöku hinni stórhöfðing- legu gjöf ykkar kr. 6.000.000 í Byggingasjóð Elliheimilis- ins samkvæmt gjafabréfi ykkar dags. 2. þessa mánað- ar. Bæjarstjórnin og bygg- ingarefndin vilja þakka ykk- ur sérstaklega fyrir þessa miklu gjöf til þessa málefnis og fyrir þann góða hug, sem að baki bvr. Þessi stóra gjöf verður mikil hvatning þeim, sem vinna að bygg- Hjónin María Jónsdóttir og Baldvín E. Þórðarson. ingu heimilis fyrir aldrað fólk hér á ísafirði“. Með virðingu, f.h. Bæjarstjórnar Isafjarðar, Bolli Kjartansson, bæjar- stjóri, f.h. Byggingarenfnd- arinnar, Guðmundur H. Ingólfsson, form. Sama dag heimsóttu þeir Bolli Kjartansson, Guð- mundur H. Ingólfsson og Gunnar Jónsson, sem er rit- ari bygginganefndarinnar, þau hjónin og færðu þeim blóm og sérstakar þakkir. Skutuii og landbúnaðurinn Ritstjóri Skutuls hefur á- hyggjur af lélegum lífskjör- um bænda og kemur þetta fram í forystugrein blaðsins 16. september. Ber að fagna þessum velvilja í garð bænda, en heppilegt væri ritstjóranum að kynna sér málin betur áður en hann skrifar fleiri greinar um sama efni. Hann segir í blaðinu „ull- arverð svo lágt að það liggur við borð að það borgi sig ekki hjá bændum að rýja fé sitt og verð á gærum og skinnum er litlu betra“. Nú segja bændur sín á milli að vel megi una við ullarverðið og það muni borga sig fyrir bændur að klippa gærurnar og selja síðan ullina. Gærur eru nú verðlagðar eftir svo- kölluðu heimsmarkaðsverði eða því sem fæst fyrir þær í útflutningi, en ríkissjóður hefur að undanförnu lagt fram fé tii að verðbæta ull- ina, en verksmiðjurnar Guðm. Ingi Kristjánsson töldu sig engan veginn geta greitt meira en útflutnings- verð. Þegar ríkið hóf þessar fjárveitingar, hækkaði ullar- verð til mikilla muna. Ritstjórinn fullyrðir að því hafi ekki verið sinnt ,,að skipuleggja og aðlaga land- búnaðarframleiðsluna að þörfum innlendra neyt- enda“. Satt er það að lítið fer fyrir skipulagningu í þessum efnum, en hitt er víst, að þegar lög voru sett um útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir var við það miðað að tryggja ævin- lega næga framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum fyrir innlenda neytendur. Þótti þá eðlilegt að miða hámark utflutningsbótanna við 10% af heildarverðmæti búvar- anna til að mæta þeim sveiflum sem framleiðslan verður fyrir af völdum mis- munandi árferðis. Reynslan á kalárunum sýndi glöggt, að hér var rétt að verki staðið. Þá var framleiðslan ekki lengi að dragast saman um 10%. Þannig getur enn skipast á skammri stundu, Í)ó að nú sé goðæri og mikil ramleiðsla Bændur vita vel, að meiri skipulagningar er þörf og hafa nýlega lagt fram tillög- ur og hugmyndir um þau efni. En allt slíkt þarf at- hugunar við og oftast laga- setningar. Þar er erfitt á að taka líkt og í öðrum at- vinnuvegum. Nefna má sjávarútveginn, þar sem hvert 400 manna porp þarf að eiga sinn skuttogara, þó að heimafólk komist þá eng- an veginn yfir að vinna þann afla sem berst á land í þorpinu. Er þá bætt úr því með því að flytja til þorps- ins tugi manna frá öðrum löndum, jafnvel alla leið frá Astralíu, til þess að vinna fiskinn og herða þar með sóknina í þann stofn, sem fiskifræðingar telja ofveidd- an. Satt er það hjá ritstjóran- um að það er „undarleg hagspeki að vilja heldur borga milljónatugi vegna flutninga á mjólk lands- hornanna á milli, hcldur en að hvetja bændur í ná- grenni þeirra byggðakjarna, sem við mjólkurskort búa, til að auka framleiðsluna með verðuppbótum á mjólk“. En hér ber að sama brunni. Framleiðslúráð landbúnaðarins telur sig ekki hafa heimild til að á- kveða mismundandi mjólk- urverð eftir landsvæðum án þess að landslögum sé breytt. Hingað til hefur ekki fengist þingmeirihluti til að samþykkja frumvarp sem felur í sér slíka breytingu. Hér með er heitið á ntstjora Skutuls að beita áhrifum sínum í Alþýðuflokknum til stuðnings þessu nauðsynja- máli. Það væri verðugt verkefni fyrir Sighvat Björgvinsson alþingismann á síðasta þingi fyrir alþingiskosningar að leiða Alþýðuflokkinn til samstarfs við stjórn Stéttar- sambands bænda um að koma fram þessari anuðsyn- legu breytingu á fram- leiðsluráðslögunum. Er hon- um bent á að leita sam- vinnu við alþingismennina Jón Helgason og Inga Tryggvason. Ekki verður hann verri maður í þeirra félagskap. Rétt er að minna á það, að í öllum grannlöndum okkar í Evrópu er háð hörð Framhaldá 3. siðu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.